8. janúar 2021 kl. 07:00,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Starfsáætlun skipulagsnefndar 2021202012338
Lögð eru fram til kynningar drög að starfsáætlun skipulagsnefndar og fundardagatal fyrir árið 2021.
Lagt fram og kynnt.
2. Landsskipulagsstefna 2015-2026 - Viðauki202011180
Borist hefur erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 13.11.2020, með ósk um umsögnum tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 sem auglýst er til kynningar ásamt umhverfismati. Í tillögunni er sett fram stefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í tengslum við framkvæmd skipulagsmála og tekur hún eftir atvikum til allra viðfangsefna gildandi landsskipulagsstefnu. Athugasemdafrestur er til og með 08.01.2021. Umsögn og afgreiðslu málsins var frestað á 528. fundi nefndarinnar, svo fulltrúar skipulagsnefndar hefðu tíma til að kynna sér viðaukann. Skipulagsstofnun hélt rafrænan kynningarfund á tillögunni 04.12.2020.
Lagt fram og kynnt.
3. Seljadalsnáma201703003
Borist hefur erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 14.12.2020, með ósk um umsögn um tillögu að matsáætlun vegna námuvinnslu Seljadalsnámu í Mosfellsbæ skv. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 106/2000 og 17. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Matsáætlunin er unnin af Verkfræðistofunni Eflu fyrir Mosfellsbæ. Athugasemdafrestur er auglýstur til og með 06.01.2021, framlenging var veitt til 13.01.2021.
Skipulagsnefnd telur mikilvægt að metin séu áhrif þeirrar umferðar sem fylgir mögulegum efnisflutningum frá námunni til malbikunarstöðva
Mosfellsbær gerir ekki athugasemd við auglýsta tillögu að matsáætlun.Bókun, Ólafs Inga Óskarsson, áheyrnarfulltrúa S-lista:
Áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar í Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar ítrekar fyrri bókun sína í málinu.4. Umferðarljósastýringar á höfuðborgarsvæðinu202012051
Borist hefur erindi frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 2.12.2020. Lögð fram til kynningar skýrsla með niðurstöðum úttektar SWECO á umferðarljósastýringum á höfuðborgarsvæðinu ásamt kynningarglærum og erindisbréfi samstarfshóps sveitarfélaganna og Vegagerðarinnar um umferðaljósastýringar. Niðurstöður úttektar voru kynntar á 515. fundi SSH, þann 30.11.2020.
Lagt fram og kynnt.
5. Heytjarnarheiði L252202, L125204 - deiliskipulag frístundabyggðar202010045
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir frístundahús að Heytjarnarheiði. Tillagan er í samræmi við aðalskipulag Mosfellsbæjar.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áætlanir samræmast ákvæðum aðalskipulags.
6. Arnarból í Elliðakotslandi, umsókn um byggingarleyfi202011423
Borist hefur ósk um byggingarleyfi, frá Sigríði J. Hjaltested de Jesus, fyrir viðbyggingu frístundahúss að Arnarbóli, L125239. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 419. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa vegna þess að ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Þar sem áætlanir samræmast aðalskipulagi Mosfellsbæjar og ljóst er að umsækjandi er eini hagsmunaaðili samþykkir skipulagsnefnd að falla frá kröfu um grenndarkynningu byggingarleyfis í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Byggingarfulltrúa er heimilt að gefa út byggingarleyfi þegar umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
7. Brú Í Elliðakotslandi - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202011303
Borist hefur ósk um byggingarleyfi, frá Konráði Þór Magnússyni, fyrir frístundahúsi á lóðinni Brú í landi Elliðakots, L125216. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 419. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa vegna þess að ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Þar sem um nýbyggingu frístundahúss er að ræða telur skipulagsnefnda að gera skuli deiliskipulagsbreytingu á nærliggjandi deiliskipulagi svo það nái utan um framkvæmdina. Í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 heimilar skipulagsnefnd umsækjanda leggja fram tillögu að breytingu deiliskipulags.
8. Brekkukot 123724 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202011149
Borist hefur ósk um byggingarleyfi, frá Gísla Snorrasyni, fyrir einbýlishúsi á lóðinni Brekkukoti, L123724. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 419. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa vegna þess að ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningin byggir á aðalskipulagsbreytingu sem samþykkt var 10.12.2018.
9. Gerplutorg - deiliskipulag202004232
Skipulagsnefnd samþykkti á 525. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir Gerplutorg í Helgafellshverfi. Athugasemdafrestur var frá 19.11.2020 til 03.01.2021. Athugasemdir bárust frá Sesari Loga Hreinssyni, dags. 23.11.2020 og Bjarna Bjarkasyni, f.h. íbúa í Gerplustræti 20, dags. 03.01.2021.
Athugasemdir kynntar. Skipulagsfulltrúa falið að skoða tillöguna út frá athugasemdum og vinna drög að svörum.
10. Litlikriki 37 beiðni um fastanúmer fyrir aukaíbúð. Tilkynning um kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.202009347
Lögð er fram til kynningar niðurstaða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í kæru máls nr. 85/2020. Nefndin vísaði málinu frá.
Lagt fram og kynnt.
Bókun, Stefáns Ómars Jónssonar, fulltrúa L-lista:
Í gildandi deiliskipulagi Krikahvefis (Litlakrika) er heimilt að hafa aukaíbúðir í fimm húsum. Af þessum fimm húsum hafa þrjú hús þegar fengið heimild til að skrá aukaíbúðina með sérstöku fastanúmeri (nr. 31, 33, 35), eitt hús hefur ekki leitað eftir heimild svo vitað sé, en því húsi sem hér um ræðir nr. 37 hefur verið neitað um fastanúmer.
Þegar ákvörðun um að neita skráningu var tekin á fundi skipulagsnefndar í apríl 2020 lág fyrir í minnisblaði starfsmanns að tvær aukaíbúðir hefðu þegar fengið skráð fastanúmer. Ekki lágu fyrir fundinum upplýsingar hvers vegna þessar skráningar hefðu verð samþykktar af Mosfellsbæ en í umræðunni talið líklegast að einhvers konar mistök lægju að baki. Í minnisblaðinu kom ekki fram að þá þegar hafði þriðja húsið fengið skráð fastanúmer á aukaíbúð þ.e. nr. 39, en það gerðist á árinu 2017 en þær upplýsingar komu fram á fundi bæjarráðs í lok september 2020 þegar kæra vegna nr. 37 barst Mosfellsbæ. Kærunni fylgdi ljósrit af eignaskiptayfirlýsingu, samþykktri af Mosfellsbær, þar sem fastanúmer á aukaíbúð í nr. 39 er samþykkt. Ekkert hefur komið fram um það í umræðunni hingað til hvað ástæður lágu að baki þessari samþykkt.
Núna liggur því fyrir að Mosfellsbær hefur samþykkt fastanúmer á þrjár íbúðir af fimm með öðrum orðum hafa fastanúmer verið samþykkt á 60% íbúðanna sem um ræðir.
Andspænis þeirri staðreynd að fastanúmer á aukaíbúðir í þremur af fimm húsum hefur þegar verið samþykkt af Mosfellsbæ er vandséð með vísan til jafnræðisreglu stjórnsýsluréttarins að meina húsi nr. 37 um skráningu. Sama gildir um hús nr. 35 verði eftir því leitað.
Stefán Ómar Jónsson.
Fundargerðir til staðfestingar
11. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 49202101006F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
11.1. Bílastæði og leikvöllur Lækjarhlíð 202001342
Skipulagsnefnd samþykkti á 525. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu að breyttu deiliskipulagi fyrir bílastæði og leikvöll í Lækjarhlíð og Klapparhlíð, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan var auglýst á vef sveitarfélagsins, í Mosfellingi og Lögbirtingablaðinu, auk þess að vera aðgengileg á upplýsingatorgi.
Athugasemdafrestur var frá 19.11.2020 til 03.01.2021.
Engar athugasemdir bárust.11.2. Bogatangi bílaplan - deiliskipulagsbreyting 202010066
Skipulagsnefnd samþykkti á 527. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu að breyttu deiliskipulagi fyrir bílaplan norðan við Bogatanga fyrir nýtt flokkunarsvæði fyrir grenndargáma, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan var auglýst á vef sveitarfélagsins, í Mosfellingi og Lögbirtingablaðinu, auk þess að vera aðgengileg á upplýsingatorgi. Kynningarbréf voru send í Bollatanga 12, 14, 16, 18, 20 og Grundartanga 17.
Athugasemdafrestur var frá 19.11.2020 til 03.01.2021.
Engar athugasemdir bárust.
12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 419202012021F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
12.1. Arnarból í Elliðakotslandi, umsókn um byggingarleyfi 202011423
Sigríður J Hjaltested de Jesus Suðurgötu 80 Siglufirði sækir um leyfi til að byggja úr timbri viðbyggingu við núverandi frístundahús á lóðinni Arnarból, landnr. 125239, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 177,3 m², 425,16 m³.12.2. Brekkukot 123724 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202011149
Gísli Snorrason Brekkukoti sækir um leyfi til að byggja úr timri einbýlishús á einnih hæð á lóðinni Brekkukot, landnr. 123724, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 136,7 m², 358,50 m³.
12.3. Brekkutangi 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202006589
Margrét Anna Ágústsdóttir sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta raðhúss lóðinni Brekkutangi nr. 9 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 3,3 m².
12.4. Brú Í Elliðakotslandi - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202011303
Konráð Þór Magnússon Fléttuvöllum 35 Hafnarfirði sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri frístundahús á lóðinni Brú í landi Elliðakots, landnr. 125216, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 129,5 m², 643,7 m³.12.5. Súluhöfði 49 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. 202008068
Jónas Bjarni Árnason Spóahöfða 17 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Súluhöfði nr. 49, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
12.6. Sölkugata 1, umsókn um byggingarleyfi 202012342
Páll Þór Pálsson Sölkugötu 1 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta parhúss á lóðinni Sölkugata nr. 1-3, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
12.7. Völuteigur 1, Umsókn um byggingarleyfi 202006338
Birkiás ehf. Völuteigi 1 sækir um leyfi til breytinga innra skipulags atvinnuhúsnæðis á lóðinni Völueigur nr.11, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Stækkun millilofta 182,3 m².