22. janúar 2025 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) forseti
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varaforseti
- Dagný Kristinsdóttir (DK) 2. varaforseti
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) aðalmaður
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Sævar Birgisson (SB) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1652202501002F
Fundargerð 1652. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 864. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Uppbygging við Bjarkarholt 32-34 202211248
Drög að samkomulagi um uppbyggingu við Bjarkarholt 32 - 34 lagt fram til afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1652. fundar bæjarráðs staðfest á 864. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.2. Heitur pottur með ramp fyrir hreyfihamlaða 202411616
Upplýsingar um styrki og framlög vegna framkvæmda við heitan pott fyrir hreyfihamlaða lagðar fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1652. fundar bæjarráðs staðfest á 864. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.3. Brattahlíð 12 - Umsögn um geymslustað ökutækja 202411397
Frá Samgöngustofu beiðni um umsögn vegna geymslustaðar ökutækja vegna starfsleyfis ökutækjaleigu þar sem leigt er út eitt ökutæki að Bröttuhlíð 12.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1652. fundar bæjarráðs staðfest á 864. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.4. Húsnæði skammtímadvalar fyrir fötluð börn og ungmenni 202501130
Óskað er heimildar bæjarráðs til kaupa á sérbýli til að nýta fyrir skammtímadvöl fyrir fötluð börn og ungmenni.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1652. fundar bæjarráðs staðfest á 864. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.5. Skólaþjónusta við grindvísk börn 202412143
Erindi frá innviðaráðuneyti varðandi skólaþjónustu við börn sem eru með lögheimili í Grindavík en sækja leik- og grunnskóla utan sveitarfélagsins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1652. fundar bæjarráðs staðfest á 864. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.6. Stöðuskýrsla um innleiðingu Árósarsamningsins 202412358
Erindi frá umhverfis- orku og loftslagsráðuneyti þar sem vakin er athygli á uppfærslu á skýrslu um stöðu innleiðingar Árósarsamningsins hér á landi. Umsagnarfrestur er til 20. janúar nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1652. fundar bæjarráðs staðfest á 864. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.7. Leikskólinn Hlaðhamrar 202403189
Upplýsingar veittar um stöðu mála á leikskólanum Hlaðhömrum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1652. fundar bæjarráðs staðfest á 864. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Fundargerð
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1653202501009F
Fundargerð 1653. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 864. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Varmárvellir - nýframkvæmdir 202209235
Óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út 3. áfanga endurnýjunar aðal- og frjálsíþróttavallar við Íþróttamiðstöðina að Varmá.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1653. fundar bæjarráðs staðfest á 864. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.2. Betri samgöngur samgöngusáttmáli 202301315
Sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf. lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1653. fundar bæjarráðs staðfest á 864. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.3. Verkfallslisti Mosfellsbæjar 201909226
Skrá yfir störf sem undanþegin eru verkfallsheimild fyrir árið 2025 lögð fram til afgreiðslu, með fyrirvara um breytingar sem kunna að verða á listanum að loknu samráði við stéttarfélög.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1653. fundar bæjarráðs staðfest á 864. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 19202412011F
Fundargerð 19. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 864. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Markaðsáætlun fyrir Mosfellsbæ 2024-2025 202408432
Sveinn Líndal Jóhannsson frá Ennemm auglýsingastofu fer yfir stöðuna á verkefninu Markaðsáætlun fyrir Mosfellsbæ sem er hluti af aðgerðaáætlun atvinnustefnu.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundarhlé hófst kl. 16:51. Fundur hófst aftur kl. 16:54.
***
Afgreiðsla 19. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar staðfest á 864. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.2. Innleiðing atvinnustefnu 202311200
Starfsmaður nefndarinnar fer yfir stöðu aðgerðaáætlunar með atvinnustefnu Mosfellsbæjar 2023-2026.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 19. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar staðfest á 864. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.3. Fundadagatal 2025 202411328
Tillaga um fundaáætlun atvinnu- og nýsköpunarnefndar fyrir árið 2025 lögð fram til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 19. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar staðfest á 864. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 439202501005F
Fundargerð 439. fundar fræðsunefndar lögð fram til afgreiðslu á 864. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Kynning á starfsemi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu 202501328
Kynningar frá fulltrúum MMS - Miðstöð menntunar og skólaþjónustu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 439. fundar fræðslunefndar staðfest á 864. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.2. Boðað verkfall i leikskólanum Höfðabergi 202411729
Lagt fram til upplýsinga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 439. fundar fræðslunefndar staðfest á 864. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 623202501008F
Fundargerð 623. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 864. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Flugumýri athafnasvæði - breyting á skipulagsmörkum Desjamýri 201612203
Lögð er fram til afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir skipulag athafnasvæðis að Desjamýri. Breytingin felur í sér aðlögun skipulagsmarka til samræmis við afmörkun nýs deiliskipulags að Flugumýri, sem samþykkt var af bæjarstjórn Mosfellsbæjar þann 08.05.2024. Breytingin felst í því að mörk deiliskipulags til vesturs breytast og verða austan Flugumýrar og mun falla saman við mörk nýs deiliskipulags Flugumýrar.
Fram kom í auglýsingu á vef Mosfellsbæjar, www.mos.is, Mosfellingi og Lögbirtingablaðinu að samhliða yrði gerð tæknileg breyting á deiliskipulagi Desjamýrar þar sem deiliskipulagsmörk eru færð til og skipulagssvæði minnkað til samræmis við tillögu. Misfórst að láta uppdrátt fylgja kynningargögnum.
Hjálagt er bréf Skipulagsstofnunar, dags. 10.01.2025, vegna afgreiðslu skipulags Flugumýrar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 623. fundar skipulagsnefndar staðfest á 864. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.2. Seljadalsnáma - umhverfismat efnistöku 201703003
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að svörum og viðbrögðum við innsendum athugasemdum, umsögnum og ábendingum vegna umhverfismatsskýrslu Seljadalsnámu sem Skipulagsstofnun auglýsti í Skipulagsgátt frá 20.08.2024 til og með 02.10.2024.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 623. fundar skipulagsnefndar staðfest á 864. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.3. Í Miðdalsl 125360 við Sólbakka og Hafravatnsveg 50-64 - deiliskipulagsbreyting 202407220
Skipulagsnefnd samþykkti á 615. fundi sínum að kynna deiliskipulagsbreytingu frístundalands við Hafravatnsveg, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan sýnir breytta veghönnun um lóð Hafravatnsvegar 56 með aðkomu að Hulduhvammi um helgunarsvæði fornminja. Hjálagt er samþykki aðliggjandi landeiganda vegna aðkomu er fer um Hafravatnsveg 50-64. Tillagan var auglýst og gögn gerð aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, www.mos.is og Skipulagsgáttinni. Athugasemdafrestur var frá 22.10.2024 til og með 22.11.2024. Umsögn barst frá Veitum ohf., dags. 14.11.2024 en Minjastofnun Íslands vísar til fyrri umsagnar, dags. 11.05.2023.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 623. fundar skipulagsnefndar staðfest á 864. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.4. Lynghólsvegur 24 - deiliskipulagsgerð frístundabyggðar 202402394
Skipulagsnefnd samþykkti á 616. fundi sínum að kynna nýtt deiliskipulag frístundabyggðar að Lynghólsvegi 24, L125324, í samræmi við 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan felur í sér uppskiptingu lands og stofnun einnar nýrrar lóðar. Tillagan var auglýst og gögn gerð aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, www.mos.is, Skipulagsgáttinni, Lögbirtingablaðinu og Mosfellingi. Athugasemdafrestur var frá 02.12.2024 til og með 10.01.2025. Umsögn barst frá Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 11.12.2024.
Brugðist hefur verið við umsögn og tillaga uppfærð til samræmis. Hjálagt er deiliskipulag til afgreiðslu.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 623. fundar skipulagsnefndar staðfest á 864. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.5. Reykjahvoll 29 - deiliskipulag 202401443
Skipulagsnefnd samþykkti á 607. fundi sínum að kynna deiliskipulagsbreytingu fyrir Reykjahvol 29, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan felur í sér áætlun um viðbyggingu einbýlishúss til austurs innan byggingarreitar, með aukinni byggingarheimild upp að 300 m2. Tillagan var auglýst og gögn gerð aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, www.mos.is og Skipulagsgáttinni, auk þess sem gögn voru send þinglýstum eigendum lóða og landa að Reykjahvoli 23, 23a, 25, 27, 29, 31, 37, 39 og 41. Athugasemdafrestur var frá 22.11.2024 til og með 22.12.2024. Umsögn barst frá Auðuni Páli Sigurðarsyni, dags. 08.10.2024.
Hjálögð eru drög að svörun athugasemda auk deiliskipulagsbreytingar til afgreiðslu.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 623. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 864. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.6. Kæra nr. 173-2024 til ÚUA vegna Suður-Reykjalands L125425 202412187
Lögð er fram til kynningar kæra Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur, dags. 10.12.2024, til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna synjunar stjórnsýslu Mosfellsbæjar á umfjöllun erindis á grundvelli þess að það hafði þegar hlotið efnismeðferð og afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 623. fundar skipulagsnefndar staðfest á 864. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- FylgiskjalTilkynning um kæru nr. 173/2024, stjórnvald..pdfFylgiskjal10.12.2024 - - Kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála - Ólöf Guðný Valdimarsdóttir - In (GoPro Self Service).pdfFylgiskjal3.1.2025 - - Fskj. 6 Rökstuðningur með kæru - Ólöf Guðný Valdimarsdóttir - In (GoPro Self Service).pdf
5.7. Kæra nr. 174-2024 til ÚUA vegna Óskotsvegar 42 202412185
Lögð er fram til kynningar kæra Elsu Soffíu Jónsdóttur, dags. 11.12.2024, til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna afgreiðslu og synjunar skipulagsnefndar, dags. 15.11.2024, á ósk um aðalskipulagsbreytingu, deiliskipulagsgerð og uppbyggingu frístundahúss að Óskotsvegi 42.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 623. fundar skipulagsnefndar staðfest á 864. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.8. Hamrabrekkur 21 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1 202411135
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Róberti Björnssyni, dags. 10.11.2024, vegna nýbyggingar frístundahúss að Hamrabrekkum 21. Um er að ræða 200,4 m² (brúttó lokunarflokkar A og B rýma) einna hæðar 6 m hús úr timbri. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa eða skipulagsnefndar á 536. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 623. fundar skipulagsnefndar staðfest á 864. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.9. Í Miðdalsl II L125194 - deiliskipulag frístundabyggðar 202409437
Borist hefur erindi frá Karli Bernburg, í umboði Bjarna Guðmanns Jónssonar landeiganda, dags. 19.09.2024, með ósk um deiliskipulagsgerð frístundabyggðar að landi L125194 sunnan Krókatjarnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 623. fundar skipulagsnefndar staðfest á 864. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.10. L125205 Úr Miðdalslandi - deiliskipulagsbreyting 202410673
Borist hefur erindi frá Friðriki Friðrikssyni, f.h. Hafsteins Helga Halldórssonar landeiganda, dags. 28.10.2024, með ósk um deiliskipulagsbreytingu frístundabyggðar lands L125205 við Selmerkurveg.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 623. fundar skipulagsnefndar staðfest á 864. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.11. Leirvogstunga 37 - ósk um deiliskipulagsbreytingu 202411764
Borist hefur erindi frá Helga Ketilssyni, f.h. Trémanna ehf. lóðarhafa að Leirvogstungu 37, dags. 28.11.2024, með ósk um deiliskipulagsbreytingu lóðar. Óskað er eftir að breyta skipulagi einbýlishúss í parhús og fjölga bílstæðum úr tveimur í fjögur.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 623. fundar skipulagsnefndar staðfest á 864. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.12. Bugðufljót 2 - deiliskipulagsbreyting 202501251
Borist hefur erindi frá Sveini Ívarssyni, f.h. Bergs Verktaka ehf. lóðarhafa að Bugðufljóti 2, dags. 06.01.2025, með ósk um aukið nýtingarhlutfall úr 0,4 í 0,45, í samræmi við gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 623. fundar skipulagsnefndar staðfest á 864. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.13. Völuteigur 8 - þróunarsvæði 202410158
Borist hefur erindi frá Gunnari Kristjánssyni, f.h. eiganda að Völuteig 8, dags. 14.01.2025, með ósk um heimild til að kynna skipulagsnefnd hugmyndir að deiliskipulagsbreytingu lóðar til samræmis við sýn frumdraga nýs aðalskipulags um þróunarsvæði aðliggjandi landa við Varmá og Álanes.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 623. fundar skipulagsnefndar staðfest á 864. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 537 202412018F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 623. fundar skipulagsnefndar staðfest á 864. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 538 202412024F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 623. fundar skipulagsnefndar staðfest á 864. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
6. Fundargerð 401. fundar stjórnar Strætó bs.202501408
Fundargerð 401. fundar stjórnar Strætó bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 401. fundar stjórnar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 864. fundi bæjarstjórnar.
7. Fundargerð 594. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202501389
Fundargerð 594. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Fundargerð 594. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 864. fundi bæjarstjórnar.