31. október 2018 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) aðalmaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) 1. varabæjarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Pétur Jens Lockton fjármálastjóri
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) fræðslusvið
- Heiðar Örn Stefánsson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Við upphaf fundar var samþykkt með níu atkvæðum að taka mál nr. 22 á dagskrá með afbrigðum en það var ekki á útsendri dagskrá.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022201805277
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022 Bæjarráð vísar drögum að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022 til fyrri umræðu á þennan fund bæjarstjórnar
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, kynnti drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022 sem bæjarráð vísaði til bæjarstjórnar til fyrri umræðu á 1372. fundi sínum 31. október 2018.
Forseti þakkaði starfsmönnum bæjarins sérstaklega fyrir framlag þeirra við undirbúning áætlunarinnar og tóku bæjarfulltrúar undir þakkir forseta til starfsmanna.
****
Tillögur bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2019-2022:
1. tillaga
Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar leggur til að upphæð frístundaávísunar fyrir 67 ára og eldri verði 15.000 krónur árlega. Þá verði skilgreining mögulegrar notkunar fjárhæðarinnar ekki takmörkuð við líkamlega hreyfingu heldur verði einnig leyfilegt að nýta hana til annars konar skipulagðrar félagslegrar virkni og heilsueflingar. Embættismönnum verði falið að reikna út hvaða áhrif þessi aðgerð hefur á tekjur bæjarins og koma með tillögur um hvernig megi mæta þessari breytingu innan ramma fjárhagsáætlunar.Rökstuðningur: Tilgangurinn með þessari tillögu er að koma betur til móts við þá bæjarbúa 67 ára og eldri sem njóta eiga frístundaávísunarinnar. Langflest ef ekki öll stéttarfélög greiða fólki einhvers konar heilsueflingarstyrki til að hvetja fólk til að huga að heilsu sinni og vellíðan og geta þær fjárhæðir verið allt frá 12.000 krónum árlega upp í margfalda þá upphæð. Þessar greiðslur missir fólk þegar það fer á eftirlaun. Samfylkingin telur að 15.000 krónur séu ásættanleg byrjunarfjárhæð í þessu spennandi og þarfa verkefni sem sýnir áherslu bæjarstjórnar á mikilvægi alhliða heilsueflingar.
2. tillaga
Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar leggur til að þær 2 milljónir sem samþykktar voru að frumkvæði Samfylkingarinnar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018, til að ráða utanaðkomandi ráðgjafa til að hefja vinnu við gerð Græns skipulags verði færðar yfir á árið 2019 að viðbættri 1.000.000 króna, þannig að unnt verði að fara myndarlega af stað í þetta mikilvæga verkefni sem samþykkt var á fundi skipulagsnefndar þann 15. september 2015. Embættismönnum verði falið að reikna út hvaða áhrif þessi aðgerð hefur á tekjur bæjarins og koma með tillögur um hvernig megi mæta þessari breytingu innan ramma fjárhagsáætlunar.
Rökstuðningur: Skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum 15. september 2015 eða fyrir 3 árum síðan að hefja gerð Græns skipulags. Löngu tímabært er að hefja þá vinnu. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfissviði hefur vinnuálag á sviðinu komið í veg fyrir að starfsmenn sviðsins hafi getað einhent sér í að ýta þessu verkefni úr vör á árinu 2018 og nýtt þá fjárveitingu sem lögð var fram í verkefnið á árinu. Til að koma í veg fyrir að þessi fjárveiting og verkefnið gleymist er tillagan lögð fram í annað sinn og lögð til hækkun í ljósi umfangs verkefnisins.3. tillaga
Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar leggur til að félagsleg heimaþjónusta verði veitt þeim sem rétt eiga á henni endurgjaldslaust. Embættismönnum verði falið að reikna út hvaða áhrif þessi aðgerð hefur á tekjur bæjarins og koma með tillögur um hvernig megi mæta þessari breytingu innan ramma fjárhagsáætlunar.Rökstuðningur: -Tilgangurinn með þessari tillögu er að koma betur til móts við þá bæjarbúa sem eiga rétt á heimaþjónustu en um aðgang að þeirri þjónustu gilda strangar reglur. Eldri borgarar eru lang stærsti hópur þeirra sem njóta þessarar þjónustu. Eins og þekkt er úr umræðunni þá eru flestir lífeyrisþegar og öryrkjar almennt ekki ofaldir af sínum lífeyri og teljum við að þeir fjármunir sem koma inn i bæjarsjóð sem endurgjald fyrir þessa þjónustu séu það litlir að bæjarsjóð skaði ekki að gefa þær greiðslur eftir.
Anna Sigríður Guðnadóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ***
Tillaga bæjarfulltrúa Miðflokksins við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2019-2022:
Bæjarráð samþykki að gera upp skuldbindingar við heimilið Skálatún í Mosfellsbæ að fjárhæð kr. 280.177.000,- og vinna að samkomulagi varðandi uppgjör vegna vanskilakostnaðar og dráttarvaxta.
Greinargerð fylgir tillögunni.***
Bæjarstjórn samþykkir með átta atkvæðum að vísa fyrstu tillögu Samfylkingarinnar til seinni umræðu um fjárhagsáætlun 2019-2022. Bæjarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að vísa annari og þriðju tillögu Samfylkingarinnar til seinni umræðu um fjárhagsáætlun 2019-2022. Bæjarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að vísa tillögu Miðflokksins til seinni umræðu um fjárhagsáætlun 2019-2022.
Jafnframt samþykkt með níu atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun til síðari umræðu.Gestir
- Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
- Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri fjármáladeildar.
22. Kosning í nefndir og ráð201806075
Fulltrúi S- lista óskar eftir að tilnefndir verði nýjir varafulltrúar S- lista í Menningar og nýsköpunarnefnd (Rafn H. Guðlaugsson í stað Jónasar Þorgeirs Sigurðssonar) og í Lýðræðis- og mannréttindanefnd (Rafn H. Guðlaugsson í stað Andreu Dagbjartar Pálsdóttur).
Fulltrúi S- lista óskar eftir að kosnir verði nýjir varafulltrúar S- lista; í Menningar og nýsköpunarnefnd Rafn H. Guðlaugsson komi í stað Jónasar Þorgeirs Sigurðssonar og í Lýðræðis- og mannréttindanefnd komi Rafn H. Guðlaugsson í stað Andreu Dagbjartar Pálsdóttur. Þar sem ekki koma aðrar tillögur fram telst hún samþykkt.
Fundargerð
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1370201810016F
Fundargerð 1370. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 727. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Starfsmannamál og reglur um ráðningar 201810024
Frestað á síðasta fundi sökum þess að ekki gafst tími til að klára umræður um málið.
Ósk Sveins Óskars Sigurðssonar um að ræða uppsögn starfsmanns.
Minnisblað mannauðsstjóra og framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs um verklag við ráðningar þ.m.t. þá skyldu að afla upplýsinga úr sakaskrá þegar um er að ræða starfsmenn sem vinna meö börnum og ólögráða einstaklingum
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1370. fundar bæjarráðs samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.2. Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu - Viljayfirlýsing 201809382
Frestað á síðasta fundi þar sem fundartími var úti áður en unnt var að taka málið fyrir.
Viljayfirlýsing um viðræður um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1370. fundar bæjarráðs samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3. Beiðni Gagnaveitu Rvk. um úthlutun á lóð fyrir tengistöð að Völuteig 15. 201810115
Frestað á síðasta fundi þar sem fundartími var úti áður en unnt var að taka málið fyrir.
Gagnaveita Reykjavíkur óskar eftir úthlutun á lóð fyrir tengistöð að Völuteig 15. Um er að ræða hlut úr lóð áhaldahússins skv. samþykktri deiliskipulagsbreytingu á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 13.8.2018.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1370. fundar bæjarráðs samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.4. Selholt l.nr. 204589 - ósk Veitna eftir lóð undir smádreifistöð 201711226
Frestað á síðasta fundi þar sem fundartími var úti áður en unnt var að taka málið fyrir.
Veitur óska eftir lóð í landi Selholts landnr. 204589, land í eigu Mosfellsbæjar, undir smádreifistöð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1370. fundar bæjarráðs samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.5. Samstarf um uppbyggingu almennra íbúða 201810054
Frestað á síðasta fundi þar sem fundartími var úti áður en unnt var að taka málið fyrir.
Samstarf um uppbyggingu almennra íbúða
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1370. fundar bæjarráðs samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.6. Þrettándabrenna og flugeldasýning - ný staðsetning 201810077
Frestað á síðasta fundi þar sem fundartími var úti áður en unnt var að taka málið fyrir.
Þrettándabrenna og flugeldasýning - ósk um nýja staðsetningu
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1370. fundar bæjarráðs samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.7. Samþykktir nefnda Mosfellsbæjar 2018-2022 201809407
Frestað á síðasta fundi þar sem fundartími var úti áður en unnt var að taka málið fyrir.
Tillaga að samþykktum fyrir lýðræðis- og mannréttindanefnd og menningar- og nýsköpunarnefnd. Tilaga að breytingum á samþykktum íþrótta- og tómstundanefndar og fjölskyldunefndar vegna breytinga á verkaskiptingu nefnda.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1370. fundar bæjarráðs samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.8. Umsókn Skógarmanna um styrk 201810012
Frestað á síðasta fundi þar sem fundartími var úti áður en unnt var að taka málið fyrir.
Umsókn Skógarmanna um styrk vegna Birkiskála í Vatnaskógi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1370. fundar bæjarráðs samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.9. Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun til fimm ára, 2019-2023 201810169
Beiðni um umsögn fyrir 26. okt. - Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun til fimm ára
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1370. fundar bæjarráðs samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.10. Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun 2019-2033 201810168
Beiðni um umsögn fyrir 26. okt. - Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun 2019-2033
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1370. fundar bæjarráðs samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1371201810022F
Fundargerð 1371. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 727. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Þverholt 21-23 og 25-27 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu 201804104
Umsókn um deiliskipulagsbreytingu við Þverholt 21-23 og 25-27.
Niðurstaða þessa fundar:
Bæjarfulltrúar D og V lista leggja til að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara um skilyrði þess að kvöð verði flutt af Þverholti 27. Skilyrði af hálfu Mosfellsbæjar verði a.m.k. að samskonar kvöð verði þinglýst á Þverholti 21-23 að því við bættu að fram komi í kvöðinni að leiguverð á hverri íbúð að Þverholti 21-23 verði sambærilegt við leiguverð hjá Félagsstofnun stúdenta eða öðrum sambærilegum leigufélögum sem leigja íbúðir á almennum markaði án hagnaðarsjónarmiða á sambærilegri íbúð. Einnig verði kveðið á tímamörk, hvenær leiguíbúðir verða tilbúnar til afhendingar, að tryggt sé að heildar byggingarmagn sem undir kvöðina falla sé ásættanlegt og tryggingar veittar fyrir því að íbúðir að Þverholti 21-23 verði í raun reistar. Beiðni um breytt deiliskipulag (m.a. varðandi fjölda íbúða og breytta nýtingu) að Þverholti 21-23 er vísað til umfjöllunar og úrvinnslu skipulagsnefndar.
Tillagan er samþykkt með 5 atkvæðum D og V lista gegn 4 atkvæðum.
Bókun C- L- S- og M- lista: Fulltrúar C lista Viðreisnar, L lista Vina Mosfellsbæjar, S lista Samfylkingar og M lista Miðflokksins fallast ekki á afgreiðslu meirihluta bæjarráðs á erindi Bakka ehf. um afléttingu kvaða á lóð og fasteign á Þverholti 25 til 27 og leikreglum þannig breytt eftir á.
3.2. Heimili í sveit fyrir ungt fólk í fjölþættum vanda 201806285
Ásgarður - handverkstæði hefur unnið að því að koma á fót heimili fyrir ungt fólk sem á við fjölþættan vanda að stríða. Fjölskyldusvið leggur til við bæjarráð að gera samning við Emblu - heimili í sveit um þróun nýs úrræðis.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1371. fundar bæjarráðs samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.3. Samstarfsvettvangur Mosfellsbæjar og Aftureldingar 201810279
Tillaga um stofnun samráðsvettvangs Mosfellsbæjar og Aftureldingar um uppbyggingu og nýtingu íþróttamannvirkja að Varmá.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1371. fundar bæjarráðs samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.4. Samþykktir nefnda Mosfellsbæjar 2018-2022 201809407
Tillaga að samþykktum fyrir lýðræðis- og mannréttindanefnd og menningar- og nýsköpunarnefnd.
Tillaga að breytingum á samþykktum íþrótta- og tómstundanefndar og fjölskyldunefndar vegna breytinga á verkaskiptingu nefnda og nýrra laga á málefnasviði fjölskyldunefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1371. fundar bæjarráðs samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.5. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum - beiðni um umsögn 201810004
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1371. fundar bæjarráðs samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.6. Skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum 201806087
Ósk um upplýsingar um kynjahlutfall í fastanefndum
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1371. fundar bæjarráðs samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.7. Tillaga til þingsályktunar um dag nýrra kjósenda 201810202
Tillaga til þingsályktunar um dag nýrra kjósenda - beiðni um umsögn fyrir 5. nóv.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1371. fundar bæjarráðs samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 354201810020F
Fundargerð 354. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 727. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Snemmtæk íhlutun með áherslu á málþroska og læsi 201809254
Samstarfsverkefni leikskóla Mosfellsbæjar og Menntamálastofnunar um snemmtæka íhlutun með áherslu á eflingu málfærni leikskólabarna og læsis í víðu samhengi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 354. fundar fræðslunefndar samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.2. Skólaskylda grunnskólabarna í Mosfellsbæ 2018-2019 201810199
Lagt fram til staðfestingar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 354. fundar fræðslunefndar samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.3. Börn af erlendum uppruna í Mosfellsbæ 2018084654
Lagt fram til upplýsinga
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 354. fundar fræðslunefndar samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 223201810005F
Fundargerð 223. fundar íþrótta-og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 727. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Heimsókn Íþrótta- og tómstundanefndar til félaga 2018 201810030
Íþrótta- og tómstundanefnd heimsækir þau félög í Mosfellsbæ sem að Mosfellsbær hefur gert samninga við varðandi barna og unglingastarf.
Dagskrá:
kl.16:30 - Skátafélag Mosverjar, Álafosskvos
kl.17:30 - Björgunarsveitin Kyndill, Völuteigur
kl.18:30 - Golfklúbbur Mosfellsbæjar, golfskálinn Klettur
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 223. fundar íþótta-og tómstundanefndar samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 470201810023F
Fundargerð 470. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 727. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Helgafellshverfi 1.2 og 3. áfangi - fjölgun íbúða 201810217
Lagt fram yfirlit skipulagsfulltrúa um fjölgun íbúða í Helgafellshverfi áfanga 1,2 og 3.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 470. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.2. Gerplustræti 17-23 - ósk um fjölgun íbúða 2018084776
Borist hefur erindi frá V níu Fasteignum dags. 28. ágúst 2018 varðandi fjölgun íbúða í húsum að Gerplustræti 17-23. Frestað á 467. fundi, frestað á 468. fundi, frestað á 469.fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 470. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M- lista situr hjá.
6.3. Leirutangi 10, Umsókn um byggingarleyfi 201712230
Á 465. fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og lögmanni bæjarins að yfirfara gögn málsins, skila álitsgerð og leggja fram sem fyrst á fundi nefndarinnar." Lögð fram álitsgerð bæjarlögmanns.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 470. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.4. Umsókn um stofnun lóðarinnar Lundur í Elliðakotslandi 201810112
Borist hefur erindi frá Guðbjörgu Daníelsdóttur dags. 28. september 2018 varðandi stofnun lóðarinnar Lundar í Elliðakotslandi í fasteignaskrá.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 470. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.5. Brekkukot Mosfellsdal - tillaga að deiliskipulagi 201612137
Á 465. fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og lögmanni bæjarins að yfirfara gögn málsins, og leggja fram álitsgerð sem fyrst á fundi nefndar." Lögð fram álitsgerð bæjarlögmanns.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 470. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.6. Skíðasvæði í Bláfjöllum - beiðni um umsögn 201810079
Á 469. fundi skipulagsnefndar 12. október 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skiplagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir framlengingu á umsagnarfresti til Skipulagsstofunar og leggja fram tillögu að umsögn á næsta fundi nefndar." Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að svari til Skipulagsstofnunar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 470. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.7. Laxatunga 3 - breyting á deiliskipulagi 201809121
Á 468. fundi skipulagsnefndar 21. september 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa að skoða málið betur ma. með vettvangsferð í bygginguna og í framhaldi af því að koma með tillögu að afgreiðslu fyrir fund nefndar." Byggingarfulltrúi og skipulagsfulltrúi fóru í vettvangsferð 15. okt. 2018. Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 470. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.8. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 - Múlar - Suðurlandsbraut 201810261
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags.16.október 2018 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-20130, miðsvæði M2c-M2g, Múlar-Suðurlandsbraut.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 470. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.9. Framkvæmdaleyfi - reiðgötur í hesthúsahverfi á Varmárbökkum 201609031
Á 422. fundi skipulagsnefndar 18.október 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Framkvæmdaleyfisumsókn var kynnt fyrir umhverfisnefnd á fundi nefndarinnar 13. október 2016 og gerði nefndin eftirfarandi bókun: “Gerð verði krafa um lagningu ræsis í skurð meðfram friðlandi og girðing til að tryggja að friðlandið verði áfram óraskað. Þá verði fyllsta öryggis gætt við framkvæmd reiðstígs meðfram Varmá. Skipulagnefnd tekur undir bókun umhverfisnefndar og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið." Framkvæmdaleyfi var gefið út 7. nóvember 2016. Borist hefur viðbótarerindi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 470. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.10. Frístundalóðir við Langavatn, reitur 509-F - nýtt deiliskipulag. 201710345
Á 466. fundi skipulagsnefndar 31. ágúst 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að skoða málið og koma með tillögu að afgreiðslu sem fyrst á fundi nefndarinnar." Lagður fram tölvupóstur skipulagshöfundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 470. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.11. Reykjahvoll 7 - ósk um breytingu á deiliskipulagi 201810272
Borist hefur erindi frá Ástu Jónsdóttur dags. 19. október 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina að Reykjahvoli 7 (Efri-Reykir).
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 470. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.12. Reykjahvoll 9a - ósk um breytingu á deiliskipulagi 201810273
Borist hefur erindi frá Jóni Davíð Ragnarssyni fh. hönd lóðareiganda að Reykjahvoli 9a dags. 19. október 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina að Reykjahvol 9a.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 470. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.13. Tillaga Samsons Bjarnars Harðarsonar um "grænt skipulag" fyrir Mosfellsbæ. 201502411
Á 454. fundi skipulagsnefndar 2. febrúar 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við gerð græns skipulags fyrir Mosfellsbæ með þar til bærum ráðgjafa." Lagt fram að ósk Önnu Sigríðar Guðnadóttur áheyrnarfulltrúa S-lista í Skipulagsnefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 470. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.14. Hlíðartún 2a - bygging parhúss á lóðinni að Hlíðartúni 2a 201609159
Á 466. fundi skipulagsnefndar 31. ágúst 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd þakkar eigendum Aðaltúns 6 og 8 fyrir ábendingar varðandi grenndarkynningu parhúss á lóðinni að Aðaltúni 2a. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdirnar og telur þær eiga við rök að styðjast hvað varðar útlit, skipulag hverfisins og ásýnd götunnar. Skipulagsnefnd hafnar á þeim forsendum byggingarleyfisumsókn viðkomandi parhúss á lóðinni en heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að einbýlishúsi á lóðinni þar sem tekið er tillit til útlits, skipulags og ásýndar götunnar." Lagðar fram nýjar tillögur að húsi á lóðinni.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 470. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.15. Vesturlandsvegur frá Skarhólabraut að Reykjavegi - Deiliskipulag v/tvöföldunar vegarsins 201807139
Á fundinn mætti Stefán Gunnar Thors frá VSÓ Ráðgjöf.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 470. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.16. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 345 201810021F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 470. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 345201810021F
Fundargerð 345. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 727. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Bugðufljót 9 /Umsókn um byggingarleyfi 2018084453
Karina ehf., kt. 560604-3190, Breiðahvarf 5 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu atvinnuhúsnæði á tveimur hæðum á lóðinni Bugðufljót nr.9, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 1. hæð 827,1 m², 4.762,7 m³, 2. hæð 834,0 m², 7.214,1 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 345. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 727. fundi bæjarstjórnar.
7.2. Efstaland 9 /Umsókn um byggingarleyfi 201806086
Tunguháls 17 ehf., kt. 491017-1040, Tunguhálsi 17 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða einbýlishús með auka íbúð á lóðinni Efstaland nr. 9, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 268,2 m² 772,854 m³, bílgeymsla 28,9, 77,805 m³, auka íbúð 77,1 m², 192,642 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 345. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 727. fundi bæjarstjórnar.
7.3. Flugumýri 18, Umsókn um byggingarleyfi 201803413
Síminn hf., kt. 500269-6779, Ármúli 25 Reykjavík sækir um leyfi til að koma fyrir stálsúlu með farsímaloftnetum á vestur gafli húss á lóðinni Flugumýri nr. 18, í samræmi við framlögð gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 345. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 727. fundi bæjarstjórnar.
7.4. Hamrabrekka 3. Umsókn um byggingarleyfi 2018084702
Guðmundur Árni Sigurðsson, kt. 131148-4299, Reykjabyggð 8 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri frístundahús á lóðinni Hamrabrekkur nr. 3 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 100,4 m², 367,0 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 345. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 727. fundi bæjarstjórnar.
7.5. Laxatunga 197 / Umsókn um byggingarleyfi. 201807172
Idé Fasteignir ehf., kt. 700418-0140, Ármúli 15 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri einbýlishús á lóðinni Laxatunga nr. 197, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 176,2 m², 699,2 m³, bílgeymsla 45,8 m², 159,4 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 345. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 727. fundi bæjarstjórnar.
7.6. Lynghóll, Umsókn um byggingarleyfi 201809271
Egill Guðmundsson kt.270152-68692, Sóleyjarimi 71 Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri frístundahús ásamt áhaldahúsi á lóðinni Lynghóll landnr. 125346, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Frístundahús 136,5 m², 565,2 m³, áhaldahús 64,4 m², 221,9 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 345. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 727. fundi bæjarstjórnar.
7.7. Lynghóll, Umsókn um byggingarleyfi/niðurrif 201810250
Egill Guðmundsson kt.270152-68692, Sóleyjarimi 71 Reykjavík, sækir um leyfi til að rífa og farga frístundahúsi á lóðinni Lynghóll landnr. 125346, í samræmi við framlögð gögn. Haft skal samráð við heilbrigðiseftirlitið vegna förgunar niðurrifsefnis.
Stærðir: 83,5 m².Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 345. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 727. fundi bæjarstjórnar.
7.8. Uglugata 32-38, Umsókn um byggingarleyfi. 201710068
Byggingarfélagið Seres Logafold 49 Reykjavík sækir um leyfi fyrir útlits- og fyrirkomulagsbreytingum á áður samþykktum fjölbýlishúsum og bílakjallara við Uglugötu 32-38 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 345. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 727. fundi bæjarstjórnar.
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 346201810027F
Fundargerð 346. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 727. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Rauðmýri 11, Umsókn um byggingarleyfi 201810154
Finnur Einarsson, kt. 151072-3809, Rauðamýri 11 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að bæta við þakglugga yfir baðherbergi íbúðarhúss á lóðinni Rauðamýri nr. 11, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 346. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 727. fundi bæjarstjórnar.
8.2. Sumarhús við Hafravatn, Umsókn um byggingarleyfi 201809189
Bryndís Hanna Eiríksdóttir og Kristinn Franz Eiríksson sækja um leyfi til að byggja við núverandi frístundahús viðbyggingu úr timbri á lóð við Hafravatn, landnr. 125627, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Viðbygging 17,0 m², 34,1 m³Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 346. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 727. fundi bæjarstjórnar.
8.3. Brattahlíð 23, Umsókn um byggingarleyfi 2018083826
B&K kt.680113-1570 Flétturima 10, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri, einbýlishús á einni hæð með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Brattahlíð 23, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: íbúð 208,0 m², bílgeymsla 31,3 m². Rúmmál 697,485 m³
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 346. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 727. fundi bæjarstjórnar.
9. Fundargerð 864. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga201810210
Fundargerð 864. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 864. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 727. fundi bæjarstjórnar.
10. Fundargerð 14. eigendafundar Sorpu bs201810234
Fundargerð 14. eigendafundar Sorpu bs
Fundargerð 14. eigendafundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 727. fundi bæjarstjórnar.
11. Fundargerð 17. eigendafundar Strætó bs201810235
Fundargerð 17. eigendafundar Strætó bs
Fundargerð 17. eigendafundar Strætó bs lögð fram til kynningar á 727. fundi bæjarstjórnar.
12. Fundargerð 461. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu201810247
Fundargerð 461. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Fundargerð 17. eigendafundar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 727. fundi bæjarstjórnar.
13. Fundargerð 462. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu201810248
Fundargerð 462. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Fundargerð 462. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 727. fundi bæjarstjórnar.
14. Fundargerð 369. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins201810249
Fundargerð 369. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins
Fundargerð 369. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 727. fundi bæjarstjórnar.
15. Fundargerð 370. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins201810251
Fundargerð 370. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins
Fundargerð 370. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 727. fundi bæjarstjórnar.
16. Fundargerð 85. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins201810274
Fundargerð 85. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins
Fundargerð 85. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 727. fundi bæjarstjórnar.
17. Fundargerð 292. fundar Strætó bs201810275
Fundargerð 292. fundar Strætó bs
Fundargerð 292. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 727. fundi bæjarstjórnar.
- FylgiskjalEfling almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, 27. sept 2018.pdfFylgiskjalStrætó Â? sóknarfæri - kynning 12 okt.pdfFylgiskjalStrætó - Tillaga_SCPV_um_straeto.pdfFylgiskjalMælaborð jan-sept 2018.pdfFylgiskjalFyrirspurn borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, dagset 4.10.2018.pdfFylgiskjalFyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, dags 4.10.2018.pdfFylgiskjalFjárhags- og starfsáætlun 2019-2023 - samþykkt 12. okt. 2018.pdfFylgiskjalFundargerð stjo´rnarfundur 292 12.10 2018.pdf
18. Fundargerð 176. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins201810319
Fundargerð 176. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
Fundargerð 176. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 727. fundi bæjarstjórnar.
- FylgiskjalSHS 176 0.2 Fundargerð stjórnarfundar 19.10.18.pdfFylgiskjalSHS 176 1.1 Félagsdómur, stefna.pdfFylgiskjalSHS 176 2.1 Drög að forsendum fyrir árlegri eftirlitsáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.pdfFylgiskjalSHS 176 3.1 Fjárhagsáætlun SHS 2019-2023.pdfFylgiskjalSHS 176 3.2 Minnisblað; Hagræðing SHS á rekstrarárunum 2018 og 2019-2023.pdfFylgiskjalSHS 176 4.1 Gjaldskrá SHS.pdfFylgiskjalSHS 176 4.2 Minnisblað; Gjaldskrá SHS 2019.pdfFylgiskjalSHS 176 6.1 Starfsreglur stjórnar, 2. útgáfa, drög I.pdfFylgiskjalSHS 176 7.1 Siðareglur stjórnar, 2. útgáfa, drög I.pdf
19. Fundargerð 397. fundar Sorpu bs201810333
Fundargerð 397. fundar Sorpu bs
Fundargerð 397. fundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 727. fundi bæjarstjórnar.
20. Fundargerð 398. fundar Sorpu bs201810334
Fundargerð 398. fundar Sorpu bs
Fundargerð 398. fundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 727. fundi bæjarstjórnar.
21. Fundargerð 15. eigendafundar Sorpu bs201810335
Fundargerð 15. eigendafundar Sorpu bs
Fundargerð 15. eigendafundar Sorpu bs lögð fram til kynningar á 727. fundi bæjarstjórnar