4. mars 2020 kl. 16:44,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) Forseti
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) 1. varaforseti
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) 2. varaforseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) 1. varabæjarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) 1. varabæjarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) 2. varabæjarfulltrúi
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeild
Dagskrá fundar
Fundargerð
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1432202002022F
Anna Sigríður Guðnadóttir vék af fundi undir máli númer 5.Fundargerð 1432. fundar bæjarráðs samþykkt með níu atkvæðum á 755. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Flugumýri athafnasvæði - nýtt deiliskipulag 201612203
Á 507. fundi skipulagsnefndar 17. janúar 2020 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar málinu til bæjarráðs vegna breytinga á lóðarstærðum." Lóðarstækkunin nær til lóða nr. 6,8,18,20,30 og 32 við Flugumýri
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1432. fundar bæjarráðs samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.2. Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum - beiðni um umsögn 202002138
Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum - beiðni um umsögn fyrir 27. febr.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1432. fundar bæjarráðs samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.3. Drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga 202002137
Drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1432. fundar bæjarráðs samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- FylgiskjalDrög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar.pdfFylgiskjalFS: Drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar.pdf
1.4. Reykjavík Loves - samstarf sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu tengt ferðamönnum 202001401
Samningur vegna samstarfs sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðninu - Reykjavík loves
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins greiðir þessu verkefni, ,,Reykjavík loves", ekki atkvæði sitt. Mosfellsbær er með mikla sérstöðu á höfðborgarsvæðinu og ekki séð að ,,dreifing" ferðamanna til Mosfellsbæjar hafi tekist hingað til undir þessu vörumerki. Hér er verið að afhenda fulltrúum Höfuðborgarstofu Reykjavíkurborgar markaðsmál varðandi Mosfellsbæ. Ekki er talið að sú stofa, umfram aðrar stofur, geti stuðlað sérstaklega að dreifingu ferðamanna frá öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu til Mosfellsbæjar. Telja má að um 750 þúsund krónur á ári, allt til 1. desember 2024 og þar með 3 milljónum samtals, sé betur varið í önnur verkefni hér í bænum sem m.a. geta stuðlað að markaðssetningu á sérstöðu Mosfellsbæjar. Ekki er rétt að skattgreiðendur í Mosfellsbæjar niðurgreiði markaðssetningu fyrir Reykjavíkurborg með þessum hætti.
Afgreiðsla 1432. fundar bæjarráðs samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista greiddi atkvæði gegn samþykkt.
1.5. Ályktun frá fjárbændum á lögbýlum í Mosfellsbæ 202002146
Ályktun frá fjárbændum á lögbýlum í Mosfellsbæ
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1432. fundar bæjarráðs samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi S-lista vék af fundi við umfjöllun og atkvæðagreiðslu um þetta mál.
1.6. Umgengni á lóð Vöku hf. á Leirvogstungumelum 202002126
Bréf umhverfissviðs vegna eftirlits og staða viðræðna.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1432. fundar bæjarráðs samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.7. Uppsögn á samningi um rekstur. 201703001
Staða viðræðna við ríkið vegna reksturs Hamra
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1432. fundar bæjarráðs samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.8. Úttekt og heildarskimun á skólahúsnæði Mosfellsbæjar - loftgæðamælingar 202002147
Úttekt og heildarskimun á skólahúsnæði Mosfellsbæjar - loftgæðamælingar
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun M-lista
Í ljósi fyrirliggjandi gagna og úttektar telur fulltrúi Miðflokksins rétt að skoða það alvarlega að loka Brúarlandi sem skólahúsnæði og hætta starfsemi þar þangað til það húsnæði verði tekið út af óháðum aðila, tryggt að það sé fullnægjandi sem skólahúsnæði og alls ekki heilsuspillandi. Einnig skal óska eftir því að sérstök úttekt Heilbrigðiseftirlits Kjósasvæðis fari fram áður og ef halda á áfram rekstri skóla að Brúarlandi. Það er ábyrgðarhluti að hafa haft þarna rekstur skóla og áður leikskóla um árabil svo lengi sem raun ber vitni í húsnæði sem var heilsuspillandi skv. úttekt Eflu sem hér liggur fyrir. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar og formaður fræðslunefndar, sem stuðlað hafa að rekstri skóla í heilsuspillandi húsnæði, ættu að sjá sóma sinn í því að biðja foreldra þeirra barna sem þarna hafa stundað nám um árabil, afsökunar enda komið í ljós að börn þeirra stunduðu nám í heilsuspillandi húsnæði um langa hríð.Bókun D- og V- lista
Verkfræðistofunni EFLU var falið að gera úttekt á hugsanlegum rakaskemdum í Brúarlandi. Í kjölfar sýnatöku vöknuðu grunsemdir Eflu um að rakaskemmdir gætu verið á afmörkuðum stöðum í húsnæðinu. Í beinu framhaldi eða þann 16. ágúst var haldinn stöðufundur EFLU með fulltrúum Mosfellsbæjar um úttekt þeirra. Á þeim stöðufundi var ákveðið að bíða ekki eftir niðurstöðum sýnatöku heldur að ráðast strax í lagfæringar á þeim atriðum sem grunsemdir voru uppi með rakaskemmdir. Viðgerðum í kennslurýmum lauk 27. ágúst. Samkvæmt skýrslu EFLU sem nú er til umfjöllunar þá er Brúarlandshúsið í eins góðu ástandi og búast má við af húsnæði almennt og eftir viðgerðir í ágúst staðfestu sérfræðingar Eflu að öllum þeim framkvæmdum sem þeir höfðu lagt til væri lokið og húsnæðið því tækt til kennslu.Hvað varðar kynningar á á framkvæmdum við húsnæði Varmárskóla/Brúarlands þá voru haldnir 13 kynningarfundir þar á meðal í Brúarlandi þar sem gengið var um húsnæðið ásamt sérfræðingum EFLU þar sem lagfæringar á húsnæðinu voru kynntar foreldrum. Sá fundur var haldinn 13. september sl. Þar gafst foreldrum tækifæri til að eiga milliliðalaust samtal og samskipti við sérfræðinga Eflu.
Í ljósi ofangreindra upplýsinga vísa fulltrúar D- og V- lista málflutningi bæjarfulltrúa Miðflokksins í Mosfellsbæ Sveins Óskars Sigurðssonar í þessu máli alfarið á bug. Hún er til þess fallin að gefa ranga mynd af ástandi Brúarlands og senda vísvitandi röng skilaboð til skólasamfélagsins sem eiga að vera til þess fallinn að valda ótta og óöryggi um velferð barna og starfsfólks Brúarlands sem er mjög alvarlegt þegar kjörinn fultrúi á í hlut.Bæjarfulltrúi Miðflokksins ræðst einnig gróflega að heiðri Bæjarstjóra Mosfellsbæjar og þá um leið starfsfólk Mosfellsbæjar og vænir það um að hafa ekki verlferð barna og starfsfólks Brúarlands í hávegum.
Auk þess vegur bæjarfulltrúi Miflokksins Sveinn Óskar Sigurðsson gróflega að heiðri Verkfræðistofunar Eflu með málflutningi sínum, en Verfræðistofan Efla nýtur mikillar virðingar fyrir fagmennsku sína sem ráðgjafi varðandi málefni um rakaskemmdir í húsum og viðbrögð og aðgerðir gegn þeim.Afgreiðsla 1432. fundar bæjarráðs samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1433202002030F
Fundargerð 1433. fundar bæjarráðs samþykkt með níu atkvæðum á 755. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Endurskoðuð fjárfestinga- og fjármögnunaráætlun Sorpu bs. 2019-2023 - ósk um staðfestingu á lántöku. 201909031
Erindi Sorpu bs. til borgarráðs og bæjarráða eigendasveitarfélaganna.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun C- og S- lista
Bæjarfulltrúar ítreka bókun C- og S- lista frá bæjarráðsfundi nr. 1433 að ekki séu fyrirliggjandi nægjanlega gögn til að taka upplýsta ákvörðun í málinu. Rétt er að benda á að skv. 7. mgr. 94. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 eiga einstaka sveitarstjórnir og endurskoðendur aðildarsveitarfélaga rétt á aðgangi að öllum gögnum um stjórnsýslu byggðasamlags. Þrátt fyrir þetta ákvæði og ítrekaðar beiðnir um frekari gögn hefur einungis borist eitt minnisblað ásamt bréfi framkvæmdastjóra Sorpu þar sem kemur fram að ekki sé hægt veita aðgang að gögnunum fyrr en að nokkrum mánuðum liðnum. Fyrir fundinum liggur að taka ákvörðun í dag en ekki eftir nokkra mánuði þegar gögnin munu liggja fyrir samkvæmt bréfi framkvæmdastjóra. Því er augljóst að ekki er hægt að taka upplýsta afstöðu til málsins í dag.
Forsaga málsins sem við stöndum frammi fyrir í dag er með þeim hætti að enn ríkari ástæða er til þess að vanda vinnubrögð hafa öll gögn upp á borðunum þegar ákvarðanir eru teknar.Bókun M-lista
Ný ráðinn forstjóri Sorpu þurfti að hefja störf sín á því að leiðrétta bæjarstjóra Mosfellsbæjar í fréttum RÚV nýlega varðandi meint ,,greiðsluþrot" byggðarsamlagsins. Forstjórinn áréttaði að ,,gjaldfærni Sorpu væri alltaf tryggð". Ekki er séð að bæjarstjórinn hafi beðist afstökunar á orðum sínum varðandi Sorpu sem féllu á síðasta bæjarstjórnarfundi. Það eru skattgreiðendur, þ.e. íbúar Mosfellsbæjar (sem eiga ca. 4-5%), ásamt skattgreiðendum annarra sveitarfélaga, sem munu bera tap Sorpu við byggingu Gas- og jarðgerðarstöðvarinnar (GAJA). Ekki er séð að stjórn Sorpu, sérstaklega þeir stjórnarmenn sem hafa þar setið síðustu 2 til 3 árin, ætli að bera þá ábyrgð sem þeim ber. Þeir ættu að segja sig úr stjórn Sorpu nú þegar enda ekki trúverðugt að þeir séu við stjórn byggðarsamlagsins lengur. Fulltrúi Miðflokksins telur að ekki liggi nægjanleg gögn og upplýsingar fyrir til að veita þessari afgreiðslu brautargengi. Að auki virðist sem áform Sorpu um samningskaup haldi áfram en slíkt fyrirkomulag eykur áhættu í rekstri og við framkvæmdir GAJA.
Bókun D- og V- lista
Bókun bæjarfulltrúa Miðflokksins í Mosfellsbæ um málefni Sorpu er alfarið vísað á bug, þær aðdróttanir sem þar koma fram eru ekki svaraverðar.
Varðandi bókun fulltrúa S- og C-lista er rétt að ítreka það að haldinn var fundur mánudaginn 24. febrúar um málefni Sorpu þar sem allir bæjarfulltrúar Mosfellsbæjar og annarra sveitarfélaga sem eiga aðild að Sorpu fengu kynningu á fjárhagsstöðu fyrirtækisins hjá sérfræðingum sem vinna að málinu.
Sú kynning var svo endurtekin á síðasta fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar þar sem fulltrúar bæjarráðs gátu spurt frekari spurninga um málið.
Fulltrúar V- og D- lista telja að fullnægjandi upplýsingar liggi fyrir í málinu til ákvörðunartöku.Afgreiðsla 1433. fundar bæjarráðs samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með fimm atkvæðum. Fulltrúi M-lista greiddi atkvæði gegn samþykkt. Fulltrúar C-, L- og S- lista sátu hjá.
2.2. Akstursþjónusta fatlaðs fólks 202001186
Erindi SSH - Akstursþjónusta fatlaðs fólks.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun C- og S- lista
Bæjarfulltrúar C- og S-lista samþykkja afgreiðslu bæjarstjórnar þar sem mikilvægt er að ekki verði frekari tafir á útboði akstursþjónustu fyrir fatlað fólk enda þjónustan þeim afar nauðsynleg. Hins vegar ítrekum þá skoðun okkar sem kom fram í bókun C- og S-lista í fjölskyldunefnd þann 18. febrúar að einstaklingar sem fatlast eftir 67 ára aldur ættu að geta nýtt þjónustuna óháð því hvort þeir hafi átt rétt á henni fyrir þann aldur. Við tökum því undir það sem segir í umsögn ÖBÍ að fólk getur fatlast óháð aldri og við teljum því óeðlilegt að skilyrða þessa þjónustu við ákveðinn aldur.
Afgreiðsla 1433. fundar bæjarráðs samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkir reglur um akstursþjónustu fatlaðs fólks, samkomulag við Strætó bs., samkomulag sveitarfélaga, þjónustulýsingu og erindisbréf stjórnar með þeim breytingum sem samþykktar voru á 371. fundi velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Afgreiðsla 1433. fundar bæjarráðs samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3. Ósk um stöðuleyfi tjalds fyrir hjólaleigu og námskeið 202002173
Ósk um stöðuleyfi samkomutjalds fyrir hjólaleigu og hjólanámskeið
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1433. fundar bæjarráðs samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.4. Almennt eftirlit með fjármálum og fjármálastjórn sveitarfélaga 202002201
Almennt eftirlit með fjármálum og fjármálastjórn sveitarfélaga
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1433. fundar bæjarráðs samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.5. Helgadalsvegur 2-10, gatnagerð 201912116
Drög að samkomulagi vegna deiliskipulags.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1433. fundar bæjarráðs samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.6. Eignarvatn úr borholu við Helgadal 202002122
Erindi frá Veitum þar sem óskað er eftir samþykki Mosfellsbæjar á kaupum Veitna á eignarvatni í Helgadal.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1433. fundar bæjarráðs samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.7. Félagshesthús Varmárbökkum 202002165
Félagshesthús Varmárbökkum - ósk um aðkomu bæjaryfirvalda
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1433. fundar bæjarráðs samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.8. Beiðni um leyfi til að reisa og starfrækja auglýsingaskjá 202001263
Lögð fyrir bæjarráð umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi Sökkólfs
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1433. fundar bæjarráðs samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.9. Uppsetning á LED auglýsingaskilti við Vesturlandsveg, við hringtorg sem staðsett er á gatnamótum við Skarhólabrautar. 202002020
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1433. fundar bæjarráðs samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.10. Ráðning lögmanns Mosfellsbæjar 202002255
Ráðning lögmanns Mosfellsbæjar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1433. fundar bæjarráðs samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.11. Frumvarp frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda - beiðni um umsögn 202001386
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1433. fundar bæjarráðs samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.12. Uppsögn á samningi um rekstur. 201703001
Farið yfir stöðu málsins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1433. fundar bæjarráðs samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 291202002020F
Fundargerð 291. fundar fjölskyldunefndar samþykkt með níu atkvæðum á 755. bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Styrkbeiðnir vegna styrkja til fjölskyldumála 2020 202002040
Afgreiðsla styrkbeiðna á sviði félagsþjónustu árið 2020.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 291. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.2. Styrkumsókn 2019 201911127
Umsókn um rekstrarstyrk 2020
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 291. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.3. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu - umsókn um styrk 201910060
Umsókn um rekstrarstyrk 2020
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 291. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.4. Beiðni Kvennaráðgjafarinnar um fjárframlag fyrir rekstrarárið 2020 201911211
Umsókn um rekstrarstyrk 2020
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 291. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.5. Styrkbeiðni Stígamóta fyrir árið 2020 201910253
Styrkbeiðni 2020
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 291. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.6. Umsókn um styrk vegna verkefnisins Samvera og Súpa 201910059
Umsókn um rekstrarstyrk 2020
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 291. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.7. Samtök um kvennaathvarf-umsókn um rekstrarstyrk 2020 201910304
Stykumsókn vegna 2020
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 291. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.8. Styrkumsókn 2019 202001024
Umsókn um rekstrarstyrk árið 2020
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 291. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.9. Akstursþjónusta fatlaðs fólks 202001186
Gögn vegna akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu lögð fyrir að nýju.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 291. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- FylgiskjalAkstursþjónusta fatlaðs fólks -bréf MosfellsbærFylgiskjalDrög að samkomulagi um akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinuFylgiskjalDrög að samningi milli Strætó og sveitarfélaga um framkvæmd akstursþjónustuFylgiskjalDrög sameiginlegar reglurFylgiskjalDrög þjónustulýsingFylgiskjalErindisbréf stjórnarFylgiskjalFylgiskjal 1 - Yfirlit yfir ábendingar og athugasemdirFylgiskjalFylgiskjal 2 - Minnisblað, svör við ábendingum og athugasemdumFylgiskjalMinnisblað vegna hugbúnaðar
3.10. Trúnaðarmálafundur 2018-2022 - 2954 202002017F
Fundargerð 2954. trúnaðarmálafundar 2018-2022 lögð fram á 291. fundi fjölskyldunefndar eins og einstök mál bera með sér.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 291. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.11. Trúnaðarmálafundur 2018-2022 - 2955 202002019F
Fundargerð 2955. trúnaðarmálafundar 2018-2022 lögð fram á 291. fundi fjölskyldunefndar eins og einstök mál bera með sér.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 291. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.12. Barnaverndarmálafundur 2018-2022 - 666 202002016F
Barnaverndarmál, mál tekið fyrir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 291. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 373202002027F
Fundargerð 373. fundar fræðslunefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Viðhald Varmárskóla 201806317
Kynning á niðurstöðum skýrslu á Eflu vegna Brúarlands.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 373. fundar fræðslunefndar samþykkt með átta atkvæðum á 755. fundi bæjarstjórnar. Fulltrúi M- lista sat hjá.
4.2. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2019 202001270
Kynning á þjónustukönnun 2019
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 373. fundar fræðslunefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.3. Menntabúðir 202002207
Kynning á Menntabúðum í grunnskólum Mosfellsbæjar skólaárið 2019-20
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 373. fundar fræðslunefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.4. Skóladagatöl 2020-2021 201907036
Skóladagatöl Listaskóla lögð fram til samþykktar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 373. fundar fræðslunefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.5. Akstursþjónusta fatlaðs fólks 202001186
Drög að sameiginlegum reglum um grunnskólaakstur fatlaðra barna og þjónustulýsingu lögð fyrir til umræðu og afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 373. fundar fræðslunefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 509202002008F
Fundargerð 509. fundar skipulagsnefndar samþykkt með níu atkvæðum á 755. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Bílastæði og leikvöllur Lækjarhlíð 202001342
Lögð fyrir skipulagsnefnd tillaga að fjölgun bílastæða og endurbótum á leiksvæði. Frestað vegna tímaskorts á 508. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 509. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.2. Ný umferðarlög 2020 201912242
Ný umferðarlög sem tóku gildi 1. janúar 2020 kynnt. Frestað vegna tímaskorts á 508. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 509. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.3. Helgafellshverfi 4. áfangi - breyting á deiliskipulagi 201810106
Lagðar fram athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma deiliskipulagsbreytingartillögunnar frá íbúum við Vefarastræti.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 509. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.4. Aðalskipulag Ölfus - Heildarendurskoðun 202002059
Borist hefur erindi frá Sveitarfélaginu Ölfusi dags. 31. janúar 2020 varðandi heildarendurskoðun aðalskipulags Ölfuss.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 509. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.5. Lynghólsland 199733 - ósk um gerð deiliskipulags 202001369
Borist hefur erindi frá Arkþing fh. landeigenda dags. 21. janúar 2020 varðandi nýtt deiliskipulag fyrir Lynghól landnr. 199733.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 509. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.6. Leiksvæði Snæfríðargötu 202001377
Lögð fyrir skipulagsnefnd tillaga að færslu leikvallar við Snæfríðargötu í Helgafellshverfi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 509. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.7. Lundur í Mosfellsdal - breyting á deiliskipulagi 201908422
Lögð fyrir skipulagsnefnd endurnýjaður deiliskipulagsuppdráttur.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 509. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.8. Leirvogstungumelar - fyrirspurn varðandi leyfi til notkunar á lóð undir geymslueiningar 202001090
Borist hefur erindi frá Axel Helgasyni fh. Plássið-geymslueiningar ehf. dags. 7. janúar 2020 varðandi notkun á lóð á Leirvogstungumelum undir geymslueiningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 509. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.9. Uglugata 14-20 - breyting á deiliskipulagi, breytt aðkoma 201809165
Óskað er eftir afstöðu skipulagsnefndar til fyrirliggjandi tillagna að aðkomu fyrir raðhús við Uglugötu 14-20.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 509. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.10. Aðalskipulag Mosfellsbæjar - endurskoðun 201809280
Staða vinnu við útboð á endurskoðun aðalskipulags kynnt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 509. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.11. Reykjahvoll 4/Ásar 6 - breyting á deiliskipulagi 201911285
Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 509. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.12. Ósk um deiliskipulag Lágafelli 2016081715
Borist hefur erindi frá Árna Helgasyni fh. Lágafellsbygginga ehf. dags. 23. janúar 2020 varðandi skipulag í Lágafelli.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 509. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.13. Fossatunga 8-12 - breyting á deiliskipulagi 201909399
Skipulagsnefnd vísaði erindinu til bæjarráðs á 505. fundi sínum þann 10. janúar 2020. Þar sem fyrir liggur samkomulag um viðbótargjöld vegna fjölgunar ráðhúsaíbúða úr 3 í 4 íbúðir er deiliskipulagstillagan lögð fyrir skipulagsnefnd að nýju og óskað heimildar til auglýsingar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 509. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.14. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2019 202001270
Lögð fram skýrsla um niðurstöðu þjónustukönnunar Gallup fyrir Mosfellsbæ á árinu 2019.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 509. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 389 202001019F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 509. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.16. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 390 202001025F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 509. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.17. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 391 202001029F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 509. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.18. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 392 202001031F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 509. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.19. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 393 202001041F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 509. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 510202002026F
Fundargerð 510. fundar skipulagsnefndar samþykkt með níu atkvæðum á 755. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Reykjahvoll 4/Ásar 6 - breyting á deiliskipulagi 201911285
Lagt er fram minnisblað byggingarfulltrúa.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 510. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.2. Ósk um deiliskipulag Lágafelli 2016081715
Borist hefur erindi frá Árna Helgasyni fh. Lágafellsbygginga ehf. dags. 23. janúar 2020 varðandi skipulag í Lágafelli.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 510. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.3. Fossatunga 8-12 - breyting á deiliskipulagi 201909399
Skipulagsnefnd vísaði erindinu til bæjarráðs á 505. fundi sínum þann 10. janúar 2020. Þar sem fyrir liggur samkomulag um viðbótargjöld vegna fjölgunar ráðhúsaíbúða úr 3 í 4 íbúðir er deiliskipulagstillagan lögð fyrir skipulagsnefnd að nýju og óskað heimildar til auglýsingar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 510. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum. Fulltrúar L- og M- lista sitja hjá.
6.4. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2019 202001270
Lögð fram skýrsla um niðurstöðu þjónustukönnunar Gallup fyrir Mosfellsbæ á árinu 2019.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 510. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.5. Helgafellshverfi 4. áfangi - breyting á deiliskipulagi 201810106
Lögð eru fram drög að svari við athugasemdum sem bárust á auglýsingatíma deiliskipulagstillögunnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 510. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.6. Erindi Reykjavíkurborgar - Deiliskipulag Esjumela Kjalarnesi 201506102
Reykjavíkurborg auglýsir tillögu að breytingu á deiliskipulagi á athafnarsvæðinu við Esjumela á Kjalarnesi.
Frestur til athugasemda er til 14. mars 2020.Niðurstaða þessa fundar:
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins vill benda á að meirihlutinn, sem hér ríkti í Mosfellsbæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar 2018, tók sambærilegt mál til afgreiðslu um mengandi starfsemi við Esjumela og óskað eftir að umsögn og mótmæli yrðu send Reykjavíkurborg. Þann 8. janúar 2018 barst Mosfellsbæ erindi frá Reykjavíkurborg varðandi breytingar á deiliskipulagi Esjumela sbr. fund skipulagsnefndar nr. 453 en sá fundur átti sér stað 19. janúar 2018. Þann 22. janúar 2018 sendi starfsmaður bæjarins Reykjavíkurborg erindi þar sem fram kemur bókun undir dagskrárlið 6 framangreinds fundar skipulagsnefndar. Það vekur sérstaka undrun að þann 2. mars 2018 sat þáverandi formaður skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Bryndís Haraldsóttir, fund svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins þar sem framangreind áform Reykjavíkur voru til afgreiðslu og samþykkti eftirfarandi bókun: ,, Niðurstaða: Svæðisskipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við verklýsinguna enda verði horft til greiningar svæðisskipulagsnefndar um landþörf iðnaðar- og athafnasvæða á höfuðborgarsvæðinu öllu. Mikilvægt er að viðhafa gott samstarf allra sveitarfélaganna þegar kemur að staðsetningu á starfsemi sem hefur ónæði í för með sér.".
Hér virðist fyrrverandi formaður skipulagsnefndar Mosfellbæjar ekki setja sig upp á móti áformum Reykjavíkur á Esjumelum eftir að hafa mótmælt áformunum sem bæjarfulltrúi og formaður skipulagsnefndar Mosfellsbæjar. Mótmæli núverandi meirihluta í Mosfellsbæ eru ekki trúverðug í þessu ljósi enda þegar búið að hleypa málinu að sé vísað í núverandi deiliskipulags á svæðinu sem fékkst samþykki í borgarráði 20. júní 2019. Rétt er að árétta að fulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn Mosfellsbæjar er alfarið á móti áformum Reykjavíkurborgar þrátt fyrir að málið hafi þróast með framangreindum hætti.Fulltrúar V og D lista í bæjarstjórn ítreka mótmæli sín við áform um breytingar á deilskipulagi á Esjumelum sem hafa aldrei verið samþykkt í stjórnkerfi Mosfellsbæjar. Tekið er heilshugar undirítarlega bókun skipulagsnefndar á fundi nr 510 28.febrúar 2020 um málið. Óskað hefur verið eftir fundi með fulltrúm Reykjavíkur til að koma mótmælum á framfæri með skýrum hætti, og allt gert til þess að koma í veg fyrir þessi áform.
Bókun D- og V- lista
Fulltrúar V og D lista í bæjarstjórn ítreka mótmæli sín við áform um breytingar á deilskipulagi á Esjumelum sem hafa aldrei verið samþykkt í stjórnkerfi Mosfellsbæjar. Tekið er heilshugar undirítarlega bókun skipulagsnefndar á fundi nr 510 28.febrúar 2020 um málið. Óskað hefur verið eftir fundi með fulltrúm Reykjavíkur til að koma mótmælum á framfæri með skýrum hætti, og allt gert til þess að koma í veg fyrir þessi áform.Afgreiðsla 510. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.7. Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa 201910037
Borist hefur erindi frá Þebu Björt Karlsdóttur, dags. 12. desember 2019 varðandi byggingu á skyggni yfir sólpall að Arnartanga 47. Deiliskipulag er ekki á svæðinu.
Gögn dags. 10. desember 2019.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 510. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.8. Markholt - opnun og lokun 201809042
Borist hefur erindi frá Jóni Svan Grétarssyni dags. 12. febrúar 2020 varðandi götulokun í Markholti við hús nr. 1.
Meðfylgjandi er undirskriftarlisti íbúa dags. 30. september 2018.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 510. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.9. Brattahlíð 32-34, 36-38 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi 202002209
Borist hefur erindi frá Þórhalli Sigurðssyni, dags. 20.02.2019 varðandi óverulega breytingu deiliskipulags í Bröttuhlíð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 510. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.10. Blikastaðaland - Deiliskipulag verslunar- og þjónustusvæðis og athafnasvæðis 201908379
Kynning frá Friðjóni Sigurðarsyni, framkvæmdastjóra þróunarsviðs Reita og Birni Guðbrandssyni skipulagshöfundi frá ARKÍS um vinnu við deiliskipulag fyrirhugaðs atvinnusvæðis í Blikastaðalandi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 510. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 207202002015F
Fundargerð 207. fundar umhverfisnefndar samþykkt með níu atkvæðum á 755. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Ársskýrsla Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 2019 201912155
Lögð fram ársskýrsla Skógræktarfélags Mosfellsbæjar fyrir árin 2018-2019, ásamt starfsáætlun fyrir árið 2020.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 207. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.2. Aðalfundur og afmælishátíð Skógræktarfélags Íslands september 2020 201811312
Kynning á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands sem haldinn verður í Mosfellsbæ í september 2020 í tilefni af 90. ára afmælið félagsins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 207. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.3. Umgengni á lóð Vöku hf. á Leirvogstungumelum 202002126
Erindi um umgengni á lóð Vöku hf. á Leirvogstungumelur í kjölfar kvartana.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 207. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.4. Gerð stjórnunar- og verndaráætlana fyrir friðlýst svæði í Mosfellsbæ 201912163
Lögð fram til kynningar fundargerð fyrsta fundar samráðshóps um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlýst svæði í Mosfellsbæ
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 207. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- FylgiskjalFundargerð 1.fundur.pdfFylgiskjalmosfellsbær_1fundur_kynning.pdfFylgiskjalEfni frá fundi 7.febrúar.pdfFylgiskjalSamráðslisti Álafoss.pdfFylgiskjalSamráðslisti Varmárósar.pdfFylgiskjalSamráðslisti Tungufoss.pdfFylgiskjalverk-og tímaáætlun Álafoss.pdfFylgiskjalverk og tímaáætlun Varmárósar.pdfFylgiskjalverk- og tímaáætlun Tungufoss.pdf
7.5. Friðland við Vamrárósa, endurskoðun á mörkum 202002125
Skoðun á afmörkun friðlands við Varmárósa m.t.t. útbreiðslu fitjasefs og óska um beitarhólf, í tengslum við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 207. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.6. Náttúruminjar og náttúruverndarsvæði í Mosfellsbæ 202002127
Yfirlit yfir svæði á náttúruminjaskrá og önnur verndarsvæði í Mosfellsbæ
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 207. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
8. Fundargerð 381. fundar Samstarfsnefndar Skíðasvæðanna202002302
Fundargerð 381. fundar Samstarfsnefndar Skíðasvæðanna
Lagt fram.
9. Fundargerð 317. fundar Strætó bs202002320
Fundargerð 317. fundar Strætó bs
Lagt fram.
- FylgiskjalFundargerð 317. fundar Strætó bs.pdfFylgiskjalDrög að samningi milli Strætó og sveitarfélaga um framkvæmd akstursþjónustu.pdfFylgiskjalFundargerð 317. fundar Strætó bs.pdfFylgiskjalkjarasamningur_strætó_16122019 Samiðn.pdfFylgiskjalOrkugjafar metanvagna og innviðir feb 2020.pdfFylgiskjalUppgjör á samgöngupakka 2019 janúar 2020 strætó_LSH.pdf
10. Fundargerð 482. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202002322
Fundargerð 482. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Lagt fram.
11. Fundargerð 188. fundar Slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu202002331
Fundargerð 188. fundar Slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu
Lagt fram.
- FylgiskjalFundargerð 188. fundar Slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu.pdfFylgiskjalSHS 188 4.1 Tilk. um niðurst. atkv.greiðslu félagsmanna LSS.pdfFylgiskjalSHS 188 3.1 Skoðunaráætlun_2020.pdfFylgiskjalSHS 188 2.3 Upplýsingastefna Innri endurskoðunar Rvk..pdfFylgiskjalSHS 188 2.2 Samkomulag um innri endurskoðun SHS 2020-2021, drög.pdfFylgiskjalSHS 188 2.1 Bréf IE - Endurnýjun samkomulags um innri endurskoðun SHS.pdfFylgiskjalSHS 188 1.2 Minnisblað vegna ársuppgjörs 2019.pdfFylgiskjalSHS 188 1.1 Ársreikningur 2019, fyrri umræða.pdfFylgiskjalFundargerð 188. fundar Slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu.pdf