7. nóvember 2018 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
- Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) aðalmaður
- Olga Kristrún Ingólfsdóttir (OKI) varamaður
- Friðbert Bragason (FB) aðalmaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) áheyrnarfulltrúi
- Lilja Kjartansdóttir (LK) áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) áheyrnarfulltrúi
- Þrúður Hjelm áheyrnarfulltrúi
- Björk M Kristbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Sonja Dögg Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Ásta Kristín Briem áheyrnarfulltrúi
- María Lea Guðjónsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Lesfimimælingar 2016-2020201811020
Niðurstöður lesfimiprófa í grunnskólum lagðar fram og kynntar af skólastjórum.
Fræðslunefnd þakkar fyrir góða kynningu.
Gestir
- Jóhanna Magnúsdóttir skólastjóri Lágafellsskóla
- Þóranna Rósa Ólafsdóttir skólastjóri Varmárskóla
- Rósa Ingvarsdóttir, skólastjóri Helgafellsskóla
2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022201805277
Lagt fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022 frá fyrri umræðu bæjarstjórnar 31. október 2018.
Fjárhagsáætlun 2019 fyrir fræðslu- og frístundasvið lögð fram og kynnt. Kynntar áherslur áætlunarinnar í fræðslumálum meðal annars eflingu stoðþjónustu, kennslu nýbúa, tónlistarnáms, upplýsinga og tæknimála og fjölgun á ungbarnaplássum. Í heild er 17% aukning á framlagi til málaflokksins fyrir næsta ár. Seinni umræða í bæjarstjórn verður 28. nóvember.
Tillaga frá fulltrúa Miðflokks.
Fræðslunefnd samþykkir að vísa til bæjarráðs og bæjarstjórnar tillögu fulltrúa Miðflokksins í fræðslunefnd þess efnis að umræða um gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum Mosfellsbæjar verði teknar upp undir umræðum varðandi fjárhagsáætlunar bæjarins.