18. júlí 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) 1. varamaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) vara áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Stækkun húsnæðis Leirvogstunguskóla201907208
Lögð fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að reisa nýtt kennsluhúsnæði við Leirvogstunguskóla.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að veita umhverfissviði heimild til þess að hefja undirbúning og ganga frá kaupum eða smíði á nýjum færanlegum kennslustofum við Leirvogstunguskóla til þess að mæta fjölgun leikskólabarna. Heimildin tekur til tveggja nýrra stofa með tengigang, anddyri og fatahólfum ásamt viðeigandi lóðarfrágangi og lagnatengingum.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022201805277
Lagt er til að gerður sé viðauki III við fjárhagsáætlun ársins 2019.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum fyrirliggjandi viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2019 sem felst í því að rekstrarkostnaður aðalsjóðs hækkar um kr. 30.000.000 og fjárfestingar Eignasjóðs vegna leikskólamannvirkja hækka um kr. 87.000.000. Auknum rekstrarkostnaði og fjárfestingum er mætt með lækkun handbærs fjár um kr. 117.000.000.
3. Ensk nöfn á íslenskum stöðum201907209
Erindi Örnefnanefndar um ensk nöfn á íslenskum stöðum.
Erindi Örnefnanefndar um ensk nöfn á íslenskum stöðum lögð fram til kynningar á 1407. fundi bæjarráðs.
4. Framkvæmdir 2019201906037
Framkvæmdastjóri umhverfissviðs fer yfir helstu framkvæmdir árið 2019
Jóhanna Björg Hanses, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, kynnir bæjarráði yfirlit yfir helstu framkvæmdir ársins 2019.
Gestir
- Jóhanna Björg Hanses, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
5. Tungumelar - bráðabirgðaleyfi um starfsemi fyrir Vöku201907169
Borist hefur erindi frá Vöku dags. 10. júlí 2019 varðandi bráðabirgðaleyfi fyrir starfsemi Vöku.
Erindinu er synjað með 3 atkvæðum. Bæjarráð felur lögmanni Mosfellsbæjar að senda bréfritara rökstudda synjun í samræmi við umræður á fundinum.
6. Hljóðvarnir við Vesturlandsveg201907207
Lagt fyrir bæjarráð bréf Vegagerðarinnar frá 27. júní 2019 ásamt minnisblaði framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að ganga frá samkomulagi við Vegagerðina sem felur í sér að Vegagerðin beri kostnað af sérlausnum vegna eldri húsa sem standa við veginn og hljóðvarna í formi jarðvegsmana sem reiknast til jarðvinnukafla verksins.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
7. Gjaldskrá dagforeldra201907206
Tillaga að breytingu á gjaldskrá dagforeldra.
Fyrirliggjandi tillaga að breytingu á gjaldskrá dagforeldra samþykkt með 3 atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 371201907020F
Fundargerð 371. Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar.
Fundargerð 371. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 1407. fundi bæjarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Ásland 13/Umsókn um byggingarleyfi 201712021
Sigurtak ehf. sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Ásland nr. 13, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 371. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 1407. fundi bæjarráðs.
8.2. Ástu-Sólliljugata 9, Umsókn um byggingarleyfi 201904294
JP Capital ehf, Ármúli 38 Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Ástu-Sólliljugata nr. 9, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 204,7 m², 777,5 m³Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 371. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 1407. fundi bæjarráðs.
8.3. Háholt 13-15 / Umsókn um byggingarleyfi 201906420
Festi fasteignir, Skarfagörðum 2 Reykjavík, sækir um leyfi til að breyta innra skipulagi A hluta verslunarhúsnæðis á lóðinni Háholt nr. 13-15, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 371. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 1407. fundi bæjarráðs.
8.4. Vogatunga 60 innribreytingar / Umsókn um byggingarleyfi 201907153
Halldór Albertsson, Vogatunga 60, heimili sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta raðhúss lóðinni Vogatunga nr. 60, í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun 27,7 m², 71,548 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 371. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 1407. fundi bæjarráðs.