12. apríl 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Sævar Birgisson (SB) varaformaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Haukur Örn Harðarson (HÖH) áheyrnarfulltrúi
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) varamaður
- Jóhanna Björg Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Arni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að taka inn með afbrigðum dagskrárlið nr. 9, Athafnasvæði sunnan Fossavegar við Tungumela - nýtt deiliskipulag.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Flugumýri athafnasvæði - nýtt deiliskipulag201612203
Skipulagsnefnd samþykkti á 605. fundi sínum að auglýsa og kynna nýtt deiliskipulag fyrir Flugumýri athafnasvæði og deiliskipulagsbreytingu fyrir Desjamýri. Markmið deiliskipulagsins er að skilgreina heimildir sem eiga að gilda um núverandi byggð atvinnuhúsnæðis að Flugumýri svo sem byggingarreiti, byggingarheimildir, bílastæði, úrgangsmál, gróðurbelti, frágang lóða, mögulegar lóðastækkanir og fleira. Lóðastækkanir eru lagðar til sem möguleikar á lóðum að Flugumýri 6, 8, 18, 20, 30, 32, 34 og 36 og tekur stærð mið af landfræðilegum aðstæðum og öðrum takmörkunum. Innfærðir eru nýir stígar, gönguleiðir, gangstéttir og gönguþveranir. Einnig var gerð deiliskipulagsbreyting fyrir deiliskipulag í Desjamýri þar sem skipulagsmörk eru færð til og skipulagssvæði minnkað til samræmis við nýtt deiliskipulag Flugumýrar. Tillögurnar voru auglýstar og kynntar á vef sveitarfélagsins mos.is, í Skipulagsgáttinni, Mosfellingi og Lögbirtingablaðinu. Athugasemdafrestur var frá 08.02.2024 til og með 25.03.2024. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti HEF, dags. 29.02.2024, Minjastofnun Íslands, dags. 07.03.2024 og Jóni Magnúsi Jónsssyni og Trausta Hjaltasyni, f.h. eigenda Flugumýrar 6, 8, 18, 20, 30 og 32, dags. 22.03.2024. Hjálagðar eru til kynningar umsagnir og athugasemdir.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að rýna innsendar umsagnir og athugasemdir, vinna drög að svörum og gera viðeigandi uppfærslur skipulags í samræmi við umræður.
2. Helgadalsvegur 60 - deiliskipulagsbreyting202306155
Lögð eru fram til kynningar frekari gögn málsaðila, dags. 13.03.2024, vegna óskar um deiliskipulagsbreytingu fyrir Helgadalsveg 60, í samræmi við afgreiðslu á 592. fundi nefndarinnar. Áætlanir fela í sér að dreifa samþykktum byggingarheimildum frekar um landið og skilgreina gróðurreiti og gróðurhús, í samræmi við gögn.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að heimila málsaðila og landeigenda samkvæmt 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að vinna breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. sömu laga. Í samræmi við umræður bendir skipulagsnefnd á mikilvægi þess að hugað verði að ásýnd svæðis og áhrifum bygginga á umhverfi, m.a. umfang og afstaða húsa og ljósmengun frá gróðurhúsum.
3. Úugata 2-4 - fyrirspurn og ósk um skipulagsbreytingu202403173
Borist hefur erindi frá Vífli Björnssyni, f.h. lóðarhafa Úugötu 2-4; Ölmu íbúðafélagi hf., dags. 25.03.2024, með ósk um deiliskipulagsbreytingu lóðar. Breytingin felur meðal annars í sér að fjölga íbúðum úr 12 í 14 í hvoru húsi, samtals 28 íbúðir. Að fækka bílastæðum og fella út kröfu um eitt bílastæði á íbúð í kjallara auk kröfu um bílastæði fyrir hreyfihamlaða. Að fjölbýlishúsin verði 2 hæðir auk kjallara og hámarksbyggingarmagn A-rýma verði 1650 m².
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindi og umsókn til umsagnar á umhverfissviði.
4. Káraleyni L125597 - fundur og ósk um aðalskipulagsbreytingu202308686
Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu erindi og ósk landeigenda að Káraleyni um aðalskipulagsbreytingu landsins L125597, úr opnu svæði til útivistar í íbúðarbyggð.
Skipulagsnefnd synjar með fimm atkvæðum að innfæra ósk um að breyta landinu Káraleyni í íbúðarbyggð í gögnum nýs aðalskipulags. Mosfellsbær hefur í drögum aðalskipulags kynnt framtíðarsýn byggðar, lóða og landa við Álafosskvos og Varmá. Fram kemur í greinargerð að huga þurfi að samlegðaráhrifum kvosarinnar við nærliggjandi tún, gróin svæði, vannýttar lóðir og gönguleiðir. Uppbygging skal fyrst og fremst styrkja kjarna miðsvæðisins og þjónustu. Skilgreining nýrra þróunarsvæða í aðalskipulagi felst í að velja úr svæði þar sem langtíma stefna til framtíðar liggur ekki fyrir en sveitarfélagið sér tækifæri til þess að gera á þeim svæðum breytingar innan skipulagstímabilsins. Ekki hefur verið farið í þá vinnu að skilgreina þróun, uppbyggingarheimildir eða nýtingu lands þeirra fjölda einka- og leigulanda sem falla undir þróunarsvæði í nærumhverfi Varmár. Að þeim sökum telur skipulagsnefnd ekki rétt að skilgreina stakt land sem sérstakt íbúðarsvæði eins og gögn og erindi gera ráð fyrir.
5. Álanesskógur - deiliskipulagsbreyting Álafosskvosar202402385
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir Álanesskóg við Álafosskvos og Varmá. Breytingin felur í sér stækkun á mörkum deiliskipulags Álafosskvosar um Álanesskóg. Markmiðið er að skilgreina frekar áætlanir og heimildir til framkvæmda, grisjunar og viðhalds skógarins í samræmi við kröfur Umhverfisstofnunar. Áætlað er að gera Álanesskóg að útivistarskógi með áningarstöðum og trjákurluðum stígum. Deiliskipulagsbreytingin er framsett með uppdrætti í skalanum 1:1000 og greinargerð.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að deiliskipulagsbreytingin skuli auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal kynnt vef sveitarfélagsins mos.is, Skipulagsgáttinni, Mosfellingi, og Lögbirtingablaðinu.
6. Lóð fyrir lokahús milli Völu- og Víðiteigar - deiliskipulag202402512
Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu nýtt deiliskipulag fyrir lokahús við Víðiteig. Deiliskipulagið felur í sér nýja 446 m² lóð fyrir lokahús vatnsveitunnar sem falla mun að landmótun og jarðvegsmön í samræmi við teikningar og gögn. Lóðin er staðsett milli athafnarsvæðis að Völuteig og íbúðarbyggðar Víðiteigar í Teigahverfi. Aðkoma verður um stíga frá Völuteig. Mannvirkið er ómannað með fjarvöktun og mun hýsa loka auk rafmagns- og tengiskápa. Deiliskipulagið er framsett með uppdrætti í skalanum 1:750 og greinargerð auk útlitsmynda.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að nýtt deiliskipulag skuli auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal kynnt vef sveitarfélagsins mos.is, Skipulagsgáttinni, Mosfellingi, Lögbirtingablaðinu og með dreifibréfi.
7. Vogatunga 73 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,202401283
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Ívari Haukssyni, f.h. Ottó Þorvaldssonar, vegna viðbyggingar einbýlishúss að Vogatungu 73. Um er að ræða leyfi til að byggja úr timbri, áli og gleri garðskála við hús á lóðinni, í samræmi við framlögð gögn. Stækkunin er 15 m². Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa eða skipulagsnefndar á 516. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem umsókn samræmist ekki gildandi skipulagi og skilgreindum byggingarreitum. Hjálögð er samantekt og umsögn skipulagsfulltrúa.
Með vísan í rökstuðning fyrirliggjandi umsagnar skipulagsfulltrúa, samþykkir skipulagsnefnd með fimm atkvæðum að meðhöndla umsókn og erindi í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, um óverulegt frávik deiliskipulags án kröfu um deiliskipulagsbreytingu. Heimildir fjölgun fermetra liggja fyrir sem og ákvæði deiliskipulags um fjarlægðir bygginga frá lóðamörkum. Vegna aðstæðana fæst ekki séð að byggingarleyfi geti með nokkru móti skert hagsmuni nágranna hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýni, með í 5.8.3. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Byggingarfulltrúa er heimilt að afgreiða erindið og gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.
8. Langitangi 1 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,202403884
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Gunnari Erni Sigurðssyni, f.h. Olís ehf., vegna nýbyggingar bílaþvottastöðvar við bensínstöðina að Langatanga 1. Þvottastöðin er einnar hæðar og stærð hennar 144 m². Áætlað er að bæta flæði umferðar og fjölga bílastæðum í samræmi við innsend gögn. Umsóknin er lögð fram til umfjöllunar skipulagsnefndar vegna óljósra ákvæða í gildandi deiliskipulagi Langatanga 1-5, staðfest 10.05.2006.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindi og umsókn til umsagnar á umhverfissviði.
9. Athafnasvæði sunnan Fossavegar við Tungumela - nýtt deiliskipulag202404272
Borist hefur erindi frá Arkís arkitektum, f.h. MA9 ehf. landeiganda athafnasvæðis við Tungumela, dags. 08.04.2024, með ósk um heimild til að hefja vinnu við nýtt deiliskipulag á landi L187788 í samræmi við gildandi aðalskipulag Mosfellsbæjar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að heimila málsaðila og landeigenda samkvæmt 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að vinna nýtt deiliskipulag í samræmi við 40. gr. sömu laga. Skipulagsfulltrúa og formanni skipulagsnefndar falið að funda með málsaðila og hönnuðum hans.
Fundargerðir til kynningar
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 515202403022F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
10.1. Akurholt 21 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202111108
Hans Þór Jensson Akurholti 21 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu viðbyggingu á einni hæð við tvíbýlishús á lóðinni Akurholt nr. 21, í samræmi við framlögð gögn. Tillaga að breytingu var grenndarkynnt og gögn höfð aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, og auglýst með kynningarbréfi auk gagna sem send voru til þinglýstra eigenda að Akurholti 15, 17, 19, 20, 21 og Arnartanga 40. Athugasemdafrestur var frá 06.02.2024 til og með 07.03.2024. Engar athugasemdir bárust. Stækkun: 25,9 m², 82,1 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10.2. Bergholt 2 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202312112
Tómas Boonchang sækir um leyfi til að byggja við einbýlishús á lóðinni Bergholt nr. 2 viðbyggingu úr timbri í samræmi við framlögð gögn. Tillaga að breytingu var grenndarkynnt og gögn höfð aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, og auglýst með kynningarbréfi auk gagna sem send voru til þinglýstra eigenda að Bergholti 1, 2, 3, 4, Brattholti 1, 3 og Barrholti 1, 3 og 5. Athugasemdafrestur var frá 13.02.2024 til og með 14.03.2024. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun 22,7 m², 62,2 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10.3. Hjarðarland 1 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202307062
Höskuldur Þráinsson Hjarðarlandi 1 sækir um leyfi til stækkunar og útlitsbreytinga einbýlishúss á tveimur hæðum á lóðinni Hjarðarland nr. 1 í samræmi við framlögð gögn. Tillaga að breytingu var grenndarkynnt og gögn höfð aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, og auglýst með kynningarbréfi auk gagna sem send voru til eigenda nærliggjandi húsa; Hjarðarlands 1, 3, Hagalands 4, 6 og Brekkulands 4A. Athugasemdafrestur var frá 01.08.2023 til og með 31.08.2023. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun Mhl 01 13,4 m². Stækkun Mhl 02 43,1 m², 116,4 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10.4. Í Þormóðsdalsl 125620 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202403359
Kristín Karólína H. Harðard.sækir um leyfi til stækkunar millilofts frístundahúss á lóðinni Í Þormóðsdalslandi nr. L125620 í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun: 28,2 m².Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10.5. Miðdalur I 125371 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, 202309247
Magnús Már Sigurðsson Skipasundi 14 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri frístundahús á einni hæð lóðinni Miðdalur nr. L125371 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 72,0 m², 230,5 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10.6. Sölkugata 17 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202311219
Aðalsteinn Snorrason Vættaborgum 19 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og stáli tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu og auka ibúð á neðri hæð á lóðinni Sölkugata nr. 17 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 343,1 m², bílgeymsla 30,8 m², 1.051,0 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 516202403024F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
11.1. Sölkugata 11 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202310754
Benedikt Eyjólfsson Funafold 62 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu og auka íbúð á neðri hæð á lóðinni Sölkugata nr. 11 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 382,4 m², bílgeymsla 37,0 m², 1.392,8 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
11.2. Vogatunga 73 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, 202401283
Ottó Þorvaldsson Vogatungu 73 sækir um leyfi til að byggja úr timbri, áli og gleri garðskála við einbýlishús á lóðinni Vogatunga nr. 73 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 15,0 m², 35,25 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 517202403029F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
12.1. Arnartangi 55 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, 202403511
Sólveig Ragna Guðmundsdóttir Arnartanga 55 sækir um leyfi til að byggja við anddyri raðhúss á lóðinni Arnartangi nr. 55 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 3,5 m², 15,8 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
12.2. Álafossvegur 23 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, 202403374
Ásdís Sigurþórsdóttir Álafossvegi 23 sækir um leyfi til að breyta notkun rýmis 0205 úr vinnustofu í íbúð á lóðinni Álafossvegur nr. 23 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
12.3. Liljugata 20-24 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202203018
Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til breytinga innra skipulags íbúðar nr. 22 raðhúss á lóðinni Liljugata nr. 20-24, í samræmi við framlögð gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
12.4. Völuteigur 31 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202403192
GB501 ehf. Völuteigi 31 sækja um leyfi til breytinga innra skipulags atvinnuhúsnæðis á lóðinni Völuteigur nr. 31 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 518202404005F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
13.1. Í Miðdalsl 125340 (3) - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, 202309574
Kaupmark ehf. Efstaleiti 10 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri frístundahús lóðinni Hafravatnsvegur nr. 52, lóð 3, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 130,0 m², 441,2 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
13.2. Í Miðdalsl 125340 (2) - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, 202309575
Kaupmark ehf. Efstaleiti 10 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri frístundahús lóðinni Hafravatnsvegur nr. 54, lóð 2, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 130,0 m², 441,2 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
13.3. Í Miðdalsl 125340 (1)- Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, 202309576
Kaupmark ehf. Efstaleiti 10 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri frístundahús lóðinni Hafravatnsvegur nr. 56, lóð 1, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 130,0 m², 441,2 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
13.4. Í Miðdalsl 125340 (4)- Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, 202309573
Kaupmark ehf. Efstaleiti 10 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri frístunda lóðinni HAfravatnsvegur nr. 58, lóð 4, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 130,0 m², 448,5 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
13.5. Lynghólsvegur 17-23 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, 202310772
Bjálkahús ehf. Vagnhöfða 17 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja úr timbri frístundahús á lóðinni Lynghólsvegur nr. 19, mhl-10, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 42,8 m², 140,7 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
13.6. Lynghólsvegur 17-23 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, 202310773
Bjálkahús ehf. Vagnhöfða 17 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja úr timbri frístundahús á lóðinni Lynghólsvegur nr. 23, mhl-09, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 42,8 m², 140,7 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.