Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. maí 2010

Fimmtu­dag­inn 13. maí n.k. (upp­stign­ing­ar­dag) kl. 11-14 verða vígð­ar stik­að­ar göngu­leið­ir um úti­vist­ar­svæði í Mos­fells­bæ sem er verk­efni sem Mosverj­ar hafa unn­ið í sam­starfi við Mos­fells­bæ.

Fyrsta áfanga verks­ins er lok­ið en ætl­un­in er að stika alls um 65 km en auk þess að setja upp veg­presta við vega­mót og upp­lýs­inga­skilti við göngu­leið­irn­ar.

Göngu­kort sem hef­ur ver­ið prentað verð­ur fyr­ir­liggj­andi ókeyp­is á íþróttamið­stöðv­un­um að Varmá og Lága­felli og einn­ig í bóka­safni Mos­fells­bæj­ar.

Mark­mið­ið með lagn­ingu stik­aðra göngu­leiða er að auð­velda al­menn­ingi að­g­ang að ósnort­inni nátt­úru úti­vist­ar­svæð­is Mos­fells­bæj­ar. Þar eru marg­ar nátt­úruperl­ur og sögu­leg­ar minj­ar sem sagt verð­ur frá á sér­stök­um fræðslu­skilt­um sem verða sett upp í tengsl­um við verk­efn­ið.

Göngu­fólk er hvatt til að nýta sér stik­uðu göngu­leið­irn­ar og göngu­kort­ið jafnt sum­ar sem vet­ur, ganga vel um og njóta úti­vist­ar­svæð­is­ins.

Dagskrá:

  • kl: 11.00    Mæt­ing á bíla­stæði við Suð­ur Reyki (rútu­ferð að Hafra­vatns­rétt)
  • kl: 11.15    Göngu­leið­irn­ar opn­að­ar með stuttri at­höfn
  • kl: 11.30    Geng­ið frá Hafra­vatns­rétt að Borg­ar­vatni og áfram nið­ur með Varmá að Suð­ur Reykj­um (5 km)
  • kl: 14.00    Kakó og kaffi í Mosverja­tjaldi við bíla­stæð­ið

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00