23. maí 2025 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Guðmundur Hreinsson (GH) áheyrnarfulltrúi
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) varamaður
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Seljadalsnáma - umhverfismat efnistöku201703003
Lagt er fram til kynningar álit Skipulagsstofnunar, dags. 08.05.2025, um umhverfismat framkvæmd vegna áframhaldandi efnistöku úr Seljadalsnámu í Mosfellsbæ. Í umhverfismatsskýrslu sveitarfélagsins voru kynnt áform um áframhaldandi efnistöku á tæplega 2 ha svæði og að heildarefnistökumagn yrði allt að 230.000 m³. Skipulagsstofnun telur að umhverfismatsskýrslan uppfylli skilyrði laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd tekur undir mikilvægi þess að horft verði til mótvægisaðgerða við framkvæmd og áætlun námunnar svo hagaðilar og eigendur fasteigna í Miðdal verði fyrir sem minnstum áhrifum. Þá er nefndin sammála Skipulagsstofnun að í upphafi verks skuli frágangsáætlun liggja fyrir. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að vísa matinu til umfjöllunar aðalskipulags og innfæra áætlun í greinargerð.
2. Hjarðarland 1 - fyrirspurn um breytta notkun húss202503412
Borist hefur erindi frá Kristjáni Bjarnasyni, f.h. húseiganda, dags. 17.03.2025, með ósk um breytta notkun húss og uppskiptingu eignar að Hjarðarlandi 1, í samræmi við gögn. Breyta á einbýli í tvíbýli með aðgreiningu íbúðar í kjallara. Erindið er tekið til umsagnar skipulagsnefndar þar sem ekki er í gildi deiliskipulag sem uppfyllir ákvæði skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Þar sem að ekki er í gildi deiliskipulag sem uppfyllir ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 samþykkir skipulagsnefnd með fimm atkvæðum að hin leyfisskylda framkvæmd skuli grenndarkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga, þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Gögn skulu send aðliggjandi hagaðilum og þinglýstum fasteignaeigendum að Hagalandi 4, 6, Hjarðarlandi 2, 3 og Brekkulandi 4A til kynningar og athugasemda. Auk þess verða gögn aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, www.mos.is. Skipulagsnefnd bendir á að uppdrættir skulu sýna á afstöðumynd fjögur bílastæði og skiptingu þeirra á íbúðir, líkt og gert verði í eignaskiptasamningum um sérnotareiti lóðar.
3. Miðdalsland I H L226498 - erindi um uppskiptingu lands og stofnun lóðar202504479
Borist hefur erindi frá Sæunni Þorsteinsdóttur, f.h. Margrétar Tryggvadóttur landeigenda, dags. 28.04.2025, með ósk um uppskiptingu lands L226498 og stofnun 1 ha lóðar. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd synjar með fimm atkvæðum uppskiptingu lands með vísan í með vísan í 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem ekki þykir rökstutt með hvaða hætti uppskipting samræmist gildandi skipulagsáætlunum. Landið Miðdalsland I H L226498 er skilgreint sem óbyggt land.
4. Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 - Stakar byggingar á opnum svæðum í Hólmsheiði og austanverðum Úlfarsárdal202407189
Lögð er fram til kynningar breytingartillaga á vinnslustigi fyrir aðalskipulag Reykjavíkur vegna breytinga á heimildum um byggingu stakra húsa á opnum svæðum, einkum á svæðum OP15 í Hólmsheiði og OP28 í innanverðum Úlfarsárdal. Samkvæmt gögnum eru breytingar ekki taldar umfangsmiklar og takmarkast fyrst og fremst við núverandi landskika innan umræddra svæða og eru í einkaeigu. Þær fela í sér að skerpt er á núverandi heimildum og réttindum lóðarhafa og húseigenda. Á svæði OP15 í Hólmsheiði, sem eru utan þéttbýlismarka Reykjavíkur og er hluti Græna trefilsins, er megin landnotkun til framtíðar útivist, frístundaiðja og skógrækt. Athugasemdafrestur vinnslutillögu var til og með 22.05.2025. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar. Hjálögð er til kynningar umsögn skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar, dags. 20.05.2025, sem skilað var inn í Skipulagsgáttina fyrir hönd sveitarfélagsins.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd tekur undir fyrirliggjandi umsögn skipulagsfulltrúa.
5. Miðdalur land L213970 - deiliskipulagsbreyting202502474
Skipulagsfulltrúi samþykkti á 89. afgreiðslufundi sínum að deiliskipulagsbreytingfyrir frístundabyggð að L213970 Miðdalur land við Selmerkurveg yrði auglýst og kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var kynnt á vef Mosfellsbæjar www.mos.is, Skipulagsgáttinni og Mosfellingi auk þess sem kynningarbréf voru send á þinglýsta eigendur aðliggjandi eigna og landa L226501, L125205, L123713, L125359, L237989, L237994, L125361, L237467, L237468 og L237471. Athugasemdafrestur var frá 11.04.2025 til og með 12.05.2025. Umsagnir bárust frá Veitum ohf., dags. 23.04.2025 og Minjastofnun Íslands dag. 28.04.2025.
Lagt fram og kynnt. Þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við kynnta deiliskipulagsbreytingu samþykkir skipulagsnefnd með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu. Skipulagsfulltrúa er falið að annast gildistöku hennar skv. 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6. Helgadalsvegur 60 - deiliskipulagsbreyting202306155
Lögð er fram til kynningar umsögn skipulagsfulltrúa í samræmi við afgreiðslu á 629. fundi nefndarinnar. Hjálagt er erindi málsaðila og tillaga að deiliskipulagsbreytingu til afgreiðslu.
Með vísan í fyrirliggjandi rökstuðning í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12.05.2025, synjar skipulagsnefnd með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Það er mat skipulagsnefndar að ekki séu til staðar ákvæði í gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 sem heimili uppskiptingu landbúnaðarlands í íbúðarhúsalóðir með deiliskipulagsbreytingu.
7. L228084 Í Miðlandslandi II óbyggt svæði - deiliskipulag202503005
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga K.J. Ark, f.h. landeigenda, að nýju deiliskipulagi frístundabyggðar á skilgreindu óbyggðu svæði austan Silungatjarnar. Tillaga felur í sér uppbyggingu aðalhúss, bílgeymslu og gestahús allt að 380 m2 á um 12.225 m2 landi.
Frestað vegna tímaskorts
8. Úugata 1 og 2-4 - merkjalýsing, lóða- og landamál202502333
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu breytt mæli- og lóðarblöð fyrir Úugata 1 og 2-4, til samræmis umræður og afgreiðslur breytta stærð Úugötu 2-4 á 617. fundi skipulagsnefndar og samþykkt á 1668. bæjarráðs Mosfellsbæjar vegna breytinga lóðar að Úugötu 1. Breyting hefur áhrif á umræddar lóðir og aðliggjandi bæjarland.
Frestað vegna tímaskorts
9. Skálafell - Kýrhólsflói og Stóri-Bugðuflói - Deiliskipulag í Reykjavík202505500
Lögð er fram til kynningar skipulags- og verklýsing fyrir nýtt deiliskipulag að Skálafelli. Samkvæmt kynningargögnum er um að ræða nýtt deiliskipulag vegna uppbyggingar á landi Kýrhólsflóa og Stóra-Bugðuflóa í Skálafelli þar sem ráðgert er að reisa þrjú hótel með heilsulind, líkamsræktaraðstöðu, veitingastöðum, ráðstefnusölum, sýningarrými, villum o.fl. Byggingar verða allt að þrjár hæðir, gistirými um 250 og starfsmannaíbúðir 200 talsins. Athugasemdafrestur vinnslutillögu var til og með 15.05.2025. Hjálögð er til kynningar umsögn skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar, dags. 14.05.2025, sem skilað var inn í Skipulagsgáttina fyrir hönd sveitarfélagsins.
Frestað vegna tímaskorts
10. Efstaland 1 - ósk um aðal- og deiliskipulagsbreytingu202408423
Lögð er fram til kynningu tillaga að aðal- og deiliskipulagsbreytingu fyrir Efstaland 1 á vinnslustigi. Hjálögð er samantekt og rýni innsendra umsagna skipulagslýsingar ásamt drögum að viðbrögðum.
Frestað vegna tímaskorts
11. Stækkun og breytingar á Hlíðavelli - aðal- og deiliskipulag austurhluta202408291
Edwin Roald, golfvallahönnuður, kynnir tillögu og hönnun vallar í nýju deiliskipulagi austurhluta Hlíðavallar á vinnslustigi. Hjálögð er samantekt og rýni innsendra umsagna skipulagslýsingar ásamt drögum að viðbrögðum.
Skipulagsnefnd þakkar Edwin Roald kynningu, umræður og greinargóð svör. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa og umhverfissviði áframhaldandi vinnu máls í samræmi við umræður.
Gestir
- Edwin Roald
Fundargerðir til kynningar
12. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 94202505010F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram
12.1. Korputún 7-11 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1 202502405
Lagðir eru fram til kynningar uppfærðir uppdrættir hönnuðar að Korputúni 7-11 eftir umsögn á 91. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa. Til samræmis við ákvæði í kafla 3.3. í deiliskipulagi Korputúns, vistvæns atvinnukjarna í Blikastaðalandi, veitir skipulagsfulltrúi umsögn fyrir útgáfu leyfa. Uppdrættir, útlit og hönnun hefur verið uppfærð ýmist til samræmis við umsögn og athugasemdir eða viðeigandi rökstuðningur færður fyrir útfærslum hönnuðar til samræmis við deiliskipulag.
12.2. Hafravatnsvegur 56 L125340 vegur að L125360 - framkvæmdaleyfi 202501741
Borist hefur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Helga G. Thoroddsen vegna lagningu aðkomuvegar og lagnaleið að Miðdalslandi L125360 um Hafravatnsveg 56 L125340. Hjálögð er verklýsing þar sem verksvæði er hnitsett og framkvæmd lýst. Framkvæmdatími er vor/sumar 2025. Umsagnir bárust frá Veitum og Minjastofnun Íslands við gerð deiliskipulags aðkomuvegar þar sem framkvæmd gæti snert heimlögn á svæðinu og sökum þess að vegur þverar skráðar fornminjar. Mosfellsbær hefur upplýst umrædda hagaðila um áform landeigenda.
13. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 95202505032F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
13.1. Grenndarstöð við Vefarastræti í Helgafellshverfi - framkvæmdaleyfi 202307225
Borist hefur umsókn um framkvæmdaleyfi frá verkefnastjóra eignasjóðs Mosfellsbæjar, dags. 15.05.2025, vegna grenndarstöðvar við Vefarastræti í Helgafellshverfi. Setja á upp grenndarstöð með þremur djúpgámum auk frágangs. Framkvæmdir eru í samræmi við fyrirliggjandi hönnunargögn og staðfesta deiliskipulagsbreytingu, dags. 22.12.2023.
13.2. Grenndarstöð við Skálahlíð - framkvæmdaleyfi 202404054
Borist hefur umsókn um framkvæmdaleyfi frá verkefnastjóra eignasjóðs Mosfellsbæjar, dags. 15.05.2025, vegna grenndarstöðvar við Skálahlíð. Setja á upp grenndarstöð með sex gámum auk nýrrar aðkomu og frágangs. Framkvæmdir eru í samræmi við fyrirliggjandi hönnunargögn og staðfesta deiliskipulagsbreytingu, dags. 27.02.2025.
14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 547202505012F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
14.1. Korputún 7-11 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1 202502405
Lagerinn Iceland ehf. Höfðabakka 9 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja úr stáli, samlokueiningum og steinsteypu verslunar- og vöruhúsnæði á lóðinni Korputún nr. 7-11 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 11.094,0 m², 118.420 m³.