20. febrúar 2020 kl. 07:32,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Flugumýri athafnasvæði - nýtt deiliskipulag201612203
Á 507. fundi skipulagsnefndar 17. janúar 2020 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar málinu til bæjarráðs vegna breytinga á lóðarstærðum." Lóðarstækkunin nær til lóða nr. 6,8,18,20,30 og 32 við Flugumýri
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að ganga til samninga við lóðarleiguhafa um stækkun lóða þeirra í samræmi við fyrirliggjandi tillögu að breyttu deiliskipulagi. Samningarnir verði lagðir fyrir bæjarráð til samþykktar af hálfu Mosfellsbæjar.
2. Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum - beiðni um umsögn202002138
Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum - beiðni um umsögn fyrir 27. febr.
Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum lögð fram.
3. Drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga202002137
Drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga
Beiðni um umsögn um drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga lögð fram.
- FylgiskjalDrög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar.pdfFylgiskjalFS: Drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar.pdf
4. Reykjavík Loves - samstarf sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu tengt ferðamönnum202001401
Samningur vegna samstarfs sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðninu - Reykjavík loves
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirrita samkomulag um áframhaldandi markaðssamstarf og upplýsingamiðlun í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og fyrirliggjandi viðauka þar við.
5. Ályktun frá fjárbændum á lögbýlum í Mosfellsbæ202002146
Áheyrnarfulltrúi S- lista víkur af fundi við afgreiðslu málsins sökum vanhæfis.Ályktun frá fjárbændum á lögbýlum í Mosfellsbæ
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela umhverfisstjóra að rita umsögn um erindið og sitja ásamt bæjarstjóra fund með bréfriturum.
6. Umgengni á lóð Vöku hf. á Leirvogstungumelum202002126
Bréf umhverfissviðs vegna eftirlits og staða viðræðna.
Samþykkt með 3 atkvæðum að stöðva frekari samningaviðræður við Vöku um nýtingu landsvæðis á Leirvogstungumelum þar til brugðist hefur verið með fullnægjandi hætti við athugasemdum umhverfisstjóra frá 7. febrúar 2020.
7. Uppsögn á samningi um rekstur.201703001
Staða viðræðna við ríkið vegna reksturs Hamra
Staða málsins kynnt og rædd.
8. Úttekt og heildarskimun á skólahúsnæði Mosfellsbæjar - loftgæðamælingar202002147
Úttekt og heildarskimun á skólahúsnæði Mosfellsbæjar - loftgæðamælingar
Minnisblað um rakamælingar og sýnatöku innanúss í Brúarlandi kynnt og rædd.
Bókun V- og D- lista:
Verkfræðistofunni EFLU var falið að gera úttekt á hugsanlegum rakaskemdum í Brúarlandi. Í kjölfar sýnatöku vöknuðu grunsemdir Eflu um að rakaskemmdir gætu verið á afmörkuðum stöðum í húsnæðinu. Í beinu framhaldi eða þann 16. ágúst var haldinn stöðufundur EFLU með fulltrúum Mosfellsbæjar um úttekt þeirra. Á þeim stöðufundi var ákveðið að bíða ekki eftir niðurstöðum sýnatöku heldur að ráðast strax í lagfæringar á þeim atriðum sem grunsemdir voru uppi með rakaskemmdir. Viðgerðum í kennslurýmum lauk 27. ágústb. Samkvæmt skýrslu EFLU sem nú er til umfjöllunar þá er Brúarlandshúsið í eins góðu ástandi og búast má við af húsnæði almennt og eftir viðgerðir í ágúst staðfestu sérfræðingar Eflu að öllum þeim framkvæmdum sem þeir höfðu lagt til væri lokið og húsnæðið því tækt til kennslu. Hvað varðar kynningar á á framkvæmdum við húsnæði Varmárskóla/Brúarlands þá voru haldnir 13 kynningarfundir þar á meðal í Brúarlandi þar sem gengið var um húsnæðið ásamt sérfræðingum EFLU þar sem lagfæringar á húsnæðinu voru kynntar foreldrum. Sá fundur var haldinn 13. September sl. Þar gafst foreldrum tækifæri til að eiga milliliðalaust samtal og samskipti við sérfræðinga Eflu.Gestir
- Benjamín Ingi Böðvarsson, byggingatæknifræðingur hjá EFLU
- Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, Líffræðingur hjá EFLU
Bæjarfulltrúinn Anna Sigríður Guðnadóttir vék af fundi kl. 9:37 við afgreiðslu 8. máls.