Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

8. janúar 2021 kl. 07:00,
í fjarfundi


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Jón Pétursson aðalmaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Starfs­áætlun skipu­lags­nefnd­ar 2021202012338

    Lögð eru fram til kynningar drög að starfsáætlun skipulagsnefndar og fundardagatal fyrir árið 2021.

    Lagt fram og kynnt.

  • 2. Lands­skipu­lags­stefna 2015-2026 - Við­auki202011180

    Borist hefur erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 13.11.2020, með ósk um umsögnum tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 sem auglýst er til kynningar ásamt umhverfismati. Í tillögunni er sett fram stefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í tengslum við framkvæmd skipulagsmála og tekur hún eftir atvikum til allra viðfangsefna gildandi landsskipulagsstefnu. Athugasemdafrestur er til og með 08.01.2021. Umsögn og afgreiðslu málsins var frestað á 528. fundi nefndarinnar, svo fulltrúar skipulagsnefndar hefðu tíma til að kynna sér viðaukann. Skipulagsstofnun hélt rafrænan kynningarfund á tillögunni 04.12.2020.

    Lagt fram og kynnt.

  • 3. Selja­dals­náma201703003

    Borist hefur erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 14.12.2020, með ósk um umsögn um tillögu að matsáætlun vegna námuvinnslu Seljadalsnámu í Mosfellsbæ skv. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 106/2000 og 17. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Matsáætlunin er unnin af Verkfræðistofunni Eflu fyrir Mosfellsbæ. Athugasemdafrestur er auglýstur til og með 06.01.2021, framlenging var veitt til 13.01.2021.

    Skipu­lags­nefnd tel­ur mik­il­vægt að met­in séu áhrif þeirr­ar um­ferð­ar sem fylg­ir mögu­leg­um efn­is­flutn­ing­um frá námunni til mal­bik­un­ar­stöðva
    Mos­fells­bær ger­ir ekki at­huga­semd við aug­lýsta til­lögu að matsáætlun.

    Bók­un, Ólafs Inga Ósk­ars­son, áheyrn­ar­full­trúa S-lista:
    Áheyrn­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar ít­rek­ar fyrri bók­un sína í mál­inu.

  • 4. Um­ferð­ar­ljós­a­stýr­ing­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu202012051

    Borist hefur erindi frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 2.12.2020. Lögð fram til kynningar skýrsla með niðurstöðum úttektar SWECO á umferðarljósastýringum á höfuðborgarsvæðinu ásamt kynningarglærum og erindisbréfi samstarfshóps sveitarfélaganna og Vegagerðarinnar um umferðaljósastýringar. Niðurstöður úttektar voru kynntar á 515. fundi SSH, þann 30.11.2020.

    Lagt fram og kynnt.

  • 5. Heytjarn­ar­heiði L252202, L125204 - deili­skipu­lag frí­stunda­byggð­ar202010045

    Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir frístundahús að Heytjarnarheiði. Tillagan er í samræmi við aðalskipulag Mosfellsbæjar.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að aug­lýsa til­lögu að nýju deili­skipu­lagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Áætlan­ir sam­ræm­ast ákvæð­um að­al­skipu­lags.

  • 6. Arn­ar­ból í Ell­iða­kotslandi, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi202011423

    Borist hefur ósk um byggingarleyfi, frá Sigríði J. Hjaltested de Jesus, fyrir viðbyggingu frístundahúss að Arnarbóli, L125239. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 419. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa vegna þess að ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.

    Þar sem áætlan­ir sam­ræm­ast að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar og ljóst er að um­sækj­andi er eini hags­muna­að­ili sam­þykk­ir skipu­lags­nefnd að falla frá kröfu um grennd­arkynn­ingu bygg­ing­ar­leyf­is í sam­ræmi við 3. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Bygg­ing­ar­full­trúa er heim­ilt að gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010 og bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012.

  • 7. Brú Í Ell­iða­kotslandi - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202011303

    Borist hefur ósk um byggingarleyfi, frá Konráði Þór Magnússyni, fyrir frístundahúsi á lóðinni Brú í landi Elliðakots, L125216. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 419. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa vegna þess að ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.

    Þar sem um ný­bygg­ingu frí­stunda­húss er að ræða tel­ur skipu­lags­nefnda að gera skuli deili­skipu­lags­breyt­ingu á nær­liggj­andi deili­skipu­lagi svo það nái utan um fram­kvæmd­ina. Í sam­ræmi við 2. mgr. 38. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 heim­il­ar skipu­lags­nefnd um­sækj­anda leggja fram til­lögu að breyt­ingu deili­skipu­lags.

  • 8. Brekku­kot 123724 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202011149

    Borist hefur ósk um byggingarleyfi, frá Gísla Snorrasyni, fyrir einbýlishúsi á lóðinni Brekkukoti, L123724. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 419. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa vegna þess að ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að grennd­arkynna um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi skv. 1. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Grennd­arkynn­ing­in bygg­ir á að­al­skipu­lags­breyt­ingu sem sam­þykkt var 10.12.2018.

  • 9. Gerplutorg - deili­skipu­lag202004232

    Skipulagsnefnd samþykkti á 525. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir Gerplutorg í Helgafellshverfi. Athugasemdafrestur var frá 19.11.2020 til 03.01.2021. Athugasemdir bárust frá Sesari Loga Hreinssyni, dags. 23.11.2020 og Bjarna Bjarkasyni, f.h. íbúa í Gerplustræti 20, dags. 03.01.2021.

    At­huga­semd­ir kynnt­ar. Skipu­lags­full­trúa fal­ið að skoða til­lög­una út frá at­huga­semd­um og vinna drög að svör­um.

  • 10. Litlikriki 37 beiðni um fasta­núm­er fyr­ir auka­í­búð. Til­kynn­ing um kæru til úr­skurð­ar­nefnd­ar um­hverf­is- og auð­linda­mála.202009347

    Lögð er fram til kynningar niðurstaða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í kæru máls nr. 85/2020. Nefndin vísaði málinu frá.

    Lagt fram og kynnt.

    Bók­un, Stefáns Óm­ars Jóns­son­ar, full­trúa L-lista:
    Í gild­andi deili­skipu­lagi Krika­hvef­is (Litlakrika) er heim­ilt að hafa auka­í­búð­ir í fimm hús­um. Af þess­um fimm hús­um hafa þrjú hús þeg­ar feng­ið heim­ild til að skrá auka­í­búð­ina með sér­stöku fasta­núm­eri (nr. 31, 33, 35), eitt hús hef­ur ekki leitað eft­ir heim­ild svo vitað sé, en því húsi sem hér um ræð­ir nr. 37 hef­ur ver­ið neitað um fasta­núm­er.
    Þeg­ar ákvörð­un um að neita skrán­ingu var tekin á fundi skipu­lags­nefnd­ar í apríl 2020 lág fyr­ir í minn­is­blaði starfs­manns að tvær auka­í­búð­ir hefðu þeg­ar feng­ið skráð fasta­núm­er. Ekki lágu fyr­ir fund­in­um upp­lýs­ing­ar hvers vegna þess­ar skrán­ing­ar hefðu verð sam­þykkt­ar af Mos­fells­bæ en í um­ræð­unni tal­ið lík­leg­ast að ein­hvers kon­ar mistök lægju að baki. Í minn­is­blað­inu kom ekki fram að þá þeg­ar hafði þriðja hús­ið feng­ið skráð fasta­núm­er á auka­í­búð þ.e. nr. 39, en það gerð­ist á ár­inu 2017 en þær upp­lýs­ing­ar komu fram á fundi bæj­ar­ráðs í lok sept­em­ber 2020 þeg­ar kæra vegna nr. 37 barst Mos­fells­bæ. Kær­unni fylgdi ljósrit af eigna­skipta­yf­ir­lýs­ingu, sam­þykktri af Mos­fells­bær, þar sem fasta­núm­er á auka­í­búð í nr. 39 er sam­þykkt. Ekk­ert hef­ur kom­ið fram um það í um­ræð­unni hing­að til hvað ástæð­ur lágu að baki þess­ari sam­þykkt.
    Núna ligg­ur því fyr­ir að Mos­fells­bær hef­ur sam­þykkt fasta­núm­er á þrjár íbúð­ir af fimm með öðr­um orð­um hafa fasta­núm­er ver­ið sam­þykkt á 60% íbúð­anna sem um ræð­ir.
    And­spæn­is þeirri stað­reynd að fasta­núm­er á auka­í­búð­ir í þrem­ur af fimm hús­um hef­ur þeg­ar ver­ið sam­þykkt af Mos­fells­bæ er vand­séð með vís­an til jafn­ræð­is­reglu stjórn­sýslu­rétt­ar­ins að meina húsi nr. 37 um skrán­ingu. Sama gild­ir um hús nr. 35 verði eft­ir því leitað.
    Stefán Ómar Jóns­son.

    Fundargerðir til staðfestingar

    • 11. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 49202101006F

      Fundargerð lögð fram til kynningar.

      • 11.1. Bíla­stæði og leik­völl­ur Lækj­ar­hlíð 202001342

        Skipu­lags­nefnd sam­þykkti á 525. fundi sín­um að aug­lýsa deili­skipu­lags­breyt­ingu að breyttu deili­skipu­lagi fyr­ir bíla­stæði og leik­völl í Lækj­ar­hlíð og Klapp­ar­hlíð, skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.
        Til­lag­an var aug­lýst á vef sveit­ar­fé­lags­ins, í Mos­fell­ingi og Lög­birt­inga­blað­inu, auk þess að vera að­gengi­leg á upp­lýs­inga­torgi.
        At­huga­semda­frest­ur var frá 19.11.2020 til 03.01.2021.
        Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

      • 11.2. Bo­ga­tangi bíla­plan - deili­skipu­lags­breyt­ing 202010066

        Skipu­lags­nefnd sam­þykkti á 527. fundi sín­um að aug­lýsa deili­skipu­lags­breyt­ingu að breyttu deili­skipu­lagi fyr­ir bíla­plan norð­an við Bo­ga­tanga fyr­ir nýtt flokk­un­ar­svæði fyr­ir grennd­argáma, skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.
        Til­lag­an var aug­lýst á vef sveit­ar­fé­lags­ins, í Mos­fell­ingi og Lög­birt­inga­blað­inu, auk þess að vera að­gengi­leg á upp­lýs­inga­torgi. Kynn­ing­ar­bréf voru send í Bolla­tanga 12, 14, 16, 18, 20 og Grund­ar­tanga 17.
        At­huga­semda­frest­ur var frá 19.11.2020 til 03.01.2021.
        Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

      • 12. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 419202012021F

        Fundargerð lögð fram til kynningar.

        • 12.1. Arn­ar­ból í Ell­iða­kotslandi, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202011423

          Sig­ríð­ur J Hjaltested de Jes­us Suð­ur­götu 80 Siglufirði sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri við­bygg­ingu við nú­ver­andi frí­stunda­hús á lóð­inni Arn­ar­ból, landnr. 125239, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
          Stærð­ir: 177,3 m², 425,16 m³.

        • 12.2. Brekku­kot 123724 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202011149

          Gísli Snorra­son Brekku­koti sæk­ir um leyfi til að byggja úr timri ein­býl­is­hús á einn­ih hæð á lóð­inni Brekku­kot, landnr. 123724, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 136,7 m², 358,50 m³.

        • 12.3. Brekku­tangi 9 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202006589

          Mar­grét Anna Ág­ústs­dótt­ir sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta rað­húss lóð­inni Brekku­tangi nr. 9 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stækk­un: 3,3 m².

        • 12.4. Brú Í Ell­iða­kotslandi - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202011303

          Kon­ráð Þór Magnús­son Fléttu­völl­um 35 Hafnar­firði sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og timbri frí­stunda­hús á lóð­inni Brú í landi Ell­iða­kots, landnr. 125216, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
          Stærð­ir: 129,5 m², 643,7 m³.

        • 12.5. Súlu­höfði 49 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi. 202008068

          Jón­as Bjarni Árna­son Spóa­höfða 17 sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Súlu­höfði nr. 49, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

        • 12.6. Sölkugata 1, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202012342

          Páll Þór Páls­son Sölku­götu 1 sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta par­húss á lóð­inni Sölkugata nr. 1-3, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

        • 12.7. Völu­teig­ur 1, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202006338

          Birki­ás ehf. Völu­teigi 1 sæk­ir um leyfi til breyt­inga innra skipu­lags at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Völu­eig­ur nr.11, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
          Stærð­ir: Stækk­un milli­lofta 182,3 m².

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:05