Ókeypis ferðamannastrætó í Mosfellsbæ, MosBus, hefur áætlun þriðjudaginn 1. júní og gengur fjórum sinnum á dag fram til 31. ágúst.
Ókeypis ferðamannastrætó í Mosfellsbæ, MosBus, hefur áætlun þriðjudaginn 1. júní og gengur fjórum sinnum á dag fram til 31. ágúst.
Með honum er hægt að fara frá Lágafellslaug, inn í Mosfellsdal að Gljúfrasteini, að Esjurótum og til baka með viðkomu á helstu ferðamannastöðum Mosfellsbæjar, svo sem Álafosskvos, Hótel Laxnesi, Hraunhúsum, Mosfellsbakaríi og Cafe Kidda Rót, Mosskógum, Hlín Blómahúsi og fleiri stöðum. Einnig er stoppistöð við rætur Helgafells þar sem hægt er að velja gönguleiðir við hvers manns hæfi, ýmist er hægt að ganga á eitt eða fleiri fell í nágrenninu eða velja lengri og meira krefjandi gönguleiðir um einstaka náttúru Mosfellsbæjar. Skátafélagið Mosverjar hefur í samvinnu við Mosfellsbæ stikað fjölda gönguleiða víðs vegar í bæjarlandinu og sett upp upplýsingaskilti um þær.
Fyrsta ferð frá Lágafellslaug á morgnana er kl. 8:30, 2. ferð kl. 10:30, 3. ferð kl. 13:30 og síðasta ferð dagsins fer kl. 15:30. Hann tengist strætóleið 15 í Lágafellslaug, við Varmá og við Háholt en leið 15 stoppar m.a. í Ártúni, á Grensásvegi og Hlemmi.
MosBus er samvinnuverkefni Mosfellsbæjar og helstu þjónustuaðila í ferðaþjónustu í Mosfellsbæ.
Með kveðju,