Mál númer 201612203
- 17. janúar 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #623
Lögð er fram til afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir skipulag athafnasvæðis að Desjamýri. Breytingin felur í sér aðlögun skipulagsmarka til samræmis við afmörkun nýs deiliskipulags að Flugumýri, sem samþykkt var af bæjarstjórn Mosfellsbæjar þann 08.05.2024. Breytingin felst í því að mörk deiliskipulags til vesturs breytast og verða austan Flugumýrar og mun falla saman við mörk nýs deiliskipulags Flugumýrar. Fram kom í auglýsingu á vef Mosfellsbæjar, www.mos.is, Mosfellingi og Lögbirtingablaðinu að samhliða yrði gerð tæknileg breyting á deiliskipulagi Desjamýrar þar sem deiliskipulagsmörk eru færð til og skipulagssvæði minnkað til samræmis við tillögu. Misfórst að láta uppdrátt fylgja kynningargögnum. Hjálagt er bréf Skipulagsstofnunar, dags. 10.01.2025, vegna afgreiðslu skipulags Flugumýrar.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga að breyttum skipulagsmörkum Desjamýri skuli hljóti afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur breytinguna þó óverulega með tilliti til umfangs og áhrifa hennar á efnisleg atriði gildandi deiliskipulags. Með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga, um kynningarferli grenndarkynninga, metur skipulagsnefnd Mosfellsbæ fyrst og fremst hagsmunaaðila máls sökum þess hve tæknileg breytingin er og að ljóst var í kynningu deiliskipulags Flugumýri að breytingin myndi eiga sér stað. Hún lá fyrir við ákvörðunartöku skipulagsnefndar þann 02.02.2024, með vísan í fundargerð. Í ljósi þess að engar umsagnir hinnar auglýstu tillögu heildarskipulagis Flugumýrar vörðuðu umrædd skipulagsmörk ákveður skipulagsnefnd að falla frá kröfum um grenndarkynningu sömu málsgreinar. Breytingartillaga deiliskipulagsins telst því samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og annast skipulagsfulltrúi staðfestingu skipulagsins. Skipulagsfulltrúa falið að svara umsögn Skipulagsstofnunar, nefndin telur ekki þörf á frekari skilmálum.
- 8. maí 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #850
Lögð er fram til afgreiðslu uppfærð deiliskipulagstillaga að athafnasvæði við Flugumýri í samræmi við umræður og afgreiðslu á 609. fundi nefndarinnar. Unnar hafa verið uppfærslur í anda innsendra athugasemda og breytingar innfærðar bæði í greinargerð og á uppdráttum. Eftir frekari rýni umhverfissviðs og hönnuða hafa lóðastækkanir tekið einhverjum breytingum í samræmi við gögn. Hjálögð eru svör við innsendum umsögnum og athugasemdum.
Afgreiðsla 610. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 850. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 3. maí 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #610
Lögð er fram til afgreiðslu uppfærð deiliskipulagstillaga að athafnasvæði við Flugumýri í samræmi við umræður og afgreiðslu á 609. fundi nefndarinnar. Unnar hafa verið uppfærslur í anda innsendra athugasemda og breytingar innfærðar bæði í greinargerð og á uppdráttum. Eftir frekari rýni umhverfissviðs og hönnuða hafa lóðastækkanir tekið einhverjum breytingum í samræmi við gögn. Hjálögð eru svör við innsendum umsögnum og athugasemdum.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum uppfærða tillögu skipulags og svörun athugasemda,með fyrirvara um jákvæða afgreiðslu bæjarráðs. Deiliskipulagið skal hljóta afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á endurauglýsingu deiliskipulags skv. 4. mgr. 41. gr. sömu laga þar sem breyting tillögu leitast við að mæta innsendum ábendingum. Samþykkt að vísa tillögunni til bæjarráðs og skipulagsfulltrúa falin áframhaldandi meðferð máls.
- 24. apríl 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #849
Skipulagsnefnd samþykkti á 605. fundi sínum að auglýsa og kynna nýtt deiliskipulag fyrir Flugumýri athafnasvæði og deiliskipulagsbreytingu fyrir Desjamýri. Markmið deiliskipulagsins er að skilgreina heimildir sem eiga að gilda um núverandi byggð atvinnuhúsnæðis að Flugumýri svo sem byggingarreiti, byggingarheimildir, bílastæði, úrgangsmál, gróðurbelti, frágang lóða, mögulegar lóðastækkanir og fleira. Lóðastækkanir eru lagðar til sem möguleikar á lóðum að Flugumýri 6, 8, 18, 20, 30, 32, 34 og 36 og tekur stærð mið af landfræðilegum aðstæðum og öðrum takmörkunum. Innfærðir eru nýir stígar, gönguleiðir, gangstéttir og gönguþveranir. Einnig var gerð deiliskipulagsbreyting fyrir deiliskipulag í Desjamýri þar sem skipulagsmörk eru færð til og skipulagssvæði minnkað til samræmis við nýtt deiliskipulag Flugumýrar. Tillögurnar voru auglýstar og kynntar á vef sveitarfélagsins mos.is, í Skipulagsgáttinni, Mosfellingi og Lögbirtingablaðinu. Athugasemdafrestur var frá 08.02.2024 til og með 25.03.2024. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti HEF, dags. 29.02.2024, Minjastofnun Íslands, dags. 07.03.2024 og Jóni Magnúsi Jónsssyni og Trausta Hjaltasyni, f.h. eigenda Flugumýrar 6, 8, 18, 20, 30 og 32, dags. 22.03.2024. Hjálagðar eru til kynningar umsagnir og athugasemdir.
Afgreiðsla 609. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 12. apríl 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #609
Skipulagsnefnd samþykkti á 605. fundi sínum að auglýsa og kynna nýtt deiliskipulag fyrir Flugumýri athafnasvæði og deiliskipulagsbreytingu fyrir Desjamýri. Markmið deiliskipulagsins er að skilgreina heimildir sem eiga að gilda um núverandi byggð atvinnuhúsnæðis að Flugumýri svo sem byggingarreiti, byggingarheimildir, bílastæði, úrgangsmál, gróðurbelti, frágang lóða, mögulegar lóðastækkanir og fleira. Lóðastækkanir eru lagðar til sem möguleikar á lóðum að Flugumýri 6, 8, 18, 20, 30, 32, 34 og 36 og tekur stærð mið af landfræðilegum aðstæðum og öðrum takmörkunum. Innfærðir eru nýir stígar, gönguleiðir, gangstéttir og gönguþveranir. Einnig var gerð deiliskipulagsbreyting fyrir deiliskipulag í Desjamýri þar sem skipulagsmörk eru færð til og skipulagssvæði minnkað til samræmis við nýtt deiliskipulag Flugumýrar. Tillögurnar voru auglýstar og kynntar á vef sveitarfélagsins mos.is, í Skipulagsgáttinni, Mosfellingi og Lögbirtingablaðinu. Athugasemdafrestur var frá 08.02.2024 til og með 25.03.2024. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti HEF, dags. 29.02.2024, Minjastofnun Íslands, dags. 07.03.2024 og Jóni Magnúsi Jónsssyni og Trausta Hjaltasyni, f.h. eigenda Flugumýrar 6, 8, 18, 20, 30 og 32, dags. 22.03.2024. Hjálagðar eru til kynningar umsagnir og athugasemdir.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að rýna innsendar umsagnir og athugasemdir, vinna drög að svörum og gera viðeigandi uppfærslur skipulags í samræmi við umræður.
- 21. febrúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #845
Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi kynnir fyrir umhverfisnefnd nýtt deiliskipulag athafnasvæðis í Flugumýri.
Afgreiðsla 245. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 845. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 13. febrúar 2024
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #245
Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi kynnir fyrir umhverfisnefnd nýtt deiliskipulag athafnasvæðis í Flugumýri.
Nefndin jákvæð gagnvart þessu skipulagi. Umræður um að vinna við gróðurbelti þurfi að hefjast sem fyrst.
- 7. febrúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #844
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir athafnasvæðið að Flugumýri. Frumdragatillaga, uppdrættir og forsendur voru kynntar hagaðilum og eigendum fasteigna á samráðsfundi þann 25.01.2024. Markmið deiliskipulagsins er að skilgreina heimildir sem eiga að gilda um núverandi byggð atvinnuhúsnæðis að Flugumýri svo sem byggingarreiti, byggingarheimildir, bílastæði, úrgangsmál, gróðurbelti, frágang lóða, mögulegar lóðastækkanir og fleira. Lóðastækkanir eru lagðar til sem möguleikar á lóðum að Flugumýri 6, 8, 18, 20, 30, 32, 34 og 36 og tekur stærð mið af landfræðilegum aðstæðum og öðrum takmörkunum. Innfærðir eru nýir stígar, gönguleiðir, gangstéttir og gönguþveranir. Heimilt byggingarmagn er aukið og er nýtingarhlutfall lóða 0,5 sem samræmist heimildum aðalskipulags Mosfellsbæjar. Deiliskipulagstillagan er framsett með uppdrætti í skalanum 1:1000, greinargerð, skýringarmyndum um snið og vegi, auk skýringaruppdráttar um lóðastækkanir. Einnig er hjálögð til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir deiliskipulag í Desjamýri þar sem skipulagsmörk eru færð til og skipulagssvæði minnkað til samræmis við nýtt deiliskipulag Flugumýrar. Breytingin er tæknilegs eðlis og varðar hvorki skilmála eða önnur ákvæði Flugu- eða Desjamýrar.
Afgreiðsla 605. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 844. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 2. febrúar 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #605
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir athafnasvæðið að Flugumýri. Frumdragatillaga, uppdrættir og forsendur voru kynntar hagaðilum og eigendum fasteigna á samráðsfundi þann 25.01.2024. Markmið deiliskipulagsins er að skilgreina heimildir sem eiga að gilda um núverandi byggð atvinnuhúsnæðis að Flugumýri svo sem byggingarreiti, byggingarheimildir, bílastæði, úrgangsmál, gróðurbelti, frágang lóða, mögulegar lóðastækkanir og fleira. Lóðastækkanir eru lagðar til sem möguleikar á lóðum að Flugumýri 6, 8, 18, 20, 30, 32, 34 og 36 og tekur stærð mið af landfræðilegum aðstæðum og öðrum takmörkunum. Innfærðir eru nýir stígar, gönguleiðir, gangstéttir og gönguþveranir. Heimilt byggingarmagn er aukið og er nýtingarhlutfall lóða 0,5 sem samræmist heimildum aðalskipulags Mosfellsbæjar. Deiliskipulagstillagan er framsett með uppdrætti í skalanum 1:1000, greinargerð, skýringarmyndum um snið og vegi, auk skýringaruppdráttar um lóðastækkanir. Einnig er hjálögð til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir deiliskipulag í Desjamýri þar sem skipulagsmörk eru færð til og skipulagssvæði minnkað til samræmis við nýtt deiliskipulag Flugumýrar. Breytingin er tæknilegs eðlis og varðar hvorki skilmála eða önnur ákvæði Flugu- eða Desjamýrar.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að nýtt deiliskipulag fyrir Flugumýri og deiliskipulagsbreyting fyrir Desjamýri skuli auglýstar skv. 41. gr. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögurnar skulu auglýstar og kynntar á vef sveitarfélagsins mos.is, Skipulagsgáttinni, Mosfellingi og Lögbirtingablaðinu. Skipulagsnefnd vísar tillögunni til kynningar í umhverfisnefnd.
- 24. janúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #843
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir athafnarsvæðið að Flugumýri. Markmið deiliskipulagsins er að skilgreina heimildir sem eiga að gilda um núverandi byggð atvinnuhúsnæðis að Flugumýri svo sem byggingarreiti, byggingarheimildir, bílastæði, úrgangsmál, gróðurbelti, frágang lóða og mögulegar lóðastækkanir. Lóðastækkanir eru lagðar til sem möguleikar á lóðum að Flugumýri 6, 8, 18, 20, 30, 32, 34 og 36. Innfærðir eru nýir stígar, gönguleiðir, gangstéttir og gönguþveranir. Heimilt byggingarmagn er aukið og er nýtingarhlutfall lóða 0,6 í samræmi við heimildir aðalskipulags Mosfellsbæjar. Deiliskipulagstillagan er framsett með uppdrætti í skalanum 1:1000, greinargerð, skýringarmyndum um snið og vegi, auk skýringaruppdráttar um lóðastækkanir. Einnig er hjálögð til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir deiliskipulag Desjamýri þar sem skipulagsmörk eru færð til og skipulagssvæði minnkað til samræmis við nýtt deiliskipulag Flugumýrar.
Afgreiðsla 604. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 19. janúar 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #604
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir athafnarsvæðið að Flugumýri. Markmið deiliskipulagsins er að skilgreina heimildir sem eiga að gilda um núverandi byggð atvinnuhúsnæðis að Flugumýri svo sem byggingarreiti, byggingarheimildir, bílastæði, úrgangsmál, gróðurbelti, frágang lóða og mögulegar lóðastækkanir. Lóðastækkanir eru lagðar til sem möguleikar á lóðum að Flugumýri 6, 8, 18, 20, 30, 32, 34 og 36. Innfærðir eru nýir stígar, gönguleiðir, gangstéttir og gönguþveranir. Heimilt byggingarmagn er aukið og er nýtingarhlutfall lóða 0,6 í samræmi við heimildir aðalskipulags Mosfellsbæjar. Deiliskipulagstillagan er framsett með uppdrætti í skalanum 1:1000, greinargerð, skýringarmyndum um snið og vegi, auk skýringaruppdráttar um lóðastækkanir. Einnig er hjálögð til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir deiliskipulag Desjamýri þar sem skipulagsmörk eru færð til og skipulagssvæði minnkað til samræmis við nýtt deiliskipulag Flugumýrar.
Lagt fram og kynnt. Fyrir liggur að skipulagsfulltrúi muni kynna tillögurnar, forsendur þeirra og ákvæði fyrir hagaðilum innan svæðisins á sérstökum fundi í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 27. september 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #835
Lögð eru fram til kynningar drög að tillögu nýs deiliskipulags fyrir núverandi athafnarsvæði að Flugumýri. Skipulagsferli hófst með kynntri skipulagslýsingu árið 2017 fyrir heildaráætlun svæðis. Markmið deiliskipulagsins er að skilgreina heimildir sem eiga að gilda um núverandi byggð atvinnuhúsnæðis að Flugumýri svo sem byggingarreiti, byggingarheimildir, bílastæði, úrgangsmál, gróðurbelti, frágang lóða og mögulegar lóðastækkanir.
Afgreiðsla 596. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 835. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
- 22. september 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #596
Lögð eru fram til kynningar drög að tillögu nýs deiliskipulags fyrir núverandi athafnarsvæði að Flugumýri. Skipulagsferli hófst með kynntri skipulagslýsingu árið 2017 fyrir heildaráætlun svæðis. Markmið deiliskipulagsins er að skilgreina heimildir sem eiga að gilda um núverandi byggð atvinnuhúsnæðis að Flugumýri svo sem byggingarreiti, byggingarheimildir, bílastæði, úrgangsmál, gróðurbelti, frágang lóða og mögulegar lóðastækkanir.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu máls í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Huga skal að frekari vinnslu gagna og samráði hagaðila á svæðinu.
- 4. mars 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #755
Á 507. fundi skipulagsnefndar 17. janúar 2020 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar málinu til bæjarráðs vegna breytinga á lóðarstærðum." Lóðarstækkunin nær til lóða nr. 6,8,18,20,30 og 32 við Flugumýri
Afgreiðsla 1432. fundar bæjarráðs samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. febrúar 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1432
Á 507. fundi skipulagsnefndar 17. janúar 2020 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar málinu til bæjarráðs vegna breytinga á lóðarstærðum." Lóðarstækkunin nær til lóða nr. 6,8,18,20,30 og 32 við Flugumýri
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að ganga til samninga við lóðarleiguhafa um stækkun lóða þeirra í samræmi við fyrirliggjandi tillögu að breyttu deiliskipulagi. Samningarnir verði lagðir fyrir bæjarráð til samþykktar af hálfu Mosfellsbæjar.
- 22. janúar 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #752
Á 500. fundi skipulagsnefndar 25. október 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Flugumýri." Lögð fram tillaga að deiliskipulagi ásamt tillögu að breytingu nærliggjandi deiliskipulaga.
Afgreiðsla 507. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 752. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. janúar 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #507
Á 500. fundi skipulagsnefndar 25. október 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Flugumýri." Lögð fram tillaga að deiliskipulagi ásamt tillögu að breytingu nærliggjandi deiliskipulaga.
Skipulagsnefnd vísar málinu til bæjarráðs vegna breytinga á lóðastærðum.
- 30. október 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #748
Á 488. fundi skipulagsnefndar 28. júní 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa vinna málið áfram ásamt því að kynna það fyrir umhverfisnefnd Mosfellsbæjar." Lögð fram bókun umhverfisnefndar sem hljóðar svo: "Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi kom á fundinn og kynnti málið. Umhverfisnefnd fagnar því að unnið sé deiliskipulag fyrir svæðið og vonast til þess að ásýnd svæðisins batni."
Afgreiðsla 500. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
- 25. október 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #500
Á 488. fundi skipulagsnefndar 28. júní 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa vinna málið áfram ásamt því að kynna það fyrir umhverfisnefnd Mosfellsbæjar." Lögð fram bókun umhverfisnefndar sem hljóðar svo: "Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi kom á fundinn og kynnti málið. Umhverfisnefnd fagnar því að unnið sé deiliskipulag fyrir svæðið og vonast til þess að ásýnd svæðisins batni."
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Flugumýri.
- 2. október 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #746
Kynning á drögum að nýju deiliskipulagi fyrir athafnasvæði í Flugumýri. Skipulagsnefnd vísaði málinu á 488. fundi skipulagsnefndar 28. júní 2019 til kynningar umhverfisnefndar.
Afgreiðsla 203. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 746. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. september 2019
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #203
Kynning á drögum að nýju deiliskipulagi fyrir athafnasvæði í Flugumýri. Skipulagsnefnd vísaði málinu á 488. fundi skipulagsnefndar 28. júní 2019 til kynningar umhverfisnefndar.
Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi kom á fundinn og kynnti málið.
Umhverfisnefnd fagnar því að unnið sé deiliskipulag fyrir svæðið og vonast til þess að ásýnd svæðisins batni. - 11. júlí 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1406
Á 487. fundi skipulagsnefndar 31. maí 2019 mætti fulltrúi Kanon arkitekta og kynnti tillögu að deiliskipulagi Flugumýrar. Umræður urðu um málið.
Afgreiðsla 488. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1406. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
- 28. júní 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #488
Á 487. fundi skipulagsnefndar 31. maí 2019 mætti fulltrúi Kanon arkitekta og kynnti tillögu að deiliskipulagi Flugumýrar. Umræður urðu um málið.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa vinna málið áfram ásamt því að kynna það fyrir umhverfisnefnd Mosfellsbæjar.
- 12. júní 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #741
Á 430. fundi skipulagsnefndar 13. febrúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: Lýsing deiliskipulags samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að kynna hana og afla umsagna." Á fundinn mætti fulltrúi Kanon arkitekta.
Afgreiðsla 487. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 741. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 31. maí 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #487
Á 430. fundi skipulagsnefndar 13. febrúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: Lýsing deiliskipulags samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að kynna hana og afla umsagna." Á fundinn mætti fulltrúi Kanon arkitekta.
Kynning, umræður um málið.
- 22. febrúar 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #689
Á 428. fundi skipulagsnefndar 17. janúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsfulltrúa falið að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir svæðið." Lögð fram lýsing deiliskipulags.
Afgreiðsla 430. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 689. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. febrúar 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #430
Á 428. fundi skipulagsnefndar 17. janúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsfulltrúa falið að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir svæðið." Lögð fram lýsing deiliskipulags.
Lýsing deiliskipulags samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að kynna hana og afla umsagna.
- 25. janúar 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #687
Lögð fram drög að forsögn og verkefnislýsingu fyrir gerð deiliskipulags athafnasvæðis í Flugumýri. Óskað er eftir samþykki nefndar um að málinu verði vísað í formlegt skipulagsferli.
Afgreiðsla 428. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 687. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. janúar 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #428
Lögð fram drög að forsögn og verkefnislýsingu fyrir gerð deiliskipulags athafnasvæðis í Flugumýri. Óskað er eftir samþykki nefndar um að málinu verði vísað í formlegt skipulagsferli.
Skipulagsfulltrúa falið að hefja vinnu við gerð deilikskipulagulags fyrir svæðið.