18. október 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Sævar Birgisson (SB) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Guðmundur Hreinsson (GH) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Seljadalsnáma - umhverfismat efnistöku201703003
Skipulagsstofnun auglýsti til auglýsingar umhverfismatsskýrslu Mosfellsbæjar vegna mögulegrar áframhaldandi efnistöku úr Seljadalsnámu, í samræmi við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og reglugerð nr. 1381/2021. Mosfellsbær leggur til í mati hugsanlega efnistöku á allt að 230.000 m3 af efni á um 2 ha landsvæði í Seljadal. Óheimilt verður að vinna í námunni í júní, júlí og ágúst. Tilgangur framkvæmdarinnar er að afla fyrsta flokks steinefnis fyrir malbik á höfuðborgarsvæðinu. Í umhverfismatsskýrslunni eru áhrif framkvæmda á eftirfarandi þætti metin: Gróður, fuglalíf, jarðmyndanir, landslag og ásýnd, útivist, fornleifar, loftgæði, hljóðvist og vatnsvernd. Umsagnafrestur var frá 20.08.2024 til og með 02.10.2024. Athugasemdir bárust í skipulagsgátt. Hjálagðar eru til kynningar og umræðu innsendar umsagnir og athugasemdir.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa og ráðgjöfum að taka saman og rýna innsendar ábendingar og athugasemdir.
2. Langitangi 11-13 - deiliskipulagsbreyting202402282
Lagt er fram til kynningar athugasemdabréf Skipulagsstofnunar, dags 26.09.2024, vegna deiliskipulagsbreytingar að Langatanga 11-13 sem afgreidd var samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á 614. fundi nefndarinnar. Hjálagðir eru til afgreiðslu uppfærðir uppdrættir skipulags í samræmi við ábendingar.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum uppfærða tillögu skipulagsins í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Skipulagsfulltrúa er falin staðfesting skipulagsins í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3. Óskotsvegur 42 L125474 - ósk um aðalskipulagsbreytingu202407160
Lagt er fram til kynningar umbeðið minnisblað umhverfissviðs og skipulagsfulltrúa um erindi Ólafs Hjördísarsonar Jónssonar, f.h. landeiganda, vegna óskar um aðalskipulagsbreytingu fyrir L125474, í samræmi við afgreiðslu á 614. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fresta afgreiðslu máls og óskar eftir frekari gögnum úr stjórnsýslu Mosfellsbæjar.
4. Efstaland 1 - ósk um aðal- og deiliskipulagsbreytingu202408423
Lagt er fram til kynningar umbeðið minnisblað umhverfissviðs og skipulagsfulltrúa um erindi E Einn ehf., vegna óskar um aðal- og deiliskipulagsbreytingu fyrir verslunar- og þjónustulóð að Efstalandi 1 í Helgafellshverfi, í samræmi við afgreiðslu á 615. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela umhverfissviði og skipulagsfulltrúa áframhaldandi úrvinnslu erindis í samvinnu við málsaðila.
5. Helgafellstorfan - deiliskipulag 7. áfanga Helgafellshverfis201704194
Lögð er fram til kynningar og umræðu drög að deiliskipulagstillögu fyrir 7. áfanga Helgafellshverfis, Helgafellstorfu, ásamt minnisblaði og samantekt skipulagsfulltrúa. Skipulagið sýnir fjölbreytta byggð ólíkra húsagerða; smærri fjölbýli, rað-, par- og einbýlishús auk búsetukjarna. Tillagan áætlar allt að 198 nýjar íbúðir í suðurhlíðum Helgafells og við Ásaveg.
Umræður um málið, frestað vegna tímaskorts.
6. Uppbygging á búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk202409278
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga Sigurbjargar Fjölnisdóttur, sviðsstjóri velferðarsviðs, um undirbúning nýs búsetukjarna fyrir fatlað fólk sem bæjarráð Mosfellsbæjar vísaði á 1642. fundi sínum til skipulagsnefndar. Í samræmi við afgreiðslu felur bæjarráð nefndinni að undirbúa skipulagsvinnu og staðarvalsgreiningar vegna nýs búsetukjarna sem verði á bilinu 470-550 m2 með íbúðum fyrir sex til sjö íbúa auk starfsmannaaðstöðu.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa og umhverfissviði, í samráði við velferðarsvið, gerð staðarvalsgreiningar sem leggja skal fyrir nefndina.
7. Hraðastaðir 3 L123675 - merkjalýsing, lóða- og landamál202410243
Borist hefur erindi í formi merkjalýsingar frá Hirti Erni Arnarssyni, f.h. landeiganda að Hraðastöðum 3 L123675, með ósk um uppskiptingu lands. Í samræmi við gögn verður stofnuð ein 1,2 ha lóð um húsnæði að Hraðastöðum 3 í Mosfellsdal.
Frestað vegna tímaskorts.
8. Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 - Frekari uppbyggingarmöguleikar í Grafarvogi og öðrum borgarhlutum202410202
Lögð er fram til kynningar skipulags og verklýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 er varða uppbyggingu nýs íbúðarhúsnæðis innan gróinna hverfa. Áhersla er á uppbyggingarmöguleika á smærri vannýttum svæðum innan hverfa, helst í Grafarvogi. Gögn eru til kynningar í skipulagsgáttinni sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnafrestur verklýsingar var frá 05.09.2024 til og með 15.10.2024.
Frestað vegna tímaskorts.
9. Ævintýragarður - deiliskipulag201710251
Lagðir eru fram til kynningar og umræðu skipulagsuppdrættir og tillaga Ævintýragarðsins, sem auglýst var til umsagnar og athugasemda þann 03.06.2021. Skipulagsfulltrúi fer yfir áskoranir verkefnisins og athugasemdir sem bárust.
Frestað vegna tímaskorts.
10. Farsældartún - skipulag202410035
Hönnuðir og skipulagsráðgjafar frá EFLU og Stiku arkitektum kynna stöðu verkefnis og fyrstu drög skipulagslýsingar að uppbyggingu og þróun Farsældartúns að Skálatúni. Skipulagi svæðisins er ætlað að styðja sem best við farsæld barna og á svæðinu verða byggingar sem munu hýsa aðila sem veita börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra þjónustu s.s. opinberar stofnanir, sérskóli, félagasamtök og sjálfstætt starfandi sérfræðingar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa og ráðgjöfum áframhaldandi vinnu máls.
Gestir
- Silja Traustadóttir
- Magnea Guðmundsdóttir