10. janúar 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Endurskoðun hjá Mosfellsbæ201712306
Endurnýjað bréf um lýsing starfa endurskoðanda og ábyrgðar endurskoðanda lagt fram ásamt kynningu í upphafi endurskoðunar.
Endurnýjað bréf um lýsingu starfa endurskoðanda og ábyrgðar endurskoðanda og kynning í upphafi endurskoðunar lögð fram á 1381. fundi bæjarráðs.
Bókun M-lista:
Miðflokkurinn leggur áherslu á að leitað verði tilboða frá öðrum endurskoðunarfyrirtækjum áður en tekin verði afstaða með að semja á ný við KPMG. Mikilvægt er að það liggi fyrir áætluð fjárhæð um kostnað vegna endurskoðunar og þóknanir.Bókun V- og D- lista:
Fyrir liggur samningur við KPMG um endurskoðun fyrir Mosfellsbæ, gert er ráð fyrir kostnaði vegna hans í fjárhagsáætlun ársins. Því er hér ekki verið að semja við fyrirtækið um endurskoðun heldur er fyrirtækið að leggja fram lýsingu á því hvernig staðið er faglega að endurskoðun.2. Ósk um fulltrúa í vatnasvæðanefnd201812307
Ósk um fulltrúa í vatnasvæðanefnd - tilnefning óskast fyrir 14. janúar
Samþykkt með 3 atkvæðum 1381. fundar bæjarráðs að tilnefna Ásgeir Sveinsson fulltrúa Mosfellsbæjar í vatnasvæðanefnd.
3. Umsókn Krabbameinsfélags Höfuðborgarsvæðisins um styrk201812356
Umsókn um 300.000 kr. styrk
Erindinu synjað með 2 atkvæðum á 1381. fundi bæjarráðs. Fulltrúi M- lista situr hjá við afgreiðslu málsins.
4. Endurskoðun kosningalaga - óskað eftir athugasemdum201812358
Starfshópur um endurskoðun kosningarlaga tekur til starfa - óskað athugasemda fyrir 22. jan. nk
Samþykkt með 3. atkvæðum 1381. fundar bæjarráðs að fela lögmanni Mosfellsbæjar að rita minnisblað um erindið sem lagt verði fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
5. Kæra vegna synjunar á efnistöku í Hrossadal201812360
Kæra vegna synjunar Miðdals ehf á efnistöku í Hrossadal
Samþykkt með 3 atkvæðum á 1381. fundi bæjarráðs að fela Skipulagsnefnd að taka að nýju fyrir það erindi sem kæran lítur að og fela lögmanni Mosfellsbæjar að svara framkominni kæru í samræmi við þá niðurstöðu.
6. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022201805277
Staðfesting á gjaldskrám að fenginni umsögn Heilbrigðiseftirlits
Nýjar gjaldskrár um Rotþróargjald og um sorphirðu samþykktar með 3. atkvæðum á 1381. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar.