28. september 2020 kl. 07:00,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
JBH vék af fundi kl. 8:30. BB vék af fundi kl. 9:05
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bjartahlíð 25 - umsókn um stækkun lóðar201805176
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Björtuhlíð 25. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, í samræmi við bókun bæjarráðs á fundi nr. 1383.
2. Fjölgun bílastæða við Varmárveg í Helgafellshverfi201905212
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Varmárveg vegna fjölgunar bílastæða í götu. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3. Hringtorg á gatnamótum Langatanga og Skeiðholts - deiliskipulag202009115
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu vegna hringtorgs á gatnamótum Langatanga og Skeiðholts. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4. Seljadalsnáma - matsáætlun201703003
Í samræmi við samþykkt bæjarráðs þann 09.07.2020 kynnti Mosfellsbær drög að matsáætlun, unna af Eflu verkfræðistofu, fyrir hagsmunaaðilum og íbúum. Athugasemdafrestur var frá 31.07.2020 til og með 14.08.2020. Tuttugu umsagnir bárust sem öllum hefur verið svarað efnislega í tillögu að matsáætlun. Lögð er fram til afgreiðslu tillaga að matsáætlun fyrir Seljadalsnámu sem senda skal Skipulagsstofnun.
Bókun fulltrúa S-Lista: Áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar í Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar tekur undir áhyggjur íbúa og sumarhúsaeigenda í nágrenni við Seljadalsnámu vegna hugsanlegrar námuvinnslu í Seljadal, vegna þess rasks, hávaða og rykmengunar sem af þessari starfsemi mun hljótast. Einnig telur hann að í fyrirliggjandi drögum að matsáætlun sé ekki nægilegur gaumur gefinn að áhrifum þeirrar umferðar sem fylgir starfseminni og hugsanlegum breytingum vegna nýrrar staðsetningar tveggja malbikunarstöðva á Esjumelum. Þá liggur ekki fyrir kostnaðarmat á mismunandi valkostum við öflun steinefnis.
Fulltrúi L-Lista situr hjá. Skipulagsnefnd samþykkir að tillaga að matsáætlun verði send Skipulagsstofnun til auglýsingar.
5. Brattahlíð 24-38 - gatnagerð201912050
Lögð er fram ósk Umhverfissviðs fyrir framkvæmdarleyfi fyrir gatnagerð í Bröttuhlíð í samræmi við samþykkt deiliskipulag.
Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Áætlanir samræmast gildandi deiliskipulagi.
6. Þverholt 25-27 - deiliskipulagsbreyting202006390
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Þverholt 25-27 þar sem kvöð er aflétt af lóðum.
Bókun fulltrúa S-Lista: Áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar í skipulagsnefnd telur að með afléttingu kvaða sem hvíla á Þverholti 25 og 27 sé ekki verið að gæta langtíma hagsmuna íbúa í Mosfellsbæ hvað varðar uppbyggingu öruggs almenns langtímaleiguhúsnæðis í bænum. Fremur er hér verið að setja hagsmuni Verktakafyrirtækisins Bakka ofar þeim.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan hljóti afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur breytinguna óverulega þar sem hún telst minniháttar og með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga, um kynningarferli grenndarkynninga, metur skipulagsnefnd aðeins lóðarhafa og sveitarfélagið hagsmunaaðaila máls. Skipulagsnefnd ákveður því að falla frá kröfum um grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Breytingartillaga deiliskipulags telst því samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og annast skipulagsfulltrúi staðfestingu skipulagsins.
7. Varmárbakkar, lóðir fyrir hesthús - breyting á deiliskipulagi201809062
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu að nýju uppfærð tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Hestaíþróttasvæðið á Varmárbökkum. Tillagan tekur mið af athugasemdum sem bárust við fyrri auglýsingu skipulagsins og kynntar voru á 514. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða endurauglýsingu deiliskipulags í samræmi við 4. mgr. 41. gr. sömu laga.
8. Leirvogstunga 29 - ósk um stækkun lóðar202009380
Borist hefur erindi frá Rúnari Þór Guðbrandssyni, dags. 27.04.2020, með ósk um stækkun lóðar í Leirvogstungu 29.
Skipulagsnefnd synjar erindi umsækjanda um stækkun og breytingu á deiliskipulagi þar sem að stækkun er á skjön við heildaryfirbragð hverfis. Einnig gengur hún á opið svæði í miklum halla sem sveitarfélagið annast og hefur umsjón með.
9. Leirvogstunga 26 - ósk um stækkun lóðar202009362
Borist hefur erindi frá Ingu Dóru Glan Guðmundsdóttur, dags. 21.09.2020, með ósk um stækkun lóðar í Leirvogstungu 26.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda í samvinnu við umhverfissviði að vinna breytingu á deiliskipulagi sem síðar verður auglýst. Kostnaður, samkvæmt gjaldskrá Mosfellsbæjar, skal að öllu greiddur af umsækjanda og skal málsaðili vera upplýstur um kostnað. Umsjón verks verður hjá umhverfissviði Mosfellsbæjar.
10. Umferðarhraði Álafosskvos202006397
Lagðar eru fram til kynningar tillögur Eflu verkfræðistofu um umferðarúrbætur í Álafosskvos.
Lagt fram og kynnt.
11. Stefna um íbúðarbyggð - stakir reitir - Reykjavíkurborg202006066
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 16.09.2020, með ósk um athugasemdir við auglýstri tillögu vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030 varðandi skilgreiningar nýrra reita fyrir íbúðarbyggð. Athugasemdafrestur er til 28.10.2020. Drög sömu tillögu voru tekin fyrir á 519. fundi nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við erindi Reykjavíkurborgar.
12. Sérstök búsetuúrræði - breytingartillaga - Reykjavíkurborg202006064
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 16.09.2020, með ósk um athugasemdir við auglýstri tillögu vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030 þar sem skerpt er á heimildum sem varða sérstök búsetuúrræði innan mismunandi landnotkunarsvæða aðalskipulagsins, m.a. varðandi húsnæðislausnir fyrir heimilislausa. Athugasemdafrestur er til 28.10.2020. Drög sömu tillögu voru tekin fyrir á 519. fundi nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við erindi Reykjavíkurborgar.
13. Nýi Skerjafjörður - drög að tillögu - Reykjavíkurborg202006068
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 16.09.2020, með ósk um athugasemdir við auglýstri tillögu vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030 vegna breytinga á landnotkun og fjölgun íbúða í Skerjafirði. Athugasemdafrestur er til 28.10.2020. Drög sömu tillögu voru tekin fyrir á 519. fundi nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við erindi Reykjavíkurborgar.
14. Súluhöfði 53 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202007028
Borist hefur erindi frá Írisi Ösp Björnsdóttur um byggingarleyfi og fyrirspurn, dags. 23.09.2020. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar, á 410. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, til umsagnar vegna ákvæða deiliskipulags og hæðar húss.
Fulltrúi L-Lista situr hjá.
Skipulagsnefnd getur ekki heimilað byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi í samræmi við teikningar. Í skilmálum kemur fram að veggir langhliða skulu ekki vera hærri en 3,5 metrar. Skipulagsnefnd hefur heimilað hús með flötum þökum en þá skal ákvæði um hæðir útveggja fylgt og hönnun leyst í samræmi við það. Skipulagsnefnd fylgir því fyrri fordæmum.
Fundargerðir til staðfestingar
15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 409202009031F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram
15.1. Súluhöfði 35, Umsókn um byggingarleyfi. 202003504
Einar Geir Rúnarsson Engjaseli 83 Rvk. sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Súluhöfði nr.35, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 212,3 m², bílgeymsla 77,2 m², 810,2 m³.
15.2. Liljugata 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 2020081033
Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 8 íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum á lóðinni Liljugata nr. 5, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 553,7 m², 1.540,6 m³.
15.3. Liljugata 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 2020081034
Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 8 íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum á lóðinni Liljugata nr. 7, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 553,7 m², 1.165,6 m³.
Fundargerð
16. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 410202009035F
Lagt fram
16.1. Reykjabyggð 53 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202007143
Kristinn Sigurbjörnsson Reykjabyggð 53 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Reykjabyggð nr. 53, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
16.2. Súluhöfði 53 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202007028
Íris Ösp Björnsdóttir Þverholti 29 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Súluhöfði nr. 53 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 220,2 m², 50,1 m², 1.189,4 m³.