23. nóvember 2018 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ólafur Melsted Skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022201805277
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022 lögð fram til kynningar.
Lagt fram, umræður um málið.
2. Úlfarsfell - deiliskipulag á toppi fellsins201811036
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 31. október 2018 varðandi nýtt deiliskipulag fyrir topp Úlfarsfells.
Skipulagsnefnd fagnar fullnægjandi útvarps- og fjarskiptaþjónustu fyrir sveitarfélagið með uppsetningu nýs fjarskiptamasturs á toppi Úlafarsfells en leggur áherslu á að neikvæðum umhverfisáhrifum mastursins verði haldið í lágmarki.
3. Efnistaka í Hrossadal í landi Miðdals - breyting á Aðalskipulagi201609420
Á 467. fundi skipulagsnefndar 11. september 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Umræður um málið. Skipulagsnefnd óskar eftir vettvangsferð um svæðið með landeigendum, umhverfisnefnd og bæjarstjórn við fyrsta tækifæri." Vettvangsferð var farin 25. október 2018.
Skipulagsnefnd synjar erindinu þar sem framkvæmdin samræmist ekki gildandi aðalskipulagi.
4. Hraðamælingar Baugshlíð201811044
Borist hefur erindi frá Þorsteini Sigvaldasyni deildarstjóra eigna og veitna dags. 6. nóvember 2018 varðandi uppsetningu á hraðavaraskilti á Baugshlíð.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leiti og vísar útfærslu málsins til umhverfissviðs.
5. Reykjamelur 20-22 og Asparlundur 11 - breyting á deiliskipulagi201805149
Á 469. fundi skipulagsnefndar 12. október 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir sem bárust og telur þær eiga við rök að styðjast. Auk þess er um verulega aukningu á byggingarmagni að ræða. Á þeim forsendum hafnar skipulagsnefnd auglýstri breytingu á deiliskipulagi." Lögð fram ný tillaga.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst að nýju skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
6. Byggðarholt 5 - stækkun bílskúrs201811187
Borist hefur erindi frá Árna Árnasyni dags. 16. nóvember 2018 varðandi stækkun á bílskúr að Byggðarholti 5.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
7. Fossatunga 9-15 - breyting á deiliskipulagi201811023
Á 471. fundi skipulagsnefndar 9.nóvember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir frekari gögnum." Frekari gögn hafa borist.
Skipulagsnefnd synjar erindinu.
8. Helgafellshverfi 5. áfangi - nýtt deiliskipulag201811024
Lögð fram tillaga um að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir 5. áfanga Helgafellshverfis.Frestað á 471. fundi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að leita tilboða í vinnu við gerð deiliskipulags fyrir áfangann. Jafnframt felur skipulagsnefnd skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við breytingu aðalskipulags hvað íbúðafjölda í Helgafellshverfi varðar.
9. Umsókn um lóð undir atvinnuhúsnæði201801234
Á 1340. fundi bæjarráðs 1. febrúar 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara og erindið sent til skipulagsnefndar til upplýsingar."
Málið er lagt fram til upplýsingar, það verður haft til hliðsjónar við endurskoðun aðalskipulags.
10. Þverholt 21-23 og 25-27 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu201804104
Á 471. fundi skipulagsnefndar 9.nóvember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir frekari gögnum um málið ásamt áliti bæjarlögmanns varðandi lögmæti þess að gerðar verði breytingar á gildandi kvöðum." Lagt fram minnisblað lögmanns.
Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa og lögmanni Mosfellsbæjar að skoða hvort breyting deiliskipulags fyrir Þverholt 21-23 og 25-27 sé í samræmi við skipulagslög.
11. Hlíðartún 2a - bygging parhúss á lóðinni að Hlíðartúni 2a201609159
Á fundir skipulagsnefndar 26. október 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "skipulagsnefnd synjar erindinu og áréttar fyrri bókun sína frá fundi skipulagsnefndar 31. ágúst 2018 þar sem m.a. kemur fram að nefndin heimili umsækjanda að leggja fram tillögu að einbýlishúsi á lóðinni." Borist hefur viðbótarerindi.
Frestað.
12. Vesturlandsvegur frá Skarhólabraut að Reykjavegi - Deiliskipulag v/tvöföldunar vegarsins201807139
Á fundinn mætti Andrea Kristinsdótir frá VSÓ Ráðgjöf.
Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að kynna vinslutillögu deiliskipulagsins.
Fundargerðir til staðfestingar
13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 348201811011F
Samþykkt.
13.1. Fossatunga 14-18 / Umsókn um byggingarleyfi 201809022
Byggbræður ehf. kt. 560988-1419, Vatnsendabletti 721 Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 3 raðhús á lóðinni Fossatunga nr.14, 16 og 18 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Fossatunga 14 íbúð 130,8 m² bílgeymsla 31,2 m², Fossatunga 16 íbúð 137,6 m² bílgeymsla 24,4 m², Fossatunga 18 íbúð 137,6 m² bílgeymsla 24,4 m², 1.642,669 m³.13.2. Vogatunga 11/ Umsókn um byggingarleyfi 2018084789
Hlöðver Már Brynjarsson kt. 250865-4229, Laxatungu 167 Mosfellbæ, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og forsteyptum einingum einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Vogatunga nr. 11, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 252,7 m², 846,4 m³, bílgeymsla 58,6 m², 251,7 m³.
Fundargerð
14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 349201811020F
Samþykkt.
14.1. Gerplustræti 31 - 37, Umsókn um byggingarleyfi 2018084561
Mannverk ehf. kt. 411112-0200 Hlíðarsmára 12 Kópavogi sækir um leyfi fyrir útfærslu- og fyrirkomulagsbreytingum í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
14.2. Laxatunga 197 / Umsókn um byggingarleyfi. 201807172
Idé Fasteignir ehf., kt. 700418-0140, Ármúli 15 Reykjavík sækir um útlitsbreytingu, frá áður samþykktum aðaluppdráttum, fyrir einbýlishús á lóðinni Laxatunga nr. 197, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
14.3. Leirvogstunga 19 / Umsókn um byggingarleyfi. 201804228
Bátur ehf. kt.520912-0100 Leirvogstungu 17 sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á tveimur hæðum úr steinsteypu og krosslímdu timbri á lóðinni Leirvogstunga nr.19, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 370,9 m², 1.205,251 m³.
15. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 31201811029F
Samþykkt.
15.1. Snæfríðargata 24 og 26 - breyting á deiliskipulagi 201804195
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt með bréfi dags. 3. október 2018 með athugasemdafresti til 5 nóvember 2018. Engin athugsemd barst.