17. janúar 2025 kl. 07:05,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Sævar Birgisson (SB) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Guðmundur Hreinsson (GH) áheyrnarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Arna Kristín Hilmarsdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Flugumýri athafnasvæði - breyting á skipulagsmörkum Desjamýri201612203
Lögð er fram til afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir skipulag athafnasvæðis að Desjamýri. Breytingin felur í sér aðlögun skipulagsmarka til samræmis við afmörkun nýs deiliskipulags að Flugumýri, sem samþykkt var af bæjarstjórn Mosfellsbæjar þann 08.05.2024. Breytingin felst í því að mörk deiliskipulags til vesturs breytast og verða austan Flugumýrar og mun falla saman við mörk nýs deiliskipulags Flugumýrar. Fram kom í auglýsingu á vef Mosfellsbæjar, www.mos.is, Mosfellingi og Lögbirtingablaðinu að samhliða yrði gerð tæknileg breyting á deiliskipulagi Desjamýrar þar sem deiliskipulagsmörk eru færð til og skipulagssvæði minnkað til samræmis við tillögu. Misfórst að láta uppdrátt fylgja kynningargögnum. Hjálagt er bréf Skipulagsstofnunar, dags. 10.01.2025, vegna afgreiðslu skipulags Flugumýrar.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga að breyttum skipulagsmörkum Desjamýri skuli hljóti afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur breytinguna þó óverulega með tilliti til umfangs og áhrifa hennar á efnisleg atriði gildandi deiliskipulags. Með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga, um kynningarferli grenndarkynninga, metur skipulagsnefnd Mosfellsbæ fyrst og fremst hagsmunaaðila máls sökum þess hve tæknileg breytingin er og að ljóst var í kynningu deiliskipulags Flugumýri að breytingin myndi eiga sér stað. Hún lá fyrir við ákvörðunartöku skipulagsnefndar þann 02.02.2024, með vísan í fundargerð. Í ljósi þess að engar umsagnir hinnar auglýstu tillögu heildarskipulagis Flugumýrar vörðuðu umrædd skipulagsmörk ákveður skipulagsnefnd að falla frá kröfum um grenndarkynningu sömu málsgreinar. Breytingartillaga deiliskipulagsins telst því samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og annast skipulagsfulltrúi staðfestingu skipulagsins. Skipulagsfulltrúa falið að svara umsögn Skipulagsstofnunar, nefndin telur ekki þörf á frekari skilmálum.
2. Seljadalsnáma - umhverfismat efnistöku201703003
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að svörum og viðbrögðum við innsendum athugasemdum, umsögnum og ábendingum vegna umhverfismatsskýrslu Seljadalsnámu sem Skipulagsstofnun auglýsti í Skipulagsgátt frá 20.08.2024 til og með 02.10.2024.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa klára vinnu við svörun athugasemda í samræmi við umræður.
3. Í Miðdalsl 125360 við Sólbakka og Hafravatnsveg 50-64 - deiliskipulagsbreyting202407220
Skipulagsnefnd samþykkti á 615. fundi sínum að kynna deiliskipulagsbreytingu frístundalands við Hafravatnsveg, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan sýnir breytta veghönnun um lóð Hafravatnsvegar 56 með aðkomu að Hulduhvammi um helgunarsvæði fornminja. Hjálagt er samþykki aðliggjandi landeiganda vegna aðkomu er fer um Hafravatnsveg 50-64. Tillagan var auglýst og gögn gerð aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, www.mos.is og Skipulagsgáttinni. Athugasemdafrestur var frá 22.10.2024 til og með 22.11.2024. Umsögn barst frá Veitum ohf., dags. 14.11.2024 en Minjastofnun Íslands vísar til fyrri umsagnar, dags. 11.05.2023.
Þar sem ekki eru gerðar efnislegar athugasemdir við tillöguna samþykkir skipulagsnefnd með fimm atkvæðum deiliskipulagsbreytinguna og felur skipulagsfulltrúa staðfestingu hennar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin áréttar efni umsagna um ábyrgð og aðgát við framkvæmdir er kemur að þverun heimlagnar og samráð við Minjastofnun Íslands vegna rasks á skráðum minjum.
4. Lynghólsvegur 24 - deiliskipulagsgerð frístundabyggðar202402394
Skipulagsnefnd samþykkti á 616. fundi sínum að kynna nýtt deiliskipulag frístundabyggðar að Lynghólsvegi 24, L125324, í samræmi við 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan felur í sér uppskiptingu lands og stofnun einnar nýrrar lóðar. Tillagan var auglýst og gögn gerð aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, www.mos.is, Skipulagsgáttinni, Lögbirtingablaðinu og Mosfellingi. Athugasemdafrestur var frá 02.12.2024 til og með 10.01.2025. Umsögn barst frá Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 11.12.2024. Brugðist hefur verið við umsögn og tillaga uppfærð til samræmis. Hjálagt er deiliskipulag til afgreiðslu.
Umsögn er lögð fram til kynningar. Í ljósi þess að brugðist hefur verið við ábendingum samþykkir skipulagsnefnd með fimm atkvæðum fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu. Deiliskipulagið skal hljóta afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sent Skipulagsstofnun til yfirferðar. Þá áréttar nefndin að tillaga og gögn skuli einnig unnin á stafrænu formi og skilað þannig síðar til Skipulagsstofnunar, til samræmis við ný ákvæði laga.
5. Reykjahvoll 29 - deiliskipulag202401443
Skipulagsnefnd samþykkti á 607. fundi sínum að kynna deiliskipulagsbreytingu fyrir Reykjahvol 29, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan felur í sér áætlun um viðbyggingu einbýlishúss til austurs innan byggingarreitar, með aukinni byggingarheimild upp að 300 m2. Tillagan var auglýst og gögn gerð aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, www.mos.is og Skipulagsgáttinni, auk þess sem gögn voru send þinglýstum eigendum lóða og landa að Reykjahvoli 23, 23a, 25, 27, 29, 31, 37, 39 og 41. Athugasemdafrestur var frá 22.11.2024 til og með 22.12.2024. Umsögn barst frá Auðuni Páli Sigurðarsyni, dags. 08.10.2024. Hjálögð eru drög að svörun athugasemda auk deiliskipulagsbreytingar til afgreiðslu.
Umsögn er lögð fram til kynningar. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum tillögu að svörun athugasemda, með vísan í fyrirliggjandi minnisblað. Skipulagsnefnd samþykkir um leið deiliskipulagsbreytinguna og felur skipulagsfulltrúa staðfestingu hennar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6. Kæra nr. 173-2024 til ÚUA vegna Suður-Reykjalands L125425202412187
Lögð er fram til kynningar kæra Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur, dags. 10.12.2024, til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna synjunar stjórnsýslu Mosfellsbæjar á umfjöllun erindis á grundvelli þess að það hafði þegar hlotið efnismeðferð og afgreiðslu.
Lagt fram og kynnt.
- FylgiskjalTilkynning um kæru nr. 173/2024, stjórnvald..pdfFylgiskjal10.12.2024 - - Kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála - Ólöf Guðný Valdimarsdóttir - In (GoPro Self Service).pdfFylgiskjal3.1.2025 - - Fskj. 6 Rökstuðningur með kæru - Ólöf Guðný Valdimarsdóttir - In (GoPro Self Service).pdf
7. Kæra nr. 174-2024 til ÚUA vegna Óskotsvegar 42202412185
Lögð er fram til kynningar kæra Elsu Soffíu Jónsdóttur, dags. 11.12.2024, til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna afgreiðslu og synjunar skipulagsnefndar, dags. 15.11.2024, á ósk um aðalskipulagsbreytingu, deiliskipulagsgerð og uppbyggingu frístundahúss að Óskotsvegi 42.
Lagt fram og kynnt.
8. Hamrabrekkur 21 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1202411135
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Róberti Björnssyni, dags. 10.11.2024, vegna nýbyggingar frístundahúss að Hamrabrekkum 21. Um er að ræða 200,4 m² (brúttó lokunarflokkar A og B rýma) einna hæðar 6 m hús úr timbri. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa eða skipulagsnefndar á 536. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsfulltrúa og umhverfissviðs, í samræmi við umræður.
9. Í Miðdalsl II L125194 - deiliskipulag frístundabyggðar202409437
Borist hefur erindi frá Karli Bernburg, í umboði Bjarna Guðmanns Jónssonar landeiganda, dags. 19.09.2024, með ósk um deiliskipulagsgerð frístundabyggðar að landi L125194 sunnan Krókatjarnar.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að unnin verði tillaga að nýju deiliskipulagi skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í samræmi við 40. gr. sömu laga. Með vísan í 3. gr. reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024 gerir Mosfellsbær samhliða kröfu um að gerður sé fullnægjandi hnitsettur uppdráttur og merkjalýsing af landamerkjum fyrir landeignaskrá. Þá áréttar nefndin að tillaga og gögn skuli einnig unnin á stafrænu formi og skilað þannig síðar til Skipulagsstofnunar, til samræmis við ný ákvæði skipulagslaga.
10. L125205 Úr Miðdalslandi - deiliskipulagsbreyting202410673
Borist hefur erindi frá Friðriki Friðrikssyni, f.h. Hafsteins Helga Halldórssonar landeiganda, dags. 28.10.2024, með ósk um deiliskipulagsbreytingu frístundabyggðar lands L125205 við Selmerkurveg.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að unnin verði deiliskipulagsbreyting skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í samræmi við 1. gr. 43. gr. sömu laga. Vegna aldurs eldra skipulags og skorts á umfjöllun mikilvægra efnisatriða gerir nefndin athugasemd við fyrirliggjandi gögn og óskar eftir uppfærðum gögnum til samræmis við nýleg skipulög frístundabyggða í sveitarfélaginu. Með vísan í 3. gr. reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024 gerir Mosfellsbær samhliða kröfu um að gerður sé fullnægjandi hnitsettur uppdráttur og merkjalýsing af landamerkjum fyrir landeignaskrá. Þá áréttar nefndin að tillaga og gögn skuli einnig unnin á stafrænu formi og skilað þannig síðar til Skipulagsstofnunar, til samræmis við ný ákvæði skipulagslaga.
11. Leirvogstunga 37 - ósk um deiliskipulagsbreytingu202411764
Borist hefur erindi frá Helga Ketilssyni, f.h. Trémanna ehf. lóðarhafa að Leirvogstungu 37, dags. 28.11.2024, með ósk um deiliskipulagsbreytingu lóðar. Óskað er eftir að breyta skipulagi einbýlishúss í parhús og fjölga bílstæðum úr tveimur í fjögur.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsfulltrúa og umhverfissviðs, í samræmi við umræður.
12. Bugðufljót 2 - deiliskipulagsbreyting202501251
Borist hefur erindi frá Sveini Ívarssyni, f.h. Bergs Verktaka ehf. lóðarhafa að Bugðufljóti 2, dags. 06.01.2025, með ósk um aukið nýtingarhlutfall úr 0,4 í 0,45, í samræmi við gögn.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að óverulegt frávik skipulags, vegna nýtingarhlutfalls til samræmis við aðrar lóðir, skuli meðhöndlað í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umfang byggingar mun ekki breytast svo sýnilegt sé. Lóðarhafi skal greiða viðeigandi gjöld í samræmi við aukna nýtingu. Byggingarfulltrúa er heimilt að gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.
13. Völuteigur 8 - þróunarsvæði202410158
Borist hefur erindi frá Gunnari Kristjánssyni, f.h. eiganda að Völuteig 8, dags. 14.01.2025, með ósk um heimild til að kynna skipulagsnefnd hugmyndir að deiliskipulagsbreytingu lóðar til samræmis við sýn frumdraga nýs aðalskipulags um þróunarsvæði aðliggjandi landa við Varmá og Álanes.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að óska eftir frekari gögnum og kynningu.
Fundargerðir til kynningar
14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 537202412018F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
14.1. Hamrabrekkur 3 - Umsókn um byggingarleyfi 202407009
Þórhallur Halldórsson sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta frístundahúss á lóðinni Hamrabrekkur nr. 3 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
14.2. Miðdalsland Lóð F - Umsókn um byggingaráform og byggingarheimild 202210510
Ingibjörg Jóhannsdóttir Gljúfraseli 7 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta frístundahúss á lóðinni Miðdalsland Lóð F, L219989, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
14.3. Þverholt 3 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1 202411666
Lágafellssókn Þverholti 3 sækir um leyfi til að endurbyggja og breyta anddyri á verslunar- og þjónustuhúsnæði á 1. hæð á lóðinni Þverholt nr. 3 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 538202412024F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
15.1. Bugðufljót 6 - umsókn um byggingarheimild eða -leyfi 202402367
Brúarfljót ehf. Tónahvarfi 3 Kópavogi sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta þriggja geymsluhúsa á lóðinni Bugðufljót nr. 6 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
15.2. Bugðufljót 17 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1 202411702
Óskar Sigvaldason ehf. Þrastarhöfða 22 sækir um leyfi til að bæta við millgólfi í atvinuhúsnæði á lóðinni Bugðufljót nr. 17d, rými 03 0120, í samræmi við framlögð gögn.
Stærð millgólf: 54,0 m².Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
15.3. Bugðufljót 21 - Umsókn um byggingarleyfi. 202411747
Ístak hf. Bugðufljóti 21 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að reisa / endurreisa 44 herbergja tveggja hæða vinnubúðir úr timbri á lóðinni nr. 21 við Bugðufljót, starsmannahús A, í samræmi við framlögð gögn.
Stærð 1. hæð 407,8 m2, 2. hæð 390,9 m2, 1.797,4 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
15.4. Hamrabrekkur 3 - Umsókn um byggingarleyfi 202407009
Þórhallur Halldórsson sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta frístundahúss á lóðinni Hamrabrekkur nr. 3 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
15.5. Selmerkurvegur 17 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1 202410410
Kjartan Friðrik Salómonsson Norðurtúni 18 Garðabæ sækir um leyfi til að byggja úr timbri einnar hæðar frístundahús á lóðinni Selmerkurvegur nr. 17 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 129,5 m², 513,1 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.