Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
3. júní 2010

Spáð er blíð­viðri á suð-vest­ur­horni lands­ins á laug­ar­dag og er því út­lit fyr­ir að þátt­tak­end­ur í 7 tinda hlaup­inu í Mos­fells­bæ hafi heppn­ina með sér.

7 tinda hlaup­ið verð­ur hald­ið í ann­að sinn laug­ar­dag­inn 5. júní 2010. Hlaup­ið hefst kl 10:00 við Lága­fells­laug í Mos­fells­bæ. Hlaup­ið er ut­an­vega um fjöll, heið­ar og dali í bæj­ar­landi Mos­fells­bæj­ar og kom­ið aft­ur í mark við Lága­fells­laug. Leið­in verð­ur merkt með skær­lit­um flögg­um og spreyi á göngu­stíg­um.

Ein­ar Svein­björns­son veð­ur­fræð­ing­ur spá­ir því að í kort­un­um sé sum­ar og sól. Allt að 20 stiga hiti vest­an­lands á föstu­dag og jafn­vel einn­ig á laug­ar­dag.

Tak­mark­að­ur þátt­töku­fjöldi og skrán­ingu lýk­ur í kl. 22:00 föstu­dag­inn 4. júní.

Hægt að skrá sig á staðn­um milli kl. 8 og 9.

Tengt efni

  • Tinda­hlaup Mos­fells­bæj­ar 15 ára

    Venju sam­kvæmt fór Tinda­hlaup Mos­fells­bæj­ar fram á bæj­ar­há­tíð­inni Í tún­inu heima þann 31. ág­úst síð­ast­lið­inn.

  • Vel heppn­að Tinda­hlaup 2021

    Tinda­hlaup Mos­fells­bæj­ar fór fram laug­ar­dag­inn 28. ág­úst sl.

  • Í tún­inu heima 2020 og Tinda­hlaupi Mos­fells­bæj­ar af­lýst

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar ákvað í dag eft­ir til­lögu neyð­ar­stjórn­ar bæj­ar­ins sem sam­þykkt var á fundi menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd­ar þ. 11. ág­úst að af­lýsa bæj­ar­há­tíð­inni Í tún­inu heima 2020 vegna heims­far­ald­urs Covid-19.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00