Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

15. nóvember 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
  • Pétur Jens Lockton fjármálastjóri

Fundargerð ritaði

Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Ný reglu­gerð Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga í sam­ráðs­gátt - til um­sagn­ar201811071

    Óskað eftir umsögn um nýja reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fjár­mála­stjóra að veita um­sögn um mál­ið.

  • 2. Sam­eig­in­leg ferða­þjón­usta fyr­ir fatlað fólk - til­laga að sam­starfi201811075

    Tillaga að fyrirkomulagi samstarfs um sameiginlega ferðaþjónustu fatlaðs fólks.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að styðja til­lögu um áfram­hald­andi sam­st­arf um sam­eig­in­lega ferða­þjón­ustu fyr­ir fatlað fólk.

  • 3. Til­laga til þings­álykt­un­ar um að­gerða­áætlun í hús­næð­is­mál­um201811099

    Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í húsnæðismálum - umsögn óskast fyrir 29. nóvember.

    Lagt fram

  • 4. Samn­ing­ur um barna­vernd­ar­mál201811100

    Ósk um endurnýjun samnings um barnaverndarmál.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fram­lengja samn­ing um barna­vernd­ar­mál til 31. des­em­ber 2018.

    • 5. Samn­ing­ur um fé­lags­þjón­ustu og mál­efni fatl­aðs fólks.201811101

      Samningur Kjósarhrepps og Mosfellsbæjar um félagsþjónustu og málefni fatlaðs fólks.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fram­lengja samn­ing um fé­lags­þjón­ustu og mál­efni fatl­aðs fólks til 31. des­em­ber 2018.

      • 6. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2019-2022201805277

        Fjármálastjóri mætir á fundinn. Farið verður yfir breytingar á forsendum vegna fjárhagsáætlun 2019.

        Lagt fram

        • 7. Stofn­fram­la sveit­ar­fé­lag­anna vegna bygg­ing­ar gas- og jarð­gerð­ar­stöðv­ar201811138

          Tillaga stjórnar Sorpu að stofnframlagi sveitarfélaganna vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að hækka stofn­fram­lag til SORPU bs um kr. 16.564.486, með fyr­ir­vara um að gerð­ur verði við­auki við fjár­hags­áætlun árs­ins 2018.

        • 8. Rekst­ur deilda janú­ar til sept­em­ber 2018201811124

          Rekstur deilda janúar til september 2018 lagt fram.

          Lagt fram

          • 9. Beiðni Gagna­veitu Rvk. um út­hlut­un á lóð fyr­ir tengistöð að Völu­teig 15.201810115

            Umsögn lögmanns Mosfellsbæjar vegna óskar um úthlutun á lóð fyrir tengstöðu að Völuteig 15.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að út­hluta Gagna­veit­unni lóð fyr­ir tengistöð að Völu­teigi 15.

            • 10. Eini­teig­ur 1 - um­sókn um færslu lóð­ar­marka2018084564

              Umsögn lögmanns Mosfellsbæjar um færslu lóðamarka að Einiteigi 1.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­hverf­is­sviðs til úr­vinnslu og að mál­ið verði lagt aft­ur fyr­ir bæj­ar­ráð.

              • 11. Ósk um lög­heim­ili að Hamra­brekk­um 5201809151

                Umsögn lögmanns Mosfellsbæjar um skráningu lögheimilis að Hamrabrekkum 5.

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að hafna ósk um skrán­ingu lög­heim­il­is að Hamra­brekk­um 5 til sam­ræm­is við skýr ákvæði laga um lög­heim­ili og að­set­ur nr. 80/2018.

                • 12. Geymslu­svæði Ístaks á Tungu­mel­um2018084514

                  Bæjarstjóra var falið að semja við Ístak um geymslusvæði á Tungumelum. Ístak óskar eftir því að bæjarráð fjalli um tillögur þeirra að breytingum á drögum að samkomulagi.

                  Bók­un M-lista
                  Full­trúi Mið­flokks­ins tel­ur áformaða leigu, sbr. fyr­ir­liggj­andi gögn, of lága á 2,35 hekt­ur­um.

                  Grein­ar­gerð
                  Mik­il­vægt er að fá verð­mat á drög­um leigu­samn­ings og nú­virði fjár­flæð­is áformaðs samn­ings. Lág­marks­verð skal ávallt vera mark­aðsverð. Skil­yrði þarf að vera í samn­ingn­um sem mið­ast að því að gæta að um­hverfi svæð­is­ins. Gæta skal að geymslu spilli­efna á svæð­inu. Einn­ig þarf að til­greina í samn­ingi full­nægj­andi skil lands að lok­um leigu­samn­ings. Ekki skal vera for­kaups­rétt­ur eða kauprétt­ur í samn­ingi um þetta land verði að samn­ingi.

                  Sam­þykkt með tveim at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að und­ir­búa samn­ing við Ístak á grunni fram­lagðra minn­ispunkta og mál­ið komi að því loknu aft­ur til bæj­ar­ráðs. Full­trúi M-lista sat hjá við af­greiðslu máls­ins.

                  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00