Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
28. maí 2010

Líkt og und­an­farin ár breyt­ist tíðni strætó­ferða á níu strætó­leið­um í sam­ræmi við minni eft­ir­spurn á sumrin, auk þess sem nokkr­ar smá­vægi­leg­ar breyt­ing­ar verða gerð­ar þeg­ar sum­aráætlun Strætó tek­ur gildi sunnu­dag­inn 30. maí næst­kom­andi.

Vagn­ar á leið­um 1, 2, 3, 4, 6, 11, 12, 14 og 15 munu aka á 30 mín­útna tíðni í sum­ar, í stað 15 mín­útna. Sú breyt­ing verð­ur jafn­framt á leið 18 að ekið verð­ur upp og nið­ur Grens­ásveg milli Bú­staða­veg­ar og Miklu­braut­ar í stað þess að aka all­an Bú­staða­veg­inn. Þá mun leið 19 aka frá Naut­hól (Há­skól­an­um í Reykja­vík) einni mín­útu fyrr en áður. Brott­far­ar­tími leið­ar 51 breyt­ist í fyrstu tveim­ur ferð­un­um frá Sel­fossi, á virk­um dög­um.

Und­an­far­ið hef­ur einni ferð ver­ið bætt við á sunnu­dög­um á milli Akra­ness og Mos­fells­bæj­ar, til reynslu. Ekið er kl. 16:45 frá Há­holti og kl. 17:39 frá Akra­nesi. Þessi ferð hef­ur nú ver­ið fest í sessi og kem­ur fram í nýrri leiða­bók.

„Eft­ir­spurn eft­ir þjón­ustu Strætó er árs­tíða­bund­in og á vorin þeg­ar skólastarfi lýk­ur og sum­ar­frí eru í nánd dreg­ur um­tals­vert úr henni. Við því bregð­umst við með fækk­un ferða. Þeim verð­ur svo að vanda aft­ur fjölgað í haust þeg­ar skól­arn­ir byrja og sum­ar­frí­um lýk­ur,“ seg­ir Bergdís I. Eggerts­dótt­ir, yf­ir­mað­ur þjón­ustu­vers Strætó bs.

Sú breyt­ing verð­ur á leið­ar­vís­in­um á vef Strætó frá og með sunnu­deg­in­um 30. maí að hægt verð­ur að leita fram í tím­ann eft­ir dag­setn­ingu, þ.e. ef at­huga þarf með áætlun á til­tekn­um degi á næstu vik­um eða mán­uð­um er hægt að velja þann dag á daga­tali sem birt­ist á vefn­um. Áður var að­eins hægt að velja milli virkra daga, laug­ar­daga eða helgi­daga en ekki eft­ir ákveðn­um dag­setn­ing­um.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um sum­aráætl­un­ina er að finna á vef Strætó og í síma 540-2700. Nýj­ar leiða­bæk­ur eru fá­an­leg­ar á öll­um sölu­stöð­um.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00