Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
28. maí 2010

    Ókeyp­is ferða­manna­strætó í Mos­fells­bæ, Mos­Bus, hef­ur áætlun þriðju­dag­inn 1. júní og geng­ur fjór­um sinn­um á dag fram til 31. ág­úst.

    Ókeyp­is ferða­manna­strætó í Mos­fells­bæ, Mos­Bus, hef­ur áætlun þriðju­dag­inn 1. júní og geng­ur fjór­um sinn­um á dag fram til 31. ág­úst.
    Með hon­um er hægt að fara frá Lága­fells­laug, inn í Mos­fells­dal að Gljúfra­steini, að Esjurót­um og til baka með við­komu á helstu ferða­manna­stöð­um Mos­fells­bæj­ar, svo sem Ála­fosskvos, Hót­el Lax­nesi, Hraun­hús­um, Mos­fells­baka­ríi og Cafe Kidda Rót, Mos­skóg­um, Hlín Blóma­húsi og fleiri stöð­um. Einn­ig er stoppistöð við ræt­ur Helga­fells þar sem hægt er að velja göngu­leið­ir við hvers manns hæfi, ým­ist er hægt að ganga á eitt eða fleiri fell í ná­grenn­inu eða velja lengri og meira krefj­andi göngu­leið­ir um ein­staka nátt­úru Mos­fells­bæj­ar. Skáta­fé­lag­ið Mosverj­ar hef­ur í sam­vinnu við Mos­fells­bæ stikað fjölda göngu­leiða víðs veg­ar í bæj­ar­land­inu og sett upp upp­lýs­inga­skilti um þær.

    Fyrsta ferð frá Lága­fells­laug á morgn­ana er kl. 8:30, 2. ferð kl. 10:30, 3. ferð kl. 13:30 og síð­asta ferð dags­ins fer kl. 15:30. Hann teng­ist strætó­leið 15 í Lága­fells­laug, við Varmá og við Há­holt en leið 15 stopp­ar m.a. í Ár­túni, á Grens­ás­vegi og Hlemmi.

    Mos­Bus er sam­vinnu­verk­efni Mos­fells­bæj­ar og helstu þjón­ustu­að­ila í ferða­þjón­ustu í Mos­fells­bæ.

    Leiða­kort Mos­Bus…..

     

     

     

     

    Með kveðju,

     

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00