Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

3. júlí 2020 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Margrét Guðjónsdóttir (MGu) varamaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Jón Pétursson aðalmaður
  • Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Arni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Reykja­mel­ur 12-14 - deili­skipu­lags­breyt­ing202006026

    Borist hefur erindi frá KR-Ark, f.h. lóðarhafa Reykjamels 12-14 Flott mál ehf., þar sem lögð er fram til kynningar tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðirnar. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 517.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­lag­an verði kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

  • 2. Aust­ur­heiði í Reykja­vík - ramma­skipu­lag202006203

    Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 10.06.2020, með ósk um umsagnir við kynntri tillögu að rammaskipulagi fyrir Austurheiðar í Reykjavík. Athugasemdafrestur er til 28.07.2020. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 517.

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir því að haft verði sam­ráð um frek­ari áform um upp­bygg­ingu við sveit­ar­fé­laga­mörk Mos­fells­bæj­ar og Reykja­vík­ur þeg­ar þau liggja fyr­ir, t.a.m. við Langa­vatn.

  • 3. Nýi Skerja­fjörð­ur - drög að til­lögu202006068

    Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 04.06.2020, með ósk um athugasemdir við auglýstum drögum að tillögu vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030 vegna breytinga á landnotkun og fjölgun íbúða í Skerjafirði. Athugasemdafrestur er til 24.06.2020. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 517.

    Lagt fram og kynnt. Bók­un full­trúa M lista: Þetta verk­efni meiri­hlut­ans í Reykja­vík geng­ur of langt í að þrengja að rekstri flug­vall­ar­ins í Vatns­mýr­inni. Ekki ligg­ur fyr­ir ann­að flug­vall­ar­svæði næst höf­uð­borg­inni sem hægt er að nýta fyr­ir sjúkra- og inn­an­lands­flug á Ís­landi sem trygg­ir ör­yggi al­menn­ings.

  • 4. Sér­stök bú­setu­úr­ræði - breyt­ing­ar­til­laga202006064

    Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 04.06.2020, með ósk um athugasemdir við auglýstum drögum að tillögu vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030 þar sem skerpt er á heimildum sem varða sérstök búsetuúrræði innan mismunandi landnotkunarsvæða aðalskipulagsins, m.a. varðandi húsnæðislausnir fyrir heimilislausa. Athugasemdafrestur er til 24.06.2020. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 517.

    Lagt fram og kynnt.

  • 5. Stefna um íbúð­ar­byggð - stak­ir reit­ir202006066

    Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 04.06.2020, með ósk um athugasemdir við auglýstum drögum að tillögu vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030 varðandi skilgreiningar nýrra reita fyrir íbúðarbyggð. Athugasemdafrestur er til 24.06.2020. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 517.

    Lagt fram og kynnt.

  • 6. Ell­iða­vog­ur smá­báta­höfn - breyt­ing­ar­til­laga202006065

    Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 04.06.2020, með ósk um athugasemdir við auglýstum drögum að tillögu vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030, tillagan felur í sér lítilsháttar breytingar á hafnargarði við smábátahöfn Snarfara. Athugasemdafrestur var til 24.06.2020.

    Lagt fram og kynnt.

  • 7. Að­al­skipu­lags­breyt­ing í Reykja­vík 2010-2030 - Iðn­að­ar­svæði fyr­ir efn­is­vinnslu við Álfs­nesvík2018084560

    Lögð eru fram til kynningar staðfest gögn frá Skipulagsstofnun vegna breytingar á svæðisskipulagi í Álfsnesvík. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 517.

    Lagt fram og kynnt. Bók­un full­trúa M lista: Nauð­syn­legt er að tek­ið sé til­lit til sjón­ar­miða Minja­stofn­un­ar.

  • 8. Kæra Úr­skurð­ar­nefnd­ar um­hverf­is- og auð­linda­mála nr. 46/2018 - synj­un á að skipta frí­stundalóð við Hafra­vatn í tvennt201803283

    Lagður er fram til kynningar úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli 117/2019 - kæra á ákvörðun bæjarráðs Mosfellsbæjar um að synja umsókn kærenda um skiptingu lóðar í tvo hluta og byggingu húss á þeim. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 517.

    Lagt fram og kynnt.

  • 9. Sveit­ar­fé­lag­ið Öl­fus - breyt­ing á að­al­skipu­lagi fyr­ir mið­bæ Þor­láks­hafn­ar202006586

    Erindi hefur borist frá Sveitarfélaginu Ölfusi, dags. 26.06.2020, með ósk um umsögn vegna breytingar á aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 er snertir miðbæjarkjarna Þorlákshafnar. Athugasemdafrestur er til 14.08.2020.

    Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd­ir við er­indi Sveit­ar­fé­lags­ins Ölfuss.

  • 10. Kvísl­artunga 5 - breyt­ing á deili­skipu­lagi201909368

    Lögð eru fram drög að svörum við athugasemdum sem bárust vegna auglýstrar tillögu. Deiliskipulagið lagt fram til afgreiðslu.

    Skipu­lags­full­trúa fal­ið að svara inn­komn­um at­huga­semd­um í sam­ræmi við minn­is­blað. Deili­skipu­lag sam­þykkt og skal hljóta af­greiðslu skv. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Full­trú­ar M og L lista sitja hjá.

    • 11. Uglugata 14-20 - breyt­ing á deili­skipu­lagi, breytt að­koma201809165

      Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 14.05.2020 til og með 28.06.2020. Auglýsing birtist í Lögbirtingarblaðinu, Mosfellingi og á heimasíðu Mosfellsbæjar, uppdráttur var aðgengilegur á vef og á upplýsingatorgi. Sérstakt kynningarbréf var borið út í nærliggjandi hús að Uglugötu 2-4, 6-12, 14-20, 24 og Vefarastræti 8-14. Gunnar Ingi Hjartarson, formaður húsfélags Vefarastrætis 8-14, skilaði inn athugasemdum íbúa í formi undirskriftarlista.

      Bók­un full­trúa M lista: Á sín­um tíma voru gerð mistök við að­komu, ábyrgð­in ligg­ur hjá hús­byggj­anda og ber hon­um að leysa þau inna lóð­ar. Mið­flokk­ur­inn greið­ir at­kvæði gegn tl­lög­unni. Full­trúi Mið­flokks­ins sér enga ástæðu til þess að verja tíma starfs­manna í að svara íbú­um sem hafa gert vel rök­studd­ar at­huga­semd­ir sem þarf að taka fullt til­lit til og tek­ur und­ir sjón­ar­mið íbúa Vefara­stræt­is.

      Skipu­lags­full­trúa fal­ið að vinna drög að svör­um við inn­send­um at­huga­semd­um og leggja fram á næsta fundi skipu­lags­nefnd­ar.
      Full­trúi L lista sit­ur hjá.

    • 12. Fossa­tunga 2-6 - deili­skipu­lag202006216

      Borist hefur erindi frá Arnari Inga Ingólfssyni, f.h. lóðarhafa Fossatungu 2-6 dags. 09.06.2020, með ósk um breytingu á deiliskipulagi með fjölgun íbúða í huga.

      Bók­un full­trúa M lista: For­dæmi hef­ur ver­ið gef­ið í við­kom­andi götu um fjölg­un íbúða þrátt fyr­ir að deili­skipu­lag­ið sé ný­legt. Af­staða Mið­flokks­ins er að deili­skipu­lag eigi að halda nema fyr­ir liggi sér­stak­ar að­stæð­ur. For­dæmi hef­ur hins veg­ar ver­ið gef­ið og verð­ur þess vegna að líta til þess.
      Full­trú­ar M og L lista sitja hjá.

      Skipu­lags­nefnd heim­il­ar um­sækj­anda, skv. 2. mgr. 38. gr. skipu­lagslaga, að leggja fram til­lögu að deili­skipu­lags­breyt­ingu í sam­ræmi við 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

    • 13. Breytt að­koma að Gljúfra­steini um Jón­st­ótt202005002

      Lögð er fram til kynningar tillaga Ríkiseigna að deiliskipulagsbreytingu við Þingvallarveg vegna uppbyggingar við Jónstótt fyrir safnið að Gljúfrasteini.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­lag­an verði kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Skipu­lags­nefnd met­ur breyt­ing­una óveru­lega þar sem um er að ræða minni­hátt­ar stækk­un deili­skipu­lags­marka Þing­valla­veg­ar, stækk­un á bíla­plani varð­ar eign um­sækj­anda. Lít­il byggð er á svæð­inu og breyt­ing­in er inn­an stofn­anareits. Til­laga verð­ur kynnt nær­liggj­andi hags­muna­að­il­um.

      • 14. Deili­skipu­lags­breyt­ing í Fossa­tungu - Kiw­an­is­reit­ur202001359

        Lögð er til kynningar tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Kiwanisreit í Fossatungu, Leirvogstunguhverfi. Gögn eru unnin af Teiknistofu Arkitekta, dags. 29.06.2020.

        Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að nýju að deili­skipu­lags­breyt­ing Bjarna S. Guð­munds­son­ar verði aug­lýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

      • 15. Leik­svæði í Mos­fells­bæ - Fram­kvæmd202005062

        Borist hefur erindi frá umhverfissviði með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir leikvöll í Leirvogstunguhverfi.

        Skipu­lags­full­trúa fal­ið að gefa út fram­kvæmda­leyfi í sam­ræmi við 13. og 15. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 skv. reglu­gerð um fram­kvæmda­leyfi nr. 772/2012. Áætlan­ir sam­ræm­ast gild­andi deili­skipu­lagi.

      • 16. Gerplutorg - deili­skipu­lag202004232

        Lagðar eru fram drög til kynningar af tillögum hönnunar fyrir Gerplutorg í Helgafellshverfi unnar af Ragnhildi Skarphéðinsdóttur landslagsarkitekt.

        Lagt fram og kynnt.

        • 17. Hamra­borg - deili­skipu­lag201810282

          Lagðar eru fram til kynningar drög að deiliskipulagi fyrir Hamraborgarreit unnið af ASK arkitektum. Einnig er til kynningar skýrsla fornleifaskráningar svæðisins unnin af Ragnheiði Traustadóttur hjá Antikva.

          Lagt fram og kynnt.

        • 18. Selja­dals­náma201703003

          Lögð eru fram til kynningar drög að tillögu að matsáæltun fyrir efnistöku í Seljadalsnámu. Gögnin eru unnin af verkfræðistofunni Eflu, dags. 29.06.2020. Á 1309. fundi bæjarráðs þann 08.06.17 var samþykkt að hefja vinnu við umhverfismat vegna Seljadalsnámu.

          Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að drög­in verði aug­lýst. Full­trúi L lista sit­ur hjá.

        • 19. Selvatn - ósk um gerð deili­skipu­lags201905022

          Lagt er fram til kynningar svarbréf Skipulagsstofnunar, dags. 19.06.2020, þar sem athugasemdir eru gerðar við gildistöku skipulagsins. Meðfylgjandi eru athugasemdir stofnunarinnar.

          Skipu­lags­full­trúa fal­ið að vinna mál­ið áfram í sam­ráði við máls­að­ila.

        • 20. Lyng­hóll í landi Mið­dals - breyt­ing á að­al­skipu­lagi202006488

          Borist hefur erindi frá Lindu Friðriksdóttur og Stefán Guðlaugsson þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi í landi Lynghóls landnr. 199733. Breytingin felst í að allt landið verði skilgreint sem land fyrir frístundabyggð en aðeins hluti þess er frístundabyggð í núverandi aðalskipulagi.

          Skipu­lags­nefnd vís­ar er­ind­inu til end­ur­skoð­un­ar að­al­skipu­lags.

        • 21. Bjark­ar­holt - deili­skipu­lags­breyt­ing202006204

          Arkitektar stofunnar A2F, f.h. lóðarhafa að Bjarkarholti 1, kynna hugmynd að deiliskipulagsbreytingu.

          Arki­tekt­ar stof­unn­ar A2F, f.h. lóð­ar­hafa að Bjark­ar­holti 1, kynntu hug­mynd að deili­skipu­lags­breyt­ingu.

          Gestir
          • Falk Krüger
          • Aðalheiður Atladóttir

          Fundargerð

          • 22. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 40202006035F

            Lagt fram.

            • 22.1. Engja­veg­ur 6 - breyt­ing á deili­skipu­lagi 201908526

              Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti á 513. fundi nefnd­ar­inn­ar að deil­skipu­lagstil­lag­an yrði aug­lýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.
              Skipu­lagstil­lag­an var kynnt með dreifi­bréfi grennd­arkynn­ing­ar í sam­ræmi við 44. gr. skipu­lagslaga sem bor­ið var út til að­ila í Engja­vegi 1, 3, 5, 6, 8, 10, 12, Amst­ur­dam 2 og Dælu­stöðv­arveg 5.
              Breyt­ing­in var einn­ig kynnt á vef sveit­ar­fé­lags­ins, mos.is, en upp­drætt­ir voru bæði að­gengi­leg­ir á vef sem og á upp­lýs­inga­torgi Mos­fells­bæj­ar að Þver­holti 2.

            • 23. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 41202006044F

              Lagt fram.

              • 23.1. Fossa­tunga 17-19 - breyt­ing á deili­skipu­lagi 202001154

                Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti á 513. fundi nefnd­ar­inn­ar að deil­skipu­lagstil­lag­an yrði aug­lýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.
                Skipu­lagstil­lag­an var kynnt með dreifi­bréfi grennd­arkynn­ing­ar í sam­ræmi við 44. gr. skipu­lagslaga sem bor­ið var út til nær­liggj­andi íbúa og lóð­ar­hafa, fram­kvæmdarað­ila.
                Breyt­ing­in var einn­ig kynnt á vef sveit­ar­fé­lags­ins, mos.is, en upp­drætt­ir voru bæði að­gengi­leg­ir á vef sem og á upp­lýs­inga­torgi Mos­fells­bæj­ar að Þver­holti 2. At­huga­semda­frest­ur var frá 16. maí til og með 22. júní 2020.
                Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

              • 23.2. Leir­vogstungu­mel­ar - breyt­ing á deili­skipu­lagi 201912057

                Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti á 513. fundi nefnd­ar­inn­ar að deil­skipu­lagstil­lag­an yrði aug­lýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.
                Aug­lýs­ing birt­ist í Lög­birt­ing­ar­blað­inu, Mos­fell­ingi og á heima­síðu Mos­fells­bæj­ar, upp­drátt­ur var að­gengi­leg­ur á vef og á upp­lýs­inga­torgi Þver­holti 2. Dreifi­bréf var sent á lóð­ar­hafa inn­an skipu­lags­ins. At­huga­semda­frest­ur var frá 14. maí til og með 28. júní 2020.
                Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

              • 24. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 403202006028F

                Lagt fram.

                • 24.1. Fyr­ir­spurn til skipu­lags- og bygg­ing­ar­full­trúa 202006302

                  Ásmund­ur Hrafn Sturlu­son legg­ur fram, fyr­ir hönd lóð­ar­hafa, fyr­ir­spurn varð­andi bygg­ingaráform ein­býl­is­húss með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Súlu­höfði nr.12 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

                • 24.2. Gerplustræti 2-4/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202005053

                  Starf­andi ehf. sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta fjöl­býl­is­húss á lóð­inni Gerplustræti nr. 2-4, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

                • 24.3. Jón­st­ótt 123665 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202006034

                  Rík­is­eign­ir Borg­ar­túni 7a Reykja­vík sækja um leyfi til að breyta og rífa að hluta nú­ver­andi hús á lóð­inni Jón­st­ótt, landnr. 123665, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                  Stærð­ir eft­ir breyt­ingu: 156,6 m², 320,59 m³.

                • 24.4. Þver­holt 2 / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi - ÁTVR 202001165

                  Reit­ir hf., Kringl­unni 4 - 12 Reykja­vík, sækja um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta af breyt­ing­um 1. hæð­ar versl­un­ar­hús­næð­is á lóð­inni Þver­holt nr. 2, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

                • 25. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 404202006039F

                  Lagt fram.

                  • 25.1. Skar­hóla­braut 50, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202006229

                    Mos­fells­bær Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu forða­geymi kalda­vatns á lóð­inni Skar­hóla­braut nr. 50, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                    Stærð­ir: 526,0 m², 3468,2 m³.

                  • 25.2. Súlu­höfði 55, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202005281

                    Aron Árna­son Kirkju­stétt 23 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Súlu­höfði nr. 55 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                    Stærð­ir: 285,7 m², 987,6 m³.

                  • 25.3. Helga­dals­veg­ur 10 /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 202003321

                    Ein­ar K. Her­manns­son Hóla­braut 2 Hafnar­firði sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri ein­býl­is­hús á lóð­inni Helga­dals­veg­ur nr. 10, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 124,6 m², 333,0m³.

                  • 25.4. Furu­byggð 18-28 /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202004329

                    Fyr­ir hönd íbúa við Furu­byggð 18-28 sæk­ir Jón­ína Sig­ur­geirs­dótt­ir Furu­byggð 28 um leyfi til breyttr­ar út­færslu þaka sól­skála á lóð­un­um Furu­byggð nr.18-28 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

                  • 25.5. Súlu­höfði 36 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202005379

                    Sig­urð­ur Harð­ar­son Flétt­urima 8 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Súlu­höfði nr. 36, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                    Stærð­ir: Íbúð 215,9 m², bíl­geymsla 41,8 m², 953,8 m³.

                  • 25.6. Leir­vogstunga 35, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 2018084149

                    Ósk­ar Jó­hann Sig­urðs­son kt. 070662-7369, Litlikriki 57 Mos­fells­bæ, sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á tveim­ur hæð­um með inn­bygðri bíl­geymslu og auka íbúð á lóð­inni Leir­vogstunga nr.35, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: Íbúð 236,2 m², auka íbúð 58,4 m², bíl­geymsla 40,5 m², 1153,5 m³.

                  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:14