22. nóvember 2018 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjartur Steingrímsson formaður
- Kristín Ýr Pálmarsdóttir (KÝP) varaformaður
- Unnar Karl Jónsson aðalmaður
- Michele Rebora (MR) aðalmaður
- Þorlákur Ásgeir Pétursson áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Sigurður Gunnarsson varamaður
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kortlagning hávaða og gerð aðgerðaætlunar 2018201809279
Lögð fram drög aðgerðaáætlunar vegna hávaðakortlagningar fyrir Mosfellsbæ, í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins. Fulltrúar EFLU verkfræðistofu mæta á fundinn.
Umhverfisnefnd vísar málinu til skipulagsnefndar til upplýsinga og hvetur til að upplýsingar þessar verði nýttar í skipulagsmálum bæjarins í framtíðinni.
2. Framkvæmdaleyfi - reiðgötur í hesthúsahverfi á Varmárbökkum201609031
Lagt fram erindi Hestamannaféalgsins Harðar varðandi reiðstíg í hesthúsahverfi sem liggur að friðlandi. Skipulagsnefnd vísaði málinu til umsagnar umhverfisnefndar á 470. fundi skipulagsnefndar 26. október 2018. Málið var áður til umfjöllunar hjá umhverfisnefnd Mosfellsbæjar þann 13.október 2016. Borist hefur viðbótarerindi.
Umhverfisnefnd leggur til við skipulagsnefnd að framkvæmdaleyfi verði gefið út í samræmi við ákvæði deiliskipulags þar sem ma. kemur fram að ekki skuli leggja ræsi á stað þessum
3. Reykjahvoll 9a - ósk um breytingu á deiliskipulagi201810273
Erindi frá Jóni Davíð Ragnarssyni fh. hönd lóðareiganda að Reykjahvoli 9a til skipulagsnefndar, dags. 19. október 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina að Reykjahvol 9a. Skipulagsnefnd vísaði málinu til umsagnar umhverfisnefndar á 470. fundi sínum þann 26. október 2018, þar sem lóðin stendur á hverfisverndarsvæði Varmár.
Umhverfisnefnd leggst gegn því að veitt verði heimild til að reist verði bygging á lóðinni þar sem unnið er að umhverfisskipulagi Varmár.
4. Sumarhús í landi Hrísbrúar, landnr. 123679201811031
Erindi frá Jóhannesi S. Guðbjörnssyni dags. 4. nóvember 2018 varðandi stækkun á sumarhúsi í landi Hrísbrúar, landnr. 123679. Skipulagsnefnd vísaði málinu til umsagnar umhverfisnefndar á 470. fundi sínum þann 26. október 2018, þar sem húsið stendur á hverfisverndarsvæði Köldukvíslar.
Umhverfisnefnd leggst ekki gegn endurbótum og viðbyggingu á núverandi húsi að því gefnu að þær séu í samræmi við kvaðir aðalskipulags.
5. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022201805277
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022 lögð fram. Kynntar áherslur áætlunarinnar í umhverfismálum. Í heild er um 6% auking á framlagi til málaflokksins fyrir næsta ár. Seinni umræða verður í bæjarstjórn 28.nóvember.
Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs kynnti fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2019. Áætlunin rædd. Umhverfisnefnd hvetur til aukins samráðs við nefndina við gerð fjárhagsáætlunar um mál sem hana varðar.