Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

12. apríl 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
  • Sævar Birgisson (SB) varaformaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
  • Haukur Örn Harðarson (HÖH) áheyrnarfulltrúi
  • Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) varamaður
  • Jóhanna Björg Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Arni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi

Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að taka inn með af­brigð­um dag­skrárlið nr. 9, At­hafna­svæði sunn­an Fossa­veg­ar við Tungu­mela - nýtt deili­skipu­lag.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Flugu­mýri at­hafna­svæði - nýtt deili­skipu­lag201612203

    Skipulagsnefnd samþykkti á 605. fundi sínum að auglýsa og kynna nýtt deiliskipulag fyrir Flugumýri athafnasvæði og deiliskipulagsbreytingu fyrir Desjamýri. Markmið deiliskipulagsins er að skilgreina heimildir sem eiga að gilda um núverandi byggð atvinnuhúsnæðis að Flugumýri svo sem byggingarreiti, byggingarheimildir, bílastæði, úrgangsmál, gróðurbelti, frágang lóða, mögulegar lóðastækkanir og fleira. Lóðastækkanir eru lagðar til sem möguleikar á lóðum að Flugumýri 6, 8, 18, 20, 30, 32, 34 og 36 og tekur stærð mið af landfræðilegum aðstæðum og öðrum takmörkunum. Innfærðir eru nýir stígar, gönguleiðir, gangstéttir og gönguþveranir. Einnig var gerð deiliskipulagsbreyting fyrir deiliskipulag í Desjamýri þar sem skipulagsmörk eru færð til og skipulagssvæði minnkað til samræmis við nýtt deiliskipulag Flugumýrar. Tillögurnar voru auglýstar og kynntar á vef sveitarfélagsins mos.is, í Skipulagsgáttinni, Mosfellingi og Lögbirtingablaðinu. Athugasemdafrestur var frá 08.02.2024 til og með 25.03.2024. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti HEF, dags. 29.02.2024, Minjastofnun Íslands, dags. 07.03.2024 og Jóni Magnúsi Jónsssyni og Trausta Hjaltasyni, f.h. eigenda Flugumýrar 6, 8, 18, 20, 30 og 32, dags. 22.03.2024. Hjálagðar eru til kynningar umsagnir og athugasemdir.

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa að rýna inn­send­ar um­sagn­ir og at­huga­semd­ir, vinna drög að svör­um og gera við­eig­andi upp­færsl­ur skipu­lags í sam­ræmi við um­ræð­ur.

  • 2. Helga­dals­veg­ur 60 - deili­skipu­lags­breyt­ing202306155

    Lögð eru fram til kynningar frekari gögn málsaðila, dags. 13.03.2024, vegna óskar um deiliskipulagsbreytingu fyrir Helgadalsveg 60, í samræmi við afgreiðslu á 592. fundi nefndarinnar. Áætlanir fela í sér að dreifa samþykktum byggingarheimildum frekar um landið og skilgreina gróðurreiti og gróðurhús, í samræmi við gögn.

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila máls­að­ila og land­eig­enda sam­kvæmt 2. mgr. 38. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 að vinna breyt­ingu á deili­skipu­lagi í sam­ræmi við 1. mgr. 43. gr. sömu laga. Í sam­ræmi við um­ræð­ur bend­ir skipu­lags­nefnd á mik­il­vægi þess að hug­að verði að ásýnd svæð­is og áhrif­um bygg­inga á um­hverfi, m.a. um­fang og af­staða húsa og ljós­meng­un frá gróð­ur­hús­um.

  • 3. Úugata 2-4 - fyr­ir­spurn og ósk um skipu­lags­breyt­ingu202403173

    Borist hefur erindi frá Vífli Björnssyni, f.h. lóðarhafa Úugötu 2-4; Ölmu íbúðafélagi hf., dags. 25.03.2024, með ósk um deiliskipulagsbreytingu lóðar. Breytingin felur meðal annars í sér að fjölga íbúðum úr 12 í 14 í hvoru húsi, samtals 28 íbúðir. Að fækka bílastæðum og fella út kröfu um eitt bílastæði á íbúð í kjallara auk kröfu um bílastæði fyrir hreyfihamlaða. Að fjölbýlishúsin verði 2 hæðir auk kjallara og hámarksbyggingarmagn A-rýma verði 1650 m².

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa er­indi og um­sókn til um­sagn­ar á um­hverf­is­sviði.

  • 4. Kára­leyni L125597 - fund­ur og ósk um að­al­skipu­lags­breyt­ingu202308686

    Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu erindi og ósk landeigenda að Káraleyni um aðalskipulagsbreytingu landsins L125597, úr opnu svæði til útivistar í íbúðarbyggð.

    Skipu­lags­nefnd synj­ar með fimm at­kvæð­um að inn­færa ósk um að breyta land­inu Kára­leyni í íbúð­ar­byggð í gögn­um nýs að­al­skipu­lags. Mos­fells­bær hef­ur í drög­um að­al­skipu­lags kynnt fram­tíð­ar­sýn byggð­ar, lóða og landa við Ála­fosskvos og Varmá. Fram kem­ur í grein­ar­gerð að huga þurfi að sam­legðaráhrif­um kvos­ar­inn­ar við nær­liggj­andi tún, gró­in svæði, vannýtt­ar lóð­ir og göngu­leið­ir. Upp­bygg­ing skal fyrst og fremst styrkja kjarna mið­svæð­is­ins og þjón­ustu. Skil­grein­ing nýrra þró­un­ar­svæða í að­al­skipu­lagi felst í að velja úr svæði þar sem lang­tíma stefna til fram­tíð­ar ligg­ur ekki fyr­ir en sveit­ar­fé­lag­ið sér tæki­færi til þess að gera á þeim svæð­um breyt­ing­ar inn­an skipu­lags­tíma­bils­ins. Ekki hef­ur ver­ið far­ið í þá vinnu að skil­greina þró­un, upp­bygg­ing­ar­heim­ild­ir eða nýt­ingu lands þeirra fjölda einka- og leigulanda sem falla und­ir þró­un­ar­svæði í nærum­hverfi Var­már. Að þeim sök­um tel­ur skipu­lags­nefnd ekki rétt að skil­greina stakt land sem sér­stakt íbúð­ar­svæði eins og gögn og er­indi gera ráð fyr­ir.

  • 5. Ála­nes­skóg­ur - deili­skipu­lags­breyt­ing Ála­fosskvos­ar202402385

    Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir Álanesskóg við Álafosskvos og Varmá. Breytingin felur í sér stækkun á mörkum deiliskipulags Álafosskvosar um Álanesskóg. Markmiðið er að skilgreina frekar áætlanir og heimildir til framkvæmda, grisjunar og viðhalds skógarins í samræmi við kröfur Umhverfisstofnunar. Áætlað er að gera Álanesskóg að útivistarskógi með áningarstöðum og trjákurluðum stígum. Deiliskipulagsbreytingin er framsett með uppdrætti í skalanum 1:1000 og greinargerð.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að deili­skipu­lags­breyt­ing­in skuli aug­lýst skv. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Til­lag­an skal kynnt vef sveit­ar­fé­lags­ins mos.is, Skipu­lags­gátt­inni, Mos­fell­ingi, og Lög­birt­inga­blað­inu.

  • 6. Lóð fyr­ir loka­hús milli Völu- og Víði­teig­ar - deili­skipu­lag202402512

    Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu nýtt deiliskipulag fyrir lokahús við Víðiteig. Deiliskipulagið felur í sér nýja 446 m² lóð fyrir lokahús vatnsveitunnar sem falla mun að landmótun og jarðvegsmön í samræmi við teikningar og gögn. Lóðin er staðsett milli athafnarsvæðis að Völuteig og íbúðarbyggðar Víðiteigar í Teigahverfi. Aðkoma verður um stíga frá Völuteig. Mannvirkið er ómannað með fjarvöktun og mun hýsa loka auk rafmagns- og tengiskápa. Deiliskipulagið er framsett með uppdrætti í skalanum 1:750 og greinargerð auk útlitsmynda.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að nýtt deili­skipu­lag skuli aug­lýst skv. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Til­lag­an skal kynnt vef sveit­ar­fé­lags­ins mos.is, Skipu­lags­gátt­inni, Mos­fell­ingi, Lög­birt­inga­blað­inu og með dreifi­bréfi.

  • 7. Voga­tunga 73 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1,202401283

    Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Ívari Haukssyni, f.h. Ottó Þorvaldssonar, vegna viðbyggingar einbýlishúss að Vogatungu 73. Um er að ræða leyfi til að byggja úr timbri, áli og gleri garðskála við hús á lóðinni, í samræmi við framlögð gögn. Stækkunin er 15 m². Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa eða skipulagsnefndar á 516. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem umsókn samræmist ekki gildandi skipulagi og skilgreindum byggingarreitum. Hjálögð er samantekt og umsögn skipulagsfulltrúa.

    Með vís­an í rök­stuðn­ing fyr­ir­liggj­andi um­sagn­ar skipu­lags­full­trúa, sam­þykk­ir skipu­lags­nefnd með fimm at­kvæð­um að með­höndla um­sókn og er­indi í sam­ræmi við 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, um óveru­legt frá­vik deili­skipu­lags án kröfu um deili­skipu­lags­breyt­ingu. Heim­ild­ir fjölg­un fer­metra liggja fyr­ir sem og ákvæði deili­skipu­lags um fjar­lægð­ir bygg­inga frá lóða­mörk­um. Vegna að­stæð­ana fæst ekki séð að bygg­ing­ar­leyfi geti með nokkru móti skert hags­muni ná­granna hvað varð­ar land­notk­un, út­sýni, skugga­varp eða inn­sýni, með í 5.8.3. gr. skipu­lags­reglu­gerð­ar nr. 90/2013. Bygg­ing­ar­full­trúa er heim­ilt að af­greiða er­ind­ið og gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar að um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010, bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012 og kynnt­um gögn­um.

  • 8. Langi­tangi 1 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1,202403884

    Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Gunnari Erni Sigurðssyni, f.h. Olís ehf., vegna nýbyggingar bílaþvottastöðvar við bensínstöðina að Langatanga 1. Þvottastöðin er einnar hæðar og stærð hennar 144 m². Áætlað er að bæta flæði umferðar og fjölga bílastæðum í samræmi við innsend gögn. Umsóknin er lögð fram til umfjöllunar skipulagsnefndar vegna óljósra ákvæða í gildandi deiliskipulagi Langatanga 1-5, staðfest 10.05.2006.

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa er­indi og um­sókn til um­sagn­ar á um­hverf­is­sviði.

  • 9. At­hafna­svæði sunn­an Fossa­veg­ar við Tungu­mela - nýtt deili­skipu­lag202404272

    Borist hefur erindi frá Arkís arkitektum, f.h. MA9 ehf. landeiganda athafnasvæðis við Tungumela, dags. 08.04.2024, með ósk um heimild til að hefja vinnu við nýtt deiliskipulag á landi L187788 í samræmi við gildandi aðalskipulag Mosfellsbæjar.

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila máls­að­ila og land­eig­enda sam­kvæmt 2. mgr. 38. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 að vinna nýtt deili­skipu­lag í sam­ræmi við 40. gr. sömu laga. Skipu­lags­full­trúa og formanni skipu­lags­nefnd­ar fal­ið að funda með máls­að­ila og hönn­uð­um hans.

Fundargerðir til kynningar

  • 10. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 515202403022F

    Fundargerð lögð fram til kynningar.

    Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

    • 10.1. Ak­ur­holt 21 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202111108

      Hans Þór Jens­son Ak­ur­holti 21 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu við­bygg­ingu á einni hæð við tví­býl­is­hús á lóð­inni Ak­ur­holt nr. 21, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Til­laga að breyt­ingu var grennd­arkynnt og gögn höfð að­gengi­leg á vef sveit­ar­fé­lags­ins, mos.is, og aug­lýst með kynn­ing­ar­bréfi auk gagna sem send voru til þing­lýstra eig­enda að Ak­ur­holti 15, 17, 19, 20, 21 og Arn­ar­tanga 40. At­huga­semda­frest­ur var frá 06.02.2024 til og með 07.03.2024. Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust. Stækk­un: 25,9 m², 82,1 m³.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram.

    • 10.2. Berg­holt 2 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202312112

      Tóm­as Boonchang sæk­ir um leyfi til að byggja við ein­býl­is­hús á lóð­inni Berg­holt nr. 2 við­bygg­ingu úr timbri í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Til­laga að breyt­ingu var grennd­arkynnt og gögn höfð að­gengi­leg á vef sveit­ar­fé­lags­ins, mos.is, og aug­lýst með kynn­ing­ar­bréfi auk gagna sem send voru til þing­lýstra eig­enda að Berg­holti 1, 2, 3, 4, Bratt­holti 1, 3 og Barr­holti 1, 3 og 5. At­huga­semda­frest­ur var frá 13.02.2024 til og með 14.03.2024. Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.
      Stækk­un 22,7 m², 62,2 m³.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram.

    • 10.3. Hjarð­ar­land 1 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202307062

      Hösk­uld­ur Þrá­ins­son Hjarð­ar­landi 1 sæk­ir um leyfi til stækk­un­ar og út­lits­breyt­inga ein­býl­is­húss á tveim­ur hæð­um á lóð­inni Hjarð­ar­land nr. 1 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Til­laga að breyt­ingu var grennd­arkynnt og gögn höfð að­gengi­leg á vef sveit­ar­fé­lags­ins, mos.is, og aug­lýst með kynn­ing­ar­bréfi auk gagna sem send voru til eig­enda nær­liggj­andi húsa; Hjarð­ar­lands 1, 3, Hagalands 4, 6 og Brekkulands 4A. At­huga­semda­frest­ur var frá 01.08.2023 til og með 31.08.2023. Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.
      Stækk­un Mhl 01 13,4 m². Stækk­un Mhl 02 43,1 m², 116,4 m³.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram.

    • 10.4. Í Þor­móðs­dalsl 125620 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202403359

      Kristín Karólína H. Harð­ard.sæk­ir um leyfi til stækk­un­ar milli­lofts frí­stunda­húss á lóð­inni Í Þor­móðs­dalslandi nr. L125620 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Stækk­un: 28,2 m².

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram.

    • 10.5. Mið­dal­ur I 125371 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1, 202309247

      Magnús Már Sig­urðs­son Skipa­sundi 14 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri frí­stunda­hús á einni hæð lóð­inni Mið­dal­ur nr. L125371 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 72,0 m², 230,5 m³.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram.

    • 10.6. Sölkugata 17 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202311219

      Að­al­steinn Snorra­son Vætta­borg­um 19 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og stáli tveggja hæða ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu og auka ibúð á neðri hæð á lóð­inni Sölkugata nr. 17 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Stærð­ir: Íbúð 343,1 m², bíl­geymsla 30,8 m², 1.051,0 m³.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram.

    • 11. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 516202403024F

      Fundargerð lögð fram til kynningar.

      Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

      • 11.1. Sölkugata 11 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202310754

        Bene­dikt Eyj­ólfs­son Funa­fold 62 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu tveggja hæða ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu og auka íbúð á neðri hæð á lóð­inni Sölkugata nr. 11 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð­ir: Íbúð 382,4 m², bíl­geymsla 37,0 m², 1.392,8 m³.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram.

      • 11.2. Voga­tunga 73 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1, 202401283

        Ottó Þor­valds­son Voga­tungu 73 sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri, áli og gleri garðskála við ein­býl­is­hús á lóð­inni Voga­tunga nr. 73 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stækk­un: 15,0 m², 35,25 m³.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram.

      • 12. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 517202403029F

        Fundargerð lögð fram til kynningar.

        Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

        • 12.1. Arn­ar­tangi 55 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1, 202403511

          Sól­veig Ragna Guð­munds­dótt­ir Arn­ar­tanga 55 sæk­ir um leyfi til að byggja við and­dyri rað­húss á lóð­inni Arn­ar­tangi nr. 55 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stækk­un: 3,5 m², 15,8 m³.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Lagt fram.

        • 12.2. Ála­foss­veg­ur 23 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1, 202403374

          Ás­dís Sig­ur­þórs­dótt­ir Ála­foss­vegi 23 sæk­ir um leyfi til að breyta notk­un rým­is 0205 úr vinnu­stofu í íbúð á lóð­inni Ála­foss­veg­ur nr. 23 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Lagt fram.

        • 12.3. Liljugata 20-24 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202203018

          Bygg­inga­fé­lag­ið Bakki ehf. Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til breyt­inga innra skipu­lags íbúð­ar nr. 22 rað­húss á lóð­inni Liljugata nr. 20-24, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Lagt fram.

        • 12.4. Völu­teig­ur 31 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202403192

          GB501 ehf. Völu­teigi 31 sækja um leyfi til breyt­inga innra skipu­lags at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Völu­teig­ur nr. 31 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

          Niðurstaða þessa fundar:

          Lagt fram.

        • 13. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 518202404005F

          Fundargerð lögð fram til kynningar.

          Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

          • 13.1. Í Mið­dalsl 125340 (3) - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1, 202309574

            Kaup­mark ehf. Efsta­leiti 10 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri frí­stunda­hús lóð­inni Hafra­vatns­veg­ur nr. 52, lóð 3, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
            Stærð­ir: 130,0 m², 441,2 m³.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Lagt fram.

          • 13.2. Í Mið­dalsl 125340 (2) - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1, 202309575

            Kaup­mark ehf. Efsta­leiti 10 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri frí­stunda­hús lóð­inni Hafra­vatns­veg­ur nr. 54, lóð 2, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
            Stærð­ir: 130,0 m², 441,2 m³.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Lagt fram.

          • 13.3. Í Mið­dalsl 125340 (1)- Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1, 202309576

            Kaup­mark ehf. Efsta­leiti 10 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri frí­stunda­hús lóð­inni Hafra­vatns­veg­ur nr. 56, lóð 1, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
            Stærð­ir: 130,0 m², 441,2 m³.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Lagt fram.

          • 13.4. Í Mið­dalsl 125340 (4)- Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1, 202309573

            Kaup­mark ehf. Efsta­leiti 10 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri frí­stunda lóð­inni HAfra­vatns­veg­ur nr. 58, lóð 4, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
            Stærð­ir: 130,0 m², 448,5 m³.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Lagt fram.

          • 13.5. Lyng­hóls­veg­ur 17-23 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1, 202310772

            Bjálka­hús ehf. Vagn­höfða 17 Reykja­vík sækja um leyfi til að byggja úr timbri frí­stunda­hús á lóð­inni Lyng­hóls­veg­ur nr. 19, mhl-10, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 42,8 m², 140,7 m³.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Lagt fram.

          • 13.6. Lyng­hóls­veg­ur 17-23 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1, 202310773

            Bjálka­hús ehf. Vagn­höfða 17 Reykja­vík sækja um leyfi til að byggja úr timbri frí­stunda­hús á lóð­inni Lyng­hóls­veg­ur nr. 23, mhl-09, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 42,8 m², 140,7 m³.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Lagt fram.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:20