Mál númer 201703003
- 17. janúar 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #623
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að svörum og viðbrögðum við innsendum athugasemdum, umsögnum og ábendingum vegna umhverfismatsskýrslu Seljadalsnámu sem Skipulagsstofnun auglýsti í Skipulagsgátt frá 20.08.2024 til og með 02.10.2024.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa klára vinnu við svörun athugasemda í samræmi við umræður.
- 4. desember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #862
Lögð eru fram til kynningar drög að svörum við innsendum athugasemdum umhverfismatsskýrslu Mosfellsbæjar vegna mögulegrar áframhaldandi efnistöku úr Seljadalsnámu, í samræmi við afgreiðslu á 618. fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 621. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 29. nóvember 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #621
Lögð eru fram til kynningar drög að svörum við innsendum athugasemdum umhverfismatsskýrslu Mosfellsbæjar vegna mögulegrar áframhaldandi efnistöku úr Seljadalsnámu, í samræmi við afgreiðslu á 618. fundi nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að klára vinnu við svörun athugasemda í samræmi við umræður.
- 23. október 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #859
Skipulagsstofnun auglýsti til auglýsingar umhverfismatsskýrslu Mosfellsbæjar vegna mögulegrar áframhaldandi efnistöku úr Seljadalsnámu, í samræmi við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og reglugerð nr. 1381/2021. Mosfellsbær leggur til í mati hugsanlega efnistöku á allt að 230.000 m3 af efni á um 2 ha landsvæði í Seljadal. Óheimilt verður að vinna í námunni í júní, júlí og ágúst. Tilgangur framkvæmdarinnar er að afla fyrsta flokks steinefnis fyrir malbik á höfuðborgarsvæðinu. Í umhverfismatsskýrslunni eru áhrif framkvæmda á eftirfarandi þætti metin: Gróður, fuglalíf, jarðmyndanir, landslag og ásýnd, útivist, fornleifar, loftgæði, hljóðvist og vatnsvernd. Umsagnafrestur var frá 20.08.2024 til og með 02.10.2024. Athugasemdir bárust í skipulagsgátt. Hjálagðar eru til kynningar og umræðu innsendar umsagnir og athugasemdir.
Afgreiðsla 618. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 18. október 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #618
Skipulagsstofnun auglýsti til auglýsingar umhverfismatsskýrslu Mosfellsbæjar vegna mögulegrar áframhaldandi efnistöku úr Seljadalsnámu, í samræmi við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og reglugerð nr. 1381/2021. Mosfellsbær leggur til í mati hugsanlega efnistöku á allt að 230.000 m3 af efni á um 2 ha landsvæði í Seljadal. Óheimilt verður að vinna í námunni í júní, júlí og ágúst. Tilgangur framkvæmdarinnar er að afla fyrsta flokks steinefnis fyrir malbik á höfuðborgarsvæðinu. Í umhverfismatsskýrslunni eru áhrif framkvæmda á eftirfarandi þætti metin: Gróður, fuglalíf, jarðmyndanir, landslag og ásýnd, útivist, fornleifar, loftgæði, hljóðvist og vatnsvernd. Umsagnafrestur var frá 20.08.2024 til og með 02.10.2024. Athugasemdir bárust í skipulagsgátt. Hjálagðar eru til kynningar og umræðu innsendar umsagnir og athugasemdir.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa og ráðgjöfum að taka saman og rýna innsendar ábendingar og athugasemdir.
- 19. júní 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #853
Snævarr Örn Georgsson, umhverfisverkfræðingur hjá Eflu þekkingarstofu, kynnir umhverfismatsskýrslu og niðurstöður matsþátta fyrir áframhaldandi efnistaka úr Seljadalsnámu. Fyrirliggjandi mat byggir á vinnslu að hámarki 230 þúsund rúmmetra efnis á um 2 ha svæði við eldri námu.
Afgreiðsla 613. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 14. júní 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #613
Snævarr Örn Georgsson, umhverfisverkfræðingur hjá Eflu þekkingarstofu, kynnir umhverfismatsskýrslu og niðurstöður matsþátta fyrir áframhaldandi efnistaka úr Seljadalsnámu. Fyrirliggjandi mat byggir á vinnslu að hámarki 230 þúsund rúmmetra efnis á um 2 ha svæði við eldri námu.
Snævarr Örn Georgsson kynnti og svaraði spurningum í gegnum fjarfundarbúnað. Samkvæmt matsskýrslu voru áhrif framkvæmda metin fyrir gróður, fuglalíf, jarðmyndanir, landslag og ásýnd, útivist, fornleifar, loftgæði, hljóðvist og vatnsvernd. Samkvæmt niðurstöðum mun framkvæmdin hafa óverulega neikvæð áhrif á átta af þeim níu umhverfisþáttum sem metnir voru. Að teknu tilliti til mótvægisaðgerða og metinna áhrifa er niðurstaða matsins að heildaráhrif framkvæmdarinnar verði óveruleg.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fyrirliggjandi umhverfismatsskýrsla verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsingar. Skipulagsstofnun mun annast kynningu gagnvart almenningi og leita umsagna matsskýrslu, í samræmi við 1. mgr. 23. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. - 8. maí 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #850
Lögð er fram til kynningar tillaga að áframhaldandi vinnu við umhverfismat efnistöku í Seljadalsnámu.
Afgreiðsla 610. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 850. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 3. maí 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #610
Lögð er fram til kynningar tillaga að áframhaldandi vinnu við umhverfismat efnistöku í Seljadalsnámu.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa og umhverfissviði áframhaldandi vinnu máls. Lögð skal áhersla á að klára umhverfismatsskýrslu Seljadalsnámu og lýðræðislegt samráðs og kynningarferli hennar.
- 21. apríl 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #781
Lögð er fram til kynningar ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsáætlun fyrir efnistöku í Seljadalsnámu, dags. 08.03.2021. Skipulagsstofnun auglýsti tillögu að matsáætlun, unna af Eflu verkfræðistofu, með umsagnafresti til 06.01.2021. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 537. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. apríl 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #780
Lögð er fram til kynningar ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsáætlun fyrir efnistöku í Seljadalsnámu, dags. 08.03.2021. Skipulagsstofnun auglýsti tillögu að matsáætlun, unna af Eflu verkfræðistofu, með umsagnafresti til 06.01.2021. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 537. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 780. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 31. mars 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #537
Lögð er fram til kynningar ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsáætlun fyrir efnistöku í Seljadalsnámu, dags. 08.03.2021. Skipulagsstofnun auglýsti tillögu að matsáætlun, unna af Eflu verkfræðistofu, með umsagnafresti til 06.01.2021. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt. Umhverfissviði falin áframhaldandi vinna umhverfismats.
- 24. mars 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #779
Lögð er fram til kynningar ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsáætlun fyrir efnistöku í Seljadalsnámu, dags. 08.03.2021. Skipulagsstofnun auglýsti tillögu að matsáætlun, unna af Eflu verkfræðistofu, með umsagnafresti til 06.01.2021.
Afgreiðsla 536. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 779. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. mars 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #536
Lögð er fram til kynningar ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsáætlun fyrir efnistöku í Seljadalsnámu, dags. 08.03.2021. Skipulagsstofnun auglýsti tillögu að matsáætlun, unna af Eflu verkfræðistofu, með umsagnafresti til 06.01.2021.
Frestað vegna tímaskorts
- 27. janúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #775
Lögð fram til kynningar auglýst tillaga Mosfellsbæjar að matsáætlun umhverfisáhrifa vegna Seljadalsnámu.
Afgreiðsla 215. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. janúar 2021
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #215
Lögð fram til kynningar auglýst tillaga Mosfellsbæjar að matsáætlun umhverfisáhrifa vegna Seljadalsnámu.
Tillaga að matsáætlun umhverfisáhrifa vegna Seljadalsnámu lögð fram til kynningar.
Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi kynnti málið. - 13. janúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #774
Borist hefur erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 14.12.2020, með ósk um umsögn um tillögu að matsáætlun vegna námuvinnslu Seljadalsnámu í Mosfellsbæ skv. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 106/2000 og 17. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Matsáætlunin er unnin af Verkfræðistofunni Eflu fyrir Mosfellsbæ. Athugasemdafrestur er auglýstur til og með 06.01.2021, framlenging var veitt til 13.01.2021.
Bókun M-lista:
Hér virðist stefnt að opnun á námu sem hafði áður verið lokað og gengið frá með snyrtilegum hætti. Telur fulltrúi Miðflokksins ekki rétt að hefja þetta ferli að svo komnu máli enda ekki séð að fyrri ákvarðanir og ástæður um lokun á sínum tíma hafi verið rangar.Bókun D- og V- lista:
Bókun Miðflokksins í Mosfellsbæ í þessu máli er mjög villandi og röng.Því má vera ljóst að bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ skilur ekki um hvað málið snýst.
Það hefur engin ákvörðun verið tekin um mögulega opnun Seljadalsnámu í Mosfellsbæ. Málið er á frumstigi og í þessum fasa málsins er verið að óska eftir umsögn um matsáætlun sem er frumstig málsins. Næsta skref er svo undirbúningur á umhverfismati vegna mögulegrar opnunar á námunni.
Gagnbókun M-lista:
Í þessu verkefni er afar mikilvægt að mati fulltrúa Miðflokksins að könnuð verði betur afstaða þeirra sem búa næst Seljadalsnámu og hvort yfirleitt sé hljómgrunnur fyrir þessu í bæjarfélaginu áður en ferli af þessum toga er ýtt úr vör. Óþarfi er að svara hroka þeim sem felst í bókun meirihlutans í Mosfellsbæ.***
Afgreiðsla 530. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 774. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Bæjarfulltrúi M-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna. - 8. janúar 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #530
Borist hefur erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 14.12.2020, með ósk um umsögn um tillögu að matsáætlun vegna námuvinnslu Seljadalsnámu í Mosfellsbæ skv. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 106/2000 og 17. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Matsáætlunin er unnin af Verkfræðistofunni Eflu fyrir Mosfellsbæ. Athugasemdafrestur er auglýstur til og með 06.01.2021, framlenging var veitt til 13.01.2021.
Skipulagsnefnd telur mikilvægt að metin séu áhrif þeirrar umferðar sem fylgir mögulegum efnisflutningum frá námunni til malbikunarstöðva
Mosfellsbær gerir ekki athugasemd við auglýsta tillögu að matsáætlun.Bókun, Ólafs Inga Óskarsson, áheyrnarfulltrúa S-lista:
Áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar í Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar ítrekar fyrri bókun sína í málinu. - 30. september 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #768
Í samræmi við samþykkt bæjarráðs þann 09.07.2020 kynnti Mosfellsbær drög að matsáætlun, unna af Eflu verkfræðistofu, fyrir hagsmunaaðilum og íbúum. Athugasemdafrestur var frá 31.07.2020 til og með 14.08.2020. Tuttugu umsagnir bárust sem öllum hefur verið svarað efnislega í tillögu að matsáætlun. Lögð er fram til afgreiðslu tillaga að matsáætlun fyrir Seljadalsnámu sem senda skal Skipulagsstofnun.
Afgreiðsla 523. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 768. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum. Bæjarfulltrúar C-, L- og M-lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
- 28. september 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #523
Í samræmi við samþykkt bæjarráðs þann 09.07.2020 kynnti Mosfellsbær drög að matsáætlun, unna af Eflu verkfræðistofu, fyrir hagsmunaaðilum og íbúum. Athugasemdafrestur var frá 31.07.2020 til og með 14.08.2020. Tuttugu umsagnir bárust sem öllum hefur verið svarað efnislega í tillögu að matsáætlun. Lögð er fram til afgreiðslu tillaga að matsáætlun fyrir Seljadalsnámu sem senda skal Skipulagsstofnun.
Bókun fulltrúa S-Lista: Áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar í Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar tekur undir áhyggjur íbúa og sumarhúsaeigenda í nágrenni við Seljadalsnámu vegna hugsanlegrar námuvinnslu í Seljadal, vegna þess rasks, hávaða og rykmengunar sem af þessari starfsemi mun hljótast. Einnig telur hann að í fyrirliggjandi drögum að matsáætlun sé ekki nægilegur gaumur gefinn að áhrifum þeirrar umferðar sem fylgir starfseminni og hugsanlegum breytingum vegna nýrrar staðsetningar tveggja malbikunarstöðva á Esjumelum. Þá liggur ekki fyrir kostnaðarmat á mismunandi valkostum við öflun steinefnis.
Fulltrúi L-Lista situr hjá. Skipulagsnefnd samþykkir að tillaga að matsáætlun verði send Skipulagsstofnun til auglýsingar.
- 9. júlí 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1451
Lögð eru fram til kynningar drög að tillögu að matsáæltun fyrir efnistöku í Seljadalsnámu. Gögnin eru unnin af verkfræðistofunni Eflu, dags. 29.06.2020. Á 1309. fundi bæjarráðs þann 08.06.17 var samþykkt að hefja vinnu við umhverfismat vegna Seljadalsnámu.
Afgreiðsla 519. fundar skipulagsnefndar Mosfellsbæjar samþykkt á 1451. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
- 9. júlí 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1451
Lögð eru fram til kynningar drög að tillögu að matsáæltun fyrir efnistöku í Seljadalsnámu. Gögnin eru unnin af verkfræðistofunni Eflu, dags. 29.06.2020. Á 1309. fundi bæjarráðs þann 08.06.17 var samþykkt að hefja vinnu við umhverfismat vegna Seljadalsnámu.
- 3. júlí 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #519
Lögð eru fram til kynningar drög að tillögu að matsáæltun fyrir efnistöku í Seljadalsnámu. Gögnin eru unnin af verkfræðistofunni Eflu, dags. 29.06.2020. Á 1309. fundi bæjarráðs þann 08.06.17 var samþykkt að hefja vinnu við umhverfismat vegna Seljadalsnámu.
Skipulagsnefnd samþykkir að drögin verði auglýst. Fulltrúi L lista situr hjá.
- 14. júní 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #697
Lögð er fyrir bæjarráð tillaga um vinnu við gerð umhverfismats vegna Seljadalsnámu
Afgreiðsla 1309. fundar bæjarráðs samþykkt á 697. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði Íbúahreyfingarinnar.
- 8. júní 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1309
Lögð er fyrir bæjarráð tillaga um vinnu við gerð umhverfismats vegna Seljadalsnámu
Samþykkt með þremur atkvæðum að hefja vinnu við gerð umhverfismats vegna Seljadalsnámu. Engin skuldbinding um frekari vinnslu felst í þessari ákvörðun.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggst gegn áframhaldandi efnistöku í Seljadalsnámu og þar af leiðir nýju umhverfismati. Enginn áhugi hefur verið fyrir því að viðhalda veginum milli Nesjavallavegar og Hafravatns þrátt fyrir óskir þar um en vegna þungaflutninga til og frá námunni hefur ástand hans verið afleitt og til stórfelldra óþæginda fyrir íbúa. Umhverfisúttektir hafa hingað til heldur ekki megnað að verja hagsmuni íbúa, hvorki hvað varðar áhrif þungaflutninganna, né önnur óþægindi sem af efnistökunni hljótast fyrir þá og er það ásamt áðurnefndu ástandi vegarins tilefni þess að Íbúahreyfingin telur ekki ástæðu til að fara út í þetta umfangsmikla verkefni.Bókun S, V og D lista
Gerð hefur verið jarðfræðileg úttekt á mögulegri áframhaldandi vinnslu í Seljadalsnámu. Var niðurstaðan sú að umhverfislegur ávinningur hlytist af áframhaldandi vinnslu í Seljadal með tilliti til kolefnisspora. Á þeirri forsendu telja fulltrúar S, V og D lista í bæjarráði óábyrgt annað en að fram fari umhverfismat vegna umhverfisáhrifa af áframhaldandi vinnslu í námunni. Í slíku mati er m.a. tekið á aðkomuleiðum að námunni og áhrifum á íbúa.
Engin skuldbinding felst um frekari vinnslu með gerð umhverfismats en nauðsynlegt er að láta vinna það til að kanna allar hliðar málsins ítarlegar, svo bæjarráð geti í framhaldinu tekið upplýsta ákvörðun.