31. maí 2019 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varamaður
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Torg í Gerplustræti - breyting á deiliskipulagi.2017081506
Á 469. fundi skipulagsnefndar 12. október 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu að afgreiðslu og leggja fram sem fyrst á fundi nefndarinnar." Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa. Frestað vegna tímaskorts á 485. fundi. Lögð fram drög að svörum við athugasemdum sem bárust á auglýsingartíma breytingarinnar.
Lögð var fram tillaga fulltrúa L lista Vina Mosfellsbæjar: Lögð er fram tillaga um að hætta við deiliskipulagsbreytinguna og til vara að fresta henni þar til rök fyrir því að taka upp deiliskipulagið liggja fyrir. Fulltrúar M og L lista samþykkja tillöguna, fulltrúar V og D lista greiða atkvæði gegn tillögunni með þremur atkvæðum. Tillagan felld með þremur atkvæðum gegn tveimur atkvæðum.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara innkomnum athugasemdum í samræmi við minnisblað skipulagsfulltrúa og annast gildistöku skipulagsins. Fulltrúar V og D lista lista samþykkja bókunina með þremur atkvæðum, fulltrúar M og L lista sitja hjá.
Lögð var fram bókun fulltrúa L lista: Fulltrúi L lista Vina Mosfellsbæjar þykir miður að tillaga hans um að hætta við framkomna deiliskipulagsbreytingu og til vara að fresta henni hefur verið felld. Frestun á því að afgreiða og heimila auglýsingu deiliskipulagsbreytingarinnar var til þess gerð að andrúm skapaðist til þess að leita til Arkitektastofu Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. og biðja stofuna um að útvega þau gögn sem óhjákvæmilega hljóta að hafa fylgt verkbeiðninni til þeirra síðla árs 2017 svo nefndarmenn í skipulagsnefnd gætu kynnt sér þau rök sem búa að baki þeirri tillögu að deiliskipulagsbreytingu sem nú hefur verið samþykkt og gengur út á að rýmka fyrir umferð stórra bíla framhjá Torginu við Gerplustræti.
Það verður ávallt að gera þá kröfu að á bak við allar stjórnsýsluákvarðanir, eins og þessa sem nú hefur verið tekin, liggi ávallt skýr og gagnsæ gögn sem ákvarðanir eru byggðar á.Lögð var fram bókun fulltrúa D og V lista: Fulltrúar D og V lista í skipulagsnefnd vill benda á að ekki var búið að ganga frá hönnun og útliti á torgi í Helgafelli í gildandi deilsuskipulagi fyrir torgið og því var ráðist í breytingu á deilsiskipulagi torgsins.
Markmið með breytingu deiliskipulagsins er m.a. að auka umferðaröryggi, tryggja góða aðkomu neyðarbíla, snjómosturstækja og búa til bílastæði í kringum torgið.2. Reykjamelur 20-22 og Asparlundur 11 - breyting á deiliskipulagi201805149
Á 472. fundi skipulagsnefndar 23. nóvember 2018 var gerð eftirfarandi bókun:" Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst að nýju skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga." Tillagan var auglýst frá 23. mars til og með 6. maí 2019, ein athugasemd barst. Frestað vegna tímaskorts á 485. fundi.
Skipulagsnefnd vísar málinu til nánari skoðunar hjá framkvæmdastjóra umhverfissviðs hvað hverfisverndarsvæðið og kostnað við gatnagerð varðar.
3. Skarhólabraut 1, slökkvistöðvarlóð, skipting lóðar.201604166
Á 480. fundi skipulagsnefndar 15. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að fullgera breytingartillögu A og leggja fyrir skipulagsnefnd." Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags. Frestað vegna tímaskorts á 485. fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
4. Helgadalur í Mosfellsdal - ósk um heimild til skiptingu lands.201905240
Borist hefur erindi frá Hreini Ólafssyni og Herdísi Gunnlaugsdóttur dags. 19. maí 2019 varðandi ósk um heimild til skiptingu lands í Helgadal, Mosfellsdal. Frestað vegna tímaskorts á 485. fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir skiptingu landsins í samræmi við 48. gr. skipulagslaga og vísar úrvinnslu málsins til byggingarfulltrúa.
5. Vogatunga 26 - frágangur lóðar.201903121
Á 480. fundi skipulagsnefndar 15. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um málið." Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa. Frestað vegna tímaskorts á 485. fundi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara erindinu í samræmi við minnisblað bygingarfulltrúa.
6. Sunnuhlíð 1 - breyting á skipulagi.201905325
Borist hefur erindi frá Eyglóu Björnsdóttur dags. 24. maí 2019 varðandi breytingu á skipulagi á lóðinni að Sunnuhlíð 1.
Skipulagsnefnd vísar málinu til endurskoðunar aðalskipulags.
7. Sölkugata 8 - beiðni um breytingu á skipulagi bílastæða201905256
Borist hefur erindi frá Sigurði Straumfjörð Pálssyni dags. 21. maí 2019 varðandi breytingu á skipulagi bílastæða að Sölkugötu 8.
Fulltrúi L lista víkur af fundi undir þessum dagskrárlið. Skipulagsnefnd hafnar erindinu út frá umferðaöryggislegu sjónarmiði þar sem Varmárvegur er skilgreindur sem safngata í deiliskipulagi.
8. Framkvæmdaleyfi - reiðleið á norðurbakka Köldukvíslar út af Víðiodda.201905288
Borist hefur erindi frá Þórarni Jónssyni og Guðnýju Dóru Kristingsdóttur dags. 22. marí 2019 varðandi framkvæmdaleyfi fyrir reiðleið á norðurbakka Köldukvíslar.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi skv. 15. gr. skipulagslaga, en bendir á að fyrirhugaður reiðstígur er á hverfisverndarsvæði og haga ber framkvæmdum í samræmi við það.
9. Dalsgarður í Mosfellsdal-deiliskipulag201902075
Á 478. fundi skipulagsnefndar 14. febrúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagi." Lögð fram skipulagslýsing.
Lýsing deiliskipulags samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að kynna tillöguna og afla umsagna.
10. Selvatn - ósk um gerð deiliskipulags201905022
Á 484. fundi skipulagsnefndar 10. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að hefja vinnu við gerð deiliskipulags sem hefst með gerð skipulagslýsingar sbr. 40. gr. skipulagslaga." Lögð fram skipulagslýsing.
Lýsing deiliskipulags samþykkt með fyrirvara um smávægilegar leiðréttingar á skipulagslýsingu. Skipulagsfulltrúa falið að kynna tillöguna og afla umsagna.
11. Flugumýri athafnasvæði - nýtt deiliskipulag201612203
Á 430. fundi skipulagsnefndar 13. febrúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: Lýsing deiliskipulags samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að kynna hana og afla umsagna." Á fundinn mætti fulltrúi Kanon arkitekta.
Kynning, umræður um málið.