25. október 2019 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) varamaður
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði
Ólafur Melsted Skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Í Suður Reykjalandi lnr. 125425 - Deiliskipulag201802083
Á 488. fundi skipulagsnefndar 28. júní 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til skoðunar og upplýsingar hvað innviði svæðisins svo sem aðkomu og vegagerð, veitumál o.fl varðar." Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Frestað vegna tímaskorts á 498. fundi.
Lögð fram umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um mögulega uppbyggingu á landsvæði í Syðra-Reykjalandi.
Í ljósi þess að ekki er fyrir hendi raunhæf lausn frá umsækjendum um aðkomu- og veitumál að svo stöddu er erindinu synjað.2. Úr Minna Mosfelli (Sigtún) - deiliskipulagsósk201910056
Borist hefur erindi frá Sigurði Skarphéðinssyni dags. 3. október 2019 varðandi deiliskipulag lóðarinnar Sigtúns úr Minna Mosfelli. Frestað vegna tímaskorts á 498. fundi.
Skipulagsnefnd synjar erindinu í ljósi þess að ekki er heimilt skv. skipulagslögum að deiliskipuleggja eina staka lóð sbr. 37.gr. skipulagslaga.
3. Ástu-Sólliljugata 2-12 - breyting á deiliskipulagi201909431
Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni fh. lóðarhafa Ástu-Sólliljugötu 2-12 dags. 26. september 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Ástu-Sólliljugötu 2-12. Frestað vegna tímaskorts á 498. fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir að meðhöndla erindið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
4. Reykjavegur 51 - skipting á lóð.201910061
Borist hefur erindi frá Gunnlaugi Jónassyni ark. fh. lóðarhafa dags. 3. október 2019 varðandi skiptingu lóðar. Frestað vegna tímaskorts á 498. fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir skiptingu lóðarinnar í samræmi við 48. gr. skipulagslaga og vísar málinu til úrvinnslu byggingarfulltrúa.
5. Uglugata 14-20 - breyting á deiliskipulagi, breytt aðkoma201809165
Á 485. fundi skipulagsnefndar 24. maí synjaði skipulagsnefnd ósk um breytingu deiliskipulags á aðkomu að Uglugötu 14-20. Borist hefur viðbótarerindi.
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að heimila umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Fulltrúi M-lista situr hjá.
6. Vefarastræti 24-30, Umsókn um byggingarleyfi201711319
Á 453. fundi skipulagsnefndar 19. janúar 2018 var tekið fyrir erindi Heimavalla ehf. þar sem sótt var um leyfi til að breyta geymslum í tvær íbúðir. Byggingarfulltrúi óskaði eftir umsögn skipulagsnefndar. Skipulagsnefnd synjaðir erindinu. Borist hefur viðbótarerindi.
Skipulagsnefnd samþykkir að vísa málinu til umsagnar byggingarfulltrúa
7. Brekkuland - málun á kantsteini201910260
Borist hefur erindi frá umhverfissviði dags. 18. október 2019 varðandi málun á kantsteini við Brekkuland.
Fulltrúi L-lista vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd heimilar umhverfissviði að ráðast í málun á kantsteini og banna að bílar leggi meðfram Brekkulandi.8. Reykjahvoll 27 - breyting á húsi201910082
Borist hefur erindi frá Gunnlaugi Jónassyni ark. fh. hönd lóðarhafa dags. 4. október 2019 varðandi breytingu á húsinu að Reykjahvoli 27.
Skipulagsnefnd samþykkir að vísa málinu til umsagnar byggingarfulltrúa.
9. Helgafellshverfi - hringtorg við innkomu í hverfið201910252
Borist hefur erindi frá Elínborgu Jóhannesdóttur dags. 16. október 2019 varðandi hringtorg við innkomu í Helgafellshverfi.
Skipulagsnefnd vísar málinu til yfirstandandi skoðunar umferðarráðgjafa á umferðaröryggismálum í Helgafellshverfi.
10. Þverholt 6 - breyting á lóðarmörkum201910224
Borist hefur erindi frá Íslensk bandaríska ehf. dags. 10. október 2019 varðandi breytingu á lóðarmörkum Þverholti 6.
Skipulagsnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við erindið og vísar ákvörðun um úthlutun stærri lóðar við Þverholt 6 til samræmis við gildandi deiliskipulag til bæjarráðs.
11. Umsókn um framkvæmdaleyfi - reiðstígur á Leirvogstungumelum201910170
Borist hefur erindi frá Sæmundi Eiríkssyni fh. Hestamannafélagsins Harðar dags. 13. október 2019 varðandi framkvæmdaleyfi fyrir reiðstíg á Leirvogstungumelum.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi skv. 15. gr. skipulagslaga.
12. Torg í Gerplustræti - breyting á deiliskipulagi.2017081506
Á 487. fundi skipulagsnefndar 31. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Lögð var fram tillaga fulltrúa L lista Vina Mosfellsbæjar: Lögð er fram tillaga um að hætta við deiliskipulagsbreytinguna og til vara að fresta henni þar til rök fyrir því að taka upp deiliskipulagið liggja fyrir. Fulltrúar M og L lista samþykkja tillöguna, fulltrúar V og D lista greiða atkvæði gegn tillögunni með þremur atkvæðum. Tillagan felld með þremur atkvæðum gegn tveimur atkvæðum." Í ljósi þess að of langur tími er liðinn frá því að athugasemdafresti við tillöguna lauk og auglýsing um samþykkt deiliskipulagsins hefur ekki birst í B-deild Stjórnartíðinda þarf að auglýsa tillöguna að nýju, sbr. 42. gr. skipulagslaga.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera nýja tillögu að breytingu á deiliskipulagi torgsins í samráði við íbúa í næsta nágrenni og leggja síðan fram í nefndinni.
13. Flugumýri athafnasvæði - nýtt deiliskipulag201612203
Á 488. fundi skipulagsnefndar 28. júní 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa vinna málið áfram ásamt því að kynna það fyrir umhverfisnefnd Mosfellsbæjar." Lögð fram bókun umhverfisnefndar sem hljóðar svo: "Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi kom á fundinn og kynnti málið. Umhverfisnefnd fagnar því að unnið sé deiliskipulag fyrir svæðið og vonast til þess að ásýnd svæðisins batni."
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Flugumýri.
14. Laxatunga 197 / Umsókn um byggingarleyfi.201807172
dé Fasteignir ehf., kt. 700418-0140, Ármúli 15 Reykjavík sækir um breytingu áður samþykktra aðaluppdrátta, fyrir einbýlishús á lóðinni Laxatunga nr. 197, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki. Vísað til umsagnar skipulagsnenfdar þar sem erindið samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir að meðhöndla málið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Fundargerðir til kynningar
15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 378201910015F
15.1. Leirvogstunga 31 / Umsókn um byggingarleyfi. 201811062
Blanca Astrid Barrero, Breiðvangi 30 Hafnarfirði, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Leirvogstunga nr.31 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
16. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 379201910034F
16.1. Laxatunga 197 / Umsókn um byggingarleyfi. 201807172
Idé Fasteignir ehf., kt. 700418-0140, Ármúli 15 Reykjavík sækir um breytingu áður samþykktra aðaluppdrátta, fyrir einbýlishús á lóðinni Laxatunga nr. 197, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
16.2. Skálahlíð 30, Umsókn um byggingarleyfi 201702194
Litlikriki ehf. Traðarholti 276 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 30 við Skálahlíð í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Íbúð 191,2 m2, bílgeymsla 42,7 m2, 828,2 m3.