Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

20. febrúar 2020 kl. 07:32,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Heiðar Örn Stefánsson embættismaður

Fundargerð ritaði

Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Flugu­mýri at­hafna­svæði - nýtt deili­skipu­lag201612203

    Á 507. fundi skipulagsnefndar 17. janúar 2020 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar málinu til bæjarráðs vegna breytinga á lóðarstærðum." Lóðarstækkunin nær til lóða nr. 6,8,18,20,30 og 32 við Flugumýri

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að ganga til samn­inga við lóð­ar­leigu­hafa um stækk­un lóða þeirra í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu að breyttu deili­skipu­lagi. Samn­ing­arn­ir verði lagð­ir fyr­ir bæj­ar­ráð til sam­þykkt­ar af hálfu Mos­fells­bæj­ar.

  • 2. Frum­varp til laga um breyt­ingu á barna­lög­um - beiðni um um­sögn202002138

    Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum - beiðni um umsögn fyrir 27. febr.

    Beiðni um um­sögn um frum­varp til laga um breyt­ingu á barna­lög­um lögð fram.

  • 3. Drög að frum­varpi til breyt­inga á sveit­ar­stjórn­ar­lög­um og lög­um um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga202002137

    Drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga

    Beiðni um um­sögn um drög að frum­varpi til breyt­inga á sveit­ar­stjórn­ar­lög­um og lög­um um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga lögð fram.

  • 4. Reykja­vík Loves - sam­st­arf sveita­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu tengt ferða­mönn­um202001401

    Samningur vegna samstarfs sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðninu - Reykjavík loves

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að und­ir­rita sam­komulag um áfram­hald­andi mark­aðs­sam­st­arf og upp­lýs­inga­miðlun í ferða­þjón­ustu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og fyr­ir­liggj­andi við­auka þar við.

  • 5. Álykt­un frá fjár­bænd­um á lög­býl­um í Mos­fells­bæ202002146

    Áheyrn­ar­full­trúi S- lista vík­ur af fundi við af­greiðslu máls­ins sök­um van­hæf­is.

    Ályktun frá fjárbændum á lögbýlum í Mosfellsbæ

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að fela um­hverf­is­stjóra að rita um­sögn um er­ind­ið og sitja ásamt bæj­ar­stjóra fund með bréf­rit­ur­um.

  • 6. Um­gengni á lóð Vöku hf. á Leir­vogstungu­mel­um202002126

    Bréf umhverfissviðs vegna eftirlits og staða viðræðna.

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að stöðva frek­ari samn­inga­við­ræð­ur við Vöku um nýt­ingu land­svæð­is á Leir­vogstungu­mel­um þar til brugð­ist hef­ur ver­ið með full­nægj­andi hætti við at­huga­semd­um um­hverf­is­stjóra frá 7. fe­brú­ar 2020.

    • 7. Upp­sögn á samn­ingi um rekst­ur.201703001

      Staða viðræðna við ríkið vegna reksturs Hamra

      Staða máls­ins kynnt og rædd.

      • 8. Út­tekt og heild­ar­skimun á skóla­hús­næði Mos­fells­bæj­ar - loft­gæða­mæl­ing­ar202002147

        Úttekt og heildarskimun á skólahúsnæði Mosfellsbæjar - loftgæðamælingar

        Minn­is­blað um raka­mæl­ing­ar og sýna­töku innanúss í Brú­ar­landi kynnt og rædd.

        Bók­un V- og D- lista:
        Verk­fræði­stof­unni EFLU var fal­ið að gera út­tekt á hugs­an­leg­um raka­skemd­um í Brú­ar­landi. Í kjöl­far sýna­töku vökn­uðu grun­semd­ir Eflu um að raka­skemmd­ir gætu ver­ið á af­mörk­uð­um stöð­um í hús­næð­inu. Í beinu fram­haldi eða þann 16. ág­úst var hald­inn stöðufund­ur EFLU með full­trú­um Mos­fells­bæj­ar um út­tekt þeirra. Á þeim stöðufundi var ákveð­ið að bíða ekki eft­ir nið­ur­stöð­um sýna­töku held­ur að ráð­ast strax í lag­fær­ing­ar á þeim at­rið­um sem grun­semd­ir voru uppi með raka­skemmd­ir. Við­gerð­um í kennslu­rým­um lauk 27. ág­ústb. Sam­kvæmt skýrslu EFLU sem nú er til um­fjöll­un­ar þá er Brú­ar­lands­hús­ið í eins góðu ástandi og bú­ast má við af hús­næði al­mennt og eft­ir við­gerð­ir í ág­úst stað­festu sér­fræð­ing­ar Eflu að öll­um þeim fram­kvæmd­um sem þeir höfðu lagt til væri lok­ið og hús­næð­ið því tækt til kennslu. Hvað varð­ar kynn­ing­ar á á fram­kvæmd­um við hús­næði Varmár­skóla/Brú­ar­lands þá voru haldn­ir 13 kynn­ing­ar­fund­ir þar á með­al í Brú­ar­landi þar sem geng­ið var um hús­næð­ið ásamt sér­fræð­ing­um EFLU þar sem lag­fær­ing­ar á hús­næð­inu voru kynnt­ar for­eldr­um. Sá fund­ur var hald­inn 13. Sept­em­ber sl. Þar gafst for­eldr­um tæki­færi til að eiga milli­liða­laust sam­tal og sam­skipti við sér­fræð­inga Eflu.

        Gestir
        • Benjamín Ingi Böðvarsson, byggingatæknifræðingur hjá EFLU
        • Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, Líffræðingur hjá EFLU

      Bæj­ar­full­trú­inn Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir vék af fundi kl. 9:37 við af­greiðslu 8. máls.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30