Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

8. júní 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Leigu­íbúð­ir í Mos­fells­bæ201409371

    Anna Sigríður Guðnadóttir óskar eftir að farið verði yfir stöðu mála varðandi uppbyggingu leiguíbúða við Þverholt 27-29. Málinu var frestað á síðast fundi bæjarráðs.

    Bæj­ar­stjóri upp­lýsti bæj­ar­ráð um stöðu máls­ins.

    • 2. Um­sögn um til­lögu til þings­álykt­un­ar um stefnu og fram­kvæmda­áætlun í mál­efn­um fatl­aðs fólks fyr­ir árin 2017-2021201704246

      Umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017-2021. Málinu var frestað á síðasta fundi.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs að senda Al­þingi um­sögn í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað.

    • 3. Styrk­beiðni vegna árs­þings Kiw­an­is­hreyf­ing­ar­inn­ar á Ís­landi og Fær­eyj­um201705299

      Beiðni um styrk til að halda ársþing Kiwanishreyfingar á Íslandi og Færeyjum með beinu fjárframlagi eða íhlutun um leigu á Hlégarði eða í skólum bæjarins

      Bæj­ar­ráð er já­kvætt fyr­ir er­ind­inu og fel­ur bæj­ar­stjóra að ræða við bréf­rit­ara um fyr­ir­komulag styrks.

    • 4. Selja­dals­náma201703003

      Lögð er fyrir bæjarráð tillaga um vinnu við gerð umhverfismats vegna Seljadalsnámu

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að hefja vinnu við gerð um­hverf­is­mats vegna Selja­dals­námu. Eng­in skuld­bind­ing um frek­ari vinnslu felst í þess­ari ákvörð­un.

      Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
      Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar leggst gegn áfram­hald­andi efnis­töku í Selja­dals­námu og þar af leið­ir nýju um­hverf­is­mati. Eng­inn áhugi hef­ur ver­ið fyr­ir því að við­halda veg­in­um milli Nesja­valla­veg­ar og Hafra­vatns þrátt fyr­ir ósk­ir þar um en vegna þunga­flutn­inga til og frá námunni hef­ur ástand hans ver­ið af­leitt og til stór­felldra óþæg­inda fyr­ir íbúa. Um­hverf­isút­tekt­ir hafa hing­að til held­ur ekki megn­að að verja hags­muni íbúa, hvorki hvað varð­ar áhrif þunga­flutn­ing­anna, né önn­ur óþæg­indi sem af efnis­tök­unni hljót­ast fyr­ir þá og er það ásamt áð­ur­nefndu ástandi veg­ar­ins til­efni þess að Íbúa­hreyf­ing­in tel­ur ekki ástæðu til að fara út í þetta um­fangs­mikla verk­efni.

      Bók­un S, V og D lista
      Gerð hef­ur ver­ið jarð­fræði­leg út­tekt á mögu­legri áfram­hald­andi vinnslu í Selja­dals­námu. Var nið­ur­stað­an sú að um­hverf­is­leg­ur ávinn­ing­ur hlyt­ist af áfram­hald­andi vinnslu í Selja­dal með til­liti til kol­efn­is­spora. Á þeirri for­sendu telja full­trú­ar S, V og D lista í bæj­ar­ráði óá­byrgt ann­að en að fram fari um­hverf­is­mat vegna um­hverf­isáhrifa af áfram­hald­andi vinnslu í námunni. Í slíku mati er m.a. tek­ið á að­komu­leið­um að námunni og áhrif­um á íbúa.
      Eng­in skuld­bind­ing felst um frek­ari vinnslu með gerð um­hverf­is­mats en nauð­syn­legt er að láta vinna það til að kanna all­ar hlið­ar máls­ins ít­ar­leg­ar, svo bæj­ar­ráð geti í fram­hald­inu tek­ið upp­lýsta ákvörð­un.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:45