Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

28. september 2020 kl. 07:00,
í fjarfundi


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Jón Pétursson aðalmaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi

JBH vék af fundi kl. 8:30. BB vék af fundi kl. 9:05


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Bjarta­hlíð 25 - um­sókn um stækk­un lóð­ar201805176

    Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Björtuhlíð 25. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að aug­lýsa til­lögu að deili­skipu­lags­breyt­ingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, í sam­ræmi við bók­un bæj­ar­ráðs á fundi nr. 1383.

  • 2. Fjölg­un bíla­stæða við Varmár­veg í Helga­fells­hverfi201905212

    Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Varmárveg vegna fjölgunar bílastæða í götu. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að aug­lýsa til­lögu að deili­skipu­lags­breyt­ingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

  • 3. Hringtorg á gatna­mót­um Langa­tanga og Skeið­holts - deili­skipu­lag202009115

    Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu vegna hringtorgs á gatnamótum Langatanga og Skeiðholts. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að aug­lýsa til­lögu að deili­skipu­lags­breyt­ingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

  • 4. Selja­dals­náma - matsáætlun201703003

    Í samræmi við samþykkt bæjarráðs þann 09.07.2020 kynnti Mosfellsbær drög að matsáætlun, unna af Eflu verkfræðistofu, fyrir hagsmunaaðilum og íbúum. Athugasemdafrestur var frá 31.07.2020 til og með 14.08.2020. Tuttugu umsagnir bárust sem öllum hefur verið svarað efnislega í tillögu að matsáætlun. Lögð er fram til afgreiðslu tillaga að matsáætlun fyrir Seljadalsnámu sem senda skal Skipulagsstofnun.

    Bók­un full­trúa S-Lista: Áheyrn­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar tek­ur und­ir áhyggj­ur íbúa og sum­ar­húsa­eig­enda í ná­grenni við Selja­dals­námu vegna hugs­an­legr­ar námu­vinnslu í Selja­dal, vegna þess rasks, há­vaða og ryk­meng­un­ar sem af þess­ari starf­semi mun hljót­ast. Einn­ig tel­ur hann að í fyr­ir­liggj­andi drög­um að matsáætlun sé ekki nægi­leg­ur gaum­ur gef­inn að áhrif­um þeirr­ar um­ferð­ar sem fylg­ir starf­sem­inni og hugs­an­leg­um breyt­ing­um vegna nýrr­ar stað­setn­ing­ar tveggja mal­bik­un­ar­stöðva á Esju­mel­um. Þá ligg­ur ekki fyr­ir kostn­að­ar­mat á mis­mun­andi val­kost­um við öfl­un steinefn­is.

    Full­trúi L-Lista sit­ur hjá. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­laga að matsáætlun verði send Skipu­lags­stofn­un til aug­lýs­ing­ar.

  • 5. Bratta­hlíð 24-38 - gatna­gerð201912050

    Lögð er fram ósk Umhverfissviðs fyrir framkvæmdarleyfi fyrir gatnagerð í Bröttuhlíð í samræmi við samþykkt deiliskipulag.

    Skipu­lags­full­trúa fal­ið að gefa út fram­kvæmda­leyfi í sam­ræmi við 13. og 15. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 skv. reglu­gerð um fram­kvæmda­leyfi nr. 772/2012. Áætlan­ir sam­ræm­ast gild­andi deili­skipu­lagi.

  • 6. Þver­holt 25-27 - deili­skipu­lags­breyt­ing202006390

    Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Þverholt 25-27 þar sem kvöð er aflétt af lóðum.

    Bók­un full­trúa S-Lista: Áheyrn­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í skipu­lags­nefnd tel­ur að með aflétt­ingu kvaða sem hvíla á Þver­holti 25 og 27 sé ekki ver­ið að gæta lang­tíma hags­muna íbúa í Mos­fells­bæ hvað varð­ar upp­bygg­ingu ör­uggs al­menns lang­tíma­leigu­hús­næð­is í bæn­um. Frem­ur er hér ver­ið að setja hags­muni Verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Bakka ofar þeim.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­lag­an hljóti af­greiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Skipu­lags­nefnd met­ur breyt­ing­una óveru­lega þar sem hún telst minni­hátt­ar og með vís­an í 3. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga, um kynn­ing­ar­ferli grennd­arkynn­inga, met­ur skipu­lags­nefnd að­eins lóð­ar­hafa og sveit­ar­fé­lag­ið hags­muna­aðaila máls. Skipu­lags­nefnd ákveð­ur því að falla frá kröf­um um grennd­arkynn­ingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga. Breyt­ing­ar­til­laga deili­skipu­lags telst því sam­þykkt og skal hljóta af­greiðslu skv. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og ann­ast skipu­lags­full­trúi stað­fest­ingu skipu­lags­ins.

  • 7. Varmár­bakk­ar, lóð­ir fyr­ir hest­hús - breyt­ing á deili­skipu­lagi201809062

    Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu að nýju uppfærð tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Hestaíþróttasvæðið á Varmárbökkum. Tillagan tekur mið af athugasemdum sem bárust við fyrri auglýsingu skipulagsins og kynntar voru á 514. fundi nefndarinnar.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að aug­lýsa til­lögu að deili­skipu­lags­breyt­ingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða enduraug­lýs­ingu deili­skipu­lags í sam­ræmi við 4. mgr. 41. gr. sömu laga.

  • 8. Leir­vogstunga 29 - ósk um stækk­un lóð­ar202009380

    Borist hefur erindi frá Rúnari Þór Guðbrandssyni, dags. 27.04.2020, með ósk um stækkun lóðar í Leirvogstungu 29.

    Skipu­lags­nefnd synj­ar er­indi um­sækj­anda um stækk­un og breyt­ingu á deili­skipu­lagi þar sem að stækk­un er á skjön við heild­ar­yf­ir­bragð hverf­is. Einn­ig geng­ur hún á opið svæði í mikl­um halla sem sveit­ar­fé­lag­ið ann­ast og hef­ur um­sjón með.

  • 9. Leir­vogstunga 26 - ósk um stækk­un lóð­ar202009362

    Borist hefur erindi frá Ingu Dóru Glan Guðmundsdóttur, dags. 21.09.2020, með ósk um stækkun lóðar í Leirvogstungu 26.

    Skipu­lags­nefnd heim­il­ar um­sækj­anda í sam­vinnu við um­hverf­is­sviði að vinna breyt­ingu á deili­skipu­lagi sem síð­ar verð­ur aug­lýst. Kostn­að­ur, sam­kvæmt gjaldskrá Mos­fells­bæj­ar, skal að öllu greidd­ur af um­sækj­anda og skal máls­að­ili vera upp­lýst­ur um kostn­að. Um­sjón verks verð­ur hjá um­hverf­is­sviði Mos­fells­bæj­ar.

  • 10. Um­ferð­ar­hraði Ála­fosskvos202006397

    Lagðar eru fram til kynningar tillögur Eflu verkfræðistofu um umferðarúrbætur í Álafosskvos.

    Lagt fram og kynnt.

  • 11. Stefna um íbúð­ar­byggð - stak­ir reit­ir - Reykja­vík­ur­borg202006066

    Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 16.09.2020, með ósk um athugasemdir við auglýstri tillögu vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030 varðandi skilgreiningar nýrra reita fyrir íbúðarbyggð. Athugasemdafrestur er til 28.10.2020. Drög sömu tillögu voru tekin fyrir á 519. fundi nefndarinnar.

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd við er­indi Reykja­vík­ur­borg­ar.

  • 12. Sér­stök bú­setu­úr­ræði - breyt­ing­ar­til­laga - Reykja­vík­ur­borg202006064

    Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 16.09.2020, með ósk um athugasemdir við auglýstri tillögu vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030 þar sem skerpt er á heimildum sem varða sérstök búsetuúrræði innan mismunandi landnotkunarsvæða aðalskipulagsins, m.a. varðandi húsnæðislausnir fyrir heimilislausa. Athugasemdafrestur er til 28.10.2020. Drög sömu tillögu voru tekin fyrir á 519. fundi nefndarinnar.

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd við er­indi Reykja­vík­ur­borg­ar.

  • 13. Nýi Skerja­fjörð­ur - drög að til­lögu - Reykja­vík­ur­borg202006068

    Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 16.09.2020, með ósk um athugasemdir við auglýstri tillögu vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030 vegna breytinga á landnotkun og fjölgun íbúða í Skerjafirði. Athugasemdafrestur er til 28.10.2020. Drög sömu tillögu voru tekin fyrir á 519. fundi nefndarinnar.

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd við er­indi Reykja­vík­ur­borg­ar.

  • 14. Súlu­höfði 53 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202007028

    Borist hefur erindi frá Írisi Ösp Björnsdóttur um byggingarleyfi og fyrirspurn, dags. 23.09.2020. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar, á 410. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, til umsagnar vegna ákvæða deiliskipulags og hæðar húss.

    Full­trúi L-Lista sit­ur hjá.
    Skipu­lags­nefnd get­ur ekki heim­ilað bygg­ing­ar­full­trúa að veita bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við teikn­ing­ar. Í skil­mál­um kem­ur fram að vegg­ir lang­hliða skulu ekki vera hærri en 3,5 metr­ar. Skipu­lags­nefnd hef­ur heim­ilað hús með flöt­um þök­um en þá skal ákvæði um hæð­ir út­veggja fylgt og hönn­un leyst í sam­ræmi við það. Skipu­lags­nefnd fylg­ir því fyrri for­dæm­um.

Fundargerðir til staðfestingar

  • 15. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 409202009031F

    Fundargerð lögð fram til kynningar.

    Lagt fram

    • 15.1. Súlu­höfði 35, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 202003504

      Ein­ar Geir Rún­ars­son Engja­seli 83 Rvk. sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Súlu­höfði nr.35, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: Íbúð 212,3 m², bíl­geymsla 77,2 m², 810,2 m³.

    • 15.2. Liljugata 5 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 2020081033

      Bygg­inga­fé­lag­ið Bakki ehf. Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu 8 íbúða fjöl­býl­is­hús á tveim­ur hæð­um á lóð­inni Liljugata nr. 5, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 553,7 m², 1.540,6 m³.

    • 15.3. Liljugata 7 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 2020081034

      Bygg­inga­fé­lag­ið Bakki ehf. Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu 8 íbúða fjöl­býl­is­hús á tveim­ur hæð­um á lóð­inni Liljugata nr. 7, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 553,7 m², 1.165,6 m³.

    Fundargerð

    • 16. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 410202009035F

      Lagt fram

      • 16.1. Reykja­byggð 53 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202007143

        Krist­inn Sig­ur­björns­son Reykja­byggð 53 sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Reykja­byggð nr. 53, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

      • 16.2. Súlu­höfði 53 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202007028

        Íris Ösp Björns­dótt­ir Þver­holti 29 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Súlu­höfði nr. 53 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð­ir: 220,2 m², 50,1 m², 1.189,4 m³.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15