Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

13. febrúar 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Þorbjörg Sólbjartsdóttir (ÞS) formaður
  • Hörður Hafberg Gunnlaugsson (HHG) varamaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) aðalmaður
  • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
  • Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
  • Ölvir Karlsson (ÖK) vara áheyrnarfulltrúi
  • Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Dóra Lind Pálmarsdóttir Leiðtogi umhverfis og framkvæmda


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Starfs­áætlun um­hverf­is­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar 2022-2026202210155

    Drög að starfsáætlun umhverfisnefndar lögð fyrir.

    Um­ræð­ur og yf­ir­ferð. Nefnd­in komin á eina nið­ur­stöðu og sam­mála um breytt
    orð­lag.

  • 2. Eig­enda­sam­komulag Sorpu um með­höndl­un úr­gangs í Álfs­nesi202309272

    Fundargerð verkefnastjórnar urðunarstaðarins í Álfsnesi frá fundi 11.janúar 2024 lögð fram til kynningar ásamt svörum við fyrirspurnum umhverfisnefndar um meðhöndlun úrgangs í Álfsnesi. Fundargerð verkefnastjórnar urðunarstaðarins í Álfsnesi frá fundi 8.febrúar 2024 lögð fram til kynningar.

    Um­ræð­ur um nán­ari töl­fræði og eft­ir­fylgni. Nefnd­in sam­mála um að senda frek­ari fyr­ir­spurn­ir á verk­efna­stjórn Sorpu vegna þessa.

  • 3. Æv­in­týragarð­ur - deili­skipu­lag201710251

    Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi kynnir stöðuna á skipulagi Ævintýragarðs.

    Um­ræð­ur um fram­tíð­ar­að­komu að Æv­in­týra­garð­in­um, Tungu­veg­ur nefnd­ur í því sam­hengi. Um­ræð­ur um fram­tíð­ar­stað­setn­ingu hunda­gerð­is. Rætt um fram­tíð­ar­stefnu æv­in­týra­garðs­ins og lang­tíma­sýn. Einn­ig rætt um nýt­ingu garðs­ins með til­liti til við­burða og teng­inga til Stekkj­ar­flat­ar ásamt Var­már. Um­ræð­ur um starfs­hóp nefnda til að koma mál­inu áleið­is.

    Gestir
    • Kristinn Pálsson
    • 4. Flugu­mýri at­hafna­svæði - nýtt deili­skipu­lag201612203

      Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi kynnir fyrir umhverfisnefnd nýtt deiliskipulag athafnasvæðis í Flugumýri.

      Nefnd­in já­kvæð gagn­vart þessu skipu­lagi. Um­ræð­ur um að vinna við gróð­ur­belti þurfi að hefjast sem fyrst.

      Gestir
      • Kristinn Pálsson
    • 5. Sam­göngu­vika 2024202402159

      Samgönguvika 2024 verður dagana 16.-22.september næstkomandi og bíllausi dagurinn sunnudaginn 22.september. Lagt fram til kynningar fundargerð og glærur frá hugarflugsfundi vegna samgönguviku 2024.

      Rætt um að fá hug­mynd­ir frá íbú­um varð­andi sam­göngu­vik­una. Rætt um kynn­ing­ar og aug­lýs­ing­ar fyr­ir þessa viku. Virkja unga fólk­ið, fá skól­ana og íþrótta­fé­lög­in með í lið. Búa til hvata með stofn­un­um bæj­ar­ins (skól­ar og fyr­ir­tæki). Mál­ið tek­ið aft­ur upp í Apríl til að fylgja þessu eft­ir.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00