17. janúar 2020 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Flugumýri athafnasvæði - nýtt deiliskipulag201612203
Á 500. fundi skipulagsnefndar 25. október 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Flugumýri." Lögð fram tillaga að deiliskipulagi ásamt tillögu að breytingu nærliggjandi deiliskipulaga.
Skipulagsnefnd vísar málinu til bæjarráðs vegna breytinga á lóðastærðum.
2. Fossatunga 17-19 - breyting á deiliskipulagi202001154
Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni ark. fh. lóðarhafa dags. 9. janúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar að Fossatungu 17.-19
Skipulagsnefnd óskar eftir frekari gögnum.
3. Aðalskipulag Mosfellsbæjar - endurskoðun201809280
Á 506. fundi skipulagsnefndar 16.janúar 2020 var verklýsing lögð fram, kynnt og rædd.
Skipulagsnefnd samþykkir verklýsingu til auglýsingar útboðs vegna vinnu við endurskoðun aðalskipulags.
Fundargerðir til kynningar
4. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 388201912028F
4.1. Laxatunga106, Umsókn um byggingarleyfi 201910337
Andrei Lazaren, Laxatungu 106, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta raðhúsa á lóðunum Laxatunga nr. 102 - 106, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
4.2. Lækjarhlíð 1A, Umsókn um byggingarleyfi. 201805260
Laugar ehf., Sundlaugavegi 30A Reykjavík, sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta íþróttahúss á lóðinni Lækjarhlíð nr. 1A, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
4.3. Völuteigur 21 - Umsókn um byggingarleyfi 201912059
Glertækni ehf. Völuteig 21, heimili sækir um leyfi til breytinga innra skipulags ásamt breyttri skráningu atvinnuhúsnæðis á lóðinni Völuteigur nr. 21, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.