19. mars 2021 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Sigurður B Guðmundsson varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Uglugata 40-46 - deiliskipulagsbreyting202103039
Borist hefur erindi frá Haraldi Sigmari Árnasyni, f.h. Multi ehf., dags. 01.03.2021, með ósk um breytingu á skipulagi fyrir Uglugötu 40-46. Málinu var frestað vegna tímaskorts á 535. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir framgang erindis en vísar því til frekari úrvinnslu uppdrátta á Umhverfissviði og í framhaldinu til bæjarráðs vegna uppbyggingarsamninga og kostnaðar við fjölgun íbúða.
Jón Pétursson fulltrúi M lista Miðflokks greiðir atkvæði gegn afgreiðslu erindis.2. Heytjörn L125365 - ósk um breytingu á deiliskipulagi201906323
Lagðir eru fram til kynningar og afgreiðslu uppdrættir að deiliskipulagsbreytingu fyrir Heytjörn L125365 í samræmi við afgreiðslu á 488. fundi skipulagsnefndar. Málinu var frestað vegna tímaskorts á 535. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3. Miðdalur 2 L199723 - skipulag202102398
Borist hefur erindi frá Guðmundi Hreinssyni, dags. 22.02.2021, með ósk um skiptingu og deiliskipulagningu lands Miðdals 2 L199723. Málinu var frestað vegna tímaskorts á 535. fundi nefndarinnar.
Erindinu er synjað þar sem það er ekki í samræmi við aðalskipulag.
4. Borgarlína - breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur og Kópavogs202005277
Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ, dags. 18.02.2021, með ósk um umsagnir við kynntum drögum Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar vegna aðalskipulagsbreytinga fyrir legu Borgarlínu og kjarnastöðva hennar. Málinu var frestað vegna tímaskorts á 535. fundi nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt.
5. Helgafellshverfi 5. áfangi - nýtt deiliskipulag201811024
Skipulagsnefnd samþykkti á 531. fundi sínum að kynna skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu og nýtt deiliskipulag 5. áfanga Helgafellshverfis. Umsagnafrestur var frá 11.02.2021 til og með 07.03.2021. Umsagnir og athugasemdir kynntar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa er falin áframhaldandi vinnsla málsins.
- FylgiskjalUmsögn SSH.pdfFylgiskjalUmsögn Skipulagsstofnunar.pdfFylgiskjalUmsögn Umhverfisstofnunar.pdfFylgiskjalUmsögn MÍ.pdfFylgiskjalUmsögn Veðurstofu Íslands.pdfFylgiskjalUmsögn Heilbrigðiseftirlits.pdfFylgiskjalAthugasemdir - Guðjón Ármannsson hrl..pdfFylgiskjalAðal- og deiliskipulagslýsing í kynningu - 5. áfangi Helgafellshverfis í Mosfellsbæ.pdf
6. Helgafellshverfi 4. áfangi - breyting á deiliskipulagi201810106
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir 4. áfanga í Helgafellshverfi. Breytingin er í samræmi við fyrirliggjandi drög að viðaukasamningi við uppbyggingaraðila.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
7. Reykjahvoll 14 - deiliskipulagsbreyting202103421
Borist hefur erindi frá Arkibygg, f.h. kaupanda Reykjahvols 14, dags. 12.03.2021, með ósk um breytingu á deiliskipulagi fyrir aukna byggingarheimild. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan hljóti afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur meðfylgjandi undirrituð gögn nærliggjandi hagsmunaðila svo að falla megi frá kröfum um grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga, með vísan í 3. mgr. 43. og 44 gr. sömu laga um kynningarferli grenndarkynninga. Breytingartillaga deiliskipulags telst því samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og annast skipulagsfulltrúi staðfestingu skipulagsins. Lóðarhafi skal greiða viðeigandi gjöld í samræmi við aukna nýtingu.
8. Bugðufljót 2 - deiliskipulagsbreyting202103221
Borist hefur erindi frá Stefáni Hallssyni, f.h. Akralindar ehf., dags. 10.03.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Bugðufljót 2 vegna nýrrar innkeyrslu. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
9. Brúarfljót 5-7 - sameining lóða202103234
Borist hefur erindi frá Sveinbirni Jónssyni, f.h. Efniviðs ehf, dags. 10.03.2021, með ósk um sameiningu lóða við Brúarfljót 5-7.
Frestað vegna tímaskorts
10. Engjavegur 21 - deiliskipulagsbreyting202103336
Borist hefur erindi frá Pálmari Halldórssyni, f.h. húseiganda að Engjavegi 21, dags. 12.03.2021, með ósk um heimild fyrir deiliskipulagsbreytingu og skiptingu lóðar í samræmi við bókun skipulagsnefndar á fundi nr. 443.
Frestað vegna tímaskorts
11. Verndarsvæði í byggð - Álafosskvos202011356
Lögð er fram til kynningar úthlutun styrks úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2021, frá Minjastofnun Íslands, vegna verkefnisins Verndarsvæði í byggð í Álafosskvos.
Frestað vegna tímaskorts
12. Seljadalsnáma201703003
Lögð er fram til kynningar ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsáætlun fyrir efnistöku í Seljadalsnámu, dags. 08.03.2021. Skipulagsstofnun auglýsti tillögu að matsáætlun, unna af Eflu verkfræðistofu, með umsagnafresti til 06.01.2021.
Frestað vegna tímaskorts
13. Könnun á viðhorfum til skipulags- og byggingarmála hjá Mosfellsbæ202103422
Borist hefur erindi frá Stefáni Ómari Jónssyni, fulltrúa L-lista Vina Mosfellsbæjar, með ósk um fyrirtöku á máli um könnun á viðhorfi til skipulags- og byggingarmála í sveitarfélaginu.
Frestað vegna tímaskorts
14. Langitangi - Umferðarskoðun202012121
Berglind Hallgrímsdóttir, samgönguverkfærðingur hjá Eflu, kynnir samantekt skýrslu um umferðarmál í Langatanga vegna deiliskipulagsvinnu og uppbyggingar í miðbænum. Berglind kynnir mál 14 og 15, kl. 08.20.
Berglind Hallgrímsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá Eflu, kynnir skýrslu um umferðarmál í Langatanga.
Gestir
- Berglind Hallgrímsdóttir
15. Leirvogstunguhverfi - umferðaröryggi202006262
Berglind Hallgrímsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá Eflu, kynnir samantekt skýrslu um umferðarmál, umferðaröryggi og mótvægisaðgerðir í Leirvogstunguhverfi. Berglind kynnir mál 14 og 15, kl. 08:20.
Berglind Hallgrímsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá Eflu, kynnir skýrslu um umferðarmál í Leirvogstunguhverfi.
Gestir
- Berglind Hallgrímsdóttir
Fundargerðir til staðfestingar
16. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 51202103018F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram og kynnt.
16.1. Hamrabrekkur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202010011
Skipulagsnefnd samþykkti á 531. fundi sínum að grenndarkynna byggingaráform og byggingarleyfi fyrir frístundahús í Hamrabrekkum í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Áformin voru kynnt með kynningarbréfi og gögnum sem send voru á lóðareigendur að Hamrabrekkum 2 og 7, Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis. Álit vegna veghelgunar fékkst frá Vegagerðinni.
Athugasemdafrestur var frá 08.02.2021 til og með 11.03.2021. Umsagnir bárust frá Minjastofnun og Heilbrigðiseftirliti. Engar athugasemdir bárust.
17. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 429202103010F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram og kynnt.
17.1. Laxatunga 65 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202012326
Pétur Bjarni Gunnlaugsson Sogavegi 40 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Laxatungax nr. 65, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 304,3 m², bílgeymsla 58,1 m² 1.075,75 m³
17.2. LeirvogstungaTungubakkar - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202010303
Nova hf. Lágmúla 9 Reykjavík sækja um leyfi til að reisa fjarskiptamastur ásamt tengiskáp við Tunguveg á Tungubökkum við Leirvogstungu í samræmi við framlögð gögn.
18. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 430202103013F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram og kynnt.
18.1. Laxatunga 35 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202011200
Húnabókhald ehf. Laxatungu 96 sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Laxatunga nr. 35 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 178,5 m², bílgeymsla 36,4 m², 866,4 m³
18.2. Súluhöfði 43 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202011319
Aðalsteinn G Helgason Gullengi 11 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Súluhöfði nr. 43 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 192,4 m², bílgeymsla 55,0 m², 768,9 m³
18.3. Völuteigur 25, 27, 29 - Umsókn um byggingarleyfi 201506084
Byggingafélagið Bakki ehf sækir um leyfi til breytinga innra skipulags og skiptingar matshluta 02 atvinnuhúsnæðis á lóðinni Völuteigur nr. 25-29, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki