Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

23. maí 2025 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
  • Guðmundur Hreinsson (GH) áheyrnarfulltrúi
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) varamaður
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Selja­dals­náma - um­hverf­is­mat efnis­töku201703003

    Lagt er fram til kynningar álit Skipulagsstofnunar, dags. 08.05.2025, um umhverfismat framkvæmd vegna áframhaldandi efnistöku úr Seljadalsnámu í Mosfellsbæ. Í umhverfismatsskýrslu sveitarfélagsins voru kynnt áform um áframhaldandi efnistöku á tæplega 2 ha svæði og að heildarefnistökumagn yrði allt að 230.000 m³. Skipulagsstofnun telur að umhverfismatsskýrslan uppfylli skilyrði laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd tek­ur und­ir mik­il­vægi þess að horft verði til mót­vægisað­gerða við fram­kvæmd og áætlun námunn­ar svo hag­að­il­ar og eig­end­ur fast­eigna í Mið­dal verði fyr­ir sem minnst­um áhrif­um. Þá er nefnd­in sam­mála Skipu­lags­stofn­un að í upp­hafi verks skuli frá­gangs­áætlun liggja fyr­ir. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa mat­inu til um­fjöll­un­ar að­al­skipu­lags og inn­færa áætlun í grein­ar­gerð.

  • 2. Hjarð­ar­land 1 - fyr­ir­spurn um breytta notk­un húss202503412

    Borist hefur erindi frá Kristjáni Bjarnasyni, f.h. húseiganda, dags. 17.03.2025, með ósk um breytta notkun húss og uppskiptingu eignar að Hjarðarlandi 1, í samræmi við gögn. Breyta á einbýli í tvíbýli með aðgreiningu íbúðar í kjallara. Erindið er tekið til umsagnar skipulagsnefndar þar sem ekki er í gildi deiliskipulag sem uppfyllir ákvæði skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

    Þar sem að ekki er í gildi deili­skipu­lag sem upp­fyll­ir ákvæði skipu­lagslaga nr. 123/2010 og skipu­lags­reglu­gerð­ar nr. 90/2013 sam­þykk­ir skipu­lags­nefnd með fimm at­kvæð­um að hin leyf­is­skylda fram­kvæmd skuli grennd­arkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga, þeg­ar full­nægj­andi gögn hafa borist. Gögn skulu send aðliggj­andi hag­að­il­um og þing­lýst­um fast­eigna­eig­end­um að Hagalandi 4, 6, Hjarð­ar­landi 2, 3 og Brekkulandi 4A til kynn­ing­ar og at­huga­semda. Auk þess verða gögn að­gengi­leg á vef Mos­fells­bæj­ar, www.mos.is. Skipu­lags­nefnd bend­ir á að upp­drætt­ir skulu sýna á af­stöðu­mynd fjög­ur bíla­stæði og skipt­ingu þeirra á íbúð­ir, líkt og gert verði í eigna­skipta­samn­ing­um um sér­notareiti lóð­ar.

  • 3. Mið­dals­land I H L226498 - er­indi um upp­skipt­ingu lands og stofn­un lóð­ar202504479

    Borist hefur erindi frá Sæunni Þorsteinsdóttur, f.h. Margrétar Tryggvadóttur landeigenda, dags. 28.04.2025, með ósk um uppskiptingu lands L226498 og stofnun 1 ha lóðar. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

    Skipu­lags­nefnd synj­ar með fimm at­kvæð­um upp­skipt­ingu lands með vís­an í með vís­an í 48. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 þar sem ekki þyk­ir rök­stutt með hvaða hætti upp­skipt­ing sam­ræm­ist gild­andi skipu­lags­áætl­un­um. Land­ið Mið­dals­land I H L226498 er skil­greint sem óbyggt land.

  • 4. Breyt­ing á Að­al­skipu­lagi Reykja­vík­ur 2040 - Stak­ar bygg­ing­ar á opn­um svæð­um í Hólms­heiði og aust­an­verð­um Úlfarsár­dal202407189

    Lögð er fram til kynningar breytingartillaga á vinnslustigi fyrir aðalskipulag Reykjavíkur vegna breytinga á heimildum um byggingu stakra húsa á opnum svæðum, einkum á svæðum OP15 í Hólmsheiði og OP28 í innanverðum Úlfarsárdal. Samkvæmt gögnum eru breytingar ekki taldar umfangsmiklar og takmarkast fyrst og fremst við núverandi landskika innan umræddra svæða og eru í einkaeigu. Þær fela í sér að skerpt er á núverandi heimildum og réttindum lóðarhafa og húseigenda. Á svæði OP15 í Hólmsheiði, sem eru utan þéttbýlismarka Reykjavíkur og er hluti Græna trefilsins, er megin landnotkun til framtíðar útivist, frístundaiðja og skógrækt. Athugasemdafrestur vinnslutillögu var til og með 22.05.2025. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar. Hjálögð er til kynningar umsögn skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar, dags. 20.05.2025, sem skilað var inn í Skipulagsgáttina fyrir hönd sveitarfélagsins.

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd tek­ur und­ir fyr­ir­liggj­andi um­sögn skipu­lags­full­trúa.

  • 5. Mið­dal­ur land L213970 - deili­skipu­lags­breyt­ing202502474

    Skipu­lags­full­trúi sam­þykkti á 89. af­greiðslufundi sín­um að deili­skipu­lags­breyt­ing­fyrir frístundabyggð að L213970 Miðdalur land við Selmerkurveg yrði aug­lýst og kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Tillagan var kynnt á vef Mosfellsbæjar www.mos.is, Skipulagsgáttinni og Mosfellingi auk þess sem kynningarbréf voru send á þinglýsta eigendur aðliggjandi eigna og landa L226501, L125205, L123713, L125359, L237989, L237994, L125361, L237467, L237468 og L237471. Athugasemdafrestur var frá 11.04.2025 til og með 12.05.2025. Umsagnir bárust frá Veitum ohf., dags. 23.04.2025 og Minjastofnun Íslands dag. 28.04.2025.

    Lagt fram og kynnt. Þar sem ekki eru gerð­ar at­huga­semd­ir við kynnta deili­skipu­lags­breyt­ingu sam­þykk­ir skipu­lags­nefnd með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu. Skipu­lags­full­trúa er fal­ið að ann­ast gildis­töku henn­ar skv. 42.gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

  • 6. Helga­dals­veg­ur 60 - deili­skipu­lags­breyt­ing202306155

    Lögð er fram til kynningar umsögn skipulagsfulltrúa í samræmi við afgreiðslu á 629. fundi nefndarinnar. Hjálagt er erindi málsaðila og tillaga að deiliskipulagsbreytingu til afgreiðslu.

    Með vís­an í fyr­ir­liggj­andi rök­stuðn­ing í um­sögn skipu­lags­full­trúa, dags. 12.05.2025, synj­ar skipu­lags­nefnd með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu að deili­skipu­lags­breyt­ingu. Það er mat skipu­lags­nefnd­ar að ekki séu til stað­ar ákvæði í gild­andi að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2011-2030 sem heim­ili upp­skipt­ingu land­bún­að­ar­lands í íbúð­ar­húsa­lóð­ir með deili­skipu­lags­breyt­ingu.

  • 7. L228084 Í Mið­lands­landi II óbyggt svæði - deili­skipu­lag202503005

    Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga K.J. Ark, f.h. landeigenda, að nýju deiliskipulagi frístundabyggðar á skilgreindu óbyggðu svæði austan Silungatjarnar. Tillaga felur í sér uppbyggingu aðalhúss, bílgeymslu og gestahús allt að 380 m2 á um 12.225 m2 landi.

    Frestað vegna tíma­skorts

    • 8. Úugata 1 og 2-4 - merkjalýs­ing, lóða- og landa­mál202502333

      Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu breytt mæli- og lóðarblöð fyrir Úugata 1 og 2-4, til samræmis umræður og afgreiðslur breytta stærð Úugötu 2-4 á 617. fundi skipulagsnefndar og samþykkt á 1668. bæjarráðs Mosfellsbæjar vegna breytinga lóðar að Úugötu 1. Breyting hefur áhrif á umræddar lóðir og aðliggjandi bæjarland.

      Frestað vegna tíma­skorts

      • 9. Skála­fell - Kýr­hóls­flói og Stóri-Bugðuflói - Deili­skipu­lag í Reykja­vík202505500

        Lögð er fram til kynningar skipulags- og verklýsing fyrir nýtt deiliskipulag að Skálafelli. Samkvæmt kynningargögnum er um að ræða nýtt deiliskipulag vegna uppbyggingar á landi Kýrhólsflóa og Stóra-Bugðuflóa í Skálafelli þar sem ráðgert er að reisa þrjú hótel með heilsulind, líkamsræktaraðstöðu, veitingastöðum, ráðstefnusölum, sýningarrými, villum o.fl. Byggingar verða allt að þrjár hæðir, gistirými um 250 og starfsmannaíbúðir 200 talsins. Athugasemdafrestur vinnslutillögu var til og með 15.05.2025. Hjálögð er til kynningar umsögn skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar, dags. 14.05.2025, sem skilað var inn í Skipulagsgáttina fyrir hönd sveitarfélagsins.

        Frestað vegna tíma­skorts

        • 10. Efsta­land 1 - ósk um aðal- og deili­skipu­lags­breyt­ingu202408423

          Lögð er fram til kynningu tillaga að aðal- og deiliskipulagsbreytingu fyrir Efstaland 1 á vinnslustigi. Hjálögð er samantekt og rýni innsendra umsagna skipulagslýsingar ásamt drögum að viðbrögðum.

          Frestað vegna tíma­skorts

          • 11. Stækk­un og breyt­ing­ar á Hlíða­velli - aðal- og deili­skipu­lag aust­ur­hluta202408291

            Edwin Roald, golfvallahönnuður, kynnir tillögu og hönnun vallar í nýju deiliskipulagi austurhluta Hlíðavallar á vinnslustigi. Hjálögð er samantekt og rýni innsendra umsagna skipulagslýsingar ásamt drögum að viðbrögðum.

            Skipu­lags­nefnd þakk­ar Edwin Roald kynn­ingu, um­ræð­ur og grein­argóð svör. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa og um­hverf­is­sviði áfram­hald­andi vinnu máls í sam­ræmi við um­ræð­ur.

            Gestir
            • Edwin Roald

            Fundargerðir til kynningar

            • 12. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 94202505010F

              Fundargerð lögð fram til kynningar.

              Lagt fram

              • 12.1. Korputún 7-11 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1 202502405

                Lagð­ir eru fram til kynn­ing­ar upp­færð­ir upp­drætt­ir hönnuð­ar að Korpu­túni 7-11 eft­ir um­sögn á 91. af­greiðslufundi skipu­lags­full­trúa. Til sam­ræm­is við ákvæði í kafla 3.3. í deili­skipu­lagi Korpu­túns, vist­væns at­vinnukjarna í Blikastaðalandi, veit­ir skipu­lags­full­trúi um­sögn fyr­ir út­gáfu leyfa. Upp­drætt­ir, út­lit og hönn­un hef­ur ver­ið upp­færð ým­ist til sam­ræm­is við um­sögn og at­huga­semd­ir eða við­eig­andi rök­stuðn­ing­ur færð­ur fyr­ir út­færsl­um hönnuð­ar til sam­ræm­is við deili­skipu­lag.

              • 12.2. Hafra­vatns­veg­ur 56 L125340 veg­ur að L125360 - fram­kvæmda­leyfi 202501741

                Borist hef­ur um­sókn um fram­kvæmda­leyfi frá Helga G. Thorodd­sen vegna lagn­ingu að­komu­veg­ar og lagna­leið að Mið­dalslandi L125360 um Hafra­vatns­veg 56 L125340. Hjá­lögð er verk­lýs­ing þar sem verk­svæði er hnit­sett og fram­kvæmd lýst. Fram­kvæmda­tími er vor/sum­ar 2025. Um­sagn­ir bár­ust frá Veit­um og Minja­stofn­un Ís­lands við gerð deili­skipu­lags að­komu­veg­ar þar sem fram­kvæmd gæti snert heim­lögn á svæð­inu og sök­um þess að veg­ur þver­ar skráð­ar forn­minj­ar. Mos­fells­bær hef­ur upp­lýst um­rædda hag­að­ila um áform land­eig­enda.

              • 13. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 95202505032F

                Fundargerð lögð fram til kynningar.

                • 13.1. Grennd­ar­stöð við Vefara­stræti í Helga­fells­hverfi - fram­kvæmda­leyfi 202307225

                  Borist hef­ur um­sókn um fram­kvæmda­leyfi frá verk­efna­stjóra eigna­sjóðs Mos­fells­bæj­ar, dags. 15.05.2025, vegna grennd­ar­stöðv­ar við Vefara­stræti í Helga­fells­hverfi. Setja á upp grennd­ar­stöð með þrem­ur djúp­gám­um auk frá­gangs. Fram­kvæmd­ir eru í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi hönn­un­ar­gögn og stað­festa deili­skipu­lags­breyt­ingu, dags. 22.12.2023.

                • 13.2. Grennd­ar­stöð við Skála­hlíð - fram­kvæmda­leyfi 202404054

                  Borist hef­ur um­sókn um fram­kvæmda­leyfi frá verk­efna­stjóra eigna­sjóðs Mos­fells­bæj­ar, dags. 15.05.2025, vegna grennd­ar­stöðv­ar við Skála­hlíð. Setja á upp grennd­ar­stöð með sex gám­um auk nýrr­ar að­komu og frá­gangs. Fram­kvæmd­ir eru í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi hönn­un­ar­gögn og stað­festa deili­skipu­lags­breyt­ingu, dags. 27.02.2025.

                • 14. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 547202505012F

                  Fundargerð lögð fram til kynningar.

                  • 14.1. Korputún 7-11 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1 202502405

                    Lag­er­inn Ice­land ehf. Höfða­bakka 9 Reykja­vík sækja um leyfi til að byggja úr stáli, sam­loku­ein­ing­um og stein­steypu versl­un­ar- og vöru­hús­næði á lóð­inni Korputún nr. 7-11 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 11.094,0 m², 118.420 m³.

                  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00