Spáð er blíðviðri á suð-vesturhorni landsins á laugardag og er því útlit fyrir að þátttakendur í 7 tinda hlaupinu í Mosfellsbæ hafi heppnina með sér.
7 tinda hlaupið verður haldið í annað sinn laugardaginn 5. júní 2010. Hlaupið hefst kl 10:00 við Lágafellslaug í Mosfellsbæ. Hlaupið er utanvega um fjöll, heiðar og dali í bæjarlandi Mosfellsbæjar og komið aftur í mark við Lágafellslaug. Leiðin verður merkt með skærlitum flöggum og spreyi á göngustígum.
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur spáir því að í kortunum sé sumar og sól. Allt að 20 stiga hiti vestanlands á föstudag og jafnvel einnig á laugardag.
Takmarkaður þátttökufjöldi og skráningu lýkur í kl. 22:00 föstudaginn 4. júní.
Hægt að skrá sig á staðnum milli kl. 8 og 9.
Tengt efni
Tindahlaup Mosfellsbæjar 15 ára
Venju samkvæmt fór Tindahlaup Mosfellsbæjar fram á bæjarhátíðinni Í túninu heima þann 31. ágúst síðastliðinn.
Vel heppnað Tindahlaup 2021
Tindahlaup Mosfellsbæjar fór fram laugardaginn 28. ágúst sl.
Í túninu heima 2020 og Tindahlaupi Mosfellsbæjar aflýst
Bæjarráð Mosfellsbæjar ákvað í dag eftir tillögu neyðarstjórnar bæjarins sem samþykkt var á fundi menningar- og nýsköpunarnefndar þ. 11. ágúst að aflýsa bæjarhátíðinni Í túninu heima 2020 vegna heimsfaraldurs Covid-19.