Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

2. febrúar 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
  • Sævar Birgisson (SB) varaformaður
  • Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) varamaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
  • Haukur Örn Harðarson (HÖH) áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Jóhanna B. Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Flugu­mýri at­hafna­svæði - nýtt deili­skipu­lag201612203

    Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir athafnasvæðið að Flugumýri. Frumdragatillaga, uppdrættir og forsendur voru kynntar hagaðilum og eigendum fasteigna á samráðsfundi þann 25.01.2024. Markmið deiliskipulagsins er að skilgreina heimildir sem eiga að gilda um núverandi byggð atvinnuhúsnæðis að Flugumýri svo sem byggingarreiti, byggingarheimildir, bílastæði, úrgangsmál, gróðurbelti, frágang lóða, mögulegar lóðastækkanir og fleira. Lóðastækkanir eru lagðar til sem möguleikar á lóðum að Flugumýri 6, 8, 18, 20, 30, 32, 34 og 36 og tekur stærð mið af landfræðilegum aðstæðum og öðrum takmörkunum. Innfærðir eru nýir stígar, gönguleiðir, gangstéttir og gönguþveranir. Heimilt byggingarmagn er aukið og er nýtingarhlutfall lóða 0,5 sem samræmist heimildum aðalskipulags Mosfellsbæjar. Deiliskipulagstillagan er framsett með uppdrætti í skalanum 1:1000, greinargerð, skýringarmyndum um snið og vegi, auk skýringaruppdráttar um lóðastækkanir. Einnig er hjálögð til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir deiliskipulag í Desjamýri þar sem skipulagsmörk eru færð til og skipulagssvæði minnkað til samræmis við nýtt deiliskipulag Flugumýrar. Breytingin er tæknilegs eðlis og varðar hvorki skilmála eða önnur ákvæði Flugu- eða Desjamýrar.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að nýtt deili­skipu­lag fyr­ir Flugu­mýri og deili­skipu­lags­breyt­ing fyr­ir Desja­mýri skuli aug­lýst­ar skv. 41. gr. og 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Til­lög­urn­ar skulu aug­lýst­ar og kynnt­ar á vef sveit­ar­fé­lags­ins mos.is, Skipu­lags­gátt­inni, Mos­fell­ingi og Lög­birt­inga­blað­inu. Skipu­lags­nefnd vís­ar til­lög­unni til kynn­ing­ar í um­hverf­is­nefnd.

  • 2. Fram­kvæmd­ir við hjóla­stíg í Varmalandi202401205

    Lögð er fram til kynningar umbeðin umsögn skipulagsfulltrúa og umhverfissviðs vegna erindis um hjólastíg í Varmalandi, í samræmi við afgreiðslu á 604. fundi nefndarinnar. Hjálagt er erindi til afgreiðslu.

    Með vís­an í fyr­ir­liggj­andi um­sögn skipu­lags­full­trúa, sam­þykk­ir skipu­lags­nefnd með fimm at­kvæð­um fram­kvæmda­leyfi vegna stíga­gerð­ar í Varmalandi. Skipu­lags­full­trúa er fal­ið að gefa út fram­kvæmda­leyf­ið í sam­ræmi við 13. og 15. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 skv. reglu­gerð um fram­kvæmda­leyfi nr. 772/2012, á grund­velli mark­miða að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar 2011-2030 um stíga­gerð og úti­vist­ar­svæði.

  • 3. Mið­dals­land I R L226627 - ósk um upp­skipt­ingu lands202310743

    Lögð er fram til kynningar umbeðin umsögn skipulagsfulltrúa og umhverfissviðs vegna erindis landeigenda um stofnun lóðar og uppskiptingu lands L226627, í samræmi við afgreiðslu á 599. fundi nefndarinnar. Hjálagt er erindi til afgreiðslu.

    Með vís­an í fyr­ir­liggj­andi um­sögn skipu­lags­full­trúa, synj­ar skipu­lags­nefnd með fimm at­kvæð­um um­sókn um upp­skipt­ingu lands og stofn­un lóð­ar. Ekki verð­ur séð að fyr­ir­ætlan­ir sam­ræm­ist skipu­lags­áætl­un­um, með vís­an í 48. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

  • 4. Korputún 1-29 - deili­skipu­lags­breyt­ing202401584

    Borist hefur erindi frá Reitum fasteignafélagi með ósk um heimild fyrir deiliskipulagsbreytingu lóða að Korputúni 1-29, reitir A, B, C, F og I í samþykktu deiliskipulagi verslunar, þjónustu- og athafnasvæðis í Blikastaðalandi sunnan Korpúlfsstaðavegar. Breytingin felur í sér sameiningu lóða og reita A-B og C-F, tilfærslu byggingarreita, nýjar innkeyrslur lóða og stækkun lóðamarka í átt að Vesturlandsvegi. Lögð eru fram til kynningar vinnslutillögur og drög að breytingum til umfjöllunar.

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd fagn­ar áætl­aðri at­vinnu­upp­bygg­ingu að Korpu­túni. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að unn­in verði til­laga að deili­skipu­lags­breyt­ingu skv. 2. mgr. 38. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 í sam­ræmi við 43. gr. sömu laga. Skipu­lags­nefnd legg­ur þó áherslu á að við breyt­ing­arn­ar verði ekki vik­ið frá kröf­um, vænt­ing­um og helstu meg­in­mark­mið­um skipu­lags­ins, svo sem um vist­væna byggð, of­an­vatns­lausn­ir, græna ásýnd, skala mann­virkja, gæði bygg­inga, virk­ar fram­hlið­ar, bygg­ing­ar­efni og yf­ir­borðs­frág­ang grænna eða grárra svæða. Þá verði að hafa í huga að upp­bygg­ing styðji við rekstr­ar­grund­völl vist­vænna sam­gangna Borg­ar­línu með virk­um not­end­um inn­an svæð­is­ins. Skipu­lags­full­trúa fal­ið að eiga sam­tal og sam­ráð við máls­að­ila og hönn­uði.

    • 5. Bjark­ar­holt - upp­bygg­ing­ar­reit­ur E - upp­bygg­ing­ar­samn­ing­ur202008039

      Bréf barst Mosfellsbæ frá Render Centium ehf., dags. 19.01.2024, með tilkynningu um riftun á uppbyggingarsamkomulagi við Bjarkarholt 1-5 [nú Bjarkarholt 22-34], frá 24.09.2021. Bréfinu var á 1610. fundi bæjarráðs vísað til kynningar skipulagsnefndar. Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að hlutast til um að aðrir aðilar uppbyggingarsamkomulagsins verði upplýst um framkomna riftun og þá afstöðu Mosfellsbæjar að með vísan til framkominnar riftunar sé litið svo á að samkomulagið sé fallið niður með vísan til brostinna forsendna.

      Lagt fram og kynnt. Þar sem upp­bygg­ing­ar­sam­komu­lagi hef­ur ver­ið rift vegna for­sendu­brests legg­ur skipu­lags­nefnd til, í ljósi fyr­ir­liggj­andi áætl­ana Mos­fells­bæj­ar og nefnd­ar­inn­ar um end­ur­skoð­un skipu­lags í mið­bæn­um, að um­rædd­ur upp­bygg­ing­ar­reit­ur E, áður Bjark­ar­holt 1-5, verði í heild sinni inn­an marka end­ur­skoð­un­ar. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að Mos­fells­bær skuli stýra deili­skipu­lags­breyt­ing­um og sam­ráði vegna þess. Lögð verð­ur áhersla á óbyggð­ar lóð­ir, þró­un­ar­reiti, sam­göng­ur, stíga og opin græn svæði.

      • 6. Bjark­ar­holt - upp­bygg­ing­ar­reit­ur E - breyt­ing á deili­skipu­lagi202008039

        Lögð er fram að nýju til umfjöllunar og afgreiðslu kynnt og auglýst tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Bjarkarholt 1-3 innan uppbyggingarreitar E í miðbænum, nú Bjarkarholt 22-30. Breytingin fól í sér að auka byggingarmagn og fjölga íbúðum á lóðum ætlaðar öldruðum, er tengst geta þjónustu og íbúðarkjarna Eirar vestan skipulagssvæðisins í samræmi við uppbyggingarsamninga lóðarhafa, sveitarfélagsins og Eirar öryggisíbúða, frá 21.09.2021. Breytingin var kynnt og auglýst til umsagna og athugasemda frá 12.05.2022 til og með 27.06.2022. Umsagnir voru lagðar fyrir og kynntar á 569. fundi skipulagsnefndar, þann 12.08.2022.

        Í ljósi fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­inga um að búið sé að rifta und­ir­rit­uðu upp­bygg­ing­ar­sam­komu­lagi fyr­ir upp­bygg­ing­ar­reit E, áður Bjark­ar­holt 1-5, lít­ur skipu­lags­nefnd svo á að skipu­lags­ferli við skipu­lags­breyt­ingu er nefn­ist Bjark­ar­holt 1-3 sé sjálf­hætt, enda upp­bygg­ing­ar­sam­komulag for­senda breyt­ing­ar­inn­ar. Taf­ir á upp­bygg­ingu Bjark­ar­holts 4-5, nú 32-34, höfðu áhrif á fram­vindu skipu­lags­ins þar sem um heild­stæða áætlun var að ræða sam­kvæmt sam­komu­lag­inu. Ekki var búið að vinna frek­ari breyt­ing­ar, til­lög­ur eða svörun vegna inn­sendra at­huga­semda skipu­lagstil­lög­unn­ar en skipu­lags­nefnd þakk­ar bréf­rit­ur­um um­sagn­ir og at­huga­semd­ir.
        Skipu­lags­nefnd legg­ur til, í ljósi fyr­ir­liggj­andi áætl­ana Mos­fells­bæj­ar og nefnd­ar­inn­ar um end­ur­skoð­un skipu­lags í mið­bæn­um, að um­rædd­ur upp­bygg­ing­ar­reit­ur E verði í heild sinni inn­an marka heild­ar­end­ur­skoð­un­ar. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að Mos­fells­bær skuli stýra deili­skipu­lags­breyt­ing­um og sam­ráði vegna þess. Lögð verð­ur áhersla á óbyggð­ar lóð­ir, þró­un­ar­reiti, sam­göng­ur, stíga og opin græn svæði.
        Máls­með­ferð lok­ið.

      • 7. Mið­svæði Mos­fells­bæj­ar 116-M - að­al­skipu­lags­breyt­ing202201368

        Lögð er fram að nýju til umfjöllunar og afgreiðslu kynnt og auglýst tillaga að aðalskipulagsbreytingu fyrir miðbæjarsvæði 116-M þar sem fjölga átti íbúðum í miðbænum til samræmis við deiliskipulagsbreytingu sem kynnt var samhliða. Deiliskipulagsbreytingin fjallaði um Bjarkarholt 1-3 innan uppbyggingarreitar E í miðbænum, nú Bjarkarholt 22-30. Aðal- og deiliskipulagsbreytingin var kynnt og auglýst til umsagna og athugasemda frá 12.05.2022 til og með 27.06.2022. Umsagnir voru lagðar fyrir og kynntar á 569. fundi skipulagsnefndar, þann 12.08.2022.

        Í ljósi fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­inga um að búið sé að rifta und­ir­rit­uðu upp­bygg­ing­ar­sam­komu­lagi fyr­ir upp­bygg­ing­ar­reit E, áður Bjark­ar­holt 1-5, lít­ur skipu­lags­nefnd svo á að skipu­lags­ferli að­al­skipu­lags­breyt­ing­ar­inn­ar sé sjálf­hætt, enda upp­bygg­ing­ar­sam­komulag og upp­bygg­ing í sam­ræmi við deili­skipu­lagstil­lög­ur for­send­ur henn­ar.
        Máls­með­ferð lok­ið.

      • 8. Græni stíg­ur­inn - svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins202306129

        Bréf barst frá svæðisskipulagsstjóra SSH, Jóni Kjartani Ágústssyni, dags. 14.12.2023, með vísan í afgreiðslu og bókun 122. fundar svæðisskipulagsnefndar frá 08.12.2023. Lögð var fram til afgreiðslu frumdragaskýrsla um legu græna stígsins ásamt umsögnum og athugasemdum. Svæðisskipulagsnefnd hvetur aðildarsveitarfélög til þess að innleiða legu græna stígsins í áætlanir sínar. Lögð eru fram til kynningar skýrsla, umsagnir og minnisblað til upplýsinga og umfjöllunar.

        Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að til­lög­ur græna stígs­ins verði inn­færð­ar í nýtt að­al­skipu­lag Mos­fells­bæj­ar 2040. Skipu­lags­nefnd legg­ur þó áherslu á að í um­fjöllun að­al­skipu­lags verði sýnd­ar tvær leið­ir, „græni stíg­ur­inn“ ofan byggð­ar og „græna stíg­ur­inn strax“ inn­an bæj­ar­ins, eins og fjallað er um í frumdraga­skýrslu og um­sögn Mos­fells­bæj­ar dags. 08.09.2023. Á skipu­lags­tíma­bil­inu mun Mos­fells­bær vinna að, í sam­ráði við Reykja­vík­ur­borg, lausn vegna fram­tíð­ar­teng­inga Mos­fells­bæj­ar yfir Leir­vogsá í átt að Esju­mel­um.

      • 9. Reglu­gerð um sjálf­bæra land­nýt­ingu202401522

        Erindi barst frá matvælaráðuneytinu, dags. 22.01.2024, með tilkynningu um samráð máls nr. 3/2024 - "Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu", í samráðsgátt stjórnvalda. Í reglugerðinni eru settar fram meginreglur sjálfbærrar landnýtingar og viðmið fyrir þá landnýtingarflokka sem reglugerðin tekur til og tilgreindir eru í lögum um landgræðslu. Umsagnarfrestur er til og með 14.02.2024.

        Lagt fram og kynnt.

      Fundargerðir til kynningar

      • 10. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 511202401025F

        Fundargerð lögð fram til kynningar.

        Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

        • 10.1. Bergrún­argata 7-9, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201706274

          Oddný Guðna­dótt­ir Bergrún­ar­götu 9 sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta par­húss á lóð­inni Bergrún­argata nr. 9 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Lagt fram.

        • 10.2. Bugðufljót 17D eign­ar­hluti 03-0107 og 01-0108 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild 202312215

          Frost­verk ehf. Bugðufljóti 17D sækja um leyfi til breyt­inga innra skipu­lags eign­ar­hluta 03-0107 og 03-0108 at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Bugðufljót nr. 17D í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Breyt­ing fel­ur í sér breytt innra skipðulag ásamt milli­loft­um. Stækk­un 100,6 m².

          Niðurstaða þessa fundar:

          Lagt fram.

        • 10.3. Bugðufljót 17 eign­ar­hluti 03-0112 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild 202401203

          Þela­mörk ehf. Lambhaga­vegi 13 Reykja­vík sækja um leyfi til breyt­inga innra skipu­lags eign­ar­hluta 03-0112 at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Bugðufljót nr. 17 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Breyt­ing fel­ur í sér að áður sam­þykkt milli­loft fell­ur brott. Stærð­ir -47,9 m².

          Niðurstaða þessa fundar:

          Lagt fram.

        • 10.4. Bugðufljót 17 eign­ar­hluti 01-0101, 01-0102 og 03-0106 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild 202312211

          Bor­tækni ehf. Stapa­hrauni 7 Hafnar­firði sækja um leyfi til breyt­inga innra skipu­lags eign­ar­hluta 01-0101, 01-0102 og 03-0106 at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Bugðufljót nr. 17 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Breyt­ing fel­ur í sér við­bætt milli­loft. Stækk­un: 34,1 m².

          Niðurstaða þessa fundar:

          Lagt fram.

        • 10.5. Bugðufljót 17A eign­ar­hluti 01-0103- Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild 202312208

          Adrelín ehf. Barma­hlíð 54 Reykja­vík sækja um leyfi til breyt­inga innra skipu­lags eign­ar­hluta 01-01013 at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Bugðufljót nr. 17 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Breyt­ing fel­ur í sér við­bætt milli­loft. Stækk­un: 46,0 m².

          Niðurstaða þessa fundar:

          Lagt fram.

        • 10.6. Bugðufljót 17D eign­ar­hluti 03-0105 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild 202312198

          Ulf­ur Studio ehf. Hrauns­holts­vegi 1 Garða­bæ sækja um leyfi til breyt­inga innra skipu­lags eign­ar­hluta 03-0105 at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Bugðufljót nr. 17 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Lagt fram.

        • 10.7. Bugðufljót 17 eign­ar­hluti 03-0101 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild 202312195

          Mostak ehf. Stóra­teig 34 sækja um leyfi til breyt­inga innra skipu­lags eign­ar­hluta 03-0101 at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Bugðufljót nr. 17 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

          Niðurstaða þessa fundar:

          Lagt fram.

        • 10.8. Bugðufljót 17A eign­ar­hluti 01-0104- Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild 202312194

          Raf­gæði ehf. Súlu­höfða 27 sækja um leyfi til breyt­inga innra skipu­lags eign­ar­hluta 01-0104 at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Bugðufljót nr. 17 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Breyt­ing fel­ur í sér við­bætt milli­loft. Stækk­un: 9,2 m².

          Niðurstaða þessa fundar:

          Lagt fram.

        • 10.9. Bugðufljót 17A eign­ar­hluti 01-0105 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild 202312192

          BF17 ehf. Bílds­höfða 14 Reykja­vík sækja um leyfi til breyt­inga innra skipu­lags eign­ar­hluta 01-0105 at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Bugðufljót nr. 17 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Lagt fram.

        • 10.10. Bugðufljót 17 eign­ar­hluti 01-0107 og 01-0108 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild 202312079

          B.Ó. Smið­ir ehf. Laxa­tungu 93 sækja um leyfi til breyt­inga innra skipu­lags eign­ar­hluta 01-0107 og 01-0108 at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Bugðufljót nr. 17 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.Stærð­ir breyt­ast ekki.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Lagt fram.

        • 10.11. Úugata 14-18 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi - Flokk­ur 2, 202311303

          Páls­son Apart­ments ehf. Ár­múla 3 Reykja­vík sækja um leyfi til að byggja úr stein­steypu 3 íbúða rað­hús á tveim­ur hæð­um með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­inni Úugata nr. 14-18 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
          Stærð­ir hús nr. 14: Íbúð 199,7 m², bíl­geymsla 33,0 m², 731,2 m³.
          Stærð­ir hús nr. 16: Íbúð 188,2 m², bíl­geymsla 33,0 m², 700,3 m³.
          Stærð­ir hús nr. 18: Íbúð 197,6 m², bíl­geymsla 33,4 m², 713,1 m³.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Lagt fram.

        • 10.12. Úugata 20 -24 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi - Flokk­ur 2, 202311174

          Páls­son Apart­ments ehf. Ár­múla 3 Reykja­vík sækja um leyfi til að byggja úr stein­steypu 3 íbúða rað­hús á tveim­ur hæð­um með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­inni Úugata nr. 20-24 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
          Stærð­ir hús nr. 20: Íbúð 197,6 m², bíl­geymsla 33,4 m², 713,1 m³.
          Stærð­ir hús nr. 22: Íbúð 188,2 m², bíl­geymsla 33,0 m², 700,3 m³.
          Stærð­ir hús nr. 24: Íbúð 199,7 m², bíl­geymsla 33,0 m², 731,2 m³.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Lagt fram.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00