Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
10. maí 2010

    HeilsuhlaupiðMet­þátttaka var í heilsu­hlaup­inu á laug­ar­dag sem var lið­ur í loka­há­tíð Heilsu­vik­unn­ar sem stóð yfir í Mos­fells­bæ í síð­ustu viku. Alls tóku á þriðja hundrað þátt í hlaup­inu.

    HeilsuhlaupiðMet­þátttaka var í heilsu­hlaup­inu á laug­ar­dag sem var lið­ur í loka­há­tíð­Heilsu­vik­unn­ar sem fór fram í Mos­fells­bæ í síð­ustu viku. Alls tóku áþriðja hundrað þátt í hlaup­inu og var skemmti­leg stemmn­ing við Varmár­völl í ágætis­vor­veðri.

    Þátt­tak­end­ur voru á öll­um aldri. Þeir yngstu hlupu einn hring á íþrótta­vell­in­um en eldri en sex ára fóru þrjá eða fimm kíló­metra. All­ir fengu verð­launa­pen­ing að laun­um og skein stolt úr mörg­um litl­um and­lit­um þenn­an dag­inn enda ófá­ir að hljóta sinn fyrsta verð­launa­pen­ing.

    Heilsu­há­tíð­in sem hald­in var á laug­ar­dag­inn var loka­hnykk­ur­inn í Heilsu­viku Mos­fells­bæj­ar sem er orð­inn ár­viss við­burð­ur í bæj­ar­fé­lag­inu og er hald­in á veg­um hóps sem stend­ur að lýð­heilsu­verk­efn­inu Allt hef­ur áhrif – einkum við sjálf sem stýrt er af Mos­fells­bæ.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00