31. mars 2021 kl. 07:00,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Brúarfljót 5-7 - sameining lóða202103234
Borist hefur erindi frá Sveinbirni Jónssyni, f.h. Efniviðs ehf, dags. 10.03.2021, með ósk um sameiningu lóða við Brúarfljót 5-7. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd er samþykk áformum um sameiningu lóða. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram með málsaðila.
Jón Pétursson fulltrúi M-lista Miðflokks situr hjá við afgreiðslu málsins.2. Engjavegur 21 - deiliskipulagsbreyting202103336
Borist hefur erindi frá Pálmari Halldórssyni, f.h. húseiganda að Engjavegi 21, dags. 12.03.2021, með ósk um heimild fyrir deiliskipulagsbreytingu og skiptingu lóðar í samræmi við bókun skipulagsnefndar á fundi nr. 443. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga, að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3. Verndarsvæði í byggð - Álafosskvos202011356
Lögð er fram til kynningar úthlutun styrks úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2021, frá Minjastofnun Íslands, vegna verkefnisins Verndarsvæði í byggð í Álafosskvos. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd lýsir yfir ánægu sinni með verkefnið og þakkar fyrir styrkveitinguna.
4. Seljadalsnáma201703003
Lögð er fram til kynningar ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsáætlun fyrir efnistöku í Seljadalsnámu, dags. 08.03.2021. Skipulagsstofnun auglýsti tillögu að matsáætlun, unna af Eflu verkfræðistofu, með umsagnafresti til 06.01.2021. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt. Umhverfissviði falin áframhaldandi vinna umhverfismats.
5. Könnun á viðhorfum til skipulags- og byggingarmála hjá Mosfellsbæ202103422
Borist hefur erindi frá Stefáni Ómari Jónssyni, fulltrúa L-lista Vina Mosfellsbæjar, með ósk um fyrirtöku á máli um könnun á viðhorfi til skipulags- og byggingarmála í sveitarfélaginu. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd leggur til að forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar verði falið að greina nánar hvernig markmiðum með tillögu fulltrúa L-lista verði helst náð og fjalla um það hvort og þá hvernig unnt yrði að fella hana að þeirri vinnu sem nú þegar stendur yfir vegna umbóta sem byggja á upplýsingum úr könnun Gallup á þjónustu sveitarfélaga.
6. Skarhólabraut 3 - deiliskipulagsbreyting202103620
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Skarhólabraut 3.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan hljóti afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur breytinguna það óverulega og hagsmuni aðeins sveitarfélagsins að falla megi frá kröfum um grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga, með vísan í 3. mgr. 43. og 44 gr. sömu laga um kynningarferli grenndarkynninga. Breytingartillaga deiliskipulags telst því samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og annast skipulagsfulltrúi staðfestingu skipulagsins.
7. Hlíðavöllur - ósk um heimild fyrir salernisaðstöðu á vellinum202103225
Borist hefur erindi frá Ágústi Jenssyni, f.h. Golfklúbbs Mosfellsbæjar, dags. 09.03.2021, með ósk um framkvæmdaleyfi til þess að setja upp selerni á Hlíðarvelli í samræmi við gögn dags. 25.03.2021.
Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
8. Arnartangi 54 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202103040
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Kolbrúnu Kristinsdóttur fyrir viðbyggingu og útlitsbreytingu á Arnartanga 54. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 431. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er til samþykkt deiliskipulag á svæðinu. Meðfylgjandi er undirritað samþykki nágranna.
Skipulagsnefnd metur meðfylgjandi undirrituð gögn nærliggjandi hagsmunaaðila svo að falla megi frá kröfum um grenndarkynningu byggingarleyfis með vísan í 3. mgr. 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Byggingarfulltrúa er því heimilt að gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
9. Arnartangi 56 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202103264
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Skúla Jónssyni fyrir viðbyggingu og útlitsbreytingu á Arnartanga 56. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 431. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er til samþykkt deiliskipulag á svæðinu. Meðfylgjandi er undirritað samþykki nágranna.
Skipulagsnefnd metur meðfylgjandi undirrituð gögn nærliggjandi hagsmunaaðila svo að falla megi frá kröfum um grenndarkynningu byggingarleyfis með vísan í 3. mgr. 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Byggingarfulltrúa er því heimilt að gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
10. Brattahlíð 16-30 - deiliskipulagsbreyting202103043
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Bröttuhlíð 16-30.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan hljóti afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur meðfylgjandi undirrituð gögn nærliggjandi hagsmunaaðila svo að falla megi frá kröfum um grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga, með vísan í 3. mgr. 43. og 44. gr. sömu laga um kynningarferli grenndarkynninga. Breytingartillaga deiliskipulags telst því samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og annast skipulagsfulltrúi staðfestingu skipulagsins. Lóðarhafi skal greiða kostnað sem af breytingunni hlýst.
11. Beiðni um umsögn um Kolviðarhólslínu 1202103078
Borist hefur erindi frá Skipulagsstofnun, dags 02.03.2021, með ósk um umsögn vegna matsskyldu Kolviðarhólslínu 1. Umsagnafrestur var til og með 22.03.2021.
Lagt fram og kynnt. Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.
Fundargerðir til staðfestingar
12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 431202103027F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
12.1. Arnartangi 54 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202103040
Kolbrún Kristinsdóttir Arnartanga 54 sækir um leyfi fyrir stækkun raðhúss á lóðinni Arnartangi nr. 54, í samræmi við framlögð gögn. Stækkun 28,7 m², 72,4 m³.
12.2. Arnartangi 56 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202103264
Skúli Jónsson Arnartanga 56 sækir um leyfi fyrir stækkun raðhúss á lóðinni Arnartangi nr. 56, í samræmi við framlögð gögn. Stækkun 3,2 m², 9,6 m³.
12.3. Engjavegur 18. Í Reykjalandi Heiði, Umsókn um byggingarleyfi 202008824
Steindór Hálfdánarson Engjavegi 18 sækir um leyfi til breyttrar útfærslu bílgeymsluhurða á lóðinni Engjavegur nr. 18, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
12.4. Háholt 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202011047
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til breytinga innra skipulags samkomuhúss á lóðinni Háholt nr. 2 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
12.5. Hjallahlíð 23 - Breytingar á húsnæði 202003416
Sveinn Fjalar Ágústsson sækir um leyfi fyrir breytingum útlits og innra skipulags áður samþykktrar vinnustofu á lóðinni Hjallahlíð nr. 23. Stærðir breytast ekki.