15. nóvember 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
- Pétur Jens Lockton fjármálastjóri
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ný reglugerð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í samráðsgátt - til umsagnar201811071
Óskað eftir umsögn um nýja reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela fjármálastjóra að veita umsögn um málið.
2. Sameiginleg ferðaþjónusta fyrir fatlað fólk - tillaga að samstarfi201811075
Tillaga að fyrirkomulagi samstarfs um sameiginlega ferðaþjónustu fatlaðs fólks.
Samþykkt með þremur atkvæðum að styðja tillögu um áframhaldandi samstarf um sameiginlega ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk.
- FylgiskjalFerðaþjónusta kynning - 6 nóv 2018.pdfFylgiskjalSSH_NOR_Ferdathjonusta_06_11_2018.pdfFylgiskjalSameiginleg ferðaþjónusta f. fatlað fólk - tillaga um fyrirkomulag samstarfs /málsnr. 1711002 -MOS.pdfFylgiskjalTillaga að fyrirkomulagi samstarfs um sameiginlega ferðaþjónustu fatlaðs fólks - umsögn óskast sem fyrst.pdf
3. Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í húsnæðismálum201811099
Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í húsnæðismálum - umsögn óskast fyrir 29. nóvember.
Lagt fram
5. Samningur um félagsþjónustu og málefni fatlaðs fólks.201811101
Samningur Kjósarhrepps og Mosfellsbæjar um félagsþjónustu og málefni fatlaðs fólks.
Samþykkt með þremur atkvæðum að framlengja samning um félagsþjónustu og málefni fatlaðs fólks til 31. desember 2018.
6. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022201805277
Fjármálastjóri mætir á fundinn. Farið verður yfir breytingar á forsendum vegna fjárhagsáætlun 2019.
Lagt fram
7. Stofnframla sveitarfélaganna vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar201811138
Tillaga stjórnar Sorpu að stofnframlagi sveitarfélaganna vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að hækka stofnframlag til SORPU bs um kr. 16.564.486, með fyrirvara um að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2018.
8. Rekstur deilda janúar til september 2018201811124
Rekstur deilda janúar til september 2018 lagt fram.
Lagt fram
10. Einiteigur 1 - umsókn um færslu lóðarmarka2018084564
Umsögn lögmanns Mosfellsbæjar um færslu lóðamarka að Einiteigi 1.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umhverfissviðs til úrvinnslu og að málið verði lagt aftur fyrir bæjarráð.
11. Ósk um lögheimili að Hamrabrekkum 5201809151
Umsögn lögmanns Mosfellsbæjar um skráningu lögheimilis að Hamrabrekkum 5.
Samþykkt með þremur atkvæðum að hafna ósk um skráningu lögheimilis að Hamrabrekkum 5 til samræmis við skýr ákvæði laga um lögheimili og aðsetur nr. 80/2018.
12. Geymslusvæði Ístaks á Tungumelum2018084514
Bæjarstjóra var falið að semja við Ístak um geymslusvæði á Tungumelum. Ístak óskar eftir því að bæjarráð fjalli um tillögur þeirra að breytingum á drögum að samkomulagi.
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins telur áformaða leigu, sbr. fyrirliggjandi gögn, of lága á 2,35 hekturum.Greinargerð
Mikilvægt er að fá verðmat á drögum leigusamnings og núvirði fjárflæðis áformaðs samnings. Lágmarksverð skal ávallt vera markaðsverð. Skilyrði þarf að vera í samningnum sem miðast að því að gæta að umhverfi svæðisins. Gæta skal að geymslu spilliefna á svæðinu. Einnig þarf að tilgreina í samningi fullnægjandi skil lands að lokum leigusamnings. Ekki skal vera forkaupsréttur eða kaupréttur í samningi um þetta land verði að samningi.Samþykkt með tveim atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirbúa samning við Ístak á grunni framlagðra minnispunkta og málið komi að því loknu aftur til bæjarráðs. Fulltrúi M-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.