3. júlí 2020 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) varamaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Arni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Reykjamelur 12-14 - deiliskipulagsbreyting202006026
Borist hefur erindi frá KR-Ark, f.h. lóðarhafa Reykjamels 12-14 Flott mál ehf., þar sem lögð er fram til kynningar tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðirnar. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 517.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2. Austurheiði í Reykjavík - rammaskipulag202006203
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 10.06.2020, með ósk um umsagnir við kynntri tillögu að rammaskipulagi fyrir Austurheiðar í Reykjavík. Athugasemdafrestur er til 28.07.2020. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 517.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd óskar eftir því að haft verði samráð um frekari áform um uppbyggingu við sveitarfélagamörk Mosfellsbæjar og Reykjavíkur þegar þau liggja fyrir, t.a.m. við Langavatn.
3. Nýi Skerjafjörður - drög að tillögu202006068
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 04.06.2020, með ósk um athugasemdir við auglýstum drögum að tillögu vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030 vegna breytinga á landnotkun og fjölgun íbúða í Skerjafirði. Athugasemdafrestur er til 24.06.2020. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 517.
Lagt fram og kynnt. Bókun fulltrúa M lista: Þetta verkefni meirihlutans í Reykjavík gengur of langt í að þrengja að rekstri flugvallarins í Vatnsmýrinni. Ekki liggur fyrir annað flugvallarsvæði næst höfuðborginni sem hægt er að nýta fyrir sjúkra- og innanlandsflug á Íslandi sem tryggir öryggi almennings.
4. Sérstök búsetuúrræði - breytingartillaga202006064
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 04.06.2020, með ósk um athugasemdir við auglýstum drögum að tillögu vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030 þar sem skerpt er á heimildum sem varða sérstök búsetuúrræði innan mismunandi landnotkunarsvæða aðalskipulagsins, m.a. varðandi húsnæðislausnir fyrir heimilislausa. Athugasemdafrestur er til 24.06.2020. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 517.
Lagt fram og kynnt.
5. Stefna um íbúðarbyggð - stakir reitir202006066
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 04.06.2020, með ósk um athugasemdir við auglýstum drögum að tillögu vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030 varðandi skilgreiningar nýrra reita fyrir íbúðarbyggð. Athugasemdafrestur er til 24.06.2020. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 517.
Lagt fram og kynnt.
6. Elliðavogur smábátahöfn - breytingartillaga202006065
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 04.06.2020, með ósk um athugasemdir við auglýstum drögum að tillögu vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030, tillagan felur í sér lítilsháttar breytingar á hafnargarði við smábátahöfn Snarfara. Athugasemdafrestur var til 24.06.2020.
Lagt fram og kynnt.
7. Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík 2010-2030 - Iðnaðarsvæði fyrir efnisvinnslu við Álfsnesvík2018084560
Lögð eru fram til kynningar staðfest gögn frá Skipulagsstofnun vegna breytingar á svæðisskipulagi í Álfsnesvík. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 517.
Lagt fram og kynnt. Bókun fulltrúa M lista: Nauðsynlegt er að tekið sé tillit til sjónarmiða Minjastofnunar.
8. Kæra Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 46/2018 - synjun á að skipta frístundalóð við Hafravatn í tvennt201803283
Lagður er fram til kynningar úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli 117/2019 - kæra á ákvörðun bæjarráðs Mosfellsbæjar um að synja umsókn kærenda um skiptingu lóðar í tvo hluta og byggingu húss á þeim. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 517.
Lagt fram og kynnt.
9. Sveitarfélagið Ölfus - breyting á aðalskipulagi fyrir miðbæ Þorlákshafnar202006586
Erindi hefur borist frá Sveitarfélaginu Ölfusi, dags. 26.06.2020, með ósk um umsögn vegna breytingar á aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 er snertir miðbæjarkjarna Þorlákshafnar. Athugasemdafrestur er til 14.08.2020.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við erindi Sveitarfélagsins Ölfuss.
10. Kvíslartunga 5 - breyting á deiliskipulagi201909368
Lögð eru fram drög að svörum við athugasemdum sem bárust vegna auglýstrar tillögu. Deiliskipulagið lagt fram til afgreiðslu.
Skipulagsfulltrúa falið að svara innkomnum athugasemdum í samræmi við minnisblað. Deiliskipulag samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar M og L lista sitja hjá.
11. Uglugata 14-20 - breyting á deiliskipulagi, breytt aðkoma201809165
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 14.05.2020 til og með 28.06.2020. Auglýsing birtist í Lögbirtingarblaðinu, Mosfellingi og á heimasíðu Mosfellsbæjar, uppdráttur var aðgengilegur á vef og á upplýsingatorgi. Sérstakt kynningarbréf var borið út í nærliggjandi hús að Uglugötu 2-4, 6-12, 14-20, 24 og Vefarastræti 8-14. Gunnar Ingi Hjartarson, formaður húsfélags Vefarastrætis 8-14, skilaði inn athugasemdum íbúa í formi undirskriftarlista.
Bókun fulltrúa M lista: Á sínum tíma voru gerð mistök við aðkomu, ábyrgðin liggur hjá húsbyggjanda og ber honum að leysa þau inna lóðar. Miðflokkurinn greiðir atkvæði gegn tllögunni. Fulltrúi Miðflokksins sér enga ástæðu til þess að verja tíma starfsmanna í að svara íbúum sem hafa gert vel rökstuddar athugasemdir sem þarf að taka fullt tillit til og tekur undir sjónarmið íbúa Vefarastrætis.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna drög að svörum við innsendum athugasemdum og leggja fram á næsta fundi skipulagsnefndar.
Fulltrúi L lista situr hjá.12. Fossatunga 2-6 - deiliskipulag202006216
Borist hefur erindi frá Arnari Inga Ingólfssyni, f.h. lóðarhafa Fossatungu 2-6 dags. 09.06.2020, með ósk um breytingu á deiliskipulagi með fjölgun íbúða í huga.
Bókun fulltrúa M lista: Fordæmi hefur verið gefið í viðkomandi götu um fjölgun íbúða þrátt fyrir að deiliskipulagið sé nýlegt. Afstaða Miðflokksins er að deiliskipulag eigi að halda nema fyrir liggi sérstakar aðstæður. Fordæmi hefur hins vegar verið gefið og verður þess vegna að líta til þess.
Fulltrúar M og L lista sitja hjá.Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga, að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
13. Breytt aðkoma að Gljúfrasteini um Jónstótt202005002
Lögð er fram til kynningar tillaga Ríkiseigna að deiliskipulagsbreytingu við Þingvallarveg vegna uppbyggingar við Jónstótt fyrir safnið að Gljúfrasteini.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur breytinguna óverulega þar sem um er að ræða minniháttar stækkun deiliskipulagsmarka Þingvallavegar, stækkun á bílaplani varðar eign umsækjanda. Lítil byggð er á svæðinu og breytingin er innan stofnanareits. Tillaga verður kynnt nærliggjandi hagsmunaaðilum.
14. Deiliskipulagsbreyting í Fossatungu - Kiwanisreitur202001359
Lögð er til kynningar tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Kiwanisreit í Fossatungu, Leirvogstunguhverfi. Gögn eru unnin af Teiknistofu Arkitekta, dags. 29.06.2020.
Skipulagsnefnd samþykkir að nýju að deiliskipulagsbreyting Bjarna S. Guðmundssonar verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
15. Leiksvæði í Mosfellsbæ - Framkvæmd202005062
Borist hefur erindi frá umhverfissviði með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir leikvöll í Leirvogstunguhverfi.
Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Áætlanir samræmast gildandi deiliskipulagi.
16. Gerplutorg - deiliskipulag202004232
Lagðar eru fram drög til kynningar af tillögum hönnunar fyrir Gerplutorg í Helgafellshverfi unnar af Ragnhildi Skarphéðinsdóttur landslagsarkitekt.
Lagt fram og kynnt.
17. Hamraborg - deiliskipulag201810282
Lagðar eru fram til kynningar drög að deiliskipulagi fyrir Hamraborgarreit unnið af ASK arkitektum. Einnig er til kynningar skýrsla fornleifaskráningar svæðisins unnin af Ragnheiði Traustadóttur hjá Antikva.
Lagt fram og kynnt.
18. Seljadalsnáma201703003
Lögð eru fram til kynningar drög að tillögu að matsáæltun fyrir efnistöku í Seljadalsnámu. Gögnin eru unnin af verkfræðistofunni Eflu, dags. 29.06.2020. Á 1309. fundi bæjarráðs þann 08.06.17 var samþykkt að hefja vinnu við umhverfismat vegna Seljadalsnámu.
Skipulagsnefnd samþykkir að drögin verði auglýst. Fulltrúi L lista situr hjá.
19. Selvatn - ósk um gerð deiliskipulags201905022
Lagt er fram til kynningar svarbréf Skipulagsstofnunar, dags. 19.06.2020, þar sem athugasemdir eru gerðar við gildistöku skipulagsins. Meðfylgjandi eru athugasemdir stofnunarinnar.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samráði við málsaðila.
20. Lynghóll í landi Miðdals - breyting á aðalskipulagi202006488
Borist hefur erindi frá Lindu Friðriksdóttur og Stefán Guðlaugsson þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi í landi Lynghóls landnr. 199733. Breytingin felst í að allt landið verði skilgreint sem land fyrir frístundabyggð en aðeins hluti þess er frístundabyggð í núverandi aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til endurskoðunar aðalskipulags.
21. Bjarkarholt - deiliskipulagsbreyting202006204
Arkitektar stofunnar A2F, f.h. lóðarhafa að Bjarkarholti 1, kynna hugmynd að deiliskipulagsbreytingu.
Arkitektar stofunnar A2F, f.h. lóðarhafa að Bjarkarholti 1, kynntu hugmynd að deiliskipulagsbreytingu.
Gestir
- Falk Krüger
- Aðalheiður Atladóttir
Fundargerð
22. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 40202006035F
Lagt fram.
22.1. Engjavegur 6 - breyting á deiliskipulagi 201908526
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 513. fundi nefndarinnar að deilskipulagstillagan yrði auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagstillagan var kynnt með dreifibréfi grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. skipulagslaga sem borið var út til aðila í Engjavegi 1, 3, 5, 6, 8, 10, 12, Amsturdam 2 og Dælustöðvarveg 5.
Breytingin var einnig kynnt á vef sveitarfélagsins, mos.is, en uppdrættir voru bæði aðgengilegir á vef sem og á upplýsingatorgi Mosfellsbæjar að Þverholti 2.
23. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 41202006044F
Lagt fram.
23.1. Fossatunga 17-19 - breyting á deiliskipulagi 202001154
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 513. fundi nefndarinnar að deilskipulagstillagan yrði auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagstillagan var kynnt með dreifibréfi grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. skipulagslaga sem borið var út til nærliggjandi íbúa og lóðarhafa, framkvæmdaraðila.
Breytingin var einnig kynnt á vef sveitarfélagsins, mos.is, en uppdrættir voru bæði aðgengilegir á vef sem og á upplýsingatorgi Mosfellsbæjar að Þverholti 2. Athugasemdafrestur var frá 16. maí til og með 22. júní 2020.
Engar athugasemdir bárust.23.2. Leirvogstungumelar - breyting á deiliskipulagi 201912057
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 513. fundi nefndarinnar að deilskipulagstillagan yrði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Auglýsing birtist í Lögbirtingarblaðinu, Mosfellingi og á heimasíðu Mosfellsbæjar, uppdráttur var aðgengilegur á vef og á upplýsingatorgi Þverholti 2. Dreifibréf var sent á lóðarhafa innan skipulagsins. Athugasemdafrestur var frá 14. maí til og með 28. júní 2020.
Engar athugasemdir bárust.
24. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 403202006028F
Lagt fram.
24.1. Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa 202006302
Ásmundur Hrafn Sturluson leggur fram, fyrir hönd lóðarhafa, fyrirspurn varðandi byggingaráform einbýlishúss með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Súluhöfði nr.12 í samræmi við framlögð gögn.
24.2. Gerplustræti 2-4/Umsókn um byggingarleyfi 202005053
Starfandi ehf. sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Gerplustræti nr. 2-4, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
24.3. Jónstótt 123665 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202006034
Ríkiseignir Borgartúni 7a Reykjavík sækja um leyfi til að breyta og rífa að hluta núverandi hús á lóðinni Jónstótt, landnr. 123665, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir eftir breytingu: 156,6 m², 320,59 m³.24.4. Þverholt 2 / Umsókn um byggingarleyfi - ÁTVR 202001165
Reitir hf., Kringlunni 4 - 12 Reykjavík, sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta af breytingum 1. hæðar verslunarhúsnæðis á lóðinni Þverholt nr. 2, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
25. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 404202006039F
Lagt fram.
25.1. Skarhólabraut 50, Umsókn um byggingarleyfi 202006229
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu forðageymi kaldavatns á lóðinni Skarhólabraut nr. 50, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 526,0 m², 3468,2 m³.25.2. Súluhöfði 55, Umsókn um byggingarleyfi 202005281
Aron Árnason Kirkjustétt 23 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Súluhöfði nr. 55 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 285,7 m², 987,6 m³.25.3. Helgadalsvegur 10 /Umsókn um byggingarleyfi. 202003321
Einar K. Hermannsson Hólabraut 2 Hafnarfirði sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús á lóðinni Helgadalsvegur nr. 10, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 124,6 m², 333,0m³.
25.4. Furubyggð 18-28 /Umsókn um byggingarleyfi 202004329
Fyrir hönd íbúa við Furubyggð 18-28 sækir Jónína Sigurgeirsdóttir Furubyggð 28 um leyfi til breyttrar útfærslu þaka sólskála á lóðunum Furubyggð nr.18-28 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
25.5. Súluhöfði 36 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202005379
Sigurður Harðarson Flétturima 8 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Súluhöfði nr. 36, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 215,9 m², bílgeymsla 41,8 m², 953,8 m³.25.6. Leirvogstunga 35, Umsókn um byggingarleyfi. 2018084149
Óskar Jóhann Sigurðsson kt. 070662-7369, Litlikriki 57 Mosfellsbæ, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á tveimur hæðum með innbygðri bílgeymslu og auka íbúð á lóðinni Leirvogstunga nr.35, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 236,2 m², auka íbúð 58,4 m², bílgeymsla 40,5 m², 1153,5 m³.