Vortónleikar Skólakórs Varmárskóla verða í sal Varmárskóla þriðjudaginn 11. maí kl. 20:00.
Þar gefst áheyrendum kostur á að heyra margt af því sem kórinn hefur verið að æfa í vetur m.a. lög úr Ronju ræningjadóttur og Kardimommubænum og Michael Jackson lög.
Þátttaka í kórstarfinu hefur verið góð í vetur t.d. hafa rúmlega 30 börn á yngsta stigi tekið þátt og sungið af miklum krafti.
Tónleikar kórsins eru ávallt fjölbreyttir og líflegir og eru Mosfellingar hvattir til að koma og hlýða á söng kórsins þessa kvöldstund.
Tengt efni
Tendrun jólatrés á Miðbæjartorgi vel sótt
Um árabil hefur tendrun ljósa á jólatrénu á Miðbæjartorgi markað upphaf jólahalds í Mosfellsbæ.
Vel heppnað Bókmenntahlaðborð
Húsfyllir á opnun jólalistaverkamarkaðar í Listasal Mosfellsbæjar