13. nóvember 2018 kl. 16:30,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Davíð Ólafsson (DÓ) formaður
- Björk Ingadóttir varaformaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
- Sólveig Franklínsdóttir (SFr) aðalmaður
- Herdís Kristín Sigurðardóttir (HKS) áheyrnarfulltrúi
- Olga Jóhanna Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Auður Halldórsdóttir ritari
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kosning í nefndir og ráð201806075
Kosning nýs varamanns í menningar- og nýsköpunarnefnd.
Lagt fram til kynningar kosning nýs varamanns í menningar- og nýsköpunarnefnd. Rafn H. Hafberg tekur sæti Jónasar Þorgeirs Sigurðssonar.
2. Samþykktir nefnda Mosfellsbæjar 2018-2022201809407
Samþykkt fyrir menningar- og nýsköpunarnefnd.
Ný samþykkt fyrir menningar- og nýsköpunarnefnd lögð fram, kynnt og rædd.
Gestir
- Arnar Jónsson
3. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022201805277
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022. Drög að fjárhagsáætlun lögð fram.
Fjárhagsáætlun 2019 um menningarmál lögð fram og kynnt. Kynntar áherslur áætlunarinnar í menningarmálum. Seinni umræða í bæjarstjórn verður 28. nóvember.
4. Ferðaþjónusta á höfuðborgarsvæðinu - markaðssamstarf sveitarfélaga201505025
Ferðaþjónusta á höfuðborgarsvæðinu - markaðssamstarf á höfuðborgarsvæðinu.
Arnar Jónsson og Hugrún Ósk Ólafsdóttir kynna aðkomu Mosfellsbæjar að markaðssamstarfi á Höfuðborgarsvæðisins undir merkjum Reykjavík Loves.
Samþykkt einróma að Mosfellsbær taki áfram þátt í markaðssamstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu undir heitinu Reykjavík Loves.Gestir
- Arnar Jónsson
- Hugrún Ósk Ólafsdóttir
5. Listasalur Mosfellsbæjar Sýningarárið 20192018083393
Sýningar í Listasal Mosfellsbæjar 2019. Forföll listamanns.
Tillaga forstöðumanns menningarmála og umsjónarmanns listasalar samþykkt.
6. Menningarviðburðir á aðventu 2018201811039
Menningarviðburðir á aðventu 2018, áramót og þrettándinn.
Menningarviðburðir á aðventu. Lagt fram til upplýsinga.
Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir svohljóðandi bókun:
Menningar- og nýsköpunarnefnd leggur til við bæjarráð að Mosfellsbær kanni grundvöll fyrir jólaþorpi í Mosfellsbæ þar sem áhugi er fyrir hendi innan bæjarins.