21. janúar 2021 kl. 16:15,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Bjartur Steingrímsson formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varamaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) aðalmaður
- Unnar Karl Jónsson aðalmaður
- Michele Rebora (MR) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ársskýrsla Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 2020202101242
Lögð fram til kynningar ársskýrsla Skógræktarfélags Mosfellsbæjar fyrir árið 2020, ásamt starfsáætlun fyrir árið 2021. Björn Traustason formaður félagsins kemur á fundinn.
Ársskýrsla Skógræktarfélags Mosfellsbæjar fyrir árið 2020 og starfsáætlun fyrir árið 2021 lögð fram til kynningar.
Björn Traustason formaður skógræktarfélagsins kom á fundinn.Gestir
- Björn Traustason
2. Ársskýrsla Hestamannafélagsins Harðar fyrir 2020202101104
Lögð fram til kynningar ársskýrsla hestamannafélagsins Harðar vegna framkvæmda á árinu 2020.
Ársskýrsla hestamannafélagsins Harðar vegna framkvæmda á árinu 2020 lögð fram til kynningar.
3. Seljadalsnáma201703003
Lögð fram til kynningar auglýst tillaga Mosfellsbæjar að matsáætlun umhverfisáhrifa vegna Seljadalsnámu.
Tillaga að matsáætlun umhverfisáhrifa vegna Seljadalsnámu lögð fram til kynningar.
Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi kynnti málið.Gestir
- Kristinn Pálsson
4. Starfsleyfistillaga fyrir Sorpu201904230
Lögð fram til kynningar umsögn umhverfisstjóra við tillögu að breyttu starfsleyfi fyrir urðunarstað SORPU bs. í Álfsnesi. Málið var tekið til umfjöllunar á 1467. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar þann 26. nóvember s.l. Niðurstaða bæjarráðs var að vísa tillögunni til umhverfisstjóra til umsagnar og afgreiðslu, jafnframt því að tillagan yrði kynnt fyrir umhverfisnefnd.
Umsögn umhverfisstjóra við tillögu að breyttu starfsleyfi fyrir urðunarstað Sorpu bs. í Álfsnesi lögð fram til kynningar.
5. Friðland við Varmárósa, endurskoðun á mörkum202002125
Lögð fram til staðfestingar tillaga að endurskoðaðri friðlýsingu fyrir Varmárósa með stækkun svæðis með hliðsjón af útbreiðslu fitjasefs. Tillaga að friðlýsingu hefur verið auglýst á heimasíðu Umhverfisstofnunar og bárust engar neikvæðar athugasemdir. Beðið er eftir umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Tillaga að endurskoðun friðlýsingar fyrir Varmárósa lögð fram til samþykktar.
Umhverfisnefnd staðfestir framlagða tillögu að endurskoðun friðlýsingar og fagnar niðurstöðu málsins.- FylgiskjalAuglýsing_Varmárósar_tillaga.pdfFylgiskjalUmhverfisstofnun _ Varmárósar Mosfellsbæ_frett.pdfFylgiskjal2020_Varmasosar_afmorkun_kort.pdfFylgiskjalHeilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis.pdfFylgiskjalLandvernd.pdfFylgiskjalUmsögn_Landgræðslunnar_um_endurskoðun_friðlýsing_Varmárósa (1).pdfFylgiskjalVegagerðin.pdf