14. febrúar 2025 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Sævar Birgisson (SB) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Guðmundur Hreinsson (GH) áheyrnarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Arna Kristín Hilmarsdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Seljadalsnáma - umhverfismat efnistöku201703003
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að svörum og viðbrögðum við innsendum athugasemdum, umsögnum og ábendingum vegna umhverfismatsskýrslu Seljadalsnámu.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fyrirliggjandi svörun athugasemda verði send Skipulagsstofnun með vísan í lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
2. Hamrabrekkur 21 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1202411135
Lögð er fram til kynningar umsögn skipulagsfulltrúa til samræmis við afgreiðslu á 623. fundi nefndarinnar. Hjálagt er erindi málsaðila til afgreiðslu.
Með vísan í fyrirliggjandi umsögn og rökstuðning skipulagsfulltrúa synjar skipulagsnefnd með fimm atkvæðum byggingarfulltrúa um heimild til útgáfu byggingarleyfis. Teikningar skulu ekki grenndarkynntar til samræmis við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem nefndin telur að hönnun mannvirkis standist ekki ákvæði skipulags eða reglugerðar vegna stærðar og umfangs.
3. Leirvogstunga 37 - ósk um deiliskipulagsbreytingu202411764
Lögð er fram til kynningar umsögn skipulagsfulltrúa til samræmis við afgreiðslu á 623. fundi nefndarinnar. Hjálagt er erindi málsaðila til afgreiðslu.
Með vísan í fyrirliggjandi umsögn og rökstuðning skipulagsfulltrúa synjar skipulagsnefnd með fimm atkvæðum ósk um breytingu deiliskipulags. Nefndin telur forsendubrest skipulags ekki til staðar og leggur áherslu á uppbygging í hverfinu klárist.
4. Efstaland 1 - ósk um aðal- og deiliskipulagsbreytingu202408423
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing fyrir aðal- og deiliskipulagsbreyting að Efstalandi 1, til samræmis við afgreiðslu á 622. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu máls.
5. Umferðaröryggisaðgerðir fyrir 2025202409625
Lagðar eru fram til kynningar umferðaröryggisaðgerðir og -framkvæmdir fyrir árið 2025. Tillögur byggja á fyrirliggjandi fjárveitingu fjárhagsáætlunar og verkefnalista nýrrar umferðaröryggisáætlunar Mosfellsbæjar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd fagnar framkvæmdum í samræmi við áætlanir.
6. Langitangi - umferðaröryggisrýni vegna gegnumaksturs íbúðasvæðis202409562
Lögð er fram til kynningar umferðarflæði og öryggisrýni fyrir Langatanga. Hjálagt er minnisblað um erindi og fyrirspurn Kára Sigurðssonar, íbúa götunnar.
Frestað vegna tímaskorts
7. Röðull 123759 - Fyrirspurn202501722
Borist hefur fyrirspurn frá Kjartani Ólafi Sigurðssyni, f.h. Katrínar Pétursdóttur, dags. 23.01.2025, hvort rífa megi gróðurhús og byggja í stað þess 240 m2 geymsluhúsnæði á lóðinni Röðull L123759, í samræmi við gögn. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa eða skipulagsnefndar á 540. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina.
Þar sem að ekki er í gildi deiliskipulag sem uppfyllir ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 samþykkir skipulagsnefnd með fimm atkvæðum að byggingarleyfisumsóknin skuli grenndarkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
8. Völuteigur 8 - þróunarsvæði202410158
Fulltrúar lóðarhafa að Völuteig 8 og hönnuðir kynna hugmyndir sínar og sýn á þróunarsvæði Völuteigar og aðliggjandi landa, til samræmis við afgreiðslu á 623. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd þakkar Guðrúnu Rögnu Yngvarsdóttur frá ASK arkitektum kynninguna. Nefndin áréttar að kynning hugmynda lóðarhafa að Völuteig 8 felur ekki í sér samþykki fyrir áframhaldandi deiliskipulagsgerð svæðisins. Bent skal á að í frumdrögum nýs Aðalskipulags Mosfellsbæjar 2040 eru nærliggjandi svæði Álafosskvosar merkt sem þróunarsvæði. Þar kemur fram: „Þróunarsvæði eru ekki aðeins hugsuð til íbúðauppbyggingar eða verulegrar þéttingar heldur endurbóta á núverandi stöðu.“ „Svæðið [Álafosskvos og nærumhverfi] býr yfir mikilli sögu. Uppbygging Álafosskvosar sem sögulegs viðkomustaðar með blómlegri verslun- og þjónustu hefur ekki tekist í samræmi við deiliskipulag. Huga þarf að samlegðaráhrifum Kvosarinnar við nærliggjandi tún, gróin svæði, vannýttar lóðir og gönguleiðir. Uppbygging skal fyrst og fremst styrkja kjarna miðsvæðisins og þjónustu við þéttbyggt hverfi Helgafells og óbyggð framtíðarsvæði að Sólvöllum og Teigum sem áningarstaður fyrir alla íbúa. Á miðsvæðum skal hafa þjónustu í bland við íbúðir.
Gestir
- Guðrún Ragna Yngvarsdóttir
- Ólafur Melsted
- Gunnar Kristjánsson
Fundargerðir til kynningar
9. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 87202412019F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
9.1. Hamrabrekkur 3 - Umsókn um byggingarleyfi 202407009
Borist hafa breyttir aðaluppdrættir, dags. 06.12.2024, með umsókn um byggingarleyfi frá Þórhalli Halldórssyni, vegna nýbyggingar frístundahúss að Hamrabrekkum 3. Teikningar sýna tilfærslu húss um 80 cm til vesturs. Fyrri aðaluppdrættir voru grenndarkynntir frá 07.08.2024 til og með 06.09.2024.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 540202502011F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
10.1. Röðull 123759 - Fyrirspurn 202501722
Katrín Pétursdóttir Bakkavör 40 Seltjarnarnesi leggur fram fyrirspurn um hvort rífa megi eldra gróðurhús og byggja í stað þess 240 m2 geymsluhúsnæði á lóðinni Röðull L123759 í samræmi við framlögð gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10.2. Stórikriki 54 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2 202501713
Davíð Jón Rikharðsson Stórakrika 54 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Stórikriki nr. 54 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10.3. Úugata 66 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2 202412342
Sigurtak ehf.sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einnar hæðar einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Úugata nr. 66 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 204,5 m², bílgeymsla 39,8 m², 759,1 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10.4. Úugata 57-59 - Umsókn um byggingarleyfi - Flokkur 2 202501580
Garðar Briem Hrólfsskálavör 13 Seltjarnarnesi sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni Úugata nr. 57-59 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir nr 57: Íbúð 181,1m², bílgeymsla 27,9 m², 677,2 m³.
Stærðir nr 59: Íbúð 181,1m², bílgeymsla 27,9 m², 677,2 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10.5. Úugata 72-74 - Umsókn um byggingarleyfi - Flokkur 2 202501579
Garðar Briem Hrólfsskálavör 13 Seltjarnarnesi sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni Úugata nr. 72-74 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir nr 72: Íbúð 181,1m², bílgeymsla 27,9 m², 677,2 m³.
Stærðir nr 74: Íbúð 181,1m², bílgeymsla 27,9 m², 677,2 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.