Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

3. maí 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
 • Sævar Birgisson (SB) varaformaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
 • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
 • Haukur Örn Harðarson (HÖH) áheyrnarfulltrúi
 • Jóhanna Björg Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs
 • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Jóhanna Björg Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Flugu­mýri at­hafna­svæði - nýtt deili­skipu­lag201612203

  Lögð er fram til afgreiðslu uppfærð deiliskipulagstillaga að athafnasvæði við Flugumýri í samræmi við umræður og afgreiðslu á 609. fundi nefndarinnar. Unnar hafa verið uppfærslur í anda innsendra athugasemda og breytingar innfærðar bæði í greinargerð og á uppdráttum. Eftir frekari rýni umhverfissviðs og hönnuða hafa lóðastækkanir tekið einhverjum breytingum í samræmi við gögn. Hjálögð eru svör við innsendum umsögnum og athugasemdum.

  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um upp­færða til­lögu skipu­lags og svörun at­huga­semda,með fyr­ir­vara um já­kvæða af­greiðslu bæj­ar­ráðs. Deili­skipu­lag­ið skal hljóta af­greiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á enduraug­lýs­ingu deili­skipu­lags skv. 4. mgr. 41. gr. sömu laga þar sem breyt­ing til­lögu leit­ast við að mæta inn­send­um ábend­ing­um. Sam­þykkt að vísa til­lög­unni til bæj­ar­ráðs og skipu­lags­full­trúa falin áfram­hald­andi með­ferð máls.

 • 2. Dal­land L123625 - nýtt deili­skipu­lag202303972

  Skipulagsnefnd samþykkti á 606. fundi sínum að auglýsa tillögu að deiliskipulagi landbúnaðarsvæðis í landi Dallands skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er í suðurhluta Mosfellsbæjar, norðan við Selvatn og fyrir sunnan Nesjavallaveg, um 10,5 ha að stærð. Deiliskipulagstillagan felur í sér heimild til að byggja íbúðarhús, hesthús og reið- eða vélaskemmu. Tillagan var kynnt og auglýst á vef Mosfellsbæjar, mos.is, Skipulagsgáttinni, Mosfellingi og Lögbirtingablaðinu. Athugasemdafrestur var frá 07.03.2024 til og með 22.04.2024. Lagðar eru fram til kynningar umsagnir og athugasemdir sem bárust frá Veitum ohf, dags. 16.04.2024, Vegagerðinni, dags. 22.04.2024, Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 22.04.2024 og Minjastofnun Íslands, dags. 30.04.2024.

  Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa áfram­hald­andi vinnu máls, rýna at­huga­semd­ir frek­ar og vísa ábend­ing­um til úr­lausn­ar land­eig­enda.

 • 3. Korputún 1-11 og 2-8 - deili­skipu­lags­breyt­ing202401584

  Lögð er fram til kynningar tillaga að breytingu og endurskoðun deiliskipulags að Korputúni í samræmi við afgreiðslu 605. fundar nefndarinnar. Tillagan felur fyrst og fremst í sér sameiningu reita A og B auk þess sem gerðar eru breytingar á byggingareitum á A-B og reit D. Samhliða breytingum byggingareita eru gerðar uppfærslur á byggingarmagni viðkomandi reita. Marmið tillögunnar er að aðlaga einstaka þætti og reiti skipulagsins þeim fyrirtækjum sem stefna á uppbyggingu í Mosfellsbæ. Breytingar taka til greinargerðar og sérskilmála ásamt skilmálatöflu, deiliskipulagsuppdráttar, skýringauppdráttar og skýringasniðs, í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að kynna og aug­lýsa deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir Korputún skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

 • 4. At­hafna­svæði sunn­an Fossa­veg­ar við Tungu­mela - nýtt deili­skipu­lag202404272

  Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu drög að tillögu skipulagslýsingar vegna nýs athafnarsvæðis 202-A, að Tungumelum, í samræmi við Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Samkvæmt lýsingu er markmið deiliskipulagsins að koma fyrir fjölbreyttum atvinnulóðum og útfæra gatnakerfi með góða tengingu við Hringveg.

  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að kynna og aug­lýsa skipu­lags­lýs­ingu fyr­ir nýtt at­hafna­svæði við Tungu­mela skv. 3. mgr. 40. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

 • 5. Selja­dals­náma - um­hverf­is­mat efnis­töku201703003

  Lögð er fram til kynningar tillaga að áframhaldandi vinnu við umhverfismat efnistöku í Seljadalsnámu.

  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa og um­hverf­is­sviði áfram­hald­andi vinnu máls. Lögð skal áhersla á að klára um­hverf­is­mats­skýrslu Selja­dals­námu og lýð­ræð­is­legt sam­ráðs og kynn­ing­ar­ferli henn­ar.

  • 6. Óbyggð­ar lóð­ir í eldri hverf­um202403830

   Bæjarráð samþykkti á 1620. fundi sínum að vísa til skipulagsnefndar tillögu um gerð deiliskipulags fyrir tvær nýjar óbyggðar lóðir við Stórateig og eina við Reykjabyggð sem eru á ódeiliskipulögðum svæðum auk tveggja nýrra lóða við Vogatungu í jaðri núverandi byggðar.

   Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa og um­hverf­is­sviði að und­ir­búa skipu­lag og skipu­lags­breyt­ing­ar fyr­ir hugs­an­leg­ar bygg­ing­ar­lóð­ir á vannýtt­um svæð­um er standa í góð­um tengsl­um við inn­viði sveit­ar­fé­lags­ins.

   • 7. Breyt­ing á legu brauta á Hlíða­velli202212133

    Bæjarráð samþykkti á 1622. fundi sínum að vísa til skipulagsnefndar tillögu að breytingu og stækkun Hlíðavallar um 6,4 ha í samræmi við tillögu Golfklúbbs Mosfellsbæjar sem nefnist 1B.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að unn­in verði aðal- og deili­skipu­lagstil­laga fyr­ir stækk­un og breyt­ingu Hlíða­vall­ar í sam­ræmi við til­lögu 1B. Full­unn­in gögn munu á síð­ari stig­um fara í lög­bund­ið sam­ráðs- og kynn­ing­ar­ferli í sam­ræmi við skipu­lagslög nr. 123/2010.

   • 8. Hrafns­höfði 7 - breyt­ing á notk­un hús­næð­is202404325

    Borist hefur erindi frá Ragnheiði Sverrisdóttur, dags. 11.04.2024, með ósk um breytta notkun húsnæðis. Breyta á skráðum bílskúr raðhúss í íverurými; þvottahús og tómstundaherbergi. Einnig er sótt um útlitsbreytingu þar sem bílskúrshurð er skipt út fyrir glugga, í samræmi við gögn.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn, upp­drætt­ir og út­lits­breyt­ing húss skuli grennd­arkynnt fyr­ir hús­eig­end­um Hrafns­höfða 1-11, í sam­ræmi við 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

   • 9. Reykja­veg­ur 36 - fyr­ir­spurn um ákvæði skipu­lags202404475

    Borist hefur erindi frá Mansard teiknistofu, f.h. Ísfugls, dags. 19.04.2024, vegna skipulagsskilmála og byggingarheimilda lóðar að Reykjavegi 36.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila máls­að­ila og eig­enda fast­eign­ar að Reykja­vegi 36 að vinna upp­drátt að óveru­legri breyt­ingu deili­skipu­lags í sam­ræmi við 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

   • 10. Lyng­hóls­veg­ur 24 - deili­skipu­lags­gerð frí­stunda­byggð­ar202402394

    Borist hefur erindi frá Gesti Ólafssyni, f.h. landeigenda að Lynghólsvegi 24, dags. 20.02.2024, með ósk um heimild til skipulagsgerðar að landi L125324. Tillagan felur í sér uppskiptingu lands og stofnun fjögurra nýrra lóða. Gert er ráð fyrir möguleika á þremur byggingarreitum á hverri lóð þar sem hver reitur er um 190 m2 að stærð. Tillagan byggir á heimild til uppbyggingu íbúðarhúsa með léttri atvinnustarfsemi, í samræmi við gögn.

    Skipu­lags­nefnd synj­ar með fimm at­kvæð­um ósk um deili­skipu­lags­gerð. Er­indi og áætlan­ir sam­ræm­ast ekki heim­ild­um og ákvæð­um að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar 2011-2030 um frí­stunda­byggð í sveit­ar­fé­lag­inu.

   Fundargerðir til staðfestingar

   • 11. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 519202404024F

    Fundargerð lögð fram til kynningar.

    Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

    • 11.1. Bugðufljót 17 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202404047

     Bát­ur ehf. sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Bugðufljót nr. 17c, mhl. 02 - rými 02 0210, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Bætt er við milli­lofti. Stærð­ir: Milli­loft 46,5 m².

     Niðurstaða þessa fundar:

     Lagt fram.

    • 11.2. Laxa­tunga 41 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202402017

     Herdís Kristín Sig­urð­ar­dótt­ir Laxa­tungu 41 sæk­ir­um leyfi til breyt­inga innra skipu­lags og út­lits ein­býl­is­húss á lóð­inni Laxa­tunga nr. 41 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Lagt fram.

    • 12. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 520202404040F

     Fundargerð lögð fram til kynningar.

     Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

     • 12.1. Ástu-Sólliljugata 9 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202103265

      Elv­ar Þór Karls­son Ástu-Sólliljugata 9 sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni
      Ástu-Sólliljugata nr. 9 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram.

     • 12.2. Hraðastað­ir Bók­fell 123661 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi - Flokk­ur 2 202403895

      Sigrún Hjart­ar­dótt­ir Bók­felli sæk­ir um leyfi til að byggja sól­skála úr stáli og gleri við nú­ver­andi ein­býl­is­hús á lóð­inni Bók­fell, L123661, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Stækk­un: 59,1 m², 194,5 m³.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram.

     • 12.3. Sölkugata 21, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202001164

      77 ehf. Byggð­ar­holti 20 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Sölkugata nr. 21, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram.

     • 12.4. Uglugata 40-46 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202202132

      Uglugata 40 ehf. Mel­haga 22 Reykja­vík sækja um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta fjöl­býl­is­húss á lóð­inni Uglugata nr. 40-46 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram.

     • 12.5. Voga­tunga 73 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild - Flokk­ur 1 202401283

      Ottó Þor­valds­son Voga­tungu 73 sæk­ir um leyfi til að byggja sól­skála við nú­ver­andi par­hús á lóð­inni Voga­tunga nr. 73 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi hlaut um­fjöllun skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar á fundi henn­ar 12.04.2024 og var sam­þykkt að með­höndla er­ind­ið sem óveru­legt frá­vik frá skil­mál­um gild­andi deili­skipu­lags.
      Stækk­un: 15,0 m², 32,25 m³.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram.

     Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00