19. september 2019 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjartur Steingrímsson formaður
- Kristín Ýr Pálmarsdóttir (KÝP) varaformaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) aðalmaður
- Unnar Karl Jónsson aðalmaður
- Michele Rebora (MR) aðalmaður
- Þorlákur Ásgeir Pétursson áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Dælustöðvarvegur 8, breyting á deiliskipulagi201906039
Kynning á tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Dælustöðvarveg 8 Á 488. fundi skipulagsnefndar 28. júní 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar erindinu til umsagnar umhverfisnefndar Mosfellsbæjar til umsagnar."
Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi kom á fundinn og kynnti málið.
Umhverfisnefnd leggst gegn frekari framkvæmdum innan hverfisverndar Varmár.2. Reykjamelur 20-22 og Asparlundur 11 - breyting á deiliskipulagi201805149
Kynning á breytingu á deiliskipulagi fyrir Reykjamel 20-22. Á 488. fundi skipulagsnefndar 28. júní 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar málinu til umsagnar umhverfisnefndar Mosfellsbæjar."
Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi kom á fundinn og kynnti málið.
Umhverfisnefnd leggst gegn frekari framkvæmdum innan hverfisverndar Varmár, þ.m.t. gatnaframkvæmdum.3. Æsustaðaland - ósk um gerð deiliskipulags.201905159
Kynning á skipulagslýsingu fyrir spildur úr landi Æsustaða. Skipulagsnefnd samþykkti á 490. fundi sínum þann 19.júní 2019 að senda deiliskipulagslýsingu fyrir spildur úr landi Æsustaða til umsagnar umhverfisnefndar í samræmi við skipulagslög.
Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi kom á fundinn og kynnti málið.
Umhverfisnefnd leggur áherslu á að vinna við deiliskipulag svæðisins taki mið af hverfisvernd og umhverfismálum í heild.4. Flugumýri athafnasvæði - nýtt deiliskipulag201612203
Kynning á drögum að nýju deiliskipulagi fyrir athafnasvæði í Flugumýri. Skipulagsnefnd vísaði málinu á 488. fundi skipulagsnefndar 28. júní 2019 til kynningar umhverfisnefndar.
Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi kom á fundinn og kynnti málið.
Umhverfisnefnd fagnar því að unnið sé deiliskipulag fyrir svæðið og vonast til þess að ásýnd svæðisins batni.5. Blikastaðaland - Deiliskipulag verslunar- og þjónustusvæðis og athafnasvæðis201908379
Kynning á drögum að deiliskipulagslýsingu fyrir deiliskipulag í Blikastaðalandi. Skipulagsnefnd vísar málinu til kynningar/umsagnar umhverfisnefndar.
Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi kom á fundinn og kynnti málið.
Umhverfisnefnd lýsir yfir ánægju sinni með metnaðarfulla skipulagslýsingu þar sem umhverfisvottun verður höfð til hliðsjónar við skipulag svæðisins.7. Notkun á metani - upplýsingar frá Sorpu201908648
Erindi Sorpu bs. vegan notkunar á metani. Bæjarráð samþykkti á 1410. fundi sínum þann 29.08.2019 að fela umhverfisnefnd að fjalla um erindið.
Umhverfisnefnd hvetur bæjaryfirvöld til að huga að nýtingu metans í starfsemi sinni, eins og fram kemur í umhverfisstefnu Mosfellsbæjar um orkuskipti í samgöngum, t.d. með tilliti til eigin bílaflota og kröfum til verktaka sem starfa fyrir Mosfellsbæ. Umhverfisnefnd leggur til að Mosfellsbær styðji við uppbyggingu á metanhleðslustöð í bænum í samráði við viðeigandi aðila.
Almenn erindi
6. Starfsáætlun umhverfisnefndar Mosfellsbæjar 2019201909212
Lögð fram tillaga að starfsáætlun umhverfisnefndar Mosfellsbæjar fyrir haus og vetur 2019
Lagt fram.
8. Ævintýragarður - deiliskipulag201710251
Kynning á niðurstöðum samráðsferlis um uppbyggingu Ævintýragarðsins sem fram fór á bæjarhátíð Mosfellsbæjar
Lagt fram til kynningar.
Umhverfisnefnd þakkar góða kynningu og fagnar því að hafin sé vinna við deiliskipulag svæðisins.9. Samkeppni um aðkomutákni á bæjarmörkum201711015
Kynning á nýju aðkomutákni Mosfellsbæjar við Vesturlandsveg
Umhverfisnefnd óskar bæjarbúum til hamingju með glæsilegt aðkomutákn.
10. Endurskoðun á umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ201710064
Yfirfarin umhverfisstefna Mosfellsbæjar lögð fram til útgáfu.
Umhverfisnefnd líst vel á drög að útgáfu umhverfisstefnu og óskar eftir því að hönnun hennar verði lokið sem fyrst og verði kynnt á næsta fundi nefndarinnar.
Ennfremur verði lögð áhersla á að stefnan verði kynnt með viðeigandi hætti.