Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

4. mars 2020 kl. 16:44,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Bjarki Bjarnason (BBj) Forseti
 • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) 1. varaforseti
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) 2. varaforseti
 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) 1. varabæjarfulltrúi
 • Haraldur Sverrisson aðalmaður
 • Margrét Guðjónsdóttir (MGu) 1. varabæjarfulltrúi
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
 • Hafsteinn Pálsson (HP) 2. varabæjarfulltrúi
 • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeild


Dagskrá fundar

Fundargerð

 • 1. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1432202002022F

  Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir vék af fundi und­ir máli núm­er 5.

  Fund­ar­gerð 1432. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt með níu at­kvæð­um á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

  • 1.1. Flugu­mýri at­hafna­svæði - nýtt deili­skipu­lag 201612203

   Á 507. fundi skipu­lags­nefnd­ar 17. janú­ar 2020 var gerð eft­ir­far­andi bók­un: "Skipu­lags­nefnd vís­ar mál­inu til bæj­ar­ráðs vegna breyt­inga á lóð­ar­stærð­um." Lóð­ars­tækk­un­in nær til lóða nr. 6,8,18,20,30 og 32 við Flugu­mýri

   Niðurstaða þessa fundar:

   Af­greiðsla 1432. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

  • 1.2. Frum­varp til laga um breyt­ingu á barna­lög­um - beiðni um um­sögn 202002138

   Frum­varp til laga um breyt­ingu á barna­lög­um - beiðni um um­sögn fyr­ir 27. febr.

   Niðurstaða þessa fundar:

   Af­greiðsla 1432. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

  • 1.3. Drög að frum­varpi til breyt­inga á sveit­ar­stjórn­ar­lög­um og lög­um um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga 202002137

   Drög að frum­varpi til breyt­inga á sveit­ar­stjórn­ar­lög­um og lög­um um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga

   Niðurstaða þessa fundar:

   Af­greiðsla 1432. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

  • 1.4. Reykja­vík Loves - sam­st­arf sveita­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu tengt ferða­mönn­um 202001401

   Samn­ing­ur vegna sam­starfs sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæðn­inu - Reykja­vík loves

   Niðurstaða þessa fundar:

   Bók­un M-lista

   Full­trúi Mið­flokks­ins greið­ir þessu verk­efni, ,,Reykja­vík loves", ekki at­kvæði sitt. Mos­fells­bær er með mikla sér­stöðu á höfð­borg­ar­svæð­inu og ekki séð að ,,dreif­ing" ferða­manna til Mos­fells­bæj­ar hafi tek­ist hing­að til und­ir þessu vörumerki. Hér er ver­ið að af­henda full­trú­um Höf­uð­borg­ar­stofu Reykja­vík­ur­borg­ar mark­aðs­mál varð­andi Mos­fells­bæ. Ekki er tal­ið að sú stofa, um­fram að­r­ar stof­ur, geti stuðlað sér­stak­lega að dreif­ingu ferða­manna frá öðr­um sveit­ar­fé­lög­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til Mos­fells­bæj­ar. Telja má að um 750 þús­und krón­ur á ári, allt til 1. des­em­ber 2024 og þar með 3 millj­ón­um sam­tals, sé bet­ur var­ið í önn­ur verk­efni hér í bæn­um sem m.a. geta stuðlað að mark­aðs­setn­ingu á sér­stöðu Mos­fells­bæj­ar. Ekki er rétt að skatt­greið­end­ur í Mos­fells­bæj­ar nið­ur­greiði mark­aðs­setn­ingu fyr­ir Reykja­vík­ur­borg með þess­um hætti.

   Af­greiðsla 1432. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Full­trúi M-lista greiddi at­kvæði gegn sam­þykkt.

  • 1.5. Álykt­un frá fjár­bænd­um á lög­býl­um í Mos­fells­bæ 202002146

   Álykt­un frá fjár­bænd­um á lög­býl­um í Mos­fells­bæ

   Niðurstaða þessa fundar:

   Af­greiðsla 1432. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Full­trúi S-lista vék af fundi við um­fjöllun og at­kvæða­greiðslu um þetta mál.

  • 1.6. Um­gengni á lóð Vöku hf. á Leir­vogstungu­mel­um 202002126

   Bréf um­hverf­is­sviðs vegna eft­ir­lits og staða við­ræðna.

   Niðurstaða þessa fundar:

   Af­greiðsla 1432. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

  • 1.7. Upp­sögn á samn­ingi um rekst­ur. 201703001

   Staða við­ræðna við rík­ið vegna rekst­urs Hamra

   Niðurstaða þessa fundar:

   Af­greiðsla 1432. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

  • 1.8. Út­tekt og heild­ar­skimun á skóla­hús­næði Mos­fells­bæj­ar - loft­gæða­mæl­ing­ar 202002147

   Út­tekt og heild­ar­skimun á skóla­hús­næði Mos­fells­bæj­ar - loft­gæða­mæl­ing­ar

   Niðurstaða þessa fundar:

   Bók­un M-lista
   Í ljósi fyr­ir­liggj­andi gagna og út­tekt­ar tel­ur full­trúi Mið­flokks­ins rétt að skoða það al­var­lega að loka Brú­ar­landi sem skóla­hús­næði og hætta starf­semi þar þang­að til það hús­næði verði tek­ið út af óháð­um að­ila, tryggt að það sé full­nægj­andi sem skóla­hús­næði og alls ekki heilsu­spill­andi. Einn­ig skal óska eft­ir því að sér­stök út­tekt Heil­brigðis­eft­ir­lits Kjósa­svæð­is fari fram áður og ef halda á áfram rekstri skóla að Brú­ar­landi. Það er ábyrgð­ar­hluti að hafa haft þarna rekst­ur skóla og áður leik­skóla um ára­bil svo lengi sem raun ber vitni í hús­næði sem var heilsu­spill­andi skv. út­tekt Eflu sem hér ligg­ur fyr­ir. Bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar og formað­ur fræðslu­nefnd­ar, sem stuðlað hafa að rekstri skóla í heilsu­spill­andi hús­næði, ættu að sjá sóma sinn í því að biðja for­eldra þeirra barna sem þarna hafa stundað nám um ára­bil, af­sök­un­ar enda kom­ið í ljós að börn þeirra stund­uðu nám í heilsu­spill­andi hús­næði um langa hríð.

   Bók­un D- og V- lista
   Verk­fræði­stof­unni EFLU var fal­ið að gera út­tekt á hugs­an­leg­um raka­skemd­um í Brú­ar­landi. Í kjöl­far sýna­töku vökn­uðu grun­semd­ir Eflu um að raka­skemmd­ir gætu ver­ið á af­mörk­uð­um stöð­um í hús­næð­inu. Í beinu fram­haldi eða þann 16. ág­úst var hald­inn stöðufund­ur EFLU með full­trú­um Mos­fells­bæj­ar um út­tekt þeirra. Á þeim stöðufundi var ákveð­ið að bíða ekki eft­ir nið­ur­stöð­um sýna­töku held­ur að ráð­ast strax í lag­fær­ing­ar á þeim at­rið­um sem grun­semd­ir voru uppi með raka­skemmd­ir. Við­gerð­um í kennslu­rým­um lauk 27. ág­úst. Sam­kvæmt skýrslu EFLU sem nú er til um­fjöll­un­ar þá er Brú­ar­lands­hús­ið í eins góðu ástandi og bú­ast má við af hús­næði al­mennt og eft­ir við­gerð­ir í ág­úst stað­festu sér­fræð­ing­ar Eflu að öll­um þeim fram­kvæmd­um sem þeir höfðu lagt til væri lok­ið og hús­næð­ið því tækt til kennslu.

   Hvað varð­ar kynn­ing­ar á á fram­kvæmd­um við hús­næði Varmár­skóla/Brú­ar­lands þá voru haldn­ir 13 kynn­ing­ar­fund­ir þar á með­al í Brú­ar­landi þar sem geng­ið var um hús­næð­ið ásamt sér­fræð­ing­um EFLU þar sem lag­fær­ing­ar á hús­næð­inu voru kynnt­ar for­eldr­um. Sá fund­ur var hald­inn 13. sept­em­ber sl. Þar gafst for­eldr­um tæki­færi til að eiga milli­liða­laust sam­tal og sam­skipti við sér­fræð­inga Eflu.
   Í ljósi of­an­greindra upp­lýs­inga vísa full­trú­ar D- og V- lista mál­flutn­ingi bæj­ar­full­trúa Mið­flokks­ins í Mos­fells­bæ Sveins Ósk­ars Sig­urðs­son­ar í þessu máli al­far­ið á bug. Hún er til þess fallin að gefa ranga mynd af ástandi Brú­ar­lands og senda vís­vit­andi röng skila­boð til skóla­sam­fé­lags­ins sem eiga að vera til þess fall­inn að valda ótta og óör­yggi um vel­ferð barna og starfs­fólks Brú­ar­lands sem er mjög al­var­legt þeg­ar kjör­inn ful­trúi á í hlut.

   Bæj­ar­full­trúi Mið­flokks­ins ræðst einn­ig gróf­lega að heiðri Bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar og þá um leið starfs­fólk Mos­fells­bæj­ar og væn­ir það um að hafa ekki ver­lferð barna og starfs­fólks Brú­ar­lands í há­veg­um.
   Auk þess veg­ur bæj­ar­full­trúi Miflokks­ins Sveinn Ósk­ar Sig­urðs­son gróf­lega að heiðri Verk­fræði­stof­un­ar Eflu með mál­flutn­ingi sín­um, en Verfræði­stof­an Efla nýt­ur mik­ill­ar virð­ing­ar fyr­ir fag­mennsku sína sem ráð­gjafi varð­andi mál­efni um raka­skemmd­ir í hús­um og við­brögð og að­gerð­ir gegn þeim.

   Af­greiðsla 1432. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

  • 2. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1433202002030F

   Fund­ar­gerð 1433. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt með níu at­kvæð­um á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

   • 2.1. End­ur­skoð­uð fjár­fest­inga- og fjár­mögn­un­ar­áætlun Sorpu bs. 2019-2023 - ósk um stað­fest­ingu á lán­töku. 201909031

    Er­indi Sorpu bs. til borg­ar­ráðs og bæj­ar­ráða eig­enda­sveit­ar­fé­lag­anna.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Bók­un C- og S- lista
    Bæj­ar­full­trú­ar ít­reka bók­un C- og S- lista frá bæj­ar­ráðs­fundi nr. 1433 að ekki séu fyr­ir­liggj­andi nægj­an­lega gögn til að taka upp­lýsta ákvörð­un í mál­inu. Rétt er að benda á að skv. 7. mgr. 94. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011 eiga ein­staka sveit­ar­stjórn­ir og end­ur­skoð­end­ur að­ild­ar­sveit­ar­fé­laga rétt á að­gangi að öll­um gögn­um um stjórn­sýslu byggða­sam­lags. Þrátt fyr­ir þetta ákvæði og ít­rek­að­ar beiðn­ir um frek­ari gögn hef­ur ein­ung­is borist eitt minn­is­blað ásamt bréfi fram­kvæmda­stjóra Sorpu þar sem kem­ur fram að ekki sé hægt veita að­g­ang að gögn­un­um fyrr en að nokkr­um mán­uð­um liðn­um. Fyr­ir fund­in­um ligg­ur að taka ákvörð­un í dag en ekki eft­ir nokkra mán­uði þeg­ar gögn­in munu liggja fyr­ir sam­kvæmt bréfi fram­kvæmda­stjóra. Því er aug­ljóst að ekki er hægt að taka upp­lýsta af­stöðu til máls­ins í dag.
    For­saga máls­ins sem við stönd­um frammi fyr­ir í dag er með þeim hætti að enn rík­ari ástæða er til þess að vanda vinnu­brögð hafa öll gögn upp á borð­un­um þeg­ar ákvarð­an­ir eru tekn­ar.

    Bók­un M-lista

    Ný ráð­inn for­stjóri Sorpu þurfti að hefja störf sín á því að leið­rétta bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar í frétt­um RÚV ný­lega varð­andi meint ,,greiðslu­þrot" byggð­ar­sam­lags­ins. For­stjór­inn árétt­aði að ,,gjald­færni Sorpu væri alltaf tryggð". Ekki er séð að bæj­ar­stjór­inn hafi beðist af­stök­un­ar á orð­um sín­um varð­andi Sorpu sem féllu á síð­asta bæj­ar­stjórn­ar­fundi. Það eru skatt­greið­end­ur, þ.e. íbú­ar Mos­fells­bæj­ar (sem eiga ca. 4-5%), ásamt skatt­greið­end­um ann­arra sveit­ar­fé­laga, sem munu bera tap Sorpu við bygg­ingu Gas- og jarð­gerð­ar­stöðv­ar­inn­ar (GAJA). Ekki er séð að stjórn Sorpu, sér­stak­lega þeir stjórn­ar­menn sem hafa þar set­ið síð­ustu 2 til 3 árin, ætli að bera þá ábyrgð sem þeim ber. Þeir ættu að segja sig úr stjórn Sorpu nú þeg­ar enda ekki trú­verð­ugt að þeir séu við stjórn byggð­ar­sam­lags­ins leng­ur. Full­trúi Mið­flokks­ins tel­ur að ekki liggi nægj­an­leg gögn og upp­lýs­ing­ar fyr­ir til að veita þess­ari af­greiðslu braut­ar­gengi. Að auki virð­ist sem áform Sorpu um samn­ingskaup haldi áfram en slíkt fyr­ir­komulag eyk­ur áhættu í rekstri og við fram­kvæmd­ir GAJA.

    Bók­un D- og V- lista
    Bók­un bæj­ar­full­trúa Mið­flokks­ins í Mos­fells­bæ um mál­efni Sorpu er al­far­ið vísað á bug, þær að­drótt­an­ir sem þar koma fram eru ekki svara­verð­ar.

    Varð­andi bók­un full­trúa S- og C-lista er rétt að ít­reka það að hald­inn var fund­ur mánu­dag­inn 24. fe­brú­ar um mál­efni Sorpu þar sem all­ir bæj­ar­full­trú­ar Mos­fells­bæj­ar og ann­arra sveit­ar­fé­laga sem eiga að­ild að Sorpu fengu kynn­ingu á fjár­hags­stöðu fyr­ir­tæk­is­ins hjá sér­fræð­ing­um sem vinna að mál­inu.
    Sú kynn­ing var svo end­ur­tekin á síð­asta fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar þar sem full­trú­ar bæj­ar­ráðs gátu spurt frek­ari spurn­inga um mál­ið.
    Full­trú­ar V- og D- lista telja að full­nægj­andi upp­lýs­ing­ar liggi fyr­ir í mál­inu til ákvörð­un­ar­töku.

    Af­greiðsla 1433. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með fimm at­kvæð­um. Full­trúi M-lista greiddi at­kvæði gegn sam­þykkt. Full­trú­ar C-, L- og S- lista sátu hjá.

   • 2.2. Akst­urs­þjón­usta fatl­aðs fólks 202001186

    Er­indi SSH - Akst­urs­þjón­usta fatl­aðs fólks.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Bók­un C- og S- lista
    Bæj­ar­full­trú­ar C- og S-lista sam­þykkja af­greiðslu bæj­ar­stjórn­ar þar sem mik­il­vægt er að ekki verði frek­ari taf­ir á út­boði akst­urs­þjón­ustu fyr­ir fatlað fólk enda þjón­ust­an þeim afar nauð­syn­leg. Hins veg­ar ít­rek­um þá skoð­un okk­ar sem kom fram í bók­un C- og S-lista í fjöl­skyldu­nefnd þann 18. fe­brú­ar að ein­stak­ling­ar sem fatlast eft­ir 67 ára ald­ur ættu að geta nýtt þjón­ust­una óháð því hvort þeir hafi átt rétt á henni fyr­ir þann ald­ur. Við tök­um því und­ir það sem seg­ir í um­sögn ÖBÍ að fólk get­ur fatlast óháð aldri og við telj­um því óeðli­legt að skil­yrða þessa þjón­ustu við ákveð­inn ald­ur.
    Af­greiðsla 1433. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir regl­ur um akst­urs­þjón­ustu fatl­aðs fólks, sam­komulag við Strætó bs., sam­komulag sveit­ar­fé­laga, þjón­ustu­lýs­ingu og er­ind­is­bréf stjórn­ar með þeim breyt­ing­um sem sam­þykkt­ar voru á 371. fundi vel­ferð­ar­ráðs Reykja­vík­ur­borg­ar.

    Af­greiðsla 1433. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

   • 2.3. Ósk um stöðu­leyfi tjalds fyr­ir hjóla­leigu og nám­skeið 202002173

    Ósk um stöðu­leyfi sam­komutjalds fyr­ir hjóla­leigu og hjóla­nám­skeið

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 1433. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

   • 2.4. Al­mennt eft­ir­lit með fjár­mál­um og fjár­mála­stjórn sveit­ar­fé­laga 202002201

    Al­mennt eft­ir­lit með fjár­mál­um og fjár­mála­stjórn sveit­ar­fé­laga

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 1433. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

   • 2.5. Helga­dals­veg­ur 2-10, gatna­gerð 201912116

    Drög að sam­komu­lagi vegna deili­skipu­lags.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 1433. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

   • 2.6. Eign­ar­vatn úr bor­holu við Helga­dal 202002122

    Er­indi frá Veit­um þar sem óskað er eft­ir sam­þykki Mos­fells­bæj­ar á kaup­um Veitna á eign­ar­vatni í Helga­dal.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 1433. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

   • 2.7. Fé­lags­hest­hús Varmár­bökk­um 202002165

    Fé­lags­hest­hús Varmár­bökk­um - ósk um að­komu bæj­ar­yf­ir­valda

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 1433. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

   • 2.8. Beiðni um leyfi til að reisa og starf­rækja aug­lýs­inga­skjá 202001263

    Lögð fyr­ir bæj­ar­ráð um­beð­in um­sögn fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs um er­indi Sökkólfs

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 1433. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

   • 2.9. Upp­setn­ing á LED aug­lýs­inga­skilti við Vest­ur­landsveg, við hringtorg sem stað­sett er á gatna­mót­um við Skar­hóla­braut­ar. 202002020

    Um­beð­in um­sögn fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 1433. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

   • 2.10. Ráðn­ing lög­manns Mos­fells­bæj­ar 202002255

    Ráðn­ing lög­manns Mos­fells­bæj­ar

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 1433. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

   • 2.11. Frum­varp frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um mál­efni inn­flytj­enda - beiðni um um­sögn 202001386

    Um­beð­in um­sögn fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 1433. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

   • 2.12. Upp­sögn á samn­ingi um rekst­ur. 201703001

    Far­ið yfir stöðu máls­ins.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 1433. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

   • 3. Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 291202002020F

    Fund­ar­gerð 291. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt með níu at­kvæð­um á 755. bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

    • 4. Fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 373202002027F

     Fund­ar­gerð 373. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

     • 5. Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 509202002008F

      Fund­ar­gerð 509. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt með níu at­kvæð­um á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

      • 5.1. Bíla­stæði og leik­völl­ur Lækj­ar­hlíð 202001342

       Lögð fyr­ir skipu­lags­nefnd til­laga að fjölg­un bíla­stæða og end­ur­bót­um á leik­svæði. Frestað vegna tíma­skorts á 508. fundi.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 509. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.2. Ný um­ferð­ar­lög 2020 201912242

       Ný um­ferð­ar­lög sem tóku gildi 1. janú­ar 2020 kynnt. Frestað vegna tíma­skorts á 508. fundi.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 509. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.3. Helga­fells­hverfi 4. áfangi - breyt­ing á deili­skipu­lagi 201810106

       Lagð­ar fram at­huga­semd­ir sem bár­ust á aug­lýs­inga­tíma deili­skipu­lags­breyt­ing­ar­til­lög­unn­ar frá íbú­um við Vefara­stræti.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 509. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.4. Að­al­skipu­lag Öl­fus - Heild­ar­end­ur­skoð­un 202002059

       Borist hef­ur er­indi frá Sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi dags. 31. janú­ar 2020 varð­andi heild­ar­end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags Ölfuss.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 509. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.5. Lyng­hóls­land 199733 - ósk um gerð deili­skipu­lags 202001369

       Borist hef­ur er­indi frá Ark­þing fh. land­eig­enda dags. 21. janú­ar 2020 varð­andi nýtt deili­skipu­lag fyr­ir Lyng­hól landnr. 199733.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 509. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.6. Leik­svæði Snæfríð­ar­götu 202001377

       Lögð fyr­ir skipu­lags­nefnd til­laga að færslu leik­vall­ar við Snæfríð­ar­götu í Helga­fells­hverfi.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 509. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.7. Lund­ur í Mos­fells­dal - breyt­ing á deili­skipu­lagi 201908422

       Lögð fyr­ir skipu­lags­nefnd end­ur­nýj­að­ur deili­skipu­lags­upp­drátt­ur.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 509. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.8. Leir­vogstungu­mel­ar - fyr­ir­spurn varð­andi leyfi til notk­un­ar á lóð und­ir geymslu­ein­ing­ar 202001090

       Borist hef­ur er­indi frá Axel Helga­syni fh. Pláss­ið-geymslu­ein­ing­ar ehf. dags. 7. janú­ar 2020 varð­andi notk­un á lóð á Leir­vogstungu­mel­um und­ir geymslu­ein­ing­ar.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 509. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.9. Uglugata 14-20 - breyt­ing á deili­skipu­lagi, breytt að­koma 201809165

       Óskað er eft­ir af­stöðu skipu­lags­nefnd­ar til fyr­ir­liggj­andi til­lagna að að­komu fyr­ir rað­hús við Uglu­götu 14-20.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 509. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.10. Að­al­skipu­lag Mos­fells­bæj­ar - end­ur­skoð­un 201809280

       Staða vinnu við út­boð á end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags kynnt.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 509. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.11. Reykja­hvoll 4/Ásar 6 - breyt­ing á deili­skipu­lagi 201911285

       Lagt fram minn­is­blað bygg­ing­ar­full­trúa.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 509. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.12. Ósk um deili­skipu­lag Lága­felli 2016081715

       Borist hef­ur er­indi frá Árna Helga­syni fh. Lága­fells­bygg­inga ehf. dags. 23. janú­ar 2020 varð­andi skipu­lag í Lága­felli.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 509. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.13. Fossa­tunga 8-12 - breyt­ing á deili­skipu­lagi 201909399

       Skipu­lags­nefnd vís­aði er­ind­inu til bæj­ar­ráðs á 505. fundi sín­um þann 10. janú­ar 2020. Þar sem fyr­ir ligg­ur sam­komulag um við­bót­ar­gjöld vegna fjölg­un­ar ráð­húsa­í­búða úr 3 í 4 íbúð­ir er deili­skipu­lagstil­lag­an lögð fyr­ir skipu­lags­nefnd að nýju og óskað heim­ild­ar til aug­lýs­ing­ar.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 509. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.14. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2019 202001270

       Lögð fram skýrsla um nið­ur­stöðu þjón­ustu­könn­un­ar Gallup fyr­ir Mos­fells­bæ á ár­inu 2019.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 509. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.15. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 389 202001019F

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 509. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.16. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 390 202001025F

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 509. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.17. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 391 202001029F

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 509. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.18. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 392 202001031F

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 509. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.19. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 393 202001041F

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 509. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 6. Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 510202002026F

       Fund­ar­gerð 510. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt með níu at­kvæð­um á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

       • 6.1. Reykja­hvoll 4/Ásar 6 - breyt­ing á deili­skipu­lagi 201911285

        Lagt er fram minn­is­blað bygg­ing­ar­full­trúa.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 510. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

       • 6.2. Ósk um deili­skipu­lag Lága­felli 2016081715

        Borist hef­ur er­indi frá Árna Helga­syni fh. Lága­fells­bygg­inga ehf. dags. 23. janú­ar 2020 varð­andi skipu­lag í Lága­felli.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 510. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

       • 6.3. Fossa­tunga 8-12 - breyt­ing á deili­skipu­lagi 201909399

        Skipu­lags­nefnd vís­aði er­ind­inu til bæj­ar­ráðs á 505. fundi sín­um þann 10. janú­ar 2020. Þar sem fyr­ir ligg­ur sam­komulag um við­bót­ar­gjöld vegna fjölg­un­ar ráð­húsa­í­búða úr 3 í 4 íbúð­ir er deili­skipu­lagstil­lag­an lögð fyr­ir skipu­lags­nefnd að nýju og óskað heim­ild­ar til aug­lýs­ing­ar.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 510. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með sjö at­kvæð­um. Full­trú­ar L- og M- lista sitja hjá.

       • 6.4. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2019 202001270

        Lögð fram skýrsla um nið­ur­stöðu þjón­ustu­könn­un­ar Gallup fyr­ir Mos­fells­bæ á ár­inu 2019.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 510. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

       • 6.5. Helga­fells­hverfi 4. áfangi - breyt­ing á deili­skipu­lagi 201810106

        Lögð eru fram drög að svari við at­huga­semd­um sem bár­ust á aug­lýs­inga­tíma deili­skipu­lagstil­lög­unn­ar.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 510. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

       • 6.6. Er­indi Reykja­vík­ur­borg­ar - Deili­skipu­lag Esju­mela Kjal­ar­nesi 201506102

        Reykja­vík­ur­borg aug­lýs­ir til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi á at­hafn­ar­svæð­inu við Esju­mela á Kjal­ar­nesi.
        Frest­ur til at­huga­semda er til 14. mars 2020.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Bók­un M-lista
        Full­trúi Mið­flokks­ins vill benda á að meiri­hlut­inn, sem hér ríkti í Mos­fells­bæ fyr­ir sveita­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar 2018, tók sam­bæri­legt mál til af­greiðslu um meng­andi starf­semi við Esju­mela og óskað eft­ir að um­sögn og mót­mæli yrðu send Reykja­vík­ur­borg. Þann 8. janú­ar 2018 barst Mos­fells­bæ er­indi frá Reykja­vík­ur­borg varð­andi breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi Esju­mela sbr. fund skipu­lags­nefnd­ar nr. 453 en sá fund­ur átti sér stað 19. janú­ar 2018. Þann 22. janú­ar 2018 sendi starfs­mað­ur bæj­ar­ins Reykja­vík­ur­borg er­indi þar sem fram kem­ur bók­un und­ir dag­skrárlið 6 fram­an­greinds fund­ar skipu­lags­nefnd­ar. Það vek­ur sér­staka undr­un að þann 2. mars 2018 sat þá­ver­andi formað­ur skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar, Bryndís Har­ald­sótt­ir, fund svæð­is­skipu­lags­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins þar sem fram­an­greind áform Reykja­vík­ur voru til af­greiðslu og sam­þykkti eft­ir­far­andi bók­un: ,, Nið­ur­staða: Svæð­is­skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd­ir við verk­lýs­ing­una enda verði horft til grein­ing­ar svæð­is­skipu­lags­nefnd­ar um land­þörf iðn­að­ar- og at­hafna­svæða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu öllu. Mik­il­vægt er að við­hafa gott sam­st­arf allra sveit­ar­fé­lag­anna þeg­ar kem­ur að stað­setn­ingu á starf­semi sem hef­ur ónæði í för með sér.".
        Hér virð­ist fyrr­ver­andi formað­ur skipu­lags­nefnd­ar Mos­fell­bæj­ar ekki setja sig upp á móti áform­um Reykja­vík­ur á Esju­mel­um eft­ir að hafa mót­mælt áformun­um sem bæj­ar­full­trúi og formað­ur skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar. Mót­mæli nú­ver­andi meiri­hluta í Mos­fells­bæ eru ekki trú­verð­ug í þessu ljósi enda þeg­ar búið að hleypa mál­inu að sé vísað í nú­ver­andi deili­skipu­lags á svæð­inu sem fékkst sam­þykki í borg­ar­ráði 20. júní 2019. Rétt er að árétta að full­trúi Mið­flokks­ins í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar er al­far­ið á móti áform­um Reykja­vík­ur­borg­ar þrátt fyr­ir að mál­ið hafi þró­ast með fram­an­greind­um hætti.

        Full­trú­ar V og D lista í bæj­ar­stjórn ít­reka mót­mæli sín við áform um breyt­ing­ar á deil­skipu­lagi á Esju­mel­um sem hafa aldrei ver­ið sam­þykkt í stjórn­kerfi Mos­fells­bæj­ar. Tek­ið er heils­hug­ar undi­rít­ar­lega bók­un skipu­lags­nefnd­ar á fundi nr 510 28.fe­brú­ar 2020 um mál­ið. Óskað hef­ur ver­ið eft­ir fundi með full­trúm Reykja­vík­ur til að koma mót­mæl­um á fram­færi með skýr­um hætti, og allt gert til þess að koma í veg fyr­ir þessi áform.

        Bók­un D- og V- lista
        Full­trú­ar V og D lista í bæj­ar­stjórn ít­reka mót­mæli sín við áform um breyt­ing­ar á deil­skipu­lagi á Esju­mel­um sem hafa aldrei ver­ið sam­þykkt í stjórn­kerfi Mos­fells­bæj­ar. Tek­ið er heils­hug­ar undi­rít­ar­lega bók­un skipu­lags­nefnd­ar á fundi nr 510 28.fe­brú­ar 2020 um mál­ið. Óskað hef­ur ver­ið eft­ir fundi með full­trúm Reykja­vík­ur til að koma mót­mæl­um á fram­færi með skýr­um hætti, og allt gert til þess að koma í veg fyr­ir þessi áform.

        Af­greiðsla 510. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

       • 6.7. Fyr­ir­spurn til skipu­lags- og bygg­ing­ar­full­trúa 201910037

        Borist hef­ur er­indi frá Þebu Björt Karls­dótt­ur, dags. 12. des­em­ber 2019 varð­andi bygg­ingu á skyggni yfir sólpall að Arn­ar­tanga 47. Deili­skipu­lag er ekki á svæð­inu.
        Gögn dags. 10. des­em­ber 2019.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 510. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

       • 6.8. Mark­holt - opn­un og lok­un 201809042

        Borist hef­ur er­indi frá Jóni Svan Grét­ars­syni dags. 12. fe­brú­ar 2020 varð­andi götu­lok­un í Mark­holti við hús nr. 1.
        Með­fylgj­andi er und­ir­skrift­arlisti íbúa dags. 30. sept­em­ber 2018.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 510. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

       • 6.9. Bratta­hlíð 32-34, 36-38 - Óveru­leg breyt­ing á deili­skipu­lagi 202002209

        Borist hef­ur er­indi frá Þór­halli Sig­urðs­syni, dags. 20.02.2019 varð­andi óveru­lega breyt­ingu deili­skipu­lags í Bröttu­hlíð.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 510. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

       • 6.10. Blikastað­a­land - Deili­skipu­lag versl­un­ar- og þjón­ustu­svæð­is og at­hafna­svæð­is 201908379

        Kynn­ing frá Frið­jóni Sig­urð­ar­syni, fram­kvæmda­stjóra þró­un­ar­sviðs Reita og Birni Guð­brands­syni skipu­lags­höf­undi frá ARKÍS um vinnu við deili­skipu­lag fyr­ir­hug­aðs at­vinnusvæð­is í Blikastaðalandi.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 510. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

       • 7. Um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 207202002015F

        Fund­ar­gerð 207. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar sam­þykkt með níu at­kvæð­um á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

        Fundargerðir til kynningar

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 23:25