Hátt í 60 manns komu saman við vígslu stikaðra gönguleiða sem fram fór ígær og Skátafélagið Mosverjar og Mosfellsbær stóðu fyrir. Stikun65 km gönguleiða um útivistarsvæði í Mosfellsbæ er verkefni semMosverjar hafa unnið í samstarfi við Mosfellsbæ.
Hátt í 60 manns komu saman við vígslu stikaðra gönguleiða sem fram fór í gær og Skátafélagið Mosverjar og Mosfellsbær stóðu fyrir. Stikun gönguleiða um útivistarsvæði í Mosfellsbæ er verkefni semMosverjar hafa unnið í samstarfi við Mosfellsbæ.
Fyrsta áfanga verksinser lokið en ætlunin er að stika alls um 65 km en auk þess að setja uppvegpresta við vegamót og upplýsingaskilti við gönguleiðirnar. Af því tilefni var komið saman á Reykjum í gær, farið með rútu að Hafravatnsrétt þar sem Moserjinn Gunnar Atlason og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri héldu stutt ávarp og Sr. Ragnheiður Jónsdóttir blessaði gönguleiðirnar. Hópurinn gekk síðan saman upp Stekkjargil, að Borgarvatni og niður Húsadalinn milli Reykjaborgar og Reykjafells. Þegar komið var niður að Reykjum biðu Mosverjar þar með kaffi, kakó og kex.
Göngukort sem hefur verið prentað verður fyrirliggjandi ókeypis áíþróttamiðstöðvunum að Varmá og Lágafelli og einnig í bókasafniMosfellsbæjar. Þá er göngukortið ennfremur aðgengilegt á vef Mosverja,mosverjar.is, og hér á vef Mosfellsbæjar, mos.is (vinstra megin á forsíðu erflýtihnappurinn Kortasjá þar sem finna má ýmis kort af Mosfellsbæ. Beinslóð á kortið er: http://mos.is/media/PDF/Gongukort_lokautgafa_final.pdf).
Markmiðið með lagningu stikaðra gönguleiða er að auðvelda almenningiaðgang að ósnortinni náttúru útivistarsvæðis Mosfellsbæjar. Þar erumargar náttúruperlur og sögulegar minjar sem sagt verður frá á sérstökumfræðsluskiltum sem verða sett upp í tengslum við verkefnið.
Göngufólk er hvatt til að nýta sér stikuðu gönguleiðirnar og göngukortiðjafnt sumar sem vetur, ganga vel um og njóta útivistarsvæðisins.