Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

25. október 2019 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Jón Pétursson aðalmaður
  • Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Guðjónsdóttir (MGu) varamaður
  • Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs

Fundargerð ritaði

Ólafur Melsted Skipulagsfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Í Suð­ur Reykjalandi lnr. 125425 - Deili­skipu­lag201802083

    Á 488. fundi skipulagsnefndar 28. júní 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til skoðunar og upplýsingar hvað innviði svæðisins svo sem aðkomu og vegagerð, veitumál o.fl varðar." Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Frestað vegna tímaskorts á 498. fundi.

    Lögð fram um­beð­in um­sögn fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs um mögu­lega upp­bygg­ingu á land­svæði í Syðra-Reykjalandi.
    Í ljósi þess að ekki er fyr­ir hendi raun­hæf lausn frá um­sækj­end­um um að­komu- og veitu­mál að svo stöddu er er­ind­inu synjað.

  • 2. Úr Minna Mos­felli (Sigtún) - deili­skipu­lagsósk201910056

    Borist hefur erindi frá Sigurði Skarphéðinssyni dags. 3. október 2019 varðandi deiliskipulag lóðarinnar Sigtúns úr Minna Mosfelli. Frestað vegna tímaskorts á 498. fundi.

    Skipu­lags­nefnd synj­ar er­ind­inu í ljósi þess að ekki er heim­ilt skv. skipu­lagslög­um að deili­skipu­leggja eina staka lóð sbr. 37.gr. skipu­lagslaga.

  • 3. Ástu-Sólliljugata 2-12 - breyt­ing á deili­skipu­lagi201909431

    Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni fh. lóðarhafa Ástu-Sólliljugötu 2-12 dags. 26. september 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Ástu-Sólliljugötu 2-12. Frestað vegna tímaskorts á 498. fundi.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að með­höndla er­ind­ið skv. 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.

  • 4. Reykja­veg­ur 51 - skipt­ing á lóð.201910061

    Borist hefur erindi frá Gunnlaugi Jónassyni ark. fh. lóðarhafa dags. 3. október 2019 varðandi skiptingu lóðar. Frestað vegna tímaskorts á 498. fundi.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir skipt­ingu lóð­ar­inn­ar í sam­ræmi við 48. gr. skipu­lagslaga og vís­ar mál­inu til úr­vinnslu bygg­ing­ar­full­trúa.

  • 5. Uglugata 14-20 - breyt­ing á deili­skipu­lagi, breytt að­koma201809165

    Á 485. fundi skipulagsnefndar 24. maí synjaði skipulagsnefnd ósk um breytingu deiliskipulags á aðkomu að Uglugötu 14-20. Borist hefur viðbótarerindi.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fjór­um at­kvæð­um að heim­ila um­sækj­anda að leggja fram til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi. Full­trúi M-lista sit­ur hjá.

  • 6. Vefara­stræti 24-30, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201711319

    Á 453. fundi skipulagsnefndar 19. janúar 2018 var tekið fyrir erindi Heimavalla ehf. þar sem sótt var um leyfi til að breyta geymslum í tvær íbúðir. Byggingarfulltrúi óskaði eftir umsögn skipulagsnefndar. Skipulagsnefnd synjaðir erindinu. Borist hefur viðbótarerindi.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að vísa mál­inu til um­sagn­ar bygg­ing­ar­full­trúa

  • 7. Brekku­land - málun á kant­steini201910260

    Borist hefur erindi frá umhverfissviði dags. 18. október 2019 varðandi málun á kantsteini við Brekkuland.

    Full­trúi L-lista vék af fundi við af­greiðslu máls­ins.
    Skipu­lags­nefnd heim­il­ar um­hverf­is­sviði að ráð­ast í málun á kant­steini og banna að bíl­ar leggi með­fram Brekkulandi.

  • 8. Reykja­hvoll 27 - breyt­ing á húsi201910082

    Borist hefur erindi frá Gunnlaugi Jónassyni ark. fh. hönd lóðarhafa dags. 4. október 2019 varðandi breytingu á húsinu að Reykjahvoli 27.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að vísa mál­inu til um­sagn­ar bygg­ing­ar­full­trúa.

  • 9. Helga­fells­hverfi - hringtorg við inn­komu í hverf­ið201910252

    Borist hefur erindi frá Elínborgu Jóhannesdóttur dags. 16. október 2019 varðandi hringtorg við innkomu í Helgafellshverfi.

    Skipu­lags­nefnd vís­ar mál­inu til yf­ir­stand­andi skoð­un­ar um­ferð­ar­ráð­gjafa á um­ferðarör­ygg­is­mál­um í Helga­fells­hverfi.

  • 10. Þver­holt 6 - breyt­ing á lóð­ar­mörk­um201910224

    Borist hefur erindi frá Íslensk bandaríska ehf. dags. 10. október 2019 varðandi breytingu á lóðarmörkum Þverholti 6.

    Skipu­lags­nefnd ger­ir fyr­ir sitt leyti ekki at­huga­semd við er­ind­ið og vís­ar ákvörð­un um út­hlut­un stærri lóð­ar við Þver­holt 6 til sam­ræm­is við gild­andi deili­skipu­lag til bæj­ar­ráðs.

  • 11. Um­sókn um fram­kvæmda­leyfi - reiðstíg­ur á Leir­vogstungu­mel­um201910170

    Borist hefur erindi frá Sæmundi Eiríkssyni fh. Hestamannafélagsins Harðar dags. 13. október 2019 varðandi framkvæmdaleyfi fyrir reiðstíg á Leirvogstungumelum.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að gefa út fram­kvæmda­leyfi skv. 15. gr. skipu­lagslaga.

  • 12. Torg í Gerplustræti - breyt­ing á deili­skipu­lagi.2017081506

    Á 487. fundi skipulagsnefndar 31. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Lögð var fram tillaga fulltrúa L lista Vina Mosfellsbæjar: Lögð er fram tillaga um að hætta við deiliskipulagsbreytinguna og til vara að fresta henni þar til rök fyrir því að taka upp deiliskipulagið liggja fyrir. Fulltrúar M og L lista samþykkja tillöguna, fulltrúar V og D lista greiða atkvæði gegn tillögunni með þremur atkvæðum. Tillagan felld með þremur atkvæðum gegn tveimur atkvæðum." Í ljósi þess að of langur tími er liðinn frá því að athugasemdafresti við tillöguna lauk og auglýsing um samþykkt deiliskipulagsins hefur ekki birst í B-deild Stjórnartíðinda þarf að auglýsa tillöguna að nýju, sbr. 42. gr. skipulagslaga.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að gera nýja til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi torgs­ins í sam­ráði við íbúa í næsta ná­grenni og leggja síð­an fram í nefnd­inni.

  • 13. Flugu­mýri at­hafna­svæði - nýtt deili­skipu­lag201612203

    Á 488. fundi skipulagsnefndar 28. júní 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa vinna málið áfram ásamt því að kynna það fyrir umhverfisnefnd Mosfellsbæjar." Lögð fram bókun umhverfisnefndar sem hljóðar svo: "Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi kom á fundinn og kynnti málið. Umhverfisnefnd fagnar því að unnið sé deiliskipulag fyrir svæðið og vonast til þess að ásýnd svæðisins batni."

    Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa áfram­hald­andi vinnu við gerð deili­skipu­lags fyr­ir Flugu­mýri.

    • 14. Laxa­tunga 197 / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi.201807172

      dé Fasteignir ehf., kt. 700418-0140, Ármúli 15 Reykjavík sækir um breytingu áður samþykktra aðaluppdrátta, fyrir einbýlishús á lóðinni Laxatunga nr. 197, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki. Vísað til umsagnar skipulagsnenfdar þar sem erindið samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að með­höndla mál­ið skv. 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.

    Fundargerðir til kynningar

    • 15. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 378201910015F

      • 15.1. Leir­vogstunga 31 / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201811062

        Blanca Astrid Bar­rero, Breið­vangi 30 Hafnar­firði, sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Leir­vogstunga nr.31 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

      • 16. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 379201910034F

        • 16.1. Laxa­tunga 197 / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201807172

          Idé Fast­eign­ir ehf., kt. 700418-0140, Ár­múli 15 Reykja­vík sæk­ir um breyt­ingu áður sam­þykktra að­al­upp­drátta, fyr­ir ein­býl­is­hús á lóð­inni Laxa­tunga nr. 197, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

        • 16.2. Skála­hlíð 30, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201702194

          Litlikriki ehf. Trað­ar­holti 276 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni nr. 30 við Skála­hlíð í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð: Íbúð 191,2 m2, bíl­geymsla 42,7 m2, 828,2 m3.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00