8. nóvember 2018 kl. 16:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Sturla Sær Erlendsson formaður
- Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir varaformaður
- Valdimar Leó Friðriksson aðalmaður
- Andrea Jónsdóttir aðalmaður
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
Fundargerð ritaði
Edda R. Davíðsdóttir tómstundafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022201805277
Lagt fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022 frá fyrri umræðu bæjarstjórnar 31. október 2018.
Fjárhagsáætlun 2019 fyrir fræðslu- og frístundasvið lögð fram og kynnt. Kynntar áherslur áætlunarinnar í frístundamálum meðal annars þjónusta við íbúa Mosfellsbæjar er aukinn. Í heild er 9% aukning á framlagi til málaflokksins fyrir næsta ár. Seinni umræða í bæjarstjórn verður 28. nóvember.
2. Samþykktir nefnda Mosfellsbæjar 2018-2022201809407
Lagt fram til kynningar. Tillaga að breytingum á samþykktum íþrótta- og tómstundanefndar og fjölskyldunefndar vegna breytinga á verkaskiptingu nefnda. Samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
Ný samþykkt fyrir Íþrótta- og tómstundanefnd lögð fram, kynnt og rædd.
3. Samstarfsvettvangur Mosfellsbæjar og Aftureldingar201810279
Tillaga um stofnun samráðsvettvangs Mosfellsbæjar og Aftureldingar um uppbyggingu og nýtingu íþróttamannvirkja að Varmá samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar. Lagt fram til kynningar.
Nýr samráðsvetvangur Mosfellsbæjar og Aftureldingar um uppbyggingu og nýtingu íþróttamannvirkja að Varmá kynntur.
- FylgiskjalMinnisblað starfsmanns - Stofnun samráðsvettvangs Mosfellsbæjar og Aftureldingar um uppbyggingu og nýtingu íþróttamannvirkja að Varmá.pdfFylgiskjalBæjarstjórn Mosfellsbæjar - 727 (31.10.2018) - Samstarfsvettvangur Mosfellsbæjar og Aftureldingar.pdfFylgiskjalBæjarráð Mosfellsbæjar - 1371 (25.10.2018) - Samstarfsvettvangur Mosfellsbæjar og Aftureldingar.pdf
4. Starfsskýrslur Félagsmiðstöðva, Ungmennahúss og sumarstarfs.201811049
Starfsskýrslur 2017-2018
Starfskýrslur frá Tómstundafulltrúa lagðar fram og kynntar.
5. Ungt fólk 2018201805112
Skýrsla frá Rannsókn og greiningu um niðurstöður rannsókna meðal nemenda í 8.-10. bekk í grunnskólum Mosfellbæjar.
Frestað til næsta fundar, og ákveðið að fá starfmenn R&G á þann fund.
6. Fundargerð 370. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins201810251
Fundagerð 370. fundar stjórnar skíðasvæða höfðuborgarsvæðisins. Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
7. Fundargerð 369. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins201810249
Fundagerð 369. fundar stjórnar skíðasvæða höfðuborgarsvæðisins. Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar