13. desember 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Þórunn Magnea Jónsdóttir (ÞMJ)
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Til umsagnar - reglugerð um gerð stefnumótandi áætlunar ríkisins um málefni sveitarfélaga201812035
Til umsagnar - reglugerð um gerð stefnumótandi áætlunar ríkisins um málefni sveitarfélaga
Samþykkt með þremur atkvæðum að óska eftir umsögn forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar.
2. Beiðni um styrkveitingu 2019201812037
Neytendasamtökin - beiðni um styrk fyrir árið 2019
Bókun fulltrúa Viðreisnar
Neytendasamtökinn er afar mikilvægur aðili í Íslensku samfélagi. Þau gæta hagsmuna almennings allt og án þeirra væri kaupmáttur margra lægri en hann er í dag. Legg ég til að við veitum þennan styrk og þökkum vel unnin störf samtakana í þágu álmennings.
Samþykkt með þremur atkvæðum að synja erindinu.3. Ný reglugerð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í samráðsgátt - til umsagnar201811071
Umsögn fjármálastjóra Mosfellsbæjar um reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Lagt fram.
4. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022201805277
Tillaga að breytingu á gjaldskrá dagforeldra frá 1. janúar 2019 samkvæmt ákvæðum þjónustusamnings og vegna lækkunar á hlutdeild foreldra frá 1. ágúst 2019.
Samþykkt með þremur atkvæðum að breyta niðurgreiðslum Mosfellsbæjar á gjaldi dagforeldra til samræmis við framlagt minnisblað.
5. Umboð til kjarasamningsgerðar201812049
Samband íslenskra sveitarfélaga óskar eftir umboði til kjarasamningsgerðar
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirrita samkomulag um kjarasamningsumboð til Sambands íslenskra sveitarfélaga.
6. Könnun um nöfn á nýbýlum og breytingar á nöfnum býla201812051
Könnun um nöfn á nýbýlum og breytingar á nöfnum býla
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela umhverfissviði að afgreiða málið.
7. Þrettándabrenna og flugeldasýning - ný staðsetning201810077
Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs og tómstundafulltrúa um erindi Hestamannafélagsins Harðar vegna þrettándabrennu og flugeldasýningar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs og tómstundaafulltrúa að svara hestamannafélaginu Herði á grunni framlagðs minnisblaðs.
8. Stefnumótun Mosfellsbæjar 2017201702305
Minnisblað um innleiðingu framtíðarsýnar og áherslna Mosfellsbæjar 2017-2027.
Lagt fram.