Mál númer 201805277
- 22. janúar 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #752
Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2019 lagður fram til samþykktar.
Afgreiðsla 1425. fundar bæjarráðs samþykkt á 752. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 12. desember 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1425
Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2019 lagður fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum fyrirliggjandi viðauka við fjárhagsáætlun 2019 sem felst í því að að rekstrarkostnaður A og B hluta hækkar um kr. 23.178.000 og fjárfestingar eignasjóðs hækka um kr. 570.000.000 sem fjármagnað er með lækkun handbærs fjár og hækkun skammtímaskulda samtals kr. 593.178.000.
- 21. ágúst 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #743
Lagt er til að gerður sé viðauki III við fjárhagsáætlun ársins 2019.
Afgreiðsla 1407. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 743. fundi bæjarstjórnar.
- 18. júlí 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1407
Lagt er til að gerður sé viðauki III við fjárhagsáætlun ársins 2019.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum fyrirliggjandi viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2019 sem felst í því að rekstrarkostnaður aðalsjóðs hækkar um kr. 30.000.000 og fjárfestingar Eignasjóðs vegna leikskólamannvirkja hækka um kr. 87.000.000. Auknum rekstrarkostnaði og fjárfestingum er mætt með lækkun handbærs fjár um kr. 117.000.000.
- 3. apríl 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #736
Viðauki við fjárhagsáætlun 2019 - Lagt er til að bæjarráð samþykki viðauka við fjárhagsáætlun 2019 sem felst í því að fjárfestingar Eignasjóðs vegna íþróttamannvirkja hækka um kr. 25.000.000. Auknum fjárfestingum er mætt með lækkun handbærs fjár.
Afgreiðsla 1392. fundar bæjarráðs samþykkt á 736. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. mars 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1392
Viðauki við fjárhagsáætlun 2019 - Lagt er til að bæjarráð samþykki viðauka við fjárhagsáætlun 2019 sem felst í því að fjárfestingar Eignasjóðs vegna íþróttamannvirkja hækka um kr. 25.000.000. Auknum fjárfestingum er mætt með lækkun handbærs fjár.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum fyrirliggjandi viðauka við fjárhagsáætlun 2019 sem felst í því að fjárfestingar Eignasjóðs vegna íþróttamannvirkja hækka um kr. 25.000.000. Auknum fjárfestingum er mætt með lækkun handbærs fjár.
- 16. janúar 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #731
Fjárhagsáætlun 2019 lögð fram.
Afgreiðsla 1. fundar lýðræðis-og mannréttindanefndar samþykkt á 731. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. janúar 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #731
Staðfesting á gjaldskrám að fenginni umsögn Heilbrigðiseftirlits
Afgreiðsla 1381. fundar bæjarráðs samþykkt á 731. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. janúar 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #731
Tillaga að breytingu á gjaldskrá dagforeldra frá 1. janúar 2019 samkvæmt ákvæðum þjónustusamnings og vegna lækkunar á hlutdeild foreldra frá 1. ágúst 2019.
Afgreiðsla 1379. fundar bæjarráðs samþykkt á 731. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. janúar 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1381
Staðfesting á gjaldskrám að fenginni umsögn Heilbrigðiseftirlits
Nýjar gjaldskrár um Rotþróargjald og um sorphirðu samþykktar með 3. atkvæðum á 1381. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar.
- 18. desember 2018
Lýðræðis- og mannréttindanefnd #1
Fjárhagsáætlun 2019 lögð fram.
Lagt fram.
- 13. desember 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1379
Tillaga að breytingu á gjaldskrá dagforeldra frá 1. janúar 2019 samkvæmt ákvæðum þjónustusamnings og vegna lækkunar á hlutdeild foreldra frá 1. ágúst 2019.
Samþykkt með þremur atkvæðum að breyta niðurgreiðslum Mosfellsbæjar á gjaldi dagforeldra til samræmis við framlagt minnisblað.
- 12. desember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #730
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022. Drög að fjárhagsáætlun lögð fram.
Afgreiðsla 1. fundar menningar-og nýsköpunarnefndar samþykkt á 730. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. nóvember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #729
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022 lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 472. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. nóvember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #729
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022 lögð fram. Kynntar áherslur áætlunarinnar í umhverfismálum. Í heild er um 6% auking á framlagi til málaflokksins fyrir næsta ár. Seinni umræða verður í bæjarstjórn 28.nóvember.
Afgreiðsla 193. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. nóvember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #729
Drög að fjárhagsáætlun 2019-2022 lögð fram til kynningar og umfjöllunar.
Afgreiðsla 275. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. nóvember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #729
Fjármálastjóri mætir á fundinn. Farið verður yfir breytingar á forsendum vegna fjárhagsáætlun 2019.
Afgreiðsla 1375. fundar bæjarráðs samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. nóvember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #729
Fjárhagsáætlun 2019 lögð fram til seinni umræðu.
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022 lögð fram til seinni umræðu.
Undir þessum dagskrárlið mættu einnig til fundarins Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslusviðs, Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs og Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri í fjármáladeild.
Forseti gaf bæjarstjóra orðið og fór hann yfir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar og stofnana hans fyrir árin 2019 til 2022.
Helstu niðurstöðutölur í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 A og B hluta eru eftirfarandi:Tekjur: 12.182 m.kr.
Gjöld: 10.643 m.kr.
Afskriftir: 385 m.kr.
Fjármagnsgjöld: 685 m.kr.
Tekjuskattur 24 m.kr.
Rekstrarniðurstaða: 443 m.kr.
Eignir í árslok: 20.223 m.kr.
Eigið fé í árslok: 6.301 m.kr.
Fjárfestingarhreyfingar: 1.756 m.kr.-------------------------------------------------------------
Útsvarsprósenta 2019
Samþykkt var fyrr á þessum fundi að útsvarshlutfall Mosfellsbæjar fyrir árið 2019 verði 14,48% af útsvarsstofni.-------------------------------------------------------------
Álagningarprósentur fasteignagjalda fyrir árið 2019 eru eftirfarandi:
Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis (A - skattflokkur)
Fasteignaskattur A 0,209% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,078% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,116% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga A 0,316% af fasteignamati lóðarFasteignagjöld stofnana skv. 3. gr. reglugerðar 1160/2005 (B - skattflokkur)
Fasteignaskattur B 1,320% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,078% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,116% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga B 1,100% af fasteignamati lóðarFasteignagjöld annars húsnæðis (C - skattflokkur)
Fasteignaskattur C 1,600% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,078% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,116% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga C 1,100% af fasteignamati lóðar-------------------------------------------------------------
Gjalddagar fasteignagjalda eru níu, fimmtánda dag hvers mánaðar frá 15. janúar til og með 15. september. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 40.000 er gjalddagi þeirra 15. janúar með eindaga 14. febrúar.
-------------------------------------------------------------
Eftirtaldar reglur taka breytingum og gilda frá 1.1.2019.
Reglur um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega.-------------------------------------------------------------
Eftirfarandi gjaldskrár liggja fyrir og taka breytingum þann 1.1.2019 nema annað sé tekið fram.
Gjaldskrá akstursþjónusta eldra fólks.
Gjaldskrá dagforeldra.
Gjaldskrá leikskóla.
Gjaldskrá íþróttamiðstöðva.
Gjaldskrá mötuneyti grunnskóla.
Tekjuviðmið 2019 vegna viðbótarniðurgreiðslu.
Gjaldskrá fyrir fráveitugjald í Mosfellsbæ.
Rotþróargjald.
Gjaldskrá Vatnsveitu Mosfellsbæjar.
Gjaldskrá sorphirðu.
Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála.Forseti þakkaði starfsmönnum bæjarins sérstaklega fyrir framlag þeirra við undirbúning og gerð áætlunarinnar og tóku bæjarfulltrúar undir þakkir forseta til starfsmanna.
-------------------------------------------------------------------
Tillögur bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar við seinni umræðu um fjárhagsáætlun 2019-2022:
1. tillaga
Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar leggur til að upphæð frístundaávísunar fyrir 67 ára og eldri verði 15.000 krónur árlega. Þá verði skilgreining mögulegrar notkunar fjárhæðarinnar ekki takmörkuð við líkamlega hreyfingu heldur verði einnig leyfilegt að nýta hana til annars konar skipulagðrar félagslegrar virkni og heilsueflingar. Embættismönnum verði falið að reikna út hvaða áhrif þessi aðgerð hefur á tekjur bæjarins og koma með tillögur um hvernig megi mæta þessari breytingu innan ramma fjárhagsáætlunar.
Tillaga S-lista er felld með fimm atkvæðum V- og D- lista gegn fjórum atkvæðum fulltrúa C-, L-, M- og S-lista.-------------------------------------------------------------------
2. tillaga
Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar leggur til að þær 2 milljónir sem samþykktar voru að frumkvæði Samfylkingarinnar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018, til að ráða utanaðkomandi ráðgjafa til að hefja vinnu við gerð Græns skipulags verði færðar yfir á árið 2019 að viðbættri 1.000.000 króna, þannig að unnt verði að fara myndarlega af stað í þetta mikilvæga verkefni sem samþykkt var á fundi skipulagsnefndar þann 15. september 2015. Embættismönnum verði falið að reikna út hvaða áhrif þessi aðgerð hefur á tekjur bæjarins og koma með tillögur um hvernig megi mæta þessari breytingu innan ramma fjárhagsáætlunar.
Tillaga S-lista er felld með fimm atkvæðum V- og D- lista gegn fjórum atkvæðum fulltrúa C-, L-, M- og S-lista.-------------------------------------------------------------------
3. tillaga
Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar leggur til að félagsleg heimaþjónusta verði veitt þeim sem rétt eiga á henni, endurgjaldslaust. Embættismönnum verði falið að reikna út hvaða áhrif þessi aðgerð hefur á tekjur bæjarins og koma með tillögur um hvernig megi mæta þessari breytingu innan ramma fjárhagsáætlunar.
Tillaga S-lista er felld með fimm atkvæðum V- og D- lista gegn þremur atkvæðum fulltrúa C-, M- og S-lista. Fulltrúi L-lista situr hjá.-------------------------------------------------------------------
Tillaga fulltrúa Miðflokksins um snemmtæka íhlutun
Fulltrúi M- lista leggur fram fyrir fund bæjarráðs greinargerð ásamt tillögu og sem fylgiskjal glærur um snemmtæka íhlutun. Tillaga M-lista varðandi 9. mgr. 2. gr. samstarfssamnings Mosfellsbæjar og Ungmennafélagsins Aftureldingar 2018-2022.: Óskað verði eftir því við stjórn Ungmennafélagsins Aftureldingar að drögin, sem liggja fyrir, verði breytt m.t.t. til eftirfarandi tillögu:
Mosfellsbær greiðir þann 1. júní á ári hverju kr. 200.000 í Minningarsjóð Guðfinnu og skal því fjármagni sérstaklega ráðstafað til að styrkja börn af erlendum uppruna til íþróttaiðkunar innan félagsins. Mótframlag Mosfellsbæjar á móti framangreindri fjárhæð skal nema kr. 200.000,-. Mosfellsbær skal ráðstafa kr. 400.000,- í verkefni snemmtækrar íhlutunar til að auka félagslega virkni ungra barna á aldrinum 6 til 16 ára í Mosfellsbæ í samráði við félagsráðgjafa skóla og félagsmálayfirvöld bæjarins. Hægt er að endurmeta þörfina árlega og það fjármagn sem hér er tilgreint að ráðstafað sé sérstaklega vegna snemmtækrar íhlutunar. Gera skal grein fyrir því hvernig framlaginu er varið í reglulegum skýrslum til Mosfellsbæjar ásamt greiningu á frekari þörf varðandi þessa hópa sem í þessari málsgrein eru tilgreindir.Tillaga M-lista er felld með fimm atkvæðum V- og D- lista gegn fjórum atkvæðum fulltrúa C-, L-, M- og S-lista.
-------------------------------------------------------------------
Tillaga bæjarfulltrúa Miðflokksins vegna Skálatúns
Bæjarráð samþykki að gera upp skuldbindingar við heimilið Skálatún í Mosfellsbæ að fjárhæð kr. 280.177.000,- og vinna að samkomulagi varðandi uppgjör vegna
vanskilakostnaðar og dráttarvaxta.Fulltrúi M-lista fellur frá tillögunni.
-------------------------------------------------------------------
Tillögur bæjarfulltrúa Viðreisnar vegna fjárhagsáætlunar 2019-2022:
Tillaga 1.
Viðreisn í Mosfellsbæ leggur til að Umhverfissvið kanni hver kostnaður er og hvar heppilegt er að setja upp loftgæðamælingastöð í Mosfellsbæ.
Lagt er til að málinu verið vísað til umhverfissvið til frekari vinnslu til samræmis við umsögn þeirra um tillöguna.Tillagan samþykkt með níu atkvæðum.
-------------------------------------------------------------------
Tillaga 2.
Viðreisn í Mosfellsbæ leggur til að á næsta ári verið hafin undirbúningur að því hvernig vinna megi að því að nota hugmyndafræðina sem liggur til grundvallar að "Vísitölu félagslegra framfara" (VFF), í Mosfellsbæ. Vísitalan er nefnd Social Progress Index (SPI) á ensku en hún er notuð í æ ríkari mæli um allan heim sem árangursviðmið í stefnumótunarvinnu hverskonar, þar á meðal hjá sveitarfélögum.
Málinu verði vísað til umsagnar forstöðumanns þjónustu og samskiptadeildar sem taki saman minnisblað um vísitölu félagslegra framfara sem verði lagt fyrir bæjarráð.Tillagan samþykkt með níu atkvæðum.
-------------------------------------------------------------------
Tillaga frá fulltrúa Miðflokksins í fræðslunefnd
Fræðslunefnd samþykkir að vísa til bæjarráðs og bæjarstjórnar tillögu fulltrúa Miðflokksins í fræðslunefnd þess efnis að umræða um gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum Mosfellsbæjar verði teknar upp undir umræðum varðandi fjárhagsáætlunar bæjarins.-------------------------------------------------------------------
Tillaga Viðreisnar um sjóð til styrktar efnaminni foreldra
Tillaga um stofnun sjóðs til styrktar börnum og ungmennum til íþrótta- og tómstundastarfs frá efnalitlum heimilum
Tillaga C-lista er felld með fimm atkvæðum V- og D- lista gegn fjórum atkvæðum fulltrúa C-, L-, M- og S-lista.-------------------------------------------------------------------
Forseti bar tillögu að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árin 2019-2022 upp í heild sinni. Fjárhagsáætlunin var samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa V- og D-lista. Fulltrúar C-, L- og S-lista sátu hjá. Fulltrúi M-lista greiddi atkvæði gegn tillögunni.-------------------------------------------------------------------
Bókun S-lista við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2019-2022.
Í fjárhagsáætlun ársins 2019 sem afgreidd er nú úr bæjarstjórn eftir seinni umræðu er ýmislegt að finna sem er til hagsbóta fyrir íbúa Mosfellsbæjar eins og eðlilegt er og verkefni sem mikil eindrægni ríkir um innan bæjarstjórnar. Samfylkingin lagði fram nokkrar tillögur við fyrri umræðu sem því miður fengu engar undirtektir meirihlutans.
Samfylkingin ítrekar þá afstöðu sem bæjarfulltrúar hennar hafa talað fyrir árum saman í bæjarstjórn Mosfellsbæjar að breytt verði vinnubrögðum við undirbúning fjárhagsáætlana, fagnefndir komi fyrr að málum og á skipulagðari hátt. Í fagnefndum ætti að ræða þann ramma sem bæjarráð setur fagsviðum eftir tillögugerð forstöðumanna og framkvæmdastjóra og umræður um þær. Fagnefndirnar ættu að leggja markvisst niður fyrir sér hvað þær leggja til að nýta sitt svigrúm í og gera um það tillögur til bæjarráðs ásamt því að leggja fram rökstuddar tillögur um nýtt fjármagn ef svo ber undir. Kjörnir bæjarfulltrúar tækju síðan við, forgangsröðuðu og tækju þannig hina endanlegu pólitísku ábyrgð. Til þess erum við kjörin í bæjarstjórn.
Þessi fjárhagsáætlun er á ábyrgð Vinstri grænna og sjálfstæðismanna og samráð ekki haft við þá fulltrúa kjósenda sem sitja í minnihluta. Af þeim orsökum situr bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2019-2022.Anna Sigríður Guðnadóttir
bæjarfulltrúi S-lista-------------------------------------------------------------------
Bókun V- og D- lista við fjárhagsáætlun 2019-2022
Það er ánægjuefni að rekstur og starfsemi Mosfellsbæjar er nú sem áður í góðu horfi. Sveitarfélagið okkar vex og dafnar sem aldrei fyrr og reksturinn er skilvirkur. Staðan hjá okkur er sú að íbúum fjölgar, tekjur aukast, skuldir lækka, álögur á íbúa og fyrirtæki lækka, þjónusta við íbúa og viðskiptavini eykst, innviðir eru byggðir upp til að mæta framtíðarþörfum en samhliða er rekstrarafgangur af starfseminni.
Rekstur Mosfellsbæjar einkennist af ábyrgð og því að langtímasjónarmið eru höfð að leiðarljósi. Skuldastaða sveitarfélagsins endurspeglar þetta vel og er ásættanleg í ljósi uppbyggingar og vaxtar bæjarfélagsins næstu árin.
Á næsta ári verða stærstu nýju innviðaverkefnin annars vegar framkvæmdir við byggingu fjölnota íþróttahúss með það að markmiði að starfsemi hefjist í húsinu haustið 2019 og hins vegar að halda áfram framkvæmdum við Helgafellsskóla, en starfsemi hefst í fyrsta áfanga skólans í janúar 2019.
Á sviði skóla- og frístundamála verða engar hækkanir á gjaldskrám fyrir utan verðlagshækkun á skólamáltíðum næsta haust og þá er lagt til að leikskólagjöld lækki um 5% á árinu 2019. Einnig er gert ráð fyrir að komið verði á fót 20 nýjum plássum á leikskólum fyrir 12-18 mánaða börn og áfram verði varið verulegum fjármunum til frekari upplýsinga- og tæknimála og annarra verkefna sem bæta aðstöðu í grunn- og leikskólum bæjarins. Á sviði fjölskyldumála er lagt til að framlög til afsláttar á fasteignagjöldum tekjulægri elli- og örorkuþega hækki um 25%. Á sviði menningarmála er lagt til að framlag í lista- og menningarsjóð hækki um 20%. Á sviði umhverfismála verða framlög aukin til viðhalds húsa og lóða bæjarins. Þá stendur fyrir dyrum endurskoðun á aðalskipulagi og að lokið verði við mótun umhverfisstefnu. Á sviði miðlægrar þjónustu er lagt til að unnið verði að verkefnum sem lúta að því að sækja fram á sviði rafrænnar þjónustu og stjórnsýslu þvert á skipulag bæjarins, í samvinnu við íbúa
Á hverju ári fer fram mikil vinna innan Mosfellsbæjar við undirbúning og framkvæmd vinnu við fjárhagsáætlunargerð. Sú vinna er leidd af fjármáladeild bæjarins, framkvæmdastjórum og forstöðumönnum. Við viljum þakka öllu okkar flotta starfsfólki fyrir óeigingjarnt starf við að setja fjárhagsáætlun ársins 2019 saman.
-------------------------------------------------------------------
Bókun C-lista við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2019-2022.
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir 2019 - 2022 liggur nú fyrir. Í góðæri sem ríkt hefur undanfarinn ár er það vonbrigði að skuldir lækki ekki heldur er gert ráð fyrir hækkun skulda og að afborgun lána verði 680 milljónir á næsta ári. Nær hefði verið að greiða niður skuldir. Ýmislegt jákvætt er þó í þessari áætlun. Þar ber helst að geta aukin áherslu á þjónustu við íbúa með rafrænum hætti, aðkoma íbúa við stefnumörkunar og áhersla á heilsueflandi samfélag t.d. með frístunda ávísunar til aldraða. Viðreisn styður fjölgun á ungbarnaplássum á leikskólum Mosfellsbæjar og lækkun á leikskólagjöldum. Fulltrúi Viðreisnar situr hjá við afgreiðslu á fjárhagsáætlun.
Bókun M-lista við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2019-2022.
Fulltrúi Miðflokksins í Bæjartjórn greiðir atkvæði gegn fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar. Megin ástæðan er sú að lítið sem ekkert samráð var við minnihluta, fjölmörg mál óafgreidd og ótilgreind í áætlun sbr. varðandi væntar skuldbindingar vegna Borgarlínu og kostnað við áform þar um, uppgjör við Skálatún liggur ekki fyrir og ekki tilgreint í áætlun þessari. Reiknað er með því að frá 2019 til og með 2022 að reksturinn skili upp í fjárfestingu (veltufé frá rekstri að frádregnum afborgunum langtímalána) verði allt að 39% af fjárfestingum á tímabilinu sem talið er óraunhægt. Miðflokkurinn þakkar frábæru starfsfólki bæjarins fyrir vinnu við gerð áætlunarinnar. - 23. nóvember 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #472
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022 lögð fram til kynningar.
Lagt fram, umræður um málið.
- 22. nóvember 2018
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #193
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022 lögð fram. Kynntar áherslur áætlunarinnar í umhverfismálum. Í heild er um 6% auking á framlagi til málaflokksins fyrir næsta ár. Seinni umræða verður í bæjarstjórn 28.nóvember.
Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs kynnti fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2019. Áætlunin rædd. Umhverfisnefnd hvetur til aukins samráðs við nefndina við gerð fjárhagsáætlunar um mál sem hana varðar.
- 20. nóvember 2018
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #275
Drög að fjárhagsáætlun 2019-2022 lögð fram til kynningar og umfjöllunar.
Drög að fjárhagsáætlun fyrir fjölskyldusvið lögð fram og rædd.
- 15. nóvember 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1375
Fjármálastjóri mætir á fundinn. Farið verður yfir breytingar á forsendum vegna fjárhagsáætlun 2019.
Lagt fram
- 14. nóvember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #728
Lagt fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022 frá fyrri umræðu bæjarstjórnar 31. október 2018.
Afgreiðsla 224. fundar íþótta-og tómstundanefndar samþykkt á 728. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. nóvember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #728
Lagt fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022 frá fyrri umræðu bæjarstjórnar 31. október 2018.
Afgreiðsla 355. fundar fræðslunefndar samþykkt á 728. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. nóvember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #728
Tillögur Viðreisnar vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.
Afgreiðsla 1374. fundar bæjarráðs samþykkt á 728. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. nóvember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #728
Drög að fjárhagsáætlun 2019-2022 lögð fram
Afgreiðsla 1372. fundar bæjarráðs samþykkt á 728. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. nóvember 2018
Menningar- og nýsköpunarnefnd #1
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022. Drög að fjárhagsáætlun lögð fram.
Fjárhagsáætlun 2019 um menningarmál lögð fram og kynnt. Kynntar áherslur áætlunarinnar í menningarmálum. Seinni umræða í bæjarstjórn verður 28. nóvember.
- 8. nóvember 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1374
Tillögur Viðreisnar vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa tillögu um mælingu loftgæða í Mosfellsbæ til umsagnar umhverfissviðs og tillögu um vísitölu félagslegra framfara til umsagnar forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar.
- 8. nóvember 2018
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #224
Lagt fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022 frá fyrri umræðu bæjarstjórnar 31. október 2018.
Fjárhagsáætlun 2019 fyrir fræðslu- og frístundasvið lögð fram og kynnt. Kynntar áherslur áætlunarinnar í frístundamálum meðal annars þjónusta við íbúa Mosfellsbæjar er aukinn. Í heild er 9% aukning á framlagi til málaflokksins fyrir næsta ár. Seinni umræða í bæjarstjórn verður 28. nóvember.
- 7. nóvember 2018
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #355
Lagt fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022 frá fyrri umræðu bæjarstjórnar 31. október 2018.
Fjárhagsáætlun 2019 fyrir fræðslu- og frístundasvið lögð fram og kynnt. Kynntar áherslur áætlunarinnar í fræðslumálum meðal annars eflingu stoðþjónustu, kennslu nýbúa, tónlistarnáms, upplýsinga og tæknimála og fjölgun á ungbarnaplássum. Í heild er 17% aukning á framlagi til málaflokksins fyrir næsta ár. Seinni umræða í bæjarstjórn verður 28. nóvember.
Tillaga frá fulltrúa Miðflokks.
Fræðslunefnd samþykkir að vísa til bæjarráðs og bæjarstjórnar tillögu fulltrúa Miðflokksins í fræðslunefnd þess efnis að umræða um gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum Mosfellsbæjar verði teknar upp undir umræðum varðandi fjárhagsáætlunar bæjarins. - 31. október 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1372
Drög að fjárhagsáætlun 2019-2022 lögð fram
Drögum að fjárhagsáætlun 2019-2022 vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
- 31. október 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #727
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022 Bæjarráð vísar drögum að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022 til fyrri umræðu á þennan fund bæjarstjórnar
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, kynnti drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022 sem bæjarráð vísaði til bæjarstjórnar til fyrri umræðu á 1372. fundi sínum 31. október 2018.
Forseti þakkaði starfsmönnum bæjarins sérstaklega fyrir framlag þeirra við undirbúning áætlunarinnar og tóku bæjarfulltrúar undir þakkir forseta til starfsmanna.
****
Tillögur bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2019-2022:
1. tillaga
Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar leggur til að upphæð frístundaávísunar fyrir 67 ára og eldri verði 15.000 krónur árlega. Þá verði skilgreining mögulegrar notkunar fjárhæðarinnar ekki takmörkuð við líkamlega hreyfingu heldur verði einnig leyfilegt að nýta hana til annars konar skipulagðrar félagslegrar virkni og heilsueflingar. Embættismönnum verði falið að reikna út hvaða áhrif þessi aðgerð hefur á tekjur bæjarins og koma með tillögur um hvernig megi mæta þessari breytingu innan ramma fjárhagsáætlunar.Rökstuðningur: Tilgangurinn með þessari tillögu er að koma betur til móts við þá bæjarbúa 67 ára og eldri sem njóta eiga frístundaávísunarinnar. Langflest ef ekki öll stéttarfélög greiða fólki einhvers konar heilsueflingarstyrki til að hvetja fólk til að huga að heilsu sinni og vellíðan og geta þær fjárhæðir verið allt frá 12.000 krónum árlega upp í margfalda þá upphæð. Þessar greiðslur missir fólk þegar það fer á eftirlaun. Samfylkingin telur að 15.000 krónur séu ásættanleg byrjunarfjárhæð í þessu spennandi og þarfa verkefni sem sýnir áherslu bæjarstjórnar á mikilvægi alhliða heilsueflingar.
2. tillaga
Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar leggur til að þær 2 milljónir sem samþykktar voru að frumkvæði Samfylkingarinnar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018, til að ráða utanaðkomandi ráðgjafa til að hefja vinnu við gerð Græns skipulags verði færðar yfir á árið 2019 að viðbættri 1.000.000 króna, þannig að unnt verði að fara myndarlega af stað í þetta mikilvæga verkefni sem samþykkt var á fundi skipulagsnefndar þann 15. september 2015. Embættismönnum verði falið að reikna út hvaða áhrif þessi aðgerð hefur á tekjur bæjarins og koma með tillögur um hvernig megi mæta þessari breytingu innan ramma fjárhagsáætlunar.
Rökstuðningur: Skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum 15. september 2015 eða fyrir 3 árum síðan að hefja gerð Græns skipulags. Löngu tímabært er að hefja þá vinnu. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfissviði hefur vinnuálag á sviðinu komið í veg fyrir að starfsmenn sviðsins hafi getað einhent sér í að ýta þessu verkefni úr vör á árinu 2018 og nýtt þá fjárveitingu sem lögð var fram í verkefnið á árinu. Til að koma í veg fyrir að þessi fjárveiting og verkefnið gleymist er tillagan lögð fram í annað sinn og lögð til hækkun í ljósi umfangs verkefnisins.3. tillaga
Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar leggur til að félagsleg heimaþjónusta verði veitt þeim sem rétt eiga á henni endurgjaldslaust. Embættismönnum verði falið að reikna út hvaða áhrif þessi aðgerð hefur á tekjur bæjarins og koma með tillögur um hvernig megi mæta þessari breytingu innan ramma fjárhagsáætlunar.Rökstuðningur: -Tilgangurinn með þessari tillögu er að koma betur til móts við þá bæjarbúa sem eiga rétt á heimaþjónustu en um aðgang að þeirri þjónustu gilda strangar reglur. Eldri borgarar eru lang stærsti hópur þeirra sem njóta þessarar þjónustu. Eins og þekkt er úr umræðunni þá eru flestir lífeyrisþegar og öryrkjar almennt ekki ofaldir af sínum lífeyri og teljum við að þeir fjármunir sem koma inn i bæjarsjóð sem endurgjald fyrir þessa þjónustu séu það litlir að bæjarsjóð skaði ekki að gefa þær greiðslur eftir.
Anna Sigríður Guðnadóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ***
Tillaga bæjarfulltrúa Miðflokksins við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2019-2022:
Bæjarráð samþykki að gera upp skuldbindingar við heimilið Skálatún í Mosfellsbæ að fjárhæð kr. 280.177.000,- og vinna að samkomulagi varðandi uppgjör vegna vanskilakostnaðar og dráttarvaxta.
Greinargerð fylgir tillögunni.***
Bæjarstjórn samþykkir með átta atkvæðum að vísa fyrstu tillögu Samfylkingarinnar til seinni umræðu um fjárhagsáætlun 2019-2022. Bæjarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að vísa annari og þriðju tillögu Samfylkingarinnar til seinni umræðu um fjárhagsáætlun 2019-2022. Bæjarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að vísa tillögu Miðflokksins til seinni umræðu um fjárhagsáætlun 2019-2022.
Jafnframt samþykkt með níu atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun til síðari umræðu. - 17. október 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #726
Helstu dagsetningar vegna vinnu við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022
Afgreiðsla 1368. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar samþykkt á 726. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. október 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #726
Frestað frá síðasta fundi. -Helstu dagsetningar vegna vinnu við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022. -Áætlun skatttekna 2019. -Eignfærð fjárfesting 2019-2022. -Íbúaspá 2019-2022.
Afgreiðsla 1369. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar samþykkt á 726. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. október 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1369
Frestað frá síðasta fundi. -Helstu dagsetningar vegna vinnu við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022. -Áætlun skatttekna 2019. -Eignfærð fjárfesting 2019-2022. -Íbúaspá 2019-2022.
Helstu dagsetningar vegna vinnu við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022 kynntar og ræddar á 1369. fundi bæjarráðs ásamt a) Áætlun skatttekna 2019 b) Yfirlit eignfærðra fjárfestinga 2019-2022 og Íbúaspá 2019-2022.
- 4. október 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1368
Helstu dagsetningar vegna vinnu við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022
- 3. október 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #725
Kynnt drög að áætlun skatttekna 2019 og dagskrá vinnu við fjárhagsáætlun.
Afgreiðsla 1367. fundar bæjarráðs samþykkt á 725. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. september 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1367
Kynnt drög að áætlun skatttekna 2019 og dagskrá vinnu við fjárhagsáætlun.
Samþykkt með 3 atkvæðum 1367. fundar bæjarráðs að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.
- 30. maí 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #718
Minnisblað lagt fram um upphaf vinnu við fjárhagsáætlun 2019-2022.
Afgreiðsla 1355. fundar bæjarráðs samþykkt á 718. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 22. maí 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1355
Minnisblað lagt fram um upphaf vinnu við fjárhagsáætlun 2019-2022.
Tillaga Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að nefndir bæjarins fái fjárhagsáætlun til umfjöllunar áður en fyrsta umræða fer fram. Það verkefni þarf langan aðdraganda og undirbúning og þess vegna er hún sett fram nú.Formaður gerði það að tillögu sinni að tillögu Íbúahreyfingarinnar yrði vísað til nýs bæjarráðs em kemur saman að loknum sveitarstjórnarkosningum 26. maí.
Tillaga formanns samþykkt með þremur atkvæðum.
Framlagt minnisblað samþykkt með þremur atkvæðum.