Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar verður haldin í Lágafellsskóla 17. mars kl. 20:00.
Keppnin er nú haldin í 12. sinn í Mosfellsbæ. Í Stóru upplestrarkeppninni taka nemendur úr 7. bekk þátt í upplestri og hafa þau verið að æfa sig frá 16. nóvmber en þá hóst keppnin á degi íslenkrar tungu.
Markmið upplestrarkeppni í 7. bekk grunnskóla er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Þátttakendur í lokahátíð keppninnar eru 5 bestu lesarar úr hvorum skóla. Nemendur leggja mikinn metnað í framsögn og framkomu og er því hátíðin hin glæsilegasta.
Skáld keppninnar að þessu sinni eru Gunnar M. Magnúss og Hulda – Unnur Benediktsdóttir Bjarklind.
Öll velkomin.
Tengt efni
Vetrarfrí í Mosfellsbæ 2024
Bréf til foreldra vegna vopnaburðar barna og ungmenna
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum í Mosfellsbæ
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum er hafið á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ.