Mosfellsbær hefur blásið til aukins samstarfs við FrumkvöðlaseturMosfellsbæjar og Hraunhús að Völuteigi 6. Gerður hefur verið samningurum áframhaldandi stuðning til verkefnisins og að auki leggur Mosfellsbærtil starfsmann í hlutastarf sem hefur það verkefni að veita frumkvöðlumog fyrirtækjum í Mosfellsbæ ráðgjöf á sviði markaðsmála ogalmannatengsla með áherslu á nýsköpun og þróun.
Mosfellsbær hefur blásið til aukins samstarfs við Frumkvöðlasetur Mosfellsbæjar og Hraunhús að Völuteigi 6. Gerður hefur verið samningur um áframhaldandi stuðning til verkefnisins og að auki leggur Mosfellsbær til starfsmann í hlutastarf sem hefur það verkefni að veita frumkvöðlum og fyrirtækjum í Mosfellsbæ ráðgjöf á sviði markaðsmála og almannatengsla með áherslu á nýsköpun og þróun.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, forstöðumaður kynningarmála hjá Mosfellsbæ, verður því til ráðgjafar í Frumkvöðlasetri alla fimmtudaga kl. 11-16 fyrirtækjum og frumkvöðlum að kostnaðarlausu. Markmiðið er að efla atvinnulíf í Mosfellsbæ í samvinnu við Frumkvöðlasetur Mosfellsbæjar og stuðla að þróun og nýsköpun hvers konar með stuðningi við starfandi fyrirtæki í sveitarfélaginu sem og nýliða.
Sigríður Dögg hefur áralanga reynslu af almannatengslum og blaðamennsku og hefur starfað að kynningarmálum fyrir Mosfellsbæ frá því 2008. Hún mun einnig vinna að því að efla samstarf fyrirtækja í Mosfellsbæ og jafnframt vinna að því að kortleggja þá sérþekkingu sem atvinnulífið í Mosfellsbæ býr yfir og kanna hvort grundvöllur sé til stofnunar þekkingarbrunns sem gerir atvinnulífinu kleift að miðla þekkingu og reynslu milli fyrirtækja, stofnana og einstaklinga.
Frumkvöðlasetur Mosfellsbæjar hefur verið starfrækt að Völuteig 6 í rúmt ár. Forsvarsmaður Frumkvöðlasetursins og stofnandi er Elín Reynisdóttir sem hefur mikla reynslu af handleiðslu frumkvöðla. Frumkvöðlasetur starfar í samvinnu við IMPRU á Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Markmið frumkvöðlasetra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er að skapa frumkvöðlum þekkingarumhverfi, aðstöðu og umgjörð til að vinna að nýsköpun og veita þeim faglega þjónustu og stuðning við framgang hugmynda sinna.
Hraunhús er miðstöð hönnunar sem samanstendur af verslun, kaffihúsi og vinnuaðstöðu fyrir hönnuði auk fundar- og veislusala.
Atvinnurekendur og einyrkjar í Mosfellsbæ eru hvattir til að nýta sér þjónustu Mosfellsbæjar og Frumkvöðlaseturs. Engin þörf er á að panta tíma heldur eru atvinnurekendur hvattir til að mæta í Völuteig 6 hvenær sem er milli kl. 11 og 16 á fimmtudögum. Að auki er Elín til viðtals utan þess tíma samkvæmt samkomulagi við hana.