7 tinda hlaupurum spáð blíðviðri
Spáð er blíðviðri á suð-vesturhorni landsins á laugardag og er því útlit fyrir að þátttakendur í 7 tinda hlaupinu í Mosfellsbæ hafi heppnina með sér.
Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2010
Úrslit sveitarstjórnarkosninga í Mosfellsbæ sem fram fóru 29. maí sl. eru eftirfarandi:
Moso Mongo Memory Mix - Snorri Ásmundsson sýnir Listasal Mosfellsbæjar
Laugardaginn 5. júní kl. 14 – 16 er opnun sýningar Snorra Ásmundssonar í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin stendur til 3. júlí.Snorri ætlar að koma á óvart og vill ekkert gefa upp hvað hann ætlar að sýna en sýninguna nefnir hann Moso Mongo Memory MixSýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar.Allir velkomnir – aðgangur ókeypis
Diddú og drengirnir í Guðríðarkirkju 2. júní 2010
Hópurinn, sem er að fara í sína fyrstu tónleikaferð til útlanda í sumar, mun frumflytja efnisskrána.
3.6.2010: Deiliskipulag frístundabyggðar við Selvatn
Tillaga að deiliskipulagi 24-ra frístundalóða norðan og vestan Selvatns. Athugasemdafrestur til 15. júlí 2010.
MosBus hefur göngu sína á þriðjudag
Ókeypis ferðamannastrætó í Mosfellsbæ, MosBus, hefur áætlun þriðjudaginn 1. júní og gengur fjórum sinnum á dag fram til 31. ágúst.
Sumaráætlun Strætó tekur gildi 30. maí 2010
Líkt og undanfarin ár breytist tíðni strætóferða á níu strætóleiðum í samræmi við minni eftirspurn á sumrin, auk þess sem nokkrar smávægilegar breytingar verða gerðar þegar sumaráætlun Strætó tekur gildi sunnudaginn 30. maí næstkomandi.
FRAMBOÐSFUNDUR Í MOSFELLSBÆ
Framboðin til bæjarstjórnarkosninganna í Mosfellsbæ boða til sameiginlegs framboðsfundar með íbúum bæjarins. Fundurinn verður haldinn í Hlégarði fimmtudaginn 27. maí og hefst kl. 20:00.
Aukin þjónusta við atvinnulíf í Mosfellsbæ
Mosfellsbær hefur blásið til aukins samstarfs við FrumkvöðlaseturMosfellsbæjar og Hraunhús að Völuteigi 6. Gerður hefur verið samningurum áframhaldandi stuðning til verkefnisins og að auki leggur Mosfellsbærtil starfsmann í hlutastarf sem hefur það verkefni að veita frumkvöðlumog fyrirtækjum í Mosfellsbæ ráðgjöf á sviði markaðsmála ogalmannatengsla með áherslu á nýsköpun og þróun.
Listasalur auglýsir eftir umsóknum fyrir næsta sýningarár
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum frámyndlistarmönnum sem vilja sýna í Listasal Mosfellsbæjar á tímabilinuseptember 2010 – ágúst 2011.Listasalurinn er 80 fermetra fjölnota salur í Bókasafni Mosfellsbæjar ogstanda sýningar að jafnaði í fjórar vikur í senn. Um er að ræða einka-og samsýningar. Hann er lánaður endurgjaldslaust til sýnenda.
Styttist í 7 tinda hlaupið 2010
7 tinda hlaupið, utanvegahlaup í Mosfellsbæ, verður haldið í annað sinn laugardaginn 5. júní næstkomandi.
Elísabet Stefánsdóttir, Beta Gagga, sýnir í Listasal
Föstudaginn 14. maí var opnun sýningar Elísabetar Stefánsdóttur / BetuGöggu, Handföng, í Listasal Mosfellsbæjar og stendur hún til 29. maí.
Fjöldi gekk saman í tilefni vígslu
Hátt í 60 manns komu saman við vígslu stikaðra gönguleiða sem fram fór ígær og Skátafélagið Mosverjar og Mosfellsbær stóðu fyrir. Stikun65 km gönguleiða um útivistarsvæði í Mosfellsbæ er verkefni semMosverjar hafa unnið í samstarfi við Mosfellsbæ.
Sýning í tilefni af 70 ára árstíð hernáms á Íslandi
Nú stendur yfir á Bókasafni safnarasýning úr stríðsminjasafni Tryggva Blumenstein í tilefni af því að 70 ár eru liðin frá hernámi Breta á Íslandi þann 10. maí 1940.
Vígsla stikaðra gönguleiða
Fimmtudaginn 13. maí n.k. (uppstigningardag) kl. 11-14 verða vígðar stikaðar gönguleiðir um útivistarsvæði í Mosfellsbæ sem er verkefni sem Mosverjar hafa unnið í samstarfi við Mosfellsbæ.
Vinnustofur Skálatúns - Opið hús 12. maí 2010
Nú fögnum við sumri og birtu með opnu húsi í Vinnustofum Skálatúns miðvikudaginn 12. maí.
Vortónleikar Skólakórs Varmárskóla 11. maí 2010
Vortónleikar Skólakórs Varmárskóla verða í sal Varmárskóla þriðjudaginn 11. maí kl. 20:00.
Metþátttaka í heilsuhlaupi
Metþátttaka var í heilsuhlaupinu á laugardag sem var liður í lokahátíð Heilsuvikunnar sem stóð yfir í Mosfellsbæ í síðustu viku. Alls tóku á þriðja hundrað þátt í hlaupinu.
Heilsuhátíð að Varmá í dag
Heilsuhátíð Mosfellsbæjar fer fram við Íþróttamiðstöðinaað Varmá í dag kl. 12-14 og er lokahnykkurinn á Heilsuviku Mosfellsbæjarsem staðið hefur yfir frá því á mánudag undir yfirskriftinni “Förumheilbrigð inn í sumarið”.
Brennókeppni í kvöld og heilsuhátíð á laugardag
Í kvöld verður haldin brennókeppni á sparkvellinum við Lágafellsskóla sem liður í Heilsuviku Mosfellsbæjar. Markmiðið er að allir skemmti sér og hafi gaman af og hreyfi sig svolítið í leiðinni. Heilsuhátið verður haldin að Varmá kl. 12-14 á laugardag.