12. desember 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Frumvarp um breytingu á lögum um málefni aldraðra- beiðni um umsögn201912112
Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (öldungaráð), 383. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. janúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Beiðni um umsögn við frumvarp til laga um um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 lögð fram.
2. Frumvarp til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir - beiðni um umsögn201912124
Frumvarp til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir - beiðni um umsögn fyrir 10. jan.
Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir lögð fram.
3. Þingsályktun um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024 - beiðni um umsögn201912125
Þingsályktun um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024 - beiðni um umsögn fyrir 10. jan.
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
4. Tómstundaskólann í Mosfellsbæ201911191
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs
Erindinu er synjað með 2 atkvæðum með vísan til fyrirliggjandi umsagnar og framkvæmdastjórar fræðslu- og fjölskyldusviðs falið að svara bréfritara. Fulltrúi C- lista situr hjá.
5. Helgafellsskóli, Nýframkvæmd201503558
Minnisblað til kynningar bæjarráðs vegna fjölda nemenda og tafir sem málarekstur í kærunefnd útboðsmála hefur valdið fyrirhuguðu skólahaldi í Helgafellsskóla. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að skólahald í 2-3. áfanga skólans myndi hefjast á haustönn 2021 en málarekstur hafði staðið yfir í rúma sex mánuði þar til að jákvæð niðurstaða fékkst í málið. Ef litið er til áætlana fræðslu- og frístundasviðs er ljóst að skólabörn verði án kennslurýma ef ekkert verður að gert. Kynning á fyrsta hluta aðgerðaráætlunar sem felst í innbyggðum hvata í formi flýtifés til verktaka að skila kennslurýmum í samræmi við áætlanir Mosfellsbæjar.
Lögð fram kynning á fyrsta hluta aðgerðaráætlunar, vegna tafa sem málarekstur í kærunefnd útboðsmála hefur valdið fyrirhuguðu skólahaldi í Helgafellsskóla, sem felst í innbyggðum hvata í formi flýtifés til verktaka að skila kennslurýmum í samræmi við áætlanir Mosfellsbæjar.
6. Samningur vegna Álagningarkerfis sveitarfélagana201911397
Þjónustusamningur við Þjóðskrá um álagningarkerfi fasteignagjalda lagður fram.
Þjónustusamningur samþykktur með 3 atkvæðum
7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum - beiðni um umsögn201911409
Umbeðin umsögn lögð fram til kynningar.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með 3 atkvæðum að mótmæla því að eðlilegt geti talist að fjármagn til að standa undir sameiningarframlögum og dæmdum bótagreiðslum eigi að koma til lækkunar á árlegum framlögum Jöfnunarsjóðs og leggur áherslu á að ríkið leggi fram nýtt fjármagn til að standa undir þessum kostnaði. Einnig samþykkt með 3 atkvæðum að fela fjármálastjóra að senda umsögn í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
Gestir
- Pétur J. Locktin, fjármálastjóri
8. Rekstur deilda janúar til september 2019201912131
Rekstraryfirlit janúar til september lagt fram.
Rekstraryfirlit janúar til september lagt fram.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
9. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022201805277
Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2019 lagður fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum fyrirliggjandi viðauka við fjárhagsáætlun 2019 sem felst í því að að rekstrarkostnaður A og B hluta hækkar um kr. 23.178.000 og fjárfestingar eignasjóðs hækka um kr. 570.000.000 sem fjármagnað er með lækkun handbærs fjár og hækkun skammtímaskulda samtals kr. 593.178.000.
Gestir
- Pétur J. Lockton