Laugardaginn 5. júní kl. 14 – 16 er opnun sýningar Snorra Ásmundssonar í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin stendur til 3. júlí.
Snorri ætlar að koma á óvart og vill ekkert gefa upp hvað hann ætlar að sýna en sýninguna nefnir hann Moso Mongo Memory Mix
Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar.
Allir velkomnir – aðgangur ókeypis
Laugardaginn 5. júní kl. 14 – 16 er opnun sýningar Snorra Ásmundssonar í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin stendur til 3. júlí.
Snorri ætlar að koma á óvart og vill ekkert gefa upp hvað hann ætlar að sýna en sýninguna nefnir hann Moso Mongo Memory Mix.
Snorri hefur verið í samræðum við samfélagið, lífið og dauðann í verkum sínum og í þessari sýningu ætlar hann að varpa fram hinni stóru spurningu.
Þetta verður voða gaman og kemur skemmtilega á óvart.
Snorri er listamaður sem leitast við að hafa áhrif á samfélagið með viðburðum á almannafæri. Hann hefur truflað íslenskt samfélag í áraraðir með fyrirferðarmiklum og ólíkindalegum gjörningum þar sem hann vinnur með samfélagsleg tabú eins og stjórnmál, kynlíf og trúarbrögð. Snorri ögrar bæði eigin mörkum og samfélagsins.
Ítarlegri upplýsingar um list Snorra: (.pdf 723 KB)
Allir velkomnir – aðgangur ókeypis