Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

14. febrúar 2025 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
  • Sævar Birgisson (SB) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
  • Guðmundur Hreinsson (GH) áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
  • Arna Kristín Hilmarsdóttir umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Selja­dals­náma - um­hverf­is­mat efnis­töku201703003

    Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að svörum og viðbrögðum við innsendum athugasemdum, umsögnum og ábendingum vegna um­hverf­is­mats­skýrslu Seljadalsnámu.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fyr­ir­liggj­andi svörun at­huga­semda verði send Skipu­lags­stofn­un með vís­an í lög um um­hverf­is­mat fram­kvæmda og áætl­ana nr. 111/2021.

  • 2. Hamra­brekk­ur 21 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1202411135

    Lögð er fram til kynningar umsögn skipulagsfulltrúa til samræmis við afgreiðslu á 623. fundi nefndarinnar. Hjálagt er erindi málsaðila til afgreiðslu.

    Með vís­an í fyr­ir­liggj­andi um­sögn og rök­stuðn­ing skipu­lags­full­trúa synj­ar skipu­lags­nefnd með fimm at­kvæð­um bygg­ing­ar­full­trúa um heim­ild til út­gáfu bygg­ing­ar­leyf­is. Teikn­ing­ar skulu ekki grennd­arkynnt­ar til sam­ræm­is við 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 þar sem nefnd­in tel­ur að hönn­un mann­virk­is stand­ist ekki ákvæði skipu­lags eða reglu­gerð­ar vegna stærð­ar og um­fangs.

  • 3. Leir­vogstunga 37 - ósk um deili­skipu­lags­breyt­ingu202411764

    Lögð er fram til kynningar umsögn skipulagsfulltrúa til samræmis við afgreiðslu á 623. fundi nefndarinnar. Hjálagt er erindi málsaðila til afgreiðslu.

    Með vís­an í fyr­ir­liggj­andi um­sögn og rök­stuðn­ing skipu­lags­full­trúa synj­ar skipu­lags­nefnd með fimm at­kvæð­um ósk um breyt­ingu deili­skipu­lags. Nefnd­in tel­ur for­sendu­brest skipu­lags ekki til stað­ar og legg­ur áherslu á upp­bygg­ing í hverf­inu klárist.

  • 4. Efsta­land 1 - ósk um aðal- og deili­skipu­lags­breyt­ingu202408423

    Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing fyrir aðal- og deiliskipulagsbreyting að Efstalandi 1, til samræmis við afgreiðslu á 622. fundi nefndarinnar.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa áfram­hald­andi vinnu máls.

    • 5. Um­ferðarör­yggis­að­gerð­ir fyr­ir 2025202409625

      Lagðar eru fram til kynningar umferðaröryggisaðgerðir og -framkvæmdir fyrir árið 2025. Tillögur byggja á fyrirliggjandi fjárveitingu fjárhagsáætlunar og verkefnalista nýrrar umferðaröryggisáætlunar Mosfellsbæjar.

      Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd fagn­ar fram­kvæmd­um í sam­ræmi við áætlan­ir.

      • 6. Langi­tangi - um­ferðarör­ygg­is­rýni vegna gegnu­makst­urs íbúða­svæð­is202409562

        Lögð er fram til kynningar umferðarflæði og öryggisrýni fyrir Langatanga. Hjálagt er minnisblað um erindi og fyrirspurn Kára Sigurðssonar, íbúa götunnar.

        Frestað vegna tíma­skorts

        • 7. Röðull 123759 - Fyr­ir­spurn202501722

          Borist hefur fyrirspurn frá Kjartani Ólafi Sigurðssyni, f.h. Katrínar Pétursdóttur, dags. 23.01.2025, hvort rífa megi gróðurhús og byggja í stað þess 240 m2 geymsluhúsnæði á lóðinni Röðull L123759, í samræmi við gögn. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa eða skipulagsnefndar á 540. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina.

          Þar sem að ekki er í gildi deili­skipu­lag sem upp­fyll­ir ákvæði skipu­lagslaga nr. 123/2010 og skipu­lags­reglu­gerð­ar nr. 90/2013 sam­þykk­ir skipu­lags­nefnd með fimm at­kvæð­um að bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn­in skuli grennd­arkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

        • 8. Völu­teig­ur 8 - þró­un­ar­svæði202410158

          Fulltrúar lóðarhafa að Völuteig 8 og hönnuðir kynna hugmyndir sínar og sýn á þróunarsvæði Völuteigar og aðliggjandi landa, til samræmis við afgreiðslu á 623. fundi nefndarinnar.

          Skipu­lags­nefnd þakk­ar Guð­rúnu Rögnu Yngvars­dótt­ur frá ASK arki­tekt­um kynn­ing­una. Nefnd­in árétt­ar að kynn­ing hug­mynda lóð­ar­hafa að Völu­teig 8 fel­ur ekki í sér sam­þykki fyr­ir áfram­hald­andi deili­skipu­lags­gerð svæð­is­ins. Bent skal á að í frumdrög­um nýs Að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar 2040 eru nær­liggj­andi svæði Ála­fosskvos­ar merkt sem þró­un­ar­svæði. Þar kem­ur fram: „Þró­un­ar­svæði eru ekki að­eins hugs­uð til íbúð­a­upp­bygg­ing­ar eða veru­legr­ar þétt­ing­ar held­ur end­ur­bóta á nú­ver­andi stöðu.“ „Svæð­ið [Ála­fosskvos og nærum­hverfi] býr yfir mik­illi sögu. Upp­bygg­ing Ála­fosskvos­ar sem sögu­legs við­komu­stað­ar með blóm­legri verslun- og þjón­ustu hef­ur ekki tek­ist í sam­ræmi við deili­skipu­lag. Huga þarf að sam­legðaráhrif­um Kvos­ar­inn­ar við nær­liggj­andi tún, gró­in svæði, vannýtt­ar lóð­ir og göngu­leið­ir. Upp­bygg­ing skal fyrst og fremst styrkja kjarna mið­svæð­is­ins og þjón­ustu við þétt­byggt hverfi Helga­fells og óbyggð fram­tíð­ar­svæði að Sól­völl­um og Teig­um sem án­ing­ar­stað­ur fyr­ir alla íbúa. Á mið­svæð­um skal hafa þjón­ustu í bland við íbúð­ir.

          Gestir
          • Guðrún Ragna Yngvarsdóttir
          • Ólafur Melsted
          • Gunnar Kristjánsson

          Fundargerðir til kynningar

          • 9. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 87202412019F

            Fundargerð lögð fram til kynningar.

            Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

            • 9.1. Hamra­brekk­ur 3 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202407009

              Borist hafa breytt­ir að­al­upp­drætt­ir, dags. 06.12.2024, með um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi frá Þór­halli Hall­dórs­syni, vegna ný­bygg­ing­ar frí­stunda­húss að Hamra­brekk­um 3. Teikn­ing­ar sýna til­færslu húss um 80 cm til vest­urs. Fyrri að­al­upp­drætt­ir voru grennd­arkynnt­ir frá 07.08.2024 til og með 06.09.2024.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Lagt fram.

            • 10. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 540202502011F

              Fundargerð lögð fram til kynningar.

              Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

              • 10.1. Röðull 123759 - Fyr­ir­spurn 202501722

                Katrín Pét­urs­dótt­ir Bakka­vör 40 Seltjarn­ar­nesi legg­ur fram fyr­ir­spurn um hvort rífa megi eldra gróð­ur­hús og byggja í stað þess 240 m2 geymslu­hús­næði á lóð­inni Röðull L123759 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Lagt fram.

              • 10.2. Stórikriki 54 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2 202501713

                Dav­íð Jón Rik­harðs­son Stórakrika 54 sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Stórikriki nr. 54 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

                Niðurstaða þessa fundar:

                Lagt fram.

              • 10.3. Úugata 66 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2 202412342

                Sig­urtak ehf.sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu einn­ar hæð­ar ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Úugata nr. 66 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                Stærð­ir: Íbúð 204,5 m², bíl­geymsla 39,8 m², 759,1 m³.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Lagt fram.

              • 10.4. Úugata 57-59 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi - Flokk­ur 2 202501580

                Garð­ar Briem Hrólfs­skála­vör 13 Seltjarn­ar­nesi sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu tveggja hæða par­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­inni Úugata nr. 57-59 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                Stærð­ir nr 57: Íbúð 181,1m², bíl­geymsla 27,9 m², 677,2 m³.
                Stærð­ir nr 59: Íbúð 181,1m², bíl­geymsla 27,9 m², 677,2 m³.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Lagt fram.

              • 10.5. Úugata 72-74 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi - Flokk­ur 2 202501579

                Garð­ar Briem Hrólfs­skála­vör 13 Seltjarn­ar­nesi sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu tveggja hæða par­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­inni Úugata nr. 72-74 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                Stærð­ir nr 72: Íbúð 181,1m², bíl­geymsla 27,9 m², 677,2 m³.
                Stærð­ir nr 74: Íbúð 181,1m², bíl­geymsla 27,9 m², 677,2 m³.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Lagt fram.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:58