Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

31. mars 2021 kl. 07:00,
í fjarfundi


Fundinn sátu

 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
 • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
 • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
 • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
 • Jón Pétursson aðalmaður
 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
 • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
 • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
 • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
 • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Brú­arfljót 5-7 - sam­ein­ing lóða202103234

  Borist hefur erindi frá Sveinbirni Jónssyni, f.h. Efniviðs ehf, dags. 10.03.2021, með ósk um sameiningu lóða við Brúarfljót 5-7. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

  Skipu­lags­nefnd er sam­þykk áform­um um sam­ein­ingu lóða. Skipu­lags­full­trúa fal­ið að vinna mál­ið áfram með máls­að­ila.
  Jón Pét­urs­son full­trúi M-lista Mið­flokks sit­ur hjá við af­greiðslu máls­ins.

 • 2. Engja­veg­ur 21 - deili­skipu­lags­breyt­ing202103336

  Borist hefur erindi frá Pálmari Halldórssyni, f.h. húseiganda að Engjavegi 21, dags. 12.03.2021, með ósk um heimild fyrir deiliskipulagsbreytingu og skiptingu lóðar í samræmi við bókun skipulagsnefndar á fundi nr. 443. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

  Skipu­lags­nefnd heim­il­ar um­sækj­anda, skv. 2. mgr. 38. gr. skipu­lagslaga, að leggja fram til­lögu að deili­skipu­lags­breyt­ingu í sam­ræmi við 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

 • 3. Vernd­ar­svæði í byggð - Ála­fosskvos202011356

  Lögð er fram til kynningar úthlutun styrks úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2021, frá Minjastofnun Íslands, vegna verkefnisins Verndarsvæði í byggð í Álafosskvos. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

  Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd lýs­ir yfir ánægu sinni með verk­efn­ið og þakk­ar fyr­ir styrk­veit­ing­una.

 • 4. Selja­dals­náma201703003

  Lögð er fram til kynningar ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsáætlun fyrir efnistöku í Seljadalsnámu, dags. 08.03.2021. Skipulagsstofnun auglýsti tillögu að matsáætlun, unna af Eflu verkfræðistofu, með umsagnafresti til 06.01.2021. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

  Lagt fram og kynnt. Um­hverf­is­sviði falin áfram­hald­andi vinna um­hverf­is­mats.

 • 5. Könn­un á við­horf­um til skipu­lags- og bygg­ing­ar­mála hjá Mos­fells­bæ202103422

  Borist hefur erindi frá Stefáni Ómari Jónssyni, fulltrúa L-lista Vina Mosfellsbæjar, með ósk um fyrirtöku á máli um könnun á viðhorfi til skipulags- og byggingarmála í sveitarfélaginu. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

  Skipu­lags­nefnd legg­ur til að for­stöðu­manni þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar verði fal­ið að greina nán­ar hvern­ig mark­mið­um með til­lögu full­trúa L-lista verði helst náð og fjalla um það hvort og þá hvern­ig unnt yrði að fella hana að þeirri vinnu sem nú þeg­ar stend­ur yfir vegna um­bóta sem byggja á upp­lýs­ing­um úr könn­un Gallup á þjón­ustu sveit­ar­fé­laga.

 • 6. Skar­hóla­braut 3 - deili­skipu­lags­breyt­ing202103620

  Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Skarhólabraut 3.

  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­lag­an hljóti af­greiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Skipu­lags­nefnd met­ur breyt­ing­una það óveru­lega og hags­muni að­eins sveit­ar­fé­lags­ins að falla megi frá kröf­um um grennd­arkynn­ingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga, með vís­an í 3. mgr. 43. og 44 gr. sömu laga um kynn­ing­ar­ferli grennd­arkynn­inga. Breyt­ing­ar­til­laga deili­skipu­lags telst því sam­þykkt og skal hljóta af­greiðslu skv. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og ann­ast skipu­lags­full­trúi stað­fest­ingu skipu­lags­ins.

 • 7. Hlíða­völl­ur - ósk um heim­ild fyr­ir sal­ern­is­að­stöðu á vell­in­um202103225

  Borist hefur erindi frá Ágústi Jenssyni, f.h. Golfklúbbs Mosfellsbæjar, dags. 09.03.2021, með ósk um framkvæmdaleyfi til þess að setja upp selerni á Hlíðarvelli í samræmi við gögn dags. 25.03.2021.

  Skipu­lags­full­trúa fal­ið að gefa út fram­kvæmda­leyfi í sam­ræmi við 13. og 15. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 skv. reglu­gerð um fram­kvæmda­leyfi nr. 772/2012.

 • 8. Arn­ar­tangi 54 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202103040

  Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Kolbrúnu Kristinsdóttur fyrir viðbyggingu og útlitsbreytingu á Arnartanga 54. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 431. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er til samþykkt deiliskipulag á svæðinu. Meðfylgjandi er undirritað samþykki nágranna.

  Skipu­lags­nefnd met­ur með­fylgj­andi und­ir­rit­uð gögn nær­liggj­andi hags­muna­að­ila svo að falla megi frá kröf­um um grennd­arkynn­ingu bygg­ing­ar­leyf­is með vís­an í 3. mgr. 44 gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Bygg­ing­ar­full­trúa er því heim­ilt að gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar að um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010 og bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012.

 • 9. Arn­ar­tangi 56 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202103264

  Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Skúla Jónssyni fyrir viðbyggingu og útlitsbreytingu á Arnartanga 56. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 431. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er til samþykkt deiliskipulag á svæðinu. Meðfylgjandi er undirritað samþykki nágranna.

  Skipu­lags­nefnd met­ur með­fylgj­andi und­ir­rit­uð gögn nær­liggj­andi hags­muna­að­ila svo að falla megi frá kröf­um um grennd­arkynn­ingu bygg­ing­ar­leyf­is með vís­an í 3. mgr. 44 gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Bygg­ing­ar­full­trúa er því heim­ilt að gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar að um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010 og bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012.

 • 10. Bratta­hlíð 16-30 - deili­skipu­lags­breyt­ing202103043

  Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Bröttuhlíð 16-30.

  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­lag­an hljóti af­greiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Skipu­lags­nefnd met­ur með­fylgj­andi und­ir­rit­uð gögn nær­liggj­andi hags­muna­að­ila svo að falla megi frá kröf­um um grennd­arkynn­ingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga, með vís­an í 3. mgr. 43. og 44. gr. sömu laga um kynn­ing­ar­ferli grennd­arkynn­inga. Breyt­ing­ar­til­laga deili­skipu­lags telst því sam­þykkt og skal hljóta af­greiðslu skv. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og ann­ast skipu­lags­full­trúi stað­fest­ingu skipu­lags­ins. Lóð­ar­hafi skal greiða kostn­að sem af breyt­ing­unni hlýst.

 • 11. Beiðni um um­sögn um Kol­við­ar­hóls­línu 1202103078

  Borist hefur erindi frá Skipulagsstofnun, dags 02.03.2021, með ósk um umsögn vegna matsskyldu Kolviðarhólslínu 1. Umsagnafrestur var til og með 22.03.2021.

  Lagt fram og kynnt. Ekki eru gerð­ar at­huga­semd­ir við er­ind­ið.

Fundargerðir til staðfestingar

 • 12. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 431202103027F

  Fundargerð lögð fram til kynningar.

  Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

  • 12.1. Arn­ar­tangi 54 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202103040

   Kol­brún Krist­ins­dótt­ir Arn­ar­tanga 54 sæk­ir um leyfi fyr­ir stækk­un rað­húss á lóð­inni Arn­ar­tangi nr. 54, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stækk­un 28,7 m², 72,4 m³.

  • 12.2. Arn­ar­tangi 56 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202103264

   Skúli Jóns­son Arn­ar­tanga 56 sæk­ir um leyfi fyr­ir stækk­un rað­húss á lóð­inni Arn­ar­tangi nr. 56, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stækk­un 3,2 m², 9,6 m³.

  • 12.3. Engja­veg­ur 18. Í Reykjalandi Heiði, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202008824

   Steindór Hálf­dán­ar­son Engja­vegi 18 sæk­ir um leyfi til breyttr­ar út­færslu bíl­geymslu­hurða á lóð­inni Engja­veg­ur nr. 18, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

  • 12.4. Há­holt 2 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202011047

   Mos­fells­bær Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til breyt­inga innra skipu­lags sam­komu­húss á lóð­inni Há­holt nr. 2 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

  • 12.5. Hjalla­hlíð 23 - Breyt­ing­ar á hús­næði 202003416

   Sveinn Fjal­ar Ág­ústs­son sæk­ir um leyfi fyr­ir breyt­ing­um út­lits og innra skipu­lags áður sam­þykktr­ar vinnu­stofu á lóð­inni Hjalla­hlíð nr. 23. Stærð­ir breyt­ast ekki.

  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.