Metþátttaka var í heilsuhlaupinu á laugardag sem var liður í lokahátíð Heilsuvikunnar sem stóð yfir í Mosfellsbæ í síðustu viku. Alls tóku á þriðja hundrað þátt í hlaupinu.
Metþátttaka var í heilsuhlaupinu á laugardag sem var liður í lokahátíðHeilsuvikunnar sem fór fram í Mosfellsbæ í síðustu viku. Alls tóku áþriðja hundrað þátt í hlaupinu og var skemmtileg stemmning við Varmárvöll í ágætisvorveðri.
Þátttakendur voru á öllum aldri. Þeir yngstu hlupu einn hring á íþróttavellinum en eldri en sex ára fóru þrjá eða fimm kílómetra. Allir fengu verðlaunapening að launum og skein stolt úr mörgum litlum andlitum þennan daginn enda ófáir að hljóta sinn fyrsta verðlaunapening.
Heilsuhátíðin sem haldin var á laugardaginn var lokahnykkurinn í Heilsuviku Mosfellsbæjar sem er orðinn árviss viðburður í bæjarfélaginu og er haldin á vegum hóps sem stendur að lýðheilsuverkefninu Allt hefur áhrif – einkum við sjálf sem stýrt er af Mosfellsbæ.