Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

31. maí 2019 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Jón Pétursson aðalmaður
  • Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varamaður
  • Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Torg í Gerplustræti - breyt­ing á deili­skipu­lagi.2017081506

    Á 469. fundi skipulagsnefndar 12. október 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu að afgreiðslu og leggja fram sem fyrst á fundi nefndarinnar." Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa. Frestað vegna tímaskorts á 485. fundi. Lögð fram drög að svörum við athugasemdum sem bárust á auglýsingartíma breytingarinnar.

    Lögð var fram til­laga full­trúa L lista Vina Mos­fells­bæj­ar: Lögð er fram til­laga um að hætta við deili­skipu­lags­breyt­ing­una og til vara að fresta henni þar til rök fyr­ir því að taka upp deili­skipu­lag­ið liggja fyr­ir. Full­trú­ar M og L lista sam­þykkja til­lög­una, full­trú­ar V og D lista greiða at­kvæði gegn til­lög­unni með þrem­ur at­kvæð­um. Til­lag­an felld með þrem­ur at­kvæð­um gegn tveim­ur at­kvæð­um.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að svara inn­komn­um at­huga­semd­um í sam­ræmi við minn­is­blað skipu­lags­full­trúa og ann­ast gildis­töku skipu­lags­ins. Full­trú­ar V og D lista lista sam­þykkja bók­un­ina með þrem­ur at­kvæð­um, full­trú­ar M og L lista sitja hjá.

    Lögð var fram bók­un full­trúa L lista: Full­trúi L lista Vina Mos­fells­bæj­ar þyk­ir mið­ur að til­laga hans um að hætta við fram­komna deili­skipu­lags­breyt­ingu og til vara að fresta henni hef­ur ver­ið felld. Frest­un á því að af­greiða og heim­ila aug­lýs­ingu deili­skipu­lags­breyt­ing­ar­inn­ar var til þess gerð að andrúm skap­að­ist til þess að leita til Arki­tekta­stofu Gylfa Guð­jóns­son­ar og fé­laga ehf. og biðja stof­una um að út­vega þau gögn sem óhjá­kvæmi­lega hljóta að hafa fylgt verk­beiðn­inni til þeirra síðla árs 2017 svo nefnd­ar­menn í skipu­lags­nefnd gætu kynnt sér þau rök sem búa að baki þeirri til­lögu að deili­skipu­lags­breyt­ingu sem nú hef­ur ver­ið sam­þykkt og geng­ur út á að rýmka fyr­ir um­ferð stórra bíla fram­hjá Torg­inu við Gerplustræti.
    Það verð­ur ávallt að gera þá kröfu að á bak við all­ar stjórn­sýslu­ákvarð­an­ir, eins og þessa sem nú hef­ur ver­ið tekin, liggi ávallt skýr og gagnsæ gögn sem ákvarð­an­ir eru byggð­ar á.

    Lögð var fram bók­un full­trúa D og V lista: Full­trú­ar D og V lista í skipu­lags­nefnd vill benda á að ekki var búið að ganga frá hönn­un og út­liti á torgi í Helga­felli í gild­andi deilsu­skipu­lagi fyr­ir torg­ið og því var ráð­ist í breyt­ingu á deilsi­skipu­lagi torgs­ins.
    Markmið með breyt­ingu deili­skipu­lags­ins er m.a. að auka um­ferðarör­yggi, tryggja góða að­komu neyð­ar­bíla, snjómost­urs­tækja og búa til bíla­stæði í kring­um torg­ið.

  • 2. Reykja­mel­ur 20-22 og Asp­ar­lund­ur 11 - breyt­ing á deili­skipu­lagi201805149

    Á 472. fundi skipulagsnefndar 23. nóvember 2018 var gerð eftirfarandi bókun:" Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst að nýju skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga." Tillagan var auglýst frá 23. mars til og með 6. maí 2019, ein athugasemd barst. Frestað vegna tímaskorts á 485. fundi.

    Skipu­lags­nefnd vís­ar mál­inu til nán­ari skoð­un­ar hjá fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs hvað hverf­is­vernd­ar­svæð­ið og kostn­að við gatna­gerð varð­ar.

  • 3. Skar­hóla­braut 1, slökkvi­stöðv­ar­lóð, skipt­ing lóð­ar.201604166

    Á 480. fundi skipulagsnefndar 15. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að fullgera breytingartillögu A og leggja fyrir skipulagsnefnd." Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags. Frestað vegna tímaskorts á 485. fundi.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­lag­an verði aug­lýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.

  • 4. Helga­dal­ur í Mos­fells­dal - ósk um heim­ild til skipt­ingu lands.201905240

    Borist hefur erindi frá Hreini Ólafssyni og Herdísi Gunnlaugsdóttur dags. 19. maí 2019 varðandi ósk um heimild til skiptingu lands í Helgadal, Mosfellsdal. Frestað vegna tímaskorts á 485. fundi.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir skipt­ingu lands­ins í sam­ræmi við 48. gr. skipu­lagslaga og vís­ar úr­vinnslu máls­ins til bygg­ing­ar­full­trúa.

  • 5. Voga­tunga 26 - frá­gang­ur lóð­ar.201903121

    Á 480. fundi skipulagsnefndar 15. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um málið." Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa. Frestað vegna tímaskorts á 485. fundi.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að svara er­ind­inu í sam­ræmi við minn­is­blað byg­ing­ar­full­trúa.

  • 6. Sunnu­hlíð 1 - breyt­ing á skipu­lagi.201905325

    Borist hefur erindi frá Eyglóu Björnsdóttur dags. 24. maí 2019 varðandi breytingu á skipulagi á lóðinni að Sunnuhlíð 1.

    Skipu­lags­nefnd vís­ar mál­inu til end­ur­skoð­un­ar að­al­skipu­lags.

  • 7. Sölkugata 8 - beiðni um breyt­ingu á skipu­lagi bíla­stæða201905256

    Borist hefur erindi frá Sigurði Straumfjörð Pálssyni dags. 21. maí 2019 varðandi breytingu á skipulagi bílastæða að Sölkugötu 8.

    Full­trúi L lista vík­ur af fundi und­ir þess­um dag­skrárlið. Skipu­lags­nefnd hafn­ar er­ind­inu út frá um­ferða­ör­ygg­is­legu sjón­ar­miði þar sem Varmár­veg­ur er skil­greind­ur sem safn­gata í deili­skipu­lagi.

  • 8. Fram­kvæmda­leyfi - reið­leið á norð­ur­bakka Köldu­kvísl­ar út af Víði­odda.201905288

    Borist hefur erindi frá Þórarni Jónssyni og Guðnýju Dóru Kristingsdóttur dags. 22. marí 2019 varðandi framkvæmdaleyfi fyrir reiðleið á norðurbakka Köldukvíslar.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að gefa út fram­kvæmda­leyfi skv. 15. gr. skipu­lagslaga, en bend­ir á að fyr­ir­hug­að­ur reiðstíg­ur er á hverf­is­vernd­ar­svæði og haga ber fram­kvæmd­um í sam­ræmi við það.

  • 9. Dals­garð­ur í Mos­fells­dal-deili­skipu­lag201902075

    Á 478. fundi skipulagsnefndar 14. febrúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagi." Lögð fram skipulagslýsing.

    Lýs­ing deili­skipu­lags sam­þykkt. Skipu­lags­full­trúa fal­ið að kynna til­lög­una og afla um­sagna.

  • 10. Selvatn - ósk um gerð deili­skipu­lags201905022

    Á 484. fundi skipulagsnefndar 10. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að hefja vinnu við gerð deiliskipulags sem hefst með gerð skipulagslýsingar sbr. 40. gr. skipulagslaga." Lögð fram skipulagslýsing.

    Lýs­ing deili­skipu­lags sam­þykkt með fyr­ir­vara um smá­vægi­leg­ar leið­rétt­ing­ar á skipu­lags­lýs­ingu. Skipu­lags­full­trúa fal­ið að kynna til­lög­una og afla um­sagna.

  • 11. Flugu­mýri at­hafna­svæði - nýtt deili­skipu­lag201612203

    Á 430. fundi skipulagsnefndar 13. febrúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: Lýsing deiliskipulags samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að kynna hana og afla umsagna." Á fundinn mætti fulltrúi Kanon arkitekta.

    Kynn­ing, um­ræð­ur um mál­ið.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00