13. febrúar 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Þorbjörg Sólbjartsdóttir (ÞS) formaður
- Hörður Hafberg Gunnlaugsson (HHG) varamaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
- Ölvir Karlsson (ÖK) vara áheyrnarfulltrúi
- Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Dóra Lind Pálmarsdóttir Leiðtogi umhverfis og framkvæmda
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Starfsáætlun umhverfisnefndar Mosfellsbæjar 2022-2026202210155
Drög að starfsáætlun umhverfisnefndar lögð fyrir.
Umræður og yfirferð. Nefndin komin á eina niðurstöðu og sammála um breytt
orðlag.2. Eigendasamkomulag Sorpu um meðhöndlun úrgangs í Álfsnesi202309272
Fundargerð verkefnastjórnar urðunarstaðarins í Álfsnesi frá fundi 11.janúar 2024 lögð fram til kynningar ásamt svörum við fyrirspurnum umhverfisnefndar um meðhöndlun úrgangs í Álfsnesi. Fundargerð verkefnastjórnar urðunarstaðarins í Álfsnesi frá fundi 8.febrúar 2024 lögð fram til kynningar.
Umræður um nánari tölfræði og eftirfylgni. Nefndin sammála um að senda frekari fyrirspurnir á verkefnastjórn Sorpu vegna þessa.
3. Ævintýragarður - deiliskipulag201710251
Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi kynnir stöðuna á skipulagi Ævintýragarðs.
Umræður um framtíðaraðkomu að Ævintýragarðinum, Tunguvegur nefndur í því samhengi. Umræður um framtíðarstaðsetningu hundagerðis. Rætt um framtíðarstefnu ævintýragarðsins og langtímasýn. Einnig rætt um nýtingu garðsins með tilliti til viðburða og tenginga til Stekkjarflatar ásamt Varmár. Umræður um starfshóp nefnda til að koma málinu áleiðis.
Gestir
- Kristinn Pálsson
4. Flugumýri athafnasvæði - nýtt deiliskipulag201612203
Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi kynnir fyrir umhverfisnefnd nýtt deiliskipulag athafnasvæðis í Flugumýri.
Nefndin jákvæð gagnvart þessu skipulagi. Umræður um að vinna við gróðurbelti þurfi að hefjast sem fyrst.
Gestir
- Kristinn Pálsson
5. Samgönguvika 2024202402159
Samgönguvika 2024 verður dagana 16.-22.september næstkomandi og bíllausi dagurinn sunnudaginn 22.september. Lagt fram til kynningar fundargerð og glærur frá hugarflugsfundi vegna samgönguviku 2024.
Rætt um að fá hugmyndir frá íbúum varðandi samgönguvikuna. Rætt um kynningar og auglýsingar fyrir þessa viku. Virkja unga fólkið, fá skólana og íþróttafélögin með í lið. Búa til hvata með stofnunum bæjarins (skólar og fyrirtæki). Málið tekið aftur upp í Apríl til að fylgja þessu eftir.