Hópurinn, sem er að fara í sína fyrstu tónleikaferð til útlanda í sumar, mun frumflytja efnisskrána.
Sigrún Hjálmtýsdóttir og blásarasextett skipaður Sigurði Ingva Snorrasyni, Kjartani Óskarssyni, Emil Friðfinnssyni, Þorkeli Jóelssyni, Brjáni Ingasyni og Birni Th. Árnasyni flytur fjölbreytta dagskrá; m.a. verk eftir Händel, Gluck, Beethoven, Jón Leifs, Pál Íslólfsson og fleiri.
Hópurinn fer í tónleikaferð til Frakklands síðar í sumar og flytur þrjár mismunandi efnisskrár í jafnmörgum kirkjum í Alsacehéraði. Er þessi dagskrá ein þeirra.
Aðgangseyrir að tónleikunum er kr. 1.500, enginn posi verður á staðnum en hægt verður að greiða með peningum eða leggja inn á reikning.
Tengt efni
Menning í mars í Kjarna laugardaginn 22. mars 2025
Blómlegir tímar í Kósí Kjarna
Menningin í Mosfellsbæ lyftir upp andanum í mars
Menning í mars hefur það að markmiði að efla menningarstarf í bænum, gera það sýnilegra og styðja þau sem að því standa við að kynna sig.