Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

12. desember 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
  • Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Heiðar Örn Stefánsson embættismaður

Fundargerð ritaði

Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Frum­varp um breyt­ingu á lög­um um mál­efni aldr­aðra- beiðni um um­sögn201912112

    Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (öldungaráð), 383. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. janúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

    Beiðni um um­sögn við frum­varp til laga um um breyt­ingu á lög­um um mál­efni aldr­aðra, nr. 125/1999 lögð fram.

  • 2. Frum­varp til laga um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir - beiðni um um­sögn201912124

    Frumvarp til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir - beiðni um umsögn fyrir 10. jan.

    Beiðni um um­sögn um frum­varp til laga um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir lögð fram.

  • 3. Þings­álykt­un um sam­göngu­áætlun fyr­ir árin 2020-2024 - beiðni um um­sögn201912125

    Þingsályktun um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024 - beiðni um umsögn fyrir 10. jan.

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

  • 4. Tóm­stunda­skól­ann í Mos­fells­bæ201911191

    Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs

    Er­ind­inu er synjað með 2 at­kvæð­um með vís­an til fyr­ir­liggj­andi um­sagn­ar og fram­kvæmda­stjór­ar fræðslu- og fjöl­skyldu­sviðs fal­ið að svara bréf­rit­ara. Full­trúi C- lista sit­ur hjá.

  • 5. Helga­fells­skóli, Ný­fram­kvæmd201503558

    Minnisblað til kynningar bæjarráðs vegna fjölda nemenda og tafir sem málarekstur í kærunefnd útboðsmála hefur valdið fyrirhuguðu skólahaldi í Helgafellsskóla. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að skólahald í 2-3. áfanga skólans myndi hefjast á haustönn 2021 en málarekstur hafði staðið yfir í rúma sex mánuði þar til að jákvæð niðurstaða fékkst í málið. Ef litið er til áætlana fræðslu- og frístundasviðs er ljóst að skólabörn verði án kennslurýma ef ekkert verður að gert. Kynning á fyrsta hluta aðgerðaráætlunar sem felst í innbyggðum hvata í formi flýtifés til verktaka að skila kennslurýmum í samræmi við áætlanir Mosfellsbæjar.

    Lögð fram kynn­ing á fyrsta hluta að­gerðaráætl­un­ar, vegna tafa sem mála­rekst­ur í kær­u­nefnd út­boðs­mála hef­ur vald­ið fyr­ir­hug­uðu skóla­haldi í Helga­fells­skóla, sem felst í inn­byggð­um hvata í formi flýti­fés til verktaka að skila kennslu­rým­um í sam­ræmi við áætlan­ir Mos­fells­bæj­ar.

  • 6. Samn­ing­ur vegna Álagn­ing­ar­kerf­is sveit­ar­fé­lag­ana201911397

    Þjónustusamningur við Þjóðskrá um álagningarkerfi fasteignagjalda lagður fram.

    Þjón­ustu­samn­ing­ur sam­þykkt­ur með 3 at­kvæð­um

    • 7. Frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga og sveit­ar­stjórn­ar­lög­um - beiðni um um­sögn201911409

      Umbeðin umsögn lögð fram til kynningar.

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með 3 at­kvæð­um að mót­mæla því að eðli­legt geti tal­ist að fjár­magn til að standa und­ir sam­ein­ing­ar­fram­lög­um og dæmd­um bóta­greiðsl­um eigi að koma til lækk­un­ar á ár­leg­um fram­lög­um Jöfn­un­ar­sjóðs og legg­ur áherslu á að rík­ið leggi fram nýtt fjár­magn til að standa und­ir þess­um kostn­aði. Einn­ig sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að fela fjár­mála­stjóra að senda um­sögn í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað.

      Gestir
      • Pétur J. Locktin, fjármálastjóri
    • 8. Rekst­ur deilda janú­ar til sept­em­ber 2019201912131

      Rekstraryfirlit janúar til september lagt fram.

      Rekstr­ar­yf­ir­lit janú­ar til sept­em­ber lagt fram.

      Gestir
      • Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
    • 9. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2019-2022201805277

      Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2019 lagður fram til samþykktar.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með 3 at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi við­auka við fjár­hags­áætlun 2019 sem felst í því að að rekstr­ar­kostn­að­ur A og B hluta hækk­ar um kr. 23.178.000 og fjár­fest­ing­ar eigna­sjóðs hækka um kr. 570.000.000 sem fjár­magn­að er með lækk­un hand­bærs fjár og hækk­un skamm­tíma­skulda sam­tals kr. 593.178.000.

      Gestir
      • Pétur J. Lockton
    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:45