8. júní 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Leiguíbúðir í Mosfellsbæ201409371
Anna Sigríður Guðnadóttir óskar eftir að farið verði yfir stöðu mála varðandi uppbyggingu leiguíbúða við Þverholt 27-29. Málinu var frestað á síðast fundi bæjarráðs.
Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um stöðu málsins.
2. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017-2021201704246
Umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017-2021. Málinu var frestað á síðasta fundi.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að senda Alþingi umsögn í samræmi við framlagt minnisblað.
3. Styrkbeiðni vegna ársþings Kiwanishreyfingarinnar á Íslandi og Færeyjum201705299
Beiðni um styrk til að halda ársþing Kiwanishreyfingar á Íslandi og Færeyjum með beinu fjárframlagi eða íhlutun um leigu á Hlégarði eða í skólum bæjarins
Bæjarráð er jákvætt fyrir erindinu og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara um fyrirkomulag styrks.
4. Seljadalsnáma201703003
Lögð er fyrir bæjarráð tillaga um vinnu við gerð umhverfismats vegna Seljadalsnámu
Samþykkt með þremur atkvæðum að hefja vinnu við gerð umhverfismats vegna Seljadalsnámu. Engin skuldbinding um frekari vinnslu felst í þessari ákvörðun.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggst gegn áframhaldandi efnistöku í Seljadalsnámu og þar af leiðir nýju umhverfismati. Enginn áhugi hefur verið fyrir því að viðhalda veginum milli Nesjavallavegar og Hafravatns þrátt fyrir óskir þar um en vegna þungaflutninga til og frá námunni hefur ástand hans verið afleitt og til stórfelldra óþæginda fyrir íbúa. Umhverfisúttektir hafa hingað til heldur ekki megnað að verja hagsmuni íbúa, hvorki hvað varðar áhrif þungaflutninganna, né önnur óþægindi sem af efnistökunni hljótast fyrir þá og er það ásamt áðurnefndu ástandi vegarins tilefni þess að Íbúahreyfingin telur ekki ástæðu til að fara út í þetta umfangsmikla verkefni.Bókun S, V og D lista
Gerð hefur verið jarðfræðileg úttekt á mögulegri áframhaldandi vinnslu í Seljadalsnámu. Var niðurstaðan sú að umhverfislegur ávinningur hlytist af áframhaldandi vinnslu í Seljadal með tilliti til kolefnisspora. Á þeirri forsendu telja fulltrúar S, V og D lista í bæjarráði óábyrgt annað en að fram fari umhverfismat vegna umhverfisáhrifa af áframhaldandi vinnslu í námunni. Í slíku mati er m.a. tekið á aðkomuleiðum að námunni og áhrifum á íbúa.
Engin skuldbinding felst um frekari vinnslu með gerð umhverfismats en nauðsynlegt er að láta vinna það til að kanna allar hliðar málsins ítarlegar, svo bæjarráð geti í framhaldinu tekið upplýsta ákvörðun.