7 tinda hlaupið, utanvegahlaup í Mosfellsbæ, verður haldið í annað sinn laugardaginn 5. júní næstkomandi.
Hlaupið hefst kl 10:00 við Lágafellslaug í Mosfellsbæ. Hlaupið er utanvega um fjöll, heiðar og dali í bæjarlandi Mosfellsbæjar og komið aftur í mark við Lágafellslaug.
Hlaupið var haldið í fyrsta sinn í fyrra og fer fram fyrir tilstuðlan Skátafélagsins Mosverja með stuðningi Mosfellsbæjar og Björgunarsveitarinnar Kyndils. Vel tókst til með hlaupið í fyrra, þegar það var haldið í fyrsta sinn, og voru þátttakendur ánægðir með þetta nýja, krefjandi utanvegahlaup og er búist við að þátttakendur í ár verði enn fleiri en í fyrra.
Leiðin verður merkt með skærlitum flöggum og spreyi á göngustígum.
Boðið verður upp á þrjár mismunandi vegalengdir:
- 7 Tindar – 37 km: 5.000 kr.
- 5 Tindar – 34 km: 4.000 kr.
- 3 Tindar – 19 km: 3.000 kr.
Þátttakendur séu komnir að Lágafellslaug minnst 30 mín fyrir hlaup.
Skráning á staðnum frá kl. 8:00.
Frítt er í Lágafellslaug að hlaupi loknu
Drykkjarstöðvar með orkudrykkjum og næringu verða á leiðinni.
Markið lokar kl. 16:00.
Verðlaun fyrir 3 fyrstu sæti karla og kvenna í öllum vegalengdum.
Þátttakendur eru að öllu leyti á eigin ábyrgð í hlaupinu
Þátttakendur fá 15% afslátt í Fjallakofanum, Reykjavíkurvegi 64. Gildir 29. maí – 5. júní gegn þátttökustaðfestingu.
Tengt efni
Tindahlaup Mosfellsbæjar 15 ára
Venju samkvæmt fór Tindahlaup Mosfellsbæjar fram á bæjarhátíðinni Í túninu heima þann 31. ágúst síðastliðinn.
Vel heppnað Tindahlaup 2021
Tindahlaup Mosfellsbæjar fór fram laugardaginn 28. ágúst sl.
Í túninu heima 2020 og Tindahlaupi Mosfellsbæjar aflýst
Bæjarráð Mosfellsbæjar ákvað í dag eftir tillögu neyðarstjórnar bæjarins sem samþykkt var á fundi menningar- og nýsköpunarnefndar þ. 11. ágúst að aflýsa bæjarhátíðinni Í túninu heima 2020 vegna heimsfaraldurs Covid-19.