28. nóvember 2018 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) Forseti
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) 1. varaforseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) fræðslusvið
- Heiðar Örn Stefánsson þjónustu- og samskiptadeild
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Afbrigði
1. Útsvarsprósenta 2019201811236
Ákvörðun um útsvarsprósentu 2019.
Undir þessum dagskrárlið mættu einnig til fundarins Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslusviðs, Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs og Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri í fjármáladeild.
Tillaga er gerð um að útsvarshlutfall Mosfellsbæjar fyrir árið 2019 verði 14,48% af útsvarsstofni.
Tillagan er samþykkt með fimm atkvæðum V- og D- lista. Fjórir fulltrúar C-, L-, M- og S-lista sitja hjá.
Bókun Samfylkingarinnar við ákörðun útsvars 2019.
Meirihluti Vinstri grænna og sjálfstæðismanna leggur nú til, þriðja árið í röð, að útsvarsprósenta verði 14.48% , það er 0,04 prósentustigum lægri en hámarksútsvar. Þessi lækkun þýðir 18 milljóna króna lækkun útsvarstekna fyrir bæjarsjóð á árinu 2019 og verður þá upphæðin orðin rúmlega 47 milljónir á þremur árum. Fjárhagslegur ávinningur einstakra útsvarsgreiðenda hvað varðar aukið ráðstöfunarfé er lítill sem enginn og dugar fólki með meðaltekjur vart fyrir kaffibolla á kaffihúsi. Þessar 18 milljónir sem meirihluti VG og D lista telja ekki þörf á inn í rekstur bæjarins á árinu 2019 mætti, að mati Samfylkingarinnar, nýta í ýmis brýn verkefni á vegum Mosfellsbæjar s.s. aukna sérfræðiþjónustu og stuðning innan skólakerfisins, umhverfisverndarverkefni, bætt starfsumhverfi innan skólanna, rafrænt umsýslukerfi leikvallaeftirlits svo einungis örfá dæmi séu nefnd.
Fulltrúi Samfylkingarinnar situr hjá við ákvörðun um útsvarprósentu enda er ákvörðun útsvars öll á ábyrgð meirihluta VG og sjálfstæðismanna og hefur ekki verið rædd við fulltrúa í minnihluta í aðdraganda ákvörðunarinnar.Anna Sigríður Guðnadóttir
bæjarfulltrúi S-lista2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022.201805277
Fjárhagsáætlun 2019 lögð fram til seinni umræðu.
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022 lögð fram til seinni umræðu.
Undir þessum dagskrárlið mættu einnig til fundarins Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslusviðs, Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs og Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri í fjármáladeild.
Forseti gaf bæjarstjóra orðið og fór hann yfir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar og stofnana hans fyrir árin 2019 til 2022.
Helstu niðurstöðutölur í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 A og B hluta eru eftirfarandi:Tekjur: 12.182 m.kr.
Gjöld: 10.643 m.kr.
Afskriftir: 385 m.kr.
Fjármagnsgjöld: 685 m.kr.
Tekjuskattur 24 m.kr.
Rekstrarniðurstaða: 443 m.kr.
Eignir í árslok: 20.223 m.kr.
Eigið fé í árslok: 6.301 m.kr.
Fjárfestingarhreyfingar: 1.756 m.kr.-------------------------------------------------------------
Útsvarsprósenta 2019
Samþykkt var fyrr á þessum fundi að útsvarshlutfall Mosfellsbæjar fyrir árið 2019 verði 14,48% af útsvarsstofni.-------------------------------------------------------------
Álagningarprósentur fasteignagjalda fyrir árið 2019 eru eftirfarandi:
Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis (A - skattflokkur)
Fasteignaskattur A 0,209% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,078% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,116% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga A 0,316% af fasteignamati lóðarFasteignagjöld stofnana skv. 3. gr. reglugerðar 1160/2005 (B - skattflokkur)
Fasteignaskattur B 1,320% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,078% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,116% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga B 1,100% af fasteignamati lóðarFasteignagjöld annars húsnæðis (C - skattflokkur)
Fasteignaskattur C 1,600% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,078% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,116% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga C 1,100% af fasteignamati lóðar-------------------------------------------------------------
Gjalddagar fasteignagjalda eru níu, fimmtánda dag hvers mánaðar frá 15. janúar til og með 15. september. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 40.000 er gjalddagi þeirra 15. janúar með eindaga 14. febrúar.
-------------------------------------------------------------
Eftirtaldar reglur taka breytingum og gilda frá 1.1.2019.
Reglur um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega.-------------------------------------------------------------
Eftirfarandi gjaldskrár liggja fyrir og taka breytingum þann 1.1.2019 nema annað sé tekið fram.
Gjaldskrá akstursþjónusta eldra fólks.
Gjaldskrá dagforeldra.
Gjaldskrá leikskóla.
Gjaldskrá íþróttamiðstöðva.
Gjaldskrá mötuneyti grunnskóla.
Tekjuviðmið 2019 vegna viðbótarniðurgreiðslu.
Gjaldskrá fyrir fráveitugjald í Mosfellsbæ.
Rotþróargjald.
Gjaldskrá Vatnsveitu Mosfellsbæjar.
Gjaldskrá sorphirðu.
Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála.Forseti þakkaði starfsmönnum bæjarins sérstaklega fyrir framlag þeirra við undirbúning og gerð áætlunarinnar og tóku bæjarfulltrúar undir þakkir forseta til starfsmanna.
-------------------------------------------------------------------
Tillögur bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar við seinni umræðu um fjárhagsáætlun 2019-2022:
1. tillaga
Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar leggur til að upphæð frístundaávísunar fyrir 67 ára og eldri verði 15.000 krónur árlega. Þá verði skilgreining mögulegrar notkunar fjárhæðarinnar ekki takmörkuð við líkamlega hreyfingu heldur verði einnig leyfilegt að nýta hana til annars konar skipulagðrar félagslegrar virkni og heilsueflingar. Embættismönnum verði falið að reikna út hvaða áhrif þessi aðgerð hefur á tekjur bæjarins og koma með tillögur um hvernig megi mæta þessari breytingu innan ramma fjárhagsáætlunar.
Tillaga S-lista er felld með fimm atkvæðum V- og D- lista gegn fjórum atkvæðum fulltrúa C-, L-, M- og S-lista.-------------------------------------------------------------------
2. tillaga
Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar leggur til að þær 2 milljónir sem samþykktar voru að frumkvæði Samfylkingarinnar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018, til að ráða utanaðkomandi ráðgjafa til að hefja vinnu við gerð Græns skipulags verði færðar yfir á árið 2019 að viðbættri 1.000.000 króna, þannig að unnt verði að fara myndarlega af stað í þetta mikilvæga verkefni sem samþykkt var á fundi skipulagsnefndar þann 15. september 2015. Embættismönnum verði falið að reikna út hvaða áhrif þessi aðgerð hefur á tekjur bæjarins og koma með tillögur um hvernig megi mæta þessari breytingu innan ramma fjárhagsáætlunar.
Tillaga S-lista er felld með fimm atkvæðum V- og D- lista gegn fjórum atkvæðum fulltrúa C-, L-, M- og S-lista.-------------------------------------------------------------------
3. tillaga
Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar leggur til að félagsleg heimaþjónusta verði veitt þeim sem rétt eiga á henni, endurgjaldslaust. Embættismönnum verði falið að reikna út hvaða áhrif þessi aðgerð hefur á tekjur bæjarins og koma með tillögur um hvernig megi mæta þessari breytingu innan ramma fjárhagsáætlunar.
Tillaga S-lista er felld með fimm atkvæðum V- og D- lista gegn þremur atkvæðum fulltrúa C-, M- og S-lista. Fulltrúi L-lista situr hjá.-------------------------------------------------------------------
Tillaga fulltrúa Miðflokksins um snemmtæka íhlutun
Fulltrúi M- lista leggur fram fyrir fund bæjarráðs greinargerð ásamt tillögu og sem fylgiskjal glærur um snemmtæka íhlutun. Tillaga M-lista varðandi 9. mgr. 2. gr. samstarfssamnings Mosfellsbæjar og Ungmennafélagsins Aftureldingar 2018-2022.: Óskað verði eftir því við stjórn Ungmennafélagsins Aftureldingar að drögin, sem liggja fyrir, verði breytt m.t.t. til eftirfarandi tillögu:
Mosfellsbær greiðir þann 1. júní á ári hverju kr. 200.000 í Minningarsjóð Guðfinnu og skal því fjármagni sérstaklega ráðstafað til að styrkja börn af erlendum uppruna til íþróttaiðkunar innan félagsins. Mótframlag Mosfellsbæjar á móti framangreindri fjárhæð skal nema kr. 200.000,-. Mosfellsbær skal ráðstafa kr. 400.000,- í verkefni snemmtækrar íhlutunar til að auka félagslega virkni ungra barna á aldrinum 6 til 16 ára í Mosfellsbæ í samráði við félagsráðgjafa skóla og félagsmálayfirvöld bæjarins. Hægt er að endurmeta þörfina árlega og það fjármagn sem hér er tilgreint að ráðstafað sé sérstaklega vegna snemmtækrar íhlutunar. Gera skal grein fyrir því hvernig framlaginu er varið í reglulegum skýrslum til Mosfellsbæjar ásamt greiningu á frekari þörf varðandi þessa hópa sem í þessari málsgrein eru tilgreindir.Tillaga M-lista er felld með fimm atkvæðum V- og D- lista gegn fjórum atkvæðum fulltrúa C-, L-, M- og S-lista.
-------------------------------------------------------------------
Tillaga bæjarfulltrúa Miðflokksins vegna Skálatúns
Bæjarráð samþykki að gera upp skuldbindingar við heimilið Skálatún í Mosfellsbæ að fjárhæð kr. 280.177.000,- og vinna að samkomulagi varðandi uppgjör vegna
vanskilakostnaðar og dráttarvaxta.Fulltrúi M-lista fellur frá tillögunni.
-------------------------------------------------------------------
Tillögur bæjarfulltrúa Viðreisnar vegna fjárhagsáætlunar 2019-2022:
Tillaga 1.
Viðreisn í Mosfellsbæ leggur til að Umhverfissvið kanni hver kostnaður er og hvar heppilegt er að setja upp loftgæðamælingastöð í Mosfellsbæ.
Lagt er til að málinu verið vísað til umhverfissvið til frekari vinnslu til samræmis við umsögn þeirra um tillöguna.Tillagan samþykkt með níu atkvæðum.
-------------------------------------------------------------------
Tillaga 2.
Viðreisn í Mosfellsbæ leggur til að á næsta ári verið hafin undirbúningur að því hvernig vinna megi að því að nota hugmyndafræðina sem liggur til grundvallar að "Vísitölu félagslegra framfara" (VFF), í Mosfellsbæ. Vísitalan er nefnd Social Progress Index (SPI) á ensku en hún er notuð í æ ríkari mæli um allan heim sem árangursviðmið í stefnumótunarvinnu hverskonar, þar á meðal hjá sveitarfélögum.
Málinu verði vísað til umsagnar forstöðumanns þjónustu og samskiptadeildar sem taki saman minnisblað um vísitölu félagslegra framfara sem verði lagt fyrir bæjarráð.Tillagan samþykkt með níu atkvæðum.
-------------------------------------------------------------------
Tillaga frá fulltrúa Miðflokksins í fræðslunefnd
Fræðslunefnd samþykkir að vísa til bæjarráðs og bæjarstjórnar tillögu fulltrúa Miðflokksins í fræðslunefnd þess efnis að umræða um gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum Mosfellsbæjar verði teknar upp undir umræðum varðandi fjárhagsáætlunar bæjarins.-------------------------------------------------------------------
Tillaga Viðreisnar um sjóð til styrktar efnaminni foreldra
Tillaga um stofnun sjóðs til styrktar börnum og ungmennum til íþrótta- og tómstundastarfs frá efnalitlum heimilum
Tillaga C-lista er felld með fimm atkvæðum V- og D- lista gegn fjórum atkvæðum fulltrúa C-, L-, M- og S-lista.-------------------------------------------------------------------
Forseti bar tillögu að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árin 2019-2022 upp í heild sinni. Fjárhagsáætlunin var samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa V- og D-lista. Fulltrúar C-, L- og S-lista sátu hjá. Fulltrúi M-lista greiddi atkvæði gegn tillögunni.-------------------------------------------------------------------
Bókun S-lista við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2019-2022.
Í fjárhagsáætlun ársins 2019 sem afgreidd er nú úr bæjarstjórn eftir seinni umræðu er ýmislegt að finna sem er til hagsbóta fyrir íbúa Mosfellsbæjar eins og eðlilegt er og verkefni sem mikil eindrægni ríkir um innan bæjarstjórnar. Samfylkingin lagði fram nokkrar tillögur við fyrri umræðu sem því miður fengu engar undirtektir meirihlutans.
Samfylkingin ítrekar þá afstöðu sem bæjarfulltrúar hennar hafa talað fyrir árum saman í bæjarstjórn Mosfellsbæjar að breytt verði vinnubrögðum við undirbúning fjárhagsáætlana, fagnefndir komi fyrr að málum og á skipulagðari hátt. Í fagnefndum ætti að ræða þann ramma sem bæjarráð setur fagsviðum eftir tillögugerð forstöðumanna og framkvæmdastjóra og umræður um þær. Fagnefndirnar ættu að leggja markvisst niður fyrir sér hvað þær leggja til að nýta sitt svigrúm í og gera um það tillögur til bæjarráðs ásamt því að leggja fram rökstuddar tillögur um nýtt fjármagn ef svo ber undir. Kjörnir bæjarfulltrúar tækju síðan við, forgangsröðuðu og tækju þannig hina endanlegu pólitísku ábyrgð. Til þess erum við kjörin í bæjarstjórn.
Þessi fjárhagsáætlun er á ábyrgð Vinstri grænna og sjálfstæðismanna og samráð ekki haft við þá fulltrúa kjósenda sem sitja í minnihluta. Af þeim orsökum situr bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2019-2022.Anna Sigríður Guðnadóttir
bæjarfulltrúi S-lista-------------------------------------------------------------------
Bókun V- og D- lista við fjárhagsáætlun 2019-2022
Það er ánægjuefni að rekstur og starfsemi Mosfellsbæjar er nú sem áður í góðu horfi. Sveitarfélagið okkar vex og dafnar sem aldrei fyrr og reksturinn er skilvirkur. Staðan hjá okkur er sú að íbúum fjölgar, tekjur aukast, skuldir lækka, álögur á íbúa og fyrirtæki lækka, þjónusta við íbúa og viðskiptavini eykst, innviðir eru byggðir upp til að mæta framtíðarþörfum en samhliða er rekstrarafgangur af starfseminni.
Rekstur Mosfellsbæjar einkennist af ábyrgð og því að langtímasjónarmið eru höfð að leiðarljósi. Skuldastaða sveitarfélagsins endurspeglar þetta vel og er ásættanleg í ljósi uppbyggingar og vaxtar bæjarfélagsins næstu árin.
Á næsta ári verða stærstu nýju innviðaverkefnin annars vegar framkvæmdir við byggingu fjölnota íþróttahúss með það að markmiði að starfsemi hefjist í húsinu haustið 2019 og hins vegar að halda áfram framkvæmdum við Helgafellsskóla, en starfsemi hefst í fyrsta áfanga skólans í janúar 2019.
Á sviði skóla- og frístundamála verða engar hækkanir á gjaldskrám fyrir utan verðlagshækkun á skólamáltíðum næsta haust og þá er lagt til að leikskólagjöld lækki um 5% á árinu 2019. Einnig er gert ráð fyrir að komið verði á fót 20 nýjum plássum á leikskólum fyrir 12-18 mánaða börn og áfram verði varið verulegum fjármunum til frekari upplýsinga- og tæknimála og annarra verkefna sem bæta aðstöðu í grunn- og leikskólum bæjarins. Á sviði fjölskyldumála er lagt til að framlög til afsláttar á fasteignagjöldum tekjulægri elli- og örorkuþega hækki um 25%. Á sviði menningarmála er lagt til að framlag í lista- og menningarsjóð hækki um 20%. Á sviði umhverfismála verða framlög aukin til viðhalds húsa og lóða bæjarins. Þá stendur fyrir dyrum endurskoðun á aðalskipulagi og að lokið verði við mótun umhverfisstefnu. Á sviði miðlægrar þjónustu er lagt til að unnið verði að verkefnum sem lúta að því að sækja fram á sviði rafrænnar þjónustu og stjórnsýslu þvert á skipulag bæjarins, í samvinnu við íbúa
Á hverju ári fer fram mikil vinna innan Mosfellsbæjar við undirbúning og framkvæmd vinnu við fjárhagsáætlunargerð. Sú vinna er leidd af fjármáladeild bæjarins, framkvæmdastjórum og forstöðumönnum. Við viljum þakka öllu okkar flotta starfsfólki fyrir óeigingjarnt starf við að setja fjárhagsáætlun ársins 2019 saman.
-------------------------------------------------------------------
Bókun C-lista við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2019-2022.
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir 2019 - 2022 liggur nú fyrir. Í góðæri sem ríkt hefur undanfarinn ár er það vonbrigði að skuldir lækki ekki heldur er gert ráð fyrir hækkun skulda og að afborgun lána verði 680 milljónir á næsta ári. Nær hefði verið að greiða niður skuldir. Ýmislegt jákvætt er þó í þessari áætlun. Þar ber helst að geta aukin áherslu á þjónustu við íbúa með rafrænum hætti, aðkoma íbúa við stefnumörkunar og áhersla á heilsueflandi samfélag t.d. með frístunda ávísunar til aldraða. Viðreisn styður fjölgun á ungbarnaplássum á leikskólum Mosfellsbæjar og lækkun á leikskólagjöldum. Fulltrúi Viðreisnar situr hjá við afgreiðslu á fjárhagsáætlun.
Bókun M-lista við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2019-2022.
Fulltrúi Miðflokksins í Bæjartjórn greiðir atkvæði gegn fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar. Megin ástæðan er sú að lítið sem ekkert samráð var við minnihluta, fjölmörg mál óafgreidd og ótilgreind í áætlun sbr. varðandi væntar skuldbindingar vegna Borgarlínu og kostnað við áform þar um, uppgjör við Skálatún liggur ekki fyrir og ekki tilgreint í áætlun þessari. Reiknað er með því að frá 2019 til og með 2022 að reksturinn skili upp í fjárfestingu (veltufé frá rekstri að frádregnum afborgunum langtímalána) verði allt að 39% af fjárfestingum á tímabilinu sem talið er óraunhægt. Miðflokkurinn þakkar frábæru starfsfólki bæjarins fyrir vinnu við gerð áætlunarinnar.3. Kosning í nefndir og ráð201806075
Breytingar á fulltrúum Samfylkingarinnar í nefndum.
Fulltrúi S- lista óskar eftir að tilnefndur verði nýr fulltrúi S- lista í íþrótta- og tómstundanefnd sem verði Gerður Pálsdóttir og að áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar í skipulagsnefnd verði Ólafur Ingi Óskarsson og áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfisnefnd verði Samson Bjarnar Harðarson. Þar sem ekki koma aðrar tillögur fram telst hún samþykkt.
Fundargerðir til staðfestingar
4. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1375201811017F
Afgreiðsla 1375. fundar bæjarráðs samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.1. Ný reglugerð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í samráðsgátt - til umsagnar 201811071
Óskað eftir umsögn um nýja reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1375. fundar bæjarráðs samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.2. Sameiginleg ferðaþjónusta fyrir fatlað fólk - tillaga að samstarfi 201811075
Tillaga að fyrirkomulagi samstarfs um sameiginlega ferðaþjónustu fatlaðs fólks.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1375. fundar bæjarráðs samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- FylgiskjalFerðaþjónusta kynning - 6 nóv 2018.pdfFylgiskjalSSH_NOR_Ferdathjonusta_06_11_2018.pdfFylgiskjalSameiginleg ferðaþjónusta f. fatlað fólk - tillaga um fyrirkomulag samstarfs /málsnr. 1711002 -MOS.pdfFylgiskjalTillaga að fyrirkomulagi samstarfs um sameiginlega ferðaþjónustu fatlaðs fólks - umsögn óskast sem fyrst
4.3. Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í húsnæðismálum 201811099
Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í húsnæðismálum - umsögn óskast fyrir 29. nóvember.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1375. fundar bæjarráðs samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.4. Samningur um barnaverndarmál 201811100
Ósk um endurnýjun samnings um barnaverndarmál.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1375. fundar bæjarráðs samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.5. Samningur um félagsþjónustu og málefni fatlaðs fólks. 201811101
Samningur Kjósarhrepps og Mosfellsbæjar um félagsþjónustu og málefni fatlaðs fólks.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1375. fundar bæjarráðs samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.6. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022 201805277
Fjármálastjóri mætir á fundinn. Farið verður yfir breytingar á forsendum vegna fjárhagsáætlun 2019.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1375. fundar bæjarráðs samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.7. Stofnframla sveitarfélaganna vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar 201811138
Tillaga stjórnar Sorpu að stofnframlagi sveitarfélaganna vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1375. fundar bæjarráðs samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.8. Rekstur deilda janúar til september 2018 201811124
Rekstur deilda janúar til september 2018 lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1375. fundar bæjarráðs samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.9. Beiðni Gagnaveitu Rvk. um úthlutun á lóð fyrir tengistöð að Völuteig 15. 201810115
Umsögn lögmanns Mosfellsbæjar vegna óskar um úthlutun á lóð fyrir tengstöðu að Völuteig 15.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1375. fundar bæjarráðs samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.10. Einiteigur 1 - umsókn um færslu lóðarmarka 2018084564
Umsögn lögmanns Mosfellsbæjar um færslu lóðamarka að Einiteigi 1.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1375. fundar bæjarráðs samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.11. Ósk um lögheimili að Hamrabrekkum 5 201809151
Umsögn lögmanns Mosfellsbæjar um skráningu lögheimilis að Hamrabrekkum 5.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1375. fundar bæjarráðs samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.12. Geymslusvæði Ístaks á Tungumelum 2018084514
Bæjarstjóra var falið að semja við Ístak um geymslusvæði á Tungumelum. Ístak óskar eftir því að bæjarráð fjalli um tillögur þeirra að breytingum á drögum að samkomulagi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1375. fundar bæjarráðs samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerð
5. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1376201811026F
Afgreiðsla 1376. fundar bæjarráðs samþykkta á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.1. Frumvarp til laga um sjóði og stofnanir er varða málefni aldraðra 201811172
Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt
staðfestri skipulagsskrá og lögum um málefni aldraðra
(búseturéttur aldraðra, öryggisíbúðir.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1376. fundar bæjarráðs samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.2. Frumvarp til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins 201811188
Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1376. fundar bæjarráðs samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.3. Um viðauka við fjárhagsáætlun frá reikningsskila- og upplýsinganefnd 201811158
Leiðbeinandi verklagsreglur um gerð viðauka við fjárhagsáætlun og tilmæli um að erindið verði lagt fyrir sveitastjórn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1376. fundar bæjarráðs samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.4. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018-2021 201705191
Viðauki við fjárhagsáætlun 2018.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1376. fundar bæjarráðs samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.5. Samstarfssamningar við íþrótta og tómstundafélög 2018-2021 201804394
Tillaga um viðauka við samstarfsamning Mosfellbæjar og Skátafélagsins Mosverja.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1376. fundar bæjarráðs samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 275201811022F
Afgreiðsla 275. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022 201805277
Drög að fjárhagsáætlun 2019-2022 lögð fram til kynningar og umfjöllunar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 275. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.2. Reglur um fjárhagsaðstoð, breyting 2019 201811174
Reglur um fjárhagsaðstoð, breyting 2019.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 275. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.3. Samantekt um þjónustu 2018 201807012
Samantekt um þjónustu fjölskyldusviðs fyrstu sex mánuði ársins 2018,
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 275. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.4. Ungt fólk 2018 201805112
Máli frestað á 274. fundi fjölskyldunefndar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 275. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.5. Samningur um barnaverndarmál 201811100
Samningur við Kjósarhrepp um barnaverndarstarf.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 275. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.6. Trúnaðarmálafundur 2018-2022 - 1228 201811021F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 275. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.7. Barnaverndarmálafundur 2018-2022 - 555 201811025F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 275. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.8. Barnaverndarmálafundur 2018-2022 - 549 201810032F
Máli frestað á 274. fundi fjölskyldunefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 275. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 356201811027F
Afgreiðsla 356. fundar fræðslunefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu akvæðum.
7.1. Ársskýrsla Fræðsluskrifstofu 2017-2018 201811178
Ársskýrsla Fræðsluskrifstofu lögð fram til kynningar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 356. fundar fræðslunefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.2. Ársskýrsla skólaþjónustu 2017-2018 201811180
Ársskýrsla skólaþjónustu Mosfellsbæjar skólaárið 2017-18
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 356. fundar fræðslunefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 225201811018F
Afgreiðsla 225. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkta á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8.1. Heimsókn Íþrótta- og tómstundanefndar til félaga 2018 201810030
Íþrótta- og tómstundarnefnd heimsækir þau félög í Mosfellsbæ sem að Mosfellbær hefur gert samninga við varðandi barna og unglingastarf.
Dagskrá:
16:30 MótóMos, Vallarhús á Tungumelum
17:30 Hestamannafélagið Hörður, Harðarból
18:30 Ungmennafélagið Afturelding, Vallarhús við VarmáNiðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 225. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8.2. Samstarfssamningar við íþrótta og tómstundafélög 2018-2021 201804394
Lagður fram til kynningar samningur Mosfellsbæjar við Ungmennafélagið Aftureldingu sem að samþykktur var á 726. fundi bæjarstjórnar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 225. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
9. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 192201810033F
Afgreiðsla 192. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
9.1. Efnistaka í Hrossadal í landi Miðdals - breyting á Aðalskipulagi 201609420
Umræður um fyrirhugaða efnistöku í landi Miðdals, í kjölfar vettvangsferðar.
Fulltrúar eigenda koma á fundinn og fara yfir sínar hugmyndir að efnistöku, ásamt skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 192. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- FylgiskjalErindi og gögn.pdfFylgiskjalUm Grjo?tna?m i? Hrossadal.pdfFylgiskjalfrá Landsneti.pdfFylgiskjalGrjótnáma Hrossadalur_Vatnsverndarsvæði.pdfFylgiskjalT-gatnamót.pdfFylgiskjalFyrirspurn um málsmeðferð_2017-06-30.pdfFylgiskjalsvar skipulagsstofnunar.pdfFylgiskjalMosfellsbær efnistaka Hrossadal.pdfFylgiskjalMótmæli landeigenda við Selvatn við grjótnámi í HrossadalFylgiskjalGrjótnám í Hrossadal.pdfFylgiskjalUmsögn heilbrigðisfulltrúa .pdfFylgiskjalGrjótnáma.pdfFylgiskjalMótmæli gegn grjótnámi í Hrossdal..pdfFylgiskjalMótmæli vegna fyrirhugaðra framkvæmda við grjótnám í Hrossadal..pdfFylgiskjalMótmæli - Fyrirhugað grjótnám í Hrossdal.pdfFylgiskjalMótmæli við grjótnámi í HrossadalFylgiskjalMótmæli - Grjòtnám ì Hrossadal!.pdfFylgiskjalMótmæli við grjótnámi.pdfFylgiskjalBerist til skipulagsnefndar og bæjarráðs Mosfellsbæjar.pdfFylgiskjalv. fyrirhugaðs grjótnáms í Hrossdal.pdfFylgiskjal3431246-000-BHO-0001.pdf
9.2. Helgafellstorfan - Deiliskipulag 201704194
Á 188. fundi umhverfisnefndar 26. apríl 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Farið var yfir skipulagslýsingu deiliskipulags Helgafellstorfu og athugsemdir Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis varðandi votlendi innan skipulagssvæðisins. Skipulagsfulltrúi fór yfir forsögu málsins. Umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að fá sérfróðan aðila til að gera úttekt á votlendi á svæðinu, ásamt mati á umfangi, verðmæti og mögulegri endurheimt."
Lögð fram skýrsla Náttúrufræðistofnunar Íslands um úttekt á svæðinu.
Skipulagsfulltrúi mætir á fundinn og fer yfir málið.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 192. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
9.3. Ársfundur náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar 2018 201810252
Lagt fram fundarboð Umhverfisstofnunar um ársfund náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar að Flúðum 7.-8. nóvember 2018
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 192. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- FylgiskjalÁrsfundir náttúruverndarnefnda sveitarfélaga, Umhverfisstofnunar og náttúrustofa og ársfundur umsjónaraðila friðlýstra svæða.pdfFylgiskjalÁrsfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og náttúrustofa.pdfFylgiskjalFundarboð - Ársfundur náttúruverndarnefnda, Umhverfisstofnunar og forstöðumanna náttúrustofa.pdfFylgiskjalFundarboð - Ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa.pdf
9.4. Ástandsskýrsla fyrir friðlýst svæði í Mosfellsbæ 2018 201810254
Lögð fram drög að ástandsskýrslum fyrir friðlýst svæði í Mosfellsbæ, sem senda skal til Umhverfisstofnar árlega.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 192. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
9.5. Skýrsla náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar til Umhverfisstofnunar fyrir árið 2018 201810255
Drög að ársskýrslu náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar til Umhverfisstofnunar fyrir árið 2018 þar sem fram koma upplýsingar um störf nefndarinnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 192. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
9.6. XI. Umhverfisþing Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins 2018 201810267
Boð Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á Umhverfisþing 9. nóvember 2018
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 192. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
9.7. Bæklingur Nordregio um vinnu sveitarfélaga að sjálfbærnimarkmiðum 201810268
Lögð fram til kynningar skýrsla Nordregio um vinnu sveitarfélaga að sjálfbærnimarkmiðum, þar sem m.a. Mosfellsbær er til umfjöllunar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 192. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
9.8. Endurskoðun á umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ 201710064
Áframhaldandi vinna við endurskoðun á umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ. Lagðar fram ábendingar frá nefndarmönnum.
Lagt fram minnisblað VSÓ um mögulega ráðgjöf við áframhaldandi vinnu við endurskoðun stefnunnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 192. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
9.9. Viðhald og endurnýjun fræðsluskilta í Mosfellsbæ 201809335
Lögð fram samantekt um fjölda og ástand fræðsluskilta í Mosfellsbæ
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 192. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
10. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 193201811023F
Afgreiðsla 193. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
10.1. Kortlagning hávaða og gerð aðgerðaætlunar 2018 201809279
Lögð fram drög aðgerðaáætlunar vegna hávaðakortlagningar fyrir Mosfellsbæ, í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins. Fulltrúar EFLU verkfræðistofu mæta á fundinn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 193. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
10.2. Framkvæmdaleyfi - reiðgötur í hesthúsahverfi á Varmárbökkum 201609031
Lagt fram erindi Hestamannaféalgsins Harðar varðandi reiðstíg í hesthúsahverfi sem liggur að friðlandi. Skipulagsnefnd vísaði málinu til umsagnar umhverfisnefndar á 470. fundi skipulagsnefndar 26. október 2018. Málið var áður til umfjöllunar hjá umhverfisnefnd Mosfellsbæjar þann 13.október 2016. Borist hefur viðbótarerindi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 193. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
10.3. Reykjahvoll 9a - ósk um breytingu á deiliskipulagi 201810273
Erindi frá Jóni Davíð Ragnarssyni fh. hönd lóðareiganda að Reykjahvoli 9a til skipulagsnefndar, dags. 19. október 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina að Reykjahvol 9a. Skipulagsnefnd vísaði málinu til umsagnar umhverfisnefndar á 470. fundi sínum þann 26. október 2018, þar sem lóðin stendur á hverfisverndarsvæði Varmár.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 193. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
10.4. Sumarhús í landi Hrísbrúar, landnr. 123679 201811031
Erindi frá Jóhannesi S. Guðbjörnssyni dags. 4. nóvember 2018 varðandi stækkun á sumarhúsi í landi Hrísbrúar, landnr. 123679. Skipulagsnefnd vísaði málinu til umsagnar umhverfisnefndar á 470. fundi sínum þann 26. október 2018, þar sem húsið stendur á hverfisverndarsvæði Köldukvíslar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 193. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
10.5. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022 201805277
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022 lögð fram.
Kynntar áherslur áætlunarinnar í umhverfismálum.
Í heild er um 6% auking á framlagi til málaflokksins fyrir næsta ár. Seinni umræða verður í bæjarstjórn 28.nóvember.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 193. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
11. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 472201811028F
Afgreiðsla 472. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
11.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022 201805277
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022 lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 472. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
11.2. Úlfarsfell - deiliskipulag á toppi fellsins 201811036
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 31. október 2018 varðandi nýtt deiliskipulag fyrir topp Úlfarsfells.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 472. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
11.3. Efnistaka í Hrossadal í landi Miðdals - breyting á Aðalskipulagi 201609420
Á 467. fundi skipulagsnefndar 11. september 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Umræður um málið. Skipulagsnefnd óskar eftir vettvangsferð um svæðið með landeigendum, umhverfisnefnd og bæjarstjórn við fyrsta tækifæri." Vettvangsferð var farin 25. október 2018.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 472. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
11.4. Hraðamælingar Baugshlíð 201811044
Borist hefur erindi frá Þorsteini Sigvaldasyni deildarstjóra eigna og veitna dags. 6. nóvember 2018 varðandi uppsetningu á hraðavaraskilti á Baugshlíð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 472. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
11.5. Reykjamelur 20-22 og Asparlundur 11 - breyting á deiliskipulagi 201805149
Á 469. fundi skipulagsnefndar 12. október 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir sem bárust og telur þær eiga við rök að styðjast. Auk þess er um verulega aukningu á byggingarmagni að ræða. Á þeim forsendum hafnar skipulagsnefnd auglýstri breytingu á deiliskipulagi." Lögð fram ný tillaga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 472. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
11.6. Byggðarholt 5 - stækkun bílskúrs 201811187
Borist hefur erindi frá Árna Árnasyni dags. 16. nóvember 2018 varðandi stækkun á bílskúr að Byggðarholti 5.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 472. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
11.7. Fossatunga 9-15 - breyting á deiliskipulagi 201811023
Á 471. fundi skipulagsnefndar 9.nóvember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir frekari gögnum." Frekari gögn hafa borist.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 472. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
11.8. Helgafellshverfi 5. áfangi - nýtt deiliskipulag 201811024
Lögð fram tillaga um að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir 5. áfanga Helgafellshverfis.Frestað á 471. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 472. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
11.9. Umsókn um lóð undir atvinnuhúsnæði 201801234
Á 1340. fundi bæjarráðs 1. febrúar 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara og erindið sent til skipulagsnefndar til upplýsingar."
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 472. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
11.10. Þverholt 21-23 og 25-27 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu 201804104
Á 471. fundi skipulagsnefndar 9.nóvember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir frekari gögnum um málið ásamt áliti bæjarlögmanns varðandi lögmæti þess að gerðar verði breytingar á gildandi kvöðum." Lagt fram minnisblað lögmanns.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 472. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
11.11. Hlíðartún 2a - bygging parhúss á lóðinni að Hlíðartúni 2a 201609159
Á fundir skipulagsnefndar 26. október 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "skipulagsnefnd synjar erindinu og áréttar fyrri bókun sína frá fundi skipulagsnefndar 31. ágúst 2018 þar sem m.a. kemur fram að nefndin heimili umsækjanda að leggja fram tillögu að einbýlishúsi á lóðinni." Borist hefur viðbótarerindi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 472. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
11.12. Vesturlandsvegur frá Skarhólabraut að Reykjavegi - Deiliskipulag v/tvöföldunar vegarsins 201807139
Á fundinn mætti Andrea Kristinsdótir frá VSÓ Ráðgjöf.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 472. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
11.13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 348 201811011F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 472. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
11.14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 349 201811020F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 472. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
11.15. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 31 201811029F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 472. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 349201811020F
Fundargerð 349. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 729. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
12.1. Gerplustræti 31 - 37, Umsókn um byggingarleyfi 2018084561
Mannverk ehf. kt. 411112-0200 Hlíðarsmára 12 Kópavogi sækir um leyfi fyrir útfærslu- og fyrirkomulagsbreytingum í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 349. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 729. fundi bæjarstjórnar.
12.2. Laxatunga 197 / Umsókn um byggingarleyfi. 201807172
Idé Fasteignir ehf., kt. 700418-0140, Ármúli 15 Reykjavík sækir um útlitsbreytingu, frá áður samþykktum aðaluppdráttum, fyrir einbýlishús á lóðinni Laxatunga nr. 197, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 349. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 729. fundi bæjarstjórnar.
12.3. Leirvogstunga 19 / Umsókn um byggingarleyfi. 201804228
Bátur ehf. kt.520912-0100 Leirvogstungu 17 sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á tveimur hæðum úr steinsteypu og krosslímdu timbri á lóðinni Leirvogstunga nr.19, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 370,9 m², 1.205,251 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 349. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 729. fundi bæjarstjórnar.
13. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 31201811029F
Fundargerð 31. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 729. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
13.1. Snæfríðargata 24 og 26 - breyting á deiliskipulagi 201804195
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt með bréfi dags. 3. október 2018 með athugasemdafresti til 5 nóvember 2018. Engin athugsemd barst.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 31. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 729. fundi bæjarstjórnar.
14. Fundargerð 463. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu201811141
Fundargerð 463. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Lagt fram.
15. Fundargerð 86. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins201811216
Fundargerð 86. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins
Lagt fram.
16. Fundargerð 41. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis201811291
Fundargerð 41. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis
Lagt fram.
- FylgiskjalFundargerð 41. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.pdfFylgiskjal125_fundur_2018_10_10.pdfFylgiskjalSorpa framlenging.pdfFylgiskjalSkipulagsstofnun Bláfjöll HKJ.pdfFylgiskjalSkipulagsstofnun Bjáfjöll skíðasvæði umsögn.pdfFylgiskjalSvar Kjosarhrepps vegna ath við aðalskipualg.pdfFylgiskjalUmhverfisráðuneyti óform um lagasetningu.pdf